Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGVI Jónsson, forstjóri Baugs, segir að enginn grundvöllur sé fyrir stefnu framkvæmdastjóra Bonus Stores Inc. á hendur stjórn verslana- keðjunnar bandarísku, sem er að meirihluta í eigu Baugs, auk Kaup- þings og smærri hluthafa. Krefst hann, ásamt varaforstjóra Bonus Florida, Courtney M. Brick, 10 millj- óna dollara í skaðabætur fyrir brot á ráðningarsamningum, eða um 840 milljóna króna, en stjórn Bonus Stor- es ákvað á miðvikudag að segja Schafer og Brick upp störfum. Tryggvi er jafnframt stjórnarfor- maður Bonus Stores en auk hans sitja í stjórninni Hreiðar Már Sig- urðsson, aðstoðarforstjóri Kaup- þings, Judith Sullivan og William Fields sem m.a. hefur starfað sem forstjóri Wal-Mart Stores. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands frá Baugi Group í gær segir: „Á stjórnarfundi Bonus Stores Inc. í gær hinn 17. júlí samþykkti stjórn félagsins að víkja fram- kvæmdastjóra Bonus Stores Inc., Jim Schafer úr starfi sökum trúnað- arbrota og að misnota aðstöðu sína sem forstjóri félagsins. Rannsókn stendur nú yfir og mun málið væntanlega fara fyrir dóm- stóla. Fjárhagslegt tjón Bonus Stores Inc. er óverulegt þar sem félagið er tryggt fyrir slíkum áföllum. Til bráðabirgða mun Bill Fields, stjórnarmaður í Bonus Stores Inc. og fyrrum forstjóri Wal-Mart Stores, stýra daglegum rekstri félagsins, en það á nú í viðræðum við nokkra aðila um stöðu forstjóra félagsins.“ Bonus Stores Inc. var stofnað við samruna verslanakeðjanna Bonus Dollar Stores og Bill’s Dollar Stores. Baugur keypti í apríl á síðasta ári þrotabú síðarnefndu keðjunnar en átti fyrir helming þeirrar fyrrnefndu. Bonus Stores Inc. rekur keðjurnar tvær sem starfrækja um 400 versl- anir í Bandaríkjunum. Bonus Dollar Stores var upphaf verslunarrekstrar Baugs í Banda- ríkjunum en það er keðja fárra lág- vöruverðsverslana. Bill’s Dollar Stores er mun stærri keðja 400 versl- ana og stóð afar illa þegar Baugur keypti, átti litlar birgðir og viðskipta- vinahópurinn hafði flúið. Jim Schafer átti helming í Bonus Dollar Stores á móti Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni og Jóhannesi Jónssyni og síðar Baugi. Schafer var ráðinn for- stjóri sameinaðs fyrirtækis. Hann gerði töluverðar breytingar á rekstr- inum, fækkaði starfsfólki og hag- ræddi á ýmsan hátt. Umskipti urðu á rekstrinum, hagnaður náðist á tíma- bili af rekstri sameinaðs félags en samkvæmt 14 mánaða uppgjöri Baugs sem kynnt var í maí sl. varð 95 milljóna króna tap á rekstri Bonus Stores Inc. á tímabilinu 1. júlí 2001 til 28. febrúar 2002. Bæði Jim Schafer og William Fields, stjórnarmaður sem nú er stefnt, eru fyrrverandi starfsmenn Wal-Mart, en Fields var forstjóri Wal-Mart Stores. Fields tók sæti í stjórn Bonus Stores Inc. í desember sl. og eftir uppsögn Schafers hefur hann gegnt starfi forstjóra. Judith Sullivan kom að Bonus Stores sem stjórnarmaður og lögfræðingur fyr- irtækisins í apríl 2001, við stofnun þess. Stefnur á báða bóga Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs og stjórnarformaður Bonus Stores Inc., segir í samtali við Morgunblaðið að stjórn Bonus Stores telji engan grundvöll fyrir stefnunni af hálfu Schafers og málið sé til athugunar hjá lögfræðingum. Tryggvi segir ástæðuna fyrir uppsögn Jim Schafer trúnaðarbrot og að hann hafi misnot- að aðstöðu sína sem forstjóri félags- ins, líkt og fram kemur í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands í gær. Hann segir að líklegt sé að málið muni fara fyrir dómstóla þar sem Schafer hafi stefnt stjórn Bonus Stores en einnig liggi fyrir að Bonus Stores muni stefna Schafer fyrir trúnaðarbrot. Í stefnunni af hálfu Schafers kemur fram að Bonus Stores hafi brotið á Jim Schafer með því að standa ekki við ráðningarsamning þar sem auk 200 þúsund dala árs- launa var kveðið á um kaupauka og kauprétt á hlutabréfum allt að 7,5% hlutafjár. Tryggvi segir að kauprétt- ur lykilstarfsmanna sé tengdur frammistöðu starfsmanns og afkomu fyrirtækisins. „Það liggja einungis fyrir drög að ráðningarsamningi við Schafer en þótt samningurinn væri frágenginn teljum við að hann upp- fylli ekki þau skilyrði sem samningur kveður á um,“ segir Tryggvi. Ekki hefur heldur verið gengið frá gögnum varðandi eignarhlut Jims Schafers í Bonus Stores, eftir sam- einingu Bonus Dollar Stores og Bill’s Dollar Stores. Courtney M. Bricks var fram- kvæmdastjóri innkaupasviðs hjá Bonus Stores og meðeigandi Schaf- ers að Retail Stores Services. „Þessir tveir menn stofnuðu fyrirtæki fyrri- hluta árs 2000 og hafa selt innrétt- ingar og búnað til Bonus Stores án þess að greina frá því. Þetta fór ró- lega af stað en fór á fullt skrið í júlí í fyrra. Stærstur hluti við- skiptanna er frá því í mars og apríl á þessu ári. Þá keyptu þeir inn- réttingar og búnað á uppboðum og seldu Bonus Stores á mun hærra verði,“ segir Tryggvi. „Það er mjög óeðlilegt að starfsmenn, forstjórar eða aðrir, kaupi af sjálfum sér og selji á hærra verði til vinnuveitanda síns. Það eru ekki eðlilegir við- skiptahættir.“ Hann segir að stjórn Bonus Stores hafi frétt af fyrirtækinu Retail Stores Services og hverjir væru eigendur þess um mánaðamótin apríl-maí sl., þegar starfsmaður Bonus Stores lét Tryggva vita. Þá hófst strax rann- sókn sem endurskoðunarfyrirtækið Earnst & Young ásamt lögfræðifyr- irtæki hafa annast. Jim Schafer fór í leyfi frá störfum á launum á meðan, að sögn Tryggva, og stjórnin sam- þykkti á fundi í fyrradag að segja honum upp vegna þeirra atriða sem fram komu við rannsóknina. Stjórnin hafði áður staðfest uppsagnarbréfið frá 10. júlí á símafundi. Fyrirfram heimild stjórnar lagaleg skylda Tryggvi segir það rangt sem kem- ur fram í stefnunni að rannsókn á málinu hafi byrjað í fyrra og endur- skoðunarfyrirtækið Earnst & Young ráðið til þess. Tryggvi segir að fyr- irtækið hafi ekki verið ráðið til Bonus Stores fyrr en á þessu ári. Enginn hafi vitað um fyrirtækið Retail Stor- es Services fyrr en á þessu ári. „Stjórn og starfsfólk Bonus Stores vissi ekki betur en að verið væri að kaupa innréttingar og búnað á eðli- legu verði frá þriðja aðila þar til skömmu áður en rannsóknin hófst.“ Tryggvi segir að stjórn Bonus Stores hafi haldið að ekki væri þörf á að kaupa innréttingar fyrir fyrirtækið þar sem nóg hafi verið keypt með þrotabúi Bill’s Dollar Stores í apríl á síðasta ári. „Stjórninni er ekki kunn- ugt um einstök nöfn á fyrirtækjum sem skipt er við eða einstök við- skipti,“ segir Tryggvi. Samkvæmt lögum í Delaware þar sem fyrirtækið er skráð, ber for- stjóra að fá fyrirfram heimild stjórn- ar ef hann hyggst eiga viðskipti við eigin fyrirtæki eða tengd fyrirtæki, að sögn Tryggva. Í stefnunni á hend- ur stjórn Bonus Stores kemur fram að Schafer og Brick hafi ekki borið lagaleg skylda til að upplýsa stjórn- armenn Bonus Stores um viðskipta- sambandið og viðskiptin hafi haft sparnað í för með sér fyrir Bonus Stores. Bonus Stores eru tryggð fyrir áföllum af þessu tagi og verður fjár- hagslegt tjón óverulegt. „Þetta er hins vegar slæmt vegna þess að Jim Schafer hefur verið náinn samstarfs- maður okkar og mikil vonbrigði að hann skyldi leiðast út í þetta. Við höf- um haft mikla trú á honum og hann hefur náð miklum árangri við að skera niður kostnað hjá fyrirtækinu. En salan hefur ekki þróast með þeim hætti sem hann hafði lagt fram áætl- anir um,“ segir Tryggvi. Ekki grund- völlur fyrir stefnunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá síðasta aðalfundi Baugs þar sem Jim Schafer er í ræðustóli að greina frá rekstri Bonus Stores. Tryggvi Jónsson Segir framkvæmdastjórann hafa misnotað aðstöðu sína Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs, um stefnu framkvæmdastjóra Bonus Stores Inc. JIM A. Schafer, sem nýlega var vís- að úr starfi framkvæmdastjóra verslanakeðjunnar Bonus Stores í Bandaríkjunum, sem að meirihluta er í eigu Baugs, segir að Jón Ásgeir Jóhannesson, nú stjórnarformaður Baugs og áður forstjóri, hafi vitað af tilvist fyrirtækis síns, Retail Stores Services. Stjórn Bonus Stores ákvað á miðvikudag að segja Schafer upp störfum fyrir trúnaðarbrot og að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Schafer stofnaði Retail Stores Services í maí árið 2000 ásamt sam- starfsmanni sínum hjá Bonus Stor- es, Courtney M. Brick, sem einnig hefur verið vísað úr starfi. Keypti fyrirtæki þeirra notaðar innrétting- ar af Wall-Mart og seldi m.a. áfram til verslana Bonus Stores. Þeir störfuðu báðir áður hjá Wall-Mart- keðjunni. Schafer sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að viðskipti Retail Stores Services færu fram með eðli- legum hætti. Fyrir- tækið hefði aðeins selt Bonus Stores notaðar innréttingar og vísaði hann því alfarið á bug að þeir Brick hefðu hagnast persónulega á þeim viðskiptum. Hann sagði að fyrstu tvö starfsárin hefði verið tap af þessum viðskiptum en skiljan- lega væri ekki enn vit- að um afkomu þessa árs. Hann sagði það ekki óalgengt í bandarískum einkafyrirtækjum að stjórnendur þeirra ættu önnur fyr- irtæki sem þeir létu vinnuveitendur sína eiga viðskipti við. Aðspurður hvort feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson hefðu vitað af tilvist Retail Stores sagðist Schafer ekki geta sagt um Jóhannes en hann hefði sagt Jóni Ásgeiri frá fyrirtækinu í upp- hafi. Segir Bonus Stores skorta fé Schafer sagðist allan tímann hafa gefið stjórn Bonus Stores réttar upplýsingar um rekst- urinn og ekki haldið neinu leyndu fyrir henni. Hann sagði fyrirtækið skorta fé inn í reksturinn og ef til vill héldu fjárfestar að fjárhagurinn væri betri en látið væri í veðri vaka. Með þessu sagðist hann ekki vera að halda því fram að stjórn Bonus Stor- es væri að gefa fjárfestum rangar upplýsingar. Jim Schafer sagðist vera miður sín yfir því hvernig samstarfið við eigendur Bonus Stores hefði endað, en eins og fram kemur í blaðinu í dag hafa þeir Brick stefnt Bonus Stores og krefjast 840 milljóna króna í skaðabætur. Hann sagðist hafa reynt að ná samkomulagi við stjórnina og í því skyni flogið til Ís- lands til fundar við feðgana Jón Ás- geir og Jóhannes. Því miður hefðu sættir ekki tekist. Að endingu var hann spurður hvort hann hefði stefnt Bonus Stor- es þar sem fyrirtækið ætlaði sér að gera slíkt hið sama gegn honum. Schafer neitaði því og sagðist ekkert vita um áform fyrirtækisins í mál- inu. Jim Schafer, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bonus Stores Segir að Jón Ásgeir hafi vitað um fyrirtæki sitt Jim Schafer LÖGREGLAN stöðvaði öku- mann á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut á 147 km/ klst í gær, en þar er hámarks- hraði 70 km/klst. Umferðin á Hafnarfjarðarvegi var mjög þétt um fjögurleytið þegar ökuhraðinn var mældur. Ökumaðurinn, sem er um tvítugt, sinnti ekki tilmælum lögreglu um að stöðva bílinn og var honum því veitt eftirför sem lauk á móts við Verslunar- skóla Íslands. Ökumaðurinn reyndist ekki ölvaður. Hann sagði lögreglu- mönnum að hann hefði verið að flýta sér en þyrfti þó ekki að mæta á neinn sérstakan stað. Að sögn lögreglu er mildi að ekki varð slys vegna hraðakst- ursins enda beygja á veginum og ekki hefði þurfti mikið til að ökumaðurinn hefði misst stjórn á bílnum og ekið á aðra bíla. Maðurinn verður kallaður fyrir hjá fulltrúa sýslumanns og ekki er ólíklegt að hann verði sviptur ökuréttindum. Ók á 147 km hraða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.