Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ M aður er nefndur Lakhdar Brahimi og er fyrrverandi utanrík- isráðherra Alsírs. Honum brá fyrir á sjónvarps- skjám landsmanna sl. vetur þegar hernaður Bandaríkjanna í Afgan- istan stóð sem hæst en Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði skipað hann sér- stakan sendimann sinn í mál- efnum landsins. Stýrði Brahimi m.a. viðræðum hinna ólíku þjóðarbrota í Afgan- istan, sem fram fóru í Bonn í Þýskalandi í nóvember og desem- ber, en þeim lauk með því að sam- komulag tókst um myndun bráða- birgðastjórnar, sem Hamid Karzai veitti forystu. Brahimi hafði hins vegar áður unnið sér það til frægðar að gegna forystu í nefnd, sem Annan skipaði í mars 2000, í kjölfar þess að gerðar voru opinberar tvær skýrslur sem fram- kvæmdastjórinn hafði látið skrifa fyrir sig. Önnur þeirra fjallaði um þjóð- armorðið í Rúanda árið 1994 en þar myrtu hútúar 800 þúsund tútsa með sveðjum og hnífum á hundrað dögum án þess að SÞ gætu nokkuð að gert. Hin fjallaði um átökin í Bosníu-Herzegóvínu á árunum 1992–1995 og þá fyrst og fremst þjóðernishreinsanir Serba í Srebrenica sumarið 1995. Eins og í Rúanda reyndist er- indrekum SÞ ekki kleift að koma í veg fyrir fjöldamorðin í Srebren- ica þrátt fyrir að þeir væru á staðnum þegar Serbar náðu bæn- um á sitt vald – en í framhaldinu myrtu Serbar um átta þúsund múslimi, sem þar höfðu búið. Er óhætt að segja að orðspor friðargæslusveita SÞ hafi beðið hnekki vegna þessara atburða og ljóst var að stofnunin þurfti að bregðast við, stokka upp spilin ef svo má að orði komast. Níu manns áttu sæti í sérfræð- inganefndinni, sem Annan skip- aði, og komu nefndarmenn frá öll- um álfum heimsins og höfðu víðtæka reynslu af friðargæslu- og þróunarmálum. Verkefni þeirra var að fara í saumana á fyr- irkomulagi friðargæslumála og leggja fram tillögur til úrbóta. Síðla í ágúst árið 2000 kom Brahimi-skýrslan svonefnda svo fyrir sjónir umheimsins. Er skýrslan eitt af mikilvægustu plöggum, sem frá SÞ hafa komið í framkvæmdastjóratíð Annans, en friðargæslan er honum ofarlega í huga, enda var hann sjálfur yf- irmaður friðargæsludeildar SÞ áður en hlaut stöðuhækkun 1997. Í skýrslunni voru m.a. lagðar til umfangsmiklar umbætur á yf- irstjórn friðargæslumála í höf- uðstöðvum SÞ í New York. Bent var á að friðargæsla SÞ yrði í mun ríkari mæli að snúast um fyrirbyggjandi aðgerðir (e. preventive action og peace- building) því betra væri að leggja til peninga og mannafla á fyrri stigum þjóðernisdeilna, til að koma í veg fyrir að átök brytust yfirhöfuð út, heldur en bregðast við þeim eftirá. Enda mætti ljóst vera að kostnaður yrði ávallt meiri, bæði í peningum talið og með tilliti til mannlegra þjáninga, ef aldrei væri brugðist við fyrr en eftir að óveðrið væri skollið á. Lögð var áhersla á að frið- argæslusveitir SÞ væru í stakk búnar að bregðast skjótt við, þ.e. að hægt væri að senda fólk á stað- inn með litlum fyrirvara, í því skyni að koma í veg fyrir að deilur stigmögnuðust og yrðu að blóð- ugum átökum. Ef átök hefðu þeg- ar brotist út væri að sama skapi áríðandi að reyna að binda fljótt enda á þau. Þetta þýddi að þróa ætti frið- argæslustarfið enn frekar í áttina að uppbyggingar- og mann- úðarstarfi – fremur en beinlínis því að halda í sundur óvinaherjum – en þannig mætti fjarlægja þær forsendur, sem oftar en ekki hafa reynst kveikjan að átökum til að byrja með. Þá voru aðildarríki SÞ hvött til að starfa saman að því verkefni, að byggja upp öflugar frið- argæslusveitir; allir yrðu að leggja sín lóð á vogarskálarnar og bjóða fram fólk og fjármuni. Sagði í niðurstöðum Brahimi- skýrslunnar að löngu væri orðið tímabært að Sameinuðu þjóðirnar tækju formlega ákvörðun um að líta á friðargæslu sem eitt af höf- uðverkefnum sínum. Friðargæsla væri forsenda friðar í heiminum. Þessi atburðarás er hér rakin vegna þess að friðargæsla SÞ hef- ur undanfarið verið nokkuð til umræðu, í tengslum við andstöðu Bandaríkjamanna við stofnun Al- þjóðaglæpadómstólsins, sem ætl- að er að taka til meðferðar mál er varða stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannúð. Þá er og eðlilegt að hafa í huga þá stefnu, sem mótuð hefur verið á vettvangi SÞ, vegna þess frum- kvæðis íslenskra stjórnvalda ný- verið, að styrkja og efla verulega þátttöku sína í friðargæslu. Afar ánægjulegt er að Íslend- ingar skuli svara kalli forsvars- manna SÞ og ekki láta sitt eftir liggja. Sumum hættir þó til að sjá ofsjónum yfir þeim fjármunum, sem utanríkisráðuneytið hyggst leggja til þessarar friðargæslu. En þá er því til að svara að hér er ekki um einhvern „lúxus“ að ræða af hálfu ráðuneytisins – sem af- leggja beri um leið og skóinn kreppir að í efnahagsmálum okk- ar sjálfra. Þvert á móti ber að halda slíku starfi uppi, sama hverju á gengur, enda getur Ís- land ekki skorast undan ábyrgð; sem aðildarríki SÞ ber okkur að leggja lóð á vogarskálarnar. Að auki má benda á að íslenskt samfélag hefur ekki eingöngu kostnað af þessu starfi. Þeir ein- staklingar, sem fá tækifæri til að starfa að friðargæslu, öðlast mikla reynslu og snúa heim með þekkingu, sem vonandi nýtist vel. Og þá er ljóst að viðkomandi ein- staklingar geta í raun gegnt mik- ilvægu „ímyndarhlutverki“ fyrir Ísland, sem seint verður metið til fjár; þ.e.a.s. með öflugu og góðu starfi íslenskra friðargæsluliða á erlendri grundu er verið að styrkja það jákvæða orðspor, sem af Íslendingum fer í alþjóðastarfi. Friður og friðargæsla Sumum hættir þó til að sjá ofsjónum yfir þeim fjármunum, sem utanríkisráðuneytið hyggst leggja til þessarar friðargæslu. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Í TARRAGON Theatre í Toronto var á dögunum haldin listahátíðin Spring Arts Fair. Þar komu fram ýmsir listamenn úr leikhúslífinu í Kanada, þar á meðal Maja Árdal og Sigríður Ey- rún Friðriksdóttir. Þær sungu ís- lensk þjóðlög við góðar undirtektir gesta. Í téðu leikhúsi, Tarragon Theatre, var leikrit Maju Árdal „Midnight Sun“ fyrst sett upp. Leikritið fjallar um stríðsárin á Ís- landi, og gerist árið 1942. Síðar var leikritið svo sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar í þýðingu Val- geirs Skagfjörð og þá hét það „Ball í Gúttó“. Íslensk þjóðlög á listahátíð í Kanada Íslensku listakonurnar Maja Árdal og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir skemmtu gestum á listahátíðinni Spring Arts Fair í Kanada. JAZZVAKNING og Kringlukráin bjóða upp á ókeypis tónleika á sunnudagskvöld kl. 21. Það er danski píanistinn Arne Forchhammer sem leikur ásamt Tómasi R. Ein- arssyni bassaleik- ara og Pétri Grét- arssyni trommara. Arne lék á Jazzhátíð Reykjavíkur ásamt tríói sínu fyrir tveimur ár- um. Arne lék lengi með leikhúsvinnu, en 1969 stofnaði hann tríó með Erik Moseholm og Jørgen Enliff sem hljóðritaði fræga plötu 1971. Hún nefndist einfaldlega Trio. Fljótlega eftir það hætti Arne að mestu að spila og helgaði sig leikstjórn og handritagerð fyrir sjónvarp auk þess sem hann samdi mikið af efni fyrir skemmtikrafta á borð við Eddie Skoller og Tommy Kenter. 1999 tók hann jazzþráðinn upp aftur og stofn- aði tríó að nýju, Trio 2, gaf út skífuna Assimilation sama ár og nýlega kom út önnur skífa, Pianomania, sem hef- ur fengið góða dóma í dönskum blöð- um. Stíll Arne þykir ljóðrænn og persónulegur þó greina megi skyld- leika við uppáhaldspíanista hans s.s. Bill Evans, Keith Jarrett og Michel Petrucciani. Efnisskráin á Kringlukránni sam- anstendur af verkum Arne og þekkt- um söngdönsum sem hann hefur endurhljóðsett. Arne Forchhamm- er snýr aftur Arne Forchhammer SÝNING á nýrri og eldri verkum listamannsins Kíkó Korríró (Þórður Guðmundur Valdimarsson) verður opnuð í Listhúsi Ófeigs á morgun. Með sýningunni er fagnað 10 ára af- mæli Listhúsins um þessar mundir og listamaðurinn stendur á áttræðu. Kíkó Korriró kynntist fornnor- rænni list, brons- og járnalda ásamt svo kölluðum fléttumynstrum, á unga aldri og varð það til þess að hann fór að teikna og mála og hefur fengist við það daglega frá tólf ára aldri. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar. Þá hefur hann haldið sýningar í Bandaríkjunum. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 7. ágúst. Tvöfalt afmæli hjá Ófeigi SKÁLHOLTSHÁTIÐ verður haldin um helgina en 20. júlí er Þorláks- messa á sumri, sem til forna var fjölsóttasta hátíð þjóðarinnar. Að þessu sinni hefst dagskrá Skál- holtshátíðar með því að kórinn Ca- pella Vocalis frá Bremen heldur tónleika annað kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20.30. Kórinn er um þess- ar mundir á ferð um Ísland og dvel- ur nokkuð í Skálholti. Á sunnudeginum verður hátíð- armessa kl. 14 og að lokinni messu verður gestum boðið uppá kaffi- borð það sem kennt er við Valgerði biskupsfrú á 18. öld. Kl. 16.30 verð- ur samkoma í kirkjunni þar sem dr. Orri Vésteinsson kynnir fornleifa- rannsóknir í Skálholti og flutt verða sýnishorn úr tónlistararf- inum, sem aflað hefur verið á veg- um Helgisiðastofnunar í Skálholti. Lögin sem flutt verða eru meðal þeirra laga, sem ekki hafa fundist annars staðar en í íslenskum hand- ritum. Söngkonan Jónína Krist- insdóttir mun flytja lögin, en þau Kári Bjarnason og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir flytja stuttar kynningar á lögunum og söngtext- unum. Í tengslum við hátíðina er haldið í Skálholti stutt námskeið um helgi- siðafræði. Fyrirlesari þar er dr. Frank Senn, sem er lúterskur prestur og háskólakennari frá Bandaríkjunum. Fyrirlestrar hans verða haldnir í kvöld og síðdegis á morgun. Yfirskrift þeirra er: „Cult, Creed and Culture“. Kynning á tónlistararf- inum á Skálholtshátíð Skálholtshátíð verður haldin um helgina. FORNLEIFAUPPGRÖFTUR hófst á Skriðuklaustri í Fljótsdal hinn 18. júní sl. Áætlað er að hann standi til 18. ágúst. Tilgangurinn er að rannsaka gerð og uppbyggingu munkaklaustursins sem starfrækt var á staðnum á síð- miðöldum. Uppgröftinn annast félag- ið Skriðuklaustursrannsóknir, sem Minjasafn Austurlands og Gunnars- stofnun á Skriðuklaustri eru aðilar að. Uppgröfturinn er liður í umfangsmik- illi fornleifarannsókn sem reiknað er með að fram fari á Skriðuklaustri á árunum 2002-2007. Grafið verður í rústir klaustursins í tvo mánuði á hverju sumri á þessu tímabili. Tólf manns, bæði íslenskir og er- lendir sérfræðingar og námsmenn, munu starfa við uppgröftinn að jafn- aði í sumar og veitir Brimborg rann- sókninni bifreið til afnota við flutning á starfsmönnunum meðan á upp- greftri stendur. Aðrir samstarfs- og styrktaraðilar eru Þjóðminjasafn Ís- lands, Minjasafn Austurlands, Gunn- arsstofnun á Skriðuklaustri og Húsa- smiðjan. Gestir eru velkomnir á staðinn meðan á uppgreftri stendur og einnig er gert ráð fyrir að birtar verði fréttir reglulega um framgang verksins á vefsíðu rannsóknarinnar: www.skriduklaustur.is. Uppgröftur á Skriðuklaustri ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KAMMERSVEIT Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hélt í sína fyrstu tónleikaferð erlendis á dögunum og sótti heim vinabæ Hafnarfjarðar, Fredriksberg. Haldnir voru tvenn- ir opinberir tónleikar, þeir fyrri í Byggers Hus og þeir seinni í sam- vinnu við Musikhøjskolen en einnig voru sameiginlegir tónleikar skól- anna. Auk þess hélt kammersveitin tónleika á Strikinu í Kaupmanna- höfn. Kammersveitin er skipuð 19 ungmennum á aldrinum 12–23 ára en innan hennar er einnig starf- andi kvartett sem leikur við hin ýmsu tækifæri. Kammersveitin verður tíu ára á næsta ári og hefur stjórnandi verið frá upphafi Oliver Kentish. Hópur ferðalanga úr Kammersveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Leikið fyrir Dani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.