Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐASAFNIÐ á Skógum sem er í eigu Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga hefur fyrir löngu unn- ið sér sess á Íslandi sem eitt af merkileg- ustu byggðasöfnum landsins. Þangað koma um 30 þúsund gestir á ári hverju og er safnið mest sótta byggðasafn á lands- byggðinni. Þetta safn er í raun sönnun þess hve framsýnir, menn- ingarlegir einstakling- ar geta áorkað. Um miðja síðustu öld hóf Þórður Tómasson frá Val- latúni undir Eyjafjöllum, sem frá upphafi hefur verið safnvörður á Skógum, að safna gömlum munum sem síðar leiddi til þess að Byggða- safnið á Skógum var byggt yfir þá muni. Þetta þótti mörgum hin mesta sérviska og furðu sæta að varðveita gamalt „skran“, enda kappkostuðu Íslendingar, á þeim tíma, að koma ýmsum gömlum hlutum og byggingum sem þótti gamaldags og hallærislegar fyrir kattarnef, þar sem tækniöld var að ganga í garð, með nýju bygging- arefni og nútíma lifnaðarháttum. Það er mikil gæfa okkar Sunn- lendinga og landsmanna allra að fá enn notið einstæðra krafta Þórðar Tómassonar sem fyrir löngu er landsfrægur fyrir elju sína í starfi, gáfur og gestrisni. Í tímans rás hafa á Skógum bæst við ýmiss kon- ar gömul hús, kirkja og skóli sem endurbyggð hafa verið á staðnum og endurspegla forna lifnaðarhætti, verkfæri sem notuð voru og aðbún- að fólks í þessum héruðum í gamla daga. Ekki er langt síðan byggt var myndarlega við byggðasafnið, m.a. yfir þilskipið Péturs- ey, sem er tákn fyrir útgerðasögu hinnar hafnlausu suður- strandar en sjósókn færði fólkinu björg í bú á þeim tíma, oft við mjög erfiðar aðstæð- ur. Aðalhvatamaður nýbyggingarinnar auk Þórðar var Friðjón Guðröðarson, f.v. sýslumaður okkar Rangæinga. Sýslunefnd Rang- æinga og Vestur- Skaftfellinga og síðar héraðsnefnd- ir sýslnanna voru ábyrgðaraðili þessara bygginga. Enn ein skraut- fjöður hefur nú bæst í safnaflóruna og bæjarþyrpinguna á Skógum. En á morgun, laugardaginn 20. júlí, verður vígt Samgöngusafn Íslands á Skógum, þar sem varðveitt verða ýmis samgöngutæki sem sett hafa svip á samgöngusögu okkar Íslend- inga. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn. Enn er Þórður Tómasson miðdepill og aflvaki nýrra vídda í safnaflórunni. Þó að saga okkar Íslendinga og sagnahefð sé gömul er samgöngu- saga okkar ekki ýkja gömul. Hest- urinn var lengst af þarfasti þjónn- inn og lítið nýtt að gerast í samgöngum á Íslandi. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem vélknúin ökutæki fóru að líta dagsins ljós, með vegum, brúm og öllu því sem samgöngum tilheyrir. Nú er öldin önnur, allt gerist með leifturhraða, hvort heldur er að menn aka milli bæja eða héraða eða ferðast milli landa, eða senda tölvuskeyti með leifturhraða milli heimsálfa. Eðli- lega hafa samgöngutæki fallið í gleymskunnar skaut enda þróunin ör. Það sem nýtt er í dag er orðið gamalt og úrelt á morgun. Ýmis samgöngutæki hafa þó varðveist og ber sum þeirra að líta í hinu nýja glæsilega samgöngusafni á Skóg- um. Nokkrar stofnanir og fyrirtæki hafa sýnt þessu safni áhuga og vel- vilja og hafa aðstoðað við uppbygg- inguna t.d. Vegagerð ríkisins, Íslandspóstur, menntamála- ráðuneytið o.fl. Hér geta ungir og aldnir virt fyrir sér þróun þessara tækja. Á morgun fögnum við því enn á ný tímamótum í Byggðasafn- inu á Skógum með sagnaþulnum og menningarfrömuðinum, Þórði Tóm- assyni og Sverri Magnússyni, framkvæmdastjóra safnsins, og því góða fólki sem þeir hafa í þjónustu sinni. Við Sunnlendingar og þjóðin öll fögnum þessum tímamótum í varð- veislu menningarverðmæta á Ís- landi. Samgöngusafnið – nýr hlekkur í ferðaþjónustu Ísólfur Gylfi Pálmason Safn Samgöngusafn Íslands á Skógum verður vígt á morgun, segir Ísólfur Gylfi Pálmason. Þar eru varðveitt ýmis samgöngutæki sem sett hafa svip á samgöngu- sögu Íslendinga. Höfundur er alþingismaður og vara- formaður Ferðamálaráðs. „MÚTUR eða miðlun upplýs- inga?“ var yfirskrift fundar sem Lyfjahópur Samtaka verslunarinnar gekkst nýlega fyrir um markaðs- starf lyfjafyrirtækja. Á fundinum tóku til máls fulltrúar lækna, lyfjahópsins og Lyfjastofnunar, en nokkuð skiptar skoðan- ir hafa verið um þennan starfsþátt lyfjafram- leiðenda og -dreifingar- aðila. Læknar og lyfja- fyrirtæki sér vel meðvitandi Í sem skemmstu máli snýst ágreiningurinn um hvort lyfjaframleið- endur og -dreifingarað- ilar (nefnt hér lyfjafyr- irtæki) umbuni í markaðs- og kynning- arstarfi sínu læknum svo ríkulega að jafna megi við mútur. Er þar átt við styrki ýmiss konar vegna ráðstefna erlendis, fundar- halda með erlendum sérfræðingum hér á landi og veitinga, svo að helstu dæmi séu nefnd. Á fundinum kom fram að bæði læknar og lyfjafyrir- tæki gera sér vel grein fyrir á hve viðkvæmum grunni samskipti þess- ara tveggja aðila hvíla. Því sé rík við- leitni af beggja hálfu til að halda öll- um samskiptum innan eðlilegra marka, siðferðislega sem viðskipta- lega. Tilgangur og markmið sam- skiptanna verður ætíð að vera að gera lækninn betur í stakk búinn til að sinna þörfum skjólstæðinga sinna. Lyfjastofnun á öðru máli Viðhorf Lyfjastofnunar hafa verið af nokkuð öðrum toga. Svo að ég vitni enn til fundarins kom fram í máli Magnúsar Jóhannssonar, yfir- læknis stofnunarinnar, að ýmislegt bæði geti farið og hafi farið úrskeiðis í samskiptum lækna og lyfjafyrir- tækja, af ótta lækna við að verða af rausnarlegum umbunum lyfjafyrir- tækjanna. Rök Lyfjastofnunar eru einkum tvenns konar. Annars vegar þau að lyfjafyrirtæki væru vart að verja um 20 til 40% af veltu sinni í markaðsstarf nema það skilaði ár- angri. Hins vegar er vísað til hneykslismála sem komið hafa upp erlendis, aðallega í Vestur-Evrópu, um meintar mútugreiðslur lyfjafyr- irtækja og um leið meinta mútu- þægni lækna. Umdeildar túlkanir Hvað varðar markaðsstarfið þá eru um 130 fyrirtæki sem hafa skráð lyf hérlendis. Hversu miklum hluta tekna þessara fyrirtækja er varið í markaðsstarf er breytilegt en þau eiga það þó sammerkt að verja því fé til þessara hluta sem þau telja hag- kvæmt fyrir eðlilegan vöxt og við- gang starfsemi sinnar. Janframt ber að geta þess að engin grein iðnaðar ver jafn háu hlutfalli tekna í rann- sóknir og þróun og lyfjaiðnaðurinn. Þá má einnig deila um hvort erlendu hneykslismálin sem vísað er til, séu til marks um ófremdarástand hér á landi. Að margra mati sýna slík mál aðallega fram á að „kerfið“ innan þessa geira virkar, enda um afar þéttriðið eftirlit að ræða. Þar sem opin- bera lyfjaeftirlitskerfið okkar er byggt upp að vestur-evrópskri fyrir- mynd má gera sterk- lega ráð fyrir að það sama eigi við hér á landi. Opinská umræða af hinu góða Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að hvorki tals- menn lækna né lyfja- fyrirtækja hafa haldið því fram að samskipti þessara aðila séu hafin yfir gagnrýni. Þvert á móti veit ég ekki betur en að báðir hafi á það bent að opinská umræða sé einungis af hinu góða, enda afar mikilvægt fyrir heilbrigðiskerfið í heild sinni að samskipti lækna og lyfjafyrirtækja séu hafin yfir allan grun um mútustarf. Jafnframt hafa lyfjafyrirtækin leitast við að treysta innra eftirlit með kynningarstarfi sínu, s.s. siðareglur og úrskurðar- nefnd lyfjahóps Samtaka verslunar- innar – FÍS er til marks um. Hvað varðar umræðu um birtingu rann- sóknaniðurstaðna í lyflæknisfræði tekur lyfjahópur undir að mikilvægt er að hagsmunatengsla höfunda sé getið enda slíkt allra hagur. Stuðla verður að einfaldari og gagnsærri samskiptum Kynningarstarf lyfjafyrirtækja lýtur afar ströngum lagaboðum og opinbert eftirlit með starfsemi þeirra er með því mesta sem um get- ur hér á landi. Þvert á aðrar greinar hefur opinber eftirlitsþáttur lyfja- geirans aukist hin síðari ár og hefur kostnaði af völdum þess óhjákvæmi- lega verið velt út í verð lyfja. Lyfja- hópurinn gerir ekki athugasemdir við aukið opinbert eftirlit, svo fram- arlega sem það skilar sannanlega aukinni neytendavernd og skilvirk- ara eftirlitskerfi. Enn fremur er mikill stuðningur meðal lyfjafyrir- tækja við aðgerðir sem stuðla að ein- faldari og gagnsærri samskiptum við lækna og bættri lyfjameðferð. Sem dæmi um það má nefna að lyfjahóp- urinn styður við kynningar á klín- ískum leiðbeiningum, sem settar eru fram til að efla gæði þjónustu, m.a. með að stuðla að réttri notkun lyfja. Efla þarf enn frekar innra eftirlit Með hliðsjón af ofansögðu er mið- ur að Magnús Jóhannsson, yfirlækn- ir Lyfjastofnunar, skuli ekki sjá ástæðu til að taka þátt í umræðu um markaðs- og kynningarstarf lyfja- fyrirtækja á öðrum forsendum en þeim að þar ríki „ástand“ sem þurfi að bæta (sjá Mbl. 21. júní sl.). Þótt alltaf megi vissulega gera betur, eru samskipti lækna og lyfjafyrirtækja í eðlilegum farvegi hér á landi. Betur færi á, að yfirlæknir Lyfjastofnunar tæki virkan þátt í að treysta þann farveg enn betur, í stað þess að gera hann tortryggilegan. Sér í lagi er brýnt að efla sem frekast er unnt innra eftirlit meðal bæði lækna og lyfjafyrirtækja. Eins og bent hefur verið á, m.a. í grein minni í Lyfjatíð- indum (9. árg. 2. tbl.) verður með góðu móti vart lengra gengið í op- inberu eftirliti, án þess að það hefti nauðsynlegt flæði upplýsinga á milli lyfjafyrirtækja og lækna. Mútur eða miðlun upp- lýsinga? Hjörleifur Þórarinsson Höfundur er formaður Lyfjahóps Samtaka verslunarinnar – FÍS. Lyf Betur færi á að yfir- læknir Lyfjastofnunar tæki virkan þátt í að treysta þann farveg enn betur, segir Hjörleifur Þórarinsson, í stað þess að gera hann tortryggilegan.JÓNAS Bjarnason efnaverkfræðingur hef- ur undanfarna mánuði boðað þá kenningu, að veiðar með netum, sem velja stærri fiskana úr en sleppi þeim smærri, skaði þorskstofninn. Slíkar veiðar leiði til þess að hægvaxta ein- staklingar eigi betri möguleika á að skila af- kvæmum til næstu kyn- slóðar en þeir sem hraðar vaxa og með því móti „...breytist vaxtar- hraði og afurðasemi til hins verra með hverri kynslóð til þeirrar næstu“ (Vaxtargeta einstakra fiska erfist, Mbl. 10.7.2002). Þetta telur hann eiga drjúgan þátt í því hversu lítill afrakstur íslenska þorskstofns- ins er orðinn. Út frá kenningunni ályktar Jónas að sú opinbera nýtingarstefna að veiða stóra fiskinn en hindra veiðar á smáfiski sé í uppnámi. Ennfremur að með krókaveiðum megi „þyrma stórum og hraðvaxta fiski og stuðla að klaki góðra afkomenda“. Kenning Jónasar er athyglisverð. Ég efast þó stórlega um að í henni felist meginskýringin á slökum af- rakstri þorskstofnsins, minnugur þess hversu hratt stofninn tók við sér þegar dregið var úr sókn um miðjan síðasta áratug. En ályktanir Jónasar um opinbera nýtingarstefnu og kosti krókaveiða, út frá kenningunni, þykja mér hæpnar. Nánari skoðun Við flestar eða allar veiðar gætir nokkurrar tilhneigingar til að velja stærsta fiskinn úr hverjum aldurs- hópi. Það er einmitt það sem skiptir máli ef valið á að byggjast á vaxt- arhraða. Hraðvaxta fiskur er ekkert endilega stór, aðeins stór eftir aldri. Stór fiskur sem veiddur er í net getur því vel verið hægvaxta gamall fiskur og smáfiskur sem veiddur er á króka hraðvaxta yngri fiskur. Það er eðli veiða í net, bæði lagnet og vörpur, að fiskar sem eru nógu smáir hafa til- hneigingu til að sleppa í gegn um netmöskvana. Að þessu leytinu geta þessi veiðarfæri valið úr stærri fiskana. En stærðarval í veið- um fer ekki eingöngu eftir eðli veiðarfæranna heldur einn- ig eftir því hvernig þeim er beitt. Lík- lega eru fáar veiðar sem velja úr jafn- aldra fiskum eftir stærð í meiri mæli en krókaveiðar á þorski á Íslands- miðum hafa gert undanfarin ár. Þetta helgast af því, að smábátasjó- menn á krókabátum sækja gjarnan fyrstir á þau mið þar sem nýr ár- gangur af smáfiski er að vaxa upp í veiðanlega stærð, hirða stærsta fisk- inn og sleppa lífvænlegum fiski undir 50 cm aftur í sjóinn, en til þess hafa þeir heimild (reyndar benda rann- sóknir til þess að einungis um helm- ingur þess smáfisks sem sleppt er af krókum lifi af, og eru áhrif þessa stærðarvals á erfðir þá sem því nem- ur minni). Því eldri (og þess vegna að jafnaði stærri) sem fiskarnir eru þegar stærðarval hefst, þeim mun minni verða líklega áhrifin á vaxtarhraða næstu kynslóða. Þetta stafar af því að þá eru meiri líkur á að hraðvaxta fiskar lifi til að hrygna og koma erfðaefni sínu til næstu kynslóða. Þetta gefur enn frekari ástæðu til að vernda yngsta fiskinn fyrir veiðum. Hugsanleg áhrif stærðarvals við veiðar á vaxtarhraða komandi kyn- slóða fara mjög eftir því hversu stíft er valið, sem aftur fer mest eftir því hversu mikil sóknin er. Öruggasta leiðin til að minnka slík áhrif væri því sú að draga úr sókn í þorskstofninn og þá alveg sérstaklega að minnka sókn í yngstu aldurshópana. Það má því vera ljóst af ofanrituðu, að ef eitthvað er til í kenningu Jón- asar um áhrif stærðarvals á arfgeng- an vaxtarhraða þorsks, þá hlýtur það að vera forgangsverkefni að koma böndum á sókn krókabáta í daga- kerfi, sem nú veiða margfalt umfram það sem þeim er ætlað. Niðurlag Þeirri nýtingarstefnu að stilla sókninni í hóf og vernda sérstaklega yngsta fiskinn er ætlað að stuðla að því að fiskarnir nái að taka út vöxt og þroska og skila meiru til hrygningar og meiri þyngd í afla. Sé sókninni stillt í hóf getur hrygningarstofn þorsks orðið fjölbreyttari hvað ald- urs- og erfðasamsetningu varðar, og með því aukast líkur á góðri nýliðun, bæði í fjölda og gæðum. Skiptir stærðin máli? Kristján Þórarinsson Þorskveiðar Sé sókninni stillt í hóf, segir Kristján Þór- arinsson, getur hrygn- ingarstofn þorsks orðið fjölbreyttari hvað aldurs- og erfðasam- setningu varðar. Höfundur er stofnvistfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.