Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 19 HANN er frekar óvanalegur gest- urinn sem sótt hefur Gistiheimilið Brekkubæ á Hellnum heim und- anfarna daga. Hann mætir ólíkt öðrum gestum snemma á morgn- ana og leitar eftir inngöngu eða öllu heldur mat. Hann virðist alls óhræddur við menn og þegar úti- dyrnar eru opnaðar hopar hann ekki undan heldur hoppar í átt- ina að þeim. Þetta er hrafnsungi, enn með dún á bringunni og virð- ist reikna með að vera fóðraður. Hann er sennilega vanur því vegna þess að á vinstri fótlegg hans er blátt merki. Eigendur Gistiheimilisins hafa hins vegar verið á báðum áttum með það hvort þeir eigi að taka þennan gest í fæði svo að á meðan þeir hugsa sig um hefur hrafnsunginn gætt sér á valmúanum og nokkr- um öðrum jurtum sem vaxa í garðinum. Reyndar hafa fáeinir síldarbitar hrokkið í hans munn en sú spurning sem er eigendum gistiheimilisins ofarlega í huga er: Hefur einhver týnt hrafni? Hefur einhver týnt hrafni? Hellnum Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Hrafninn reyndi að laumast inn um bakdyrnar þegar hann fékk ekki aðgang í gegnum aðaldyrnar. Við hlið hans sést í Jóhann Þóroddsson. FÉLAG húsbílaeigenda er á átta daga ferðalagi um Suðurland og var lagt af stað 12. júní frá blómabæn- um Hveragerði og haldið austur og eru eknir 80 til 100 km á dag undir leiðsögn en leiðsögumaðurinn notar talstöðvar til að koma upplýsingum til ferðalangana. Að sögn Ernu M. Kristjánsdóttur, formanns félags- ins, eru í kringum 200 manns í ferð- inni á um 70 bílum en í félaginu eru í allt 638 húsbílaeigendur og eru þetta bílar á öllum aldri og í öllum verðflokkum. Bílarnir eru flestir skírðir nöfnum og t.d heitir bíllinn hennar Ernu Rósin. Hún segir að félagarnir séu þverskurður af ís- lensku þjóðfélagi. Flestar stéttir eiga sinn fulltrúa í félaginu. Það sé mjög virkt og farnar séu 9 skipu- lagðar ferðir á ári og ein óvissuferð. Einnig er slegið saman aðalfundi og árshátíð sömu helgina. Félagarnir í húsbílunum sem fréttaritari hitti segja að þetta sé af- skaplega skemmtilegur félagsskap- ur og óneitanlega er það tilkomu- mikil sjón að sjá þessa bílalest á ferð og í veðri eins og var þegar þeir komu til Víkur í Mýrdal en þá var mikil rigning. Augljóst er að þá er mjög þægilegt að vera inni í bíl en ekki í tjaldi. 70 hús- bílar á ferð Fagradal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Húsbílarnir koma til Víkur. ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Garðshorni, nýjum útivistar- og endurhæfing- argarði við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þau heita fv. Kormákur Darri Bjarkason, María Marta Bjarka- dóttir, Elsa María Markúsdóttir, Linda Ósk Hilmarsdóttir og Stefán Júlíus Aðalsteinsson. Héldu hluta- veltu til styrkt- ar Garðshorni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.