Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 23
Reuters A.P.J. Abdul Kalam, nýkjörinn forseti Indlands, tekur á móti stuðningsmönnum fyrir framan heimili sitt í Nýju Delí. INDVERSKA þingið kaus í gær nýj- an forseta landsins og varð vísinda- maðurinn A.P.J. Abdul Kalam fyrir valinu, en tæplega 90% þingmanna greiddu honum atkvæði sitt. Kalam hefur um árabil unnið að rannsókn- um og þróun á eldflaugabúnaði fyrir geimferðastofnun Indlands og fyrir indverska herinn og gengur því undir heitinu „eldflaugamaðurinn“ meðal landsmanna. Þá fór hann fyrir þeim hópi vísindamanna sem þróuðu kjarnorkuvopn fyrir Indverja. Kalam hefur alla tíð verið stuðn- ingsmaður þess að Indverjar komi sér upp kjarnorkuvopnabúri, þrátt fyrir að vera mikill friðarsinni sjálfur, og stjórnaði kjarnorkutilraunum Indverja í maí árið 1998. Kalam tekur við embætti forseta hinn 25. júlí næstkomandi og verður þar með tólfti forseti landsins frá því að það fékk sjálfstæði frá Bretum ár- ið 1947 og þriðji músliminn sem gegnir því embætti. Forseti Indlands er að mestu valdalaus en getur þó, við ákveðnar aðstæður, haft nokkur áhrif. Hann ákveður hvaða flokkur fær umboð til stjórnarmyndunar eft- ir þingkosningar, hann getur rofið þing og sker úr deilum í þinginu þeg- ar ekki fæst meirihluti fyrir neinni lausn. Of mikill hindúi Kalam hefur það orð á sér að vera sérvitringur, en hann gengur venju- lega um í stuttermaskyrtu og ilskóm og er með axlasítt hár. Kom það því mörgum á óvart þegar úrslitin voru gerð kunn en aðrir tóku fréttunum fagnandi og sögðu að með kjöri hans myndu ferskir vindar blása um emb- ættið. Eftir að Kalam hætti störfum hjá indverska ríkinu hefur hann ferðast um og talað um nauðsyn menntunar og siðferðis í samfélag- inu, en hann er sjálfur þekktur fyrir mikinn sjálfsaga. Sumir stjórnmálaskýrendur segja að Kalam muni reynast indverskum ráðamönnum óþægur ljár í þúfu. Hann sé of þrjóskur, sjálfstæður og vinsæll meðal Indverja til að honum verði auðveldlega stjórnað. Þeir segja hins vegar að skipun múslima í forsetaembættið núna þegar deilur standa sem hæst um yfirráð yfir Kasmír-héraði, sem að mestu er byggt múslimum, sé afar mikilvæg. Kalam hefur þegar fengið send hótunarbréf en margir múslimar eru ósáttir við „hve mikill hindúi“ hann er. Hann gerir sjálfur lítið úr því að hann er af múslimaættum, segist lesa úr heilögum bókum hindúa á hverj- um degi og vera grænmetisæta. Eldflaugamaðurinn nýr forseti Indlands Nýja-Delí. AP, AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 23 LEIKFÉLAGI Á GÓÐU VERÐI Hjá Bílalandi erum við með nokkra vel með farna Land Rover bíla á frábæru verði og á bilaland.is eigum við mikið úrval af notuðum bílum á góðum kjörum. Range Rover DTi Diesel Nýskr. 09/1997, 2500cc 5 dyra, sjálfskiptur, dökkblár, ekinn 94 þ. Verð 2.890 þ. Land Rover Discovery Nýskr. 09/1999, 2500cc 5 dyra, 5 gíra, grár, ekinn 81 þ. Verð 2.690 þ. Range Rover 4,6 HSE Nýskr. 09/2000, 2500cc 5 dyra, sjálfskiptur, brons, ekinn 37 þ. Hlaðinn aukabúnaði Verð 5.590 þ. Land Rover Discovery Diesel Nýskr. 09/1997, 2500cc 5 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 130 þ. Verð 1.890 þ. Land Rover Freelander XEi Nýskr. 07/1999, 1800cc 5 dyra, 5 gíra, svartur, ekinn 24 þ. Leðurinnrétting, topplúga Verð 2.050 þ. Land Rover Discovery II Diesel Nýskr. 11/1999, 2500cc 5 dyra, sjálfskiptur, grænn, ekinn 99 þ. Verð 2.590 þ. SKÖRULEG framganga Davids Blunketts í embætti innanrík- isráðherra Bretlands hefur vakið svo mikla athygli að farið er að tala um hann sem hugsanlegan eftirmann Tonys Blairs forsætisráðherra, að sögn bandaríska stórblaðsins The New York Times. Þykir þetta sæta tíðindum vegna þess að Gordon Brown fjár- málaráðherra hefur til þessa verið eini ráðherrann, fyrir utan Blair, sem hefur látið mikið að sér kveða frá því að Verkamannaflokkurinn komst til valda fyrir fimm árum. Aðrir ráð- herrar hafa verið í skugga Blairs sem hefur verið sakaður um að vera frek- ur til valdsins. Þessi upphefð innanríkisráðherr- ans þykir einnig eftirtektarverð í ljósi þess að Blunkett er blindur. Í sviðsljósinu nær daglega Blunkett var menntamálaráðherra á fyrsta kjörtímabili Blair-stjórn- arinnar og þótti standa sig vel í því embætti. Hann kom á ýmsum umbót- um, sem miðuðust einkum að því að bæta lestrar- og stærðfræðikennslu í barnaskólum. Frá því að Blunkett tók við innan- ríkisráðuneytinu hefur hann verið nær daglega í fréttunum vegna ein- arðrar framgöngu hans í málum sem hafa verið í brennidepli í Bretlandi, svo sem baráttunni gegn glæpum og hryðjuverkum, málefnum ólöglegra innflytjenda, umbótum í fangels- ismálum og breytingum á fíkniefna- löggjöfinni. Og hann hefur fengið sama frelsi til að segja hug sinn og Brown, ólíkt öðrum ráðherrum. Lengi hefur verið vitað að Brown sækist eftir embætti Blairs og hann hefur á bak við sig stóran hóp stuðn- ingsmanna sem eru tilbúnir að berj- ast fyrir því að hann verði næsti for- sætisráðherra ákveði Blair að draga sig í hlé. Stuðningsmenn innanríkisráðherr- ans hafa ekki undirbúið slíka valda- baráttu og sjálfur kveðst Blunkett ekki hafa áhuga á embætti Blairs. Margir telja að takmörk séu fyrir því hvað blindir menn geti gert í krefj- andi ráðherrastörfum en Blunkett hefur hvað eftir annað komið þeim á óvart. Sjálfur segist Blunkett líta á blindu sem „óþægindi en ekki fötlun“. Hann gerir oft grín að sjónleysi sínu og seg- ir að því fylgi sá kostur að hann geti lesið í rúminu þótt ljósið sé slökkt. Lifði á „brauði og floti“ Blunkett er 55 ára og ólst upp í Sheffield. Hann fæddist blindur og að sögn The New York Times þurfti hann að ganga í skóla fyrir blinda frá fjögurra ára aldri. Þegar hann var tólf ára datt faðir hans, sem var verk- stjóri gasveitu, ofan í tank fullan af sjóðandi vatni og dó mánuði síðar eft- ir að hafa liðið miklar kvalir. Stjórn gasveitnanna í miðhéruðum Englands neitaði að greiða fjölskyld- unni bætur vegna slyssins. Hún bjó því við sára fátækt og Blunkett hefur lýst því svo að hún hafi lifað á „brauði og floti“. Auk hefðbundins barnaskólanáms fékk Blunkett sérkennslu með það fyrir augum að hann gæti haft við- urværi af píanóstillingum, starfi sem þótti kjörið fyrir blint fólk á þessum tíma. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja því að hann skaraði fram úr í námi, tók háskólapróf í stjórn- málafræði í Sheffield og helgaði sig stjórnmálum. Blunkett gekk í Verkamannaflokk- inn þegar hann var sextán ára, varð borgarfulltrúi í Sheffield 22 ára og forseti borgarstjórnarinnar ellefu ár- um síðar. Hann var kosinn á þing 1987. Blunkett hefur skrifað sjálfs- ævisögu og bókina „Stjórnmál og framfarir“ þar sem hann lýsir hug- myndum sínum um hvernig stuðla eigi að „pólitískri og félagslegri end- urnýjun“. Á heimasíðu hans, dav- idblunkett.org.uk, eru upplýsingar um viðhorf hans, meðal annars kaflar úr bókinni. Talsmaður aga og sjálfsbjargarviðleitni Að sögn The New York Times hef- ur Blunkett tekist að „hefja sig upp yfir fötlun sína og það hefur gert hann að hreinskilnum talsmanni aga og sjálfsbjargarviðleitni og mótað harðlínustefnu hans í málefnum laga og reglu – einmitt á þeim sviðum sem margir kjósendur hafa gagnrýnt evr- ópska mið- og vinstriflokka eins og Verkamannaflokkinn fyrir að vera ekki nógu harðir“. Er hér meðal annars skírskotað til stefnu innanríkisráðherrans í mál- efnum ólöglegra innflytjenda, en hann hefur meðal annars lagt til að þeim verði haldið í sérstökum „kyrr- setningarbúðum“. Hann hefur einnig gert lítið úr gagnrýni mannréttinda- hreyfinga á ýmsar ráðstafanir stjórn- arinnar, til að mynda í baráttunni gegn hryðjuverkum, gagnrýnt inn- flytjendur fyrir að laga sig ekki að breskum venjum og hvatt þá til að giftast Bretum frekar en útlend- ingum. Blunkett sagður hugsan- legur eftirmaður Blairs AP Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy (til vinstri), leiðir breska innanríkisráðherrann David Blunk- ett á blaðamannafund í París um ólöglega innflytjendur. David Blunkett hefur verið blindur frá fæðingu. ’ Er blindur og líturá það sem „óþægindi en ekki fötlun“ ‘ DANSKIR lögreglustjórar ákváðu í gær að þarlendir lög- reglumenn fengju ekki lengur að þiggja ókeypis eða ódýra hamborgara frá Burger King eða McDonald’s. „Auðvitað hafa lögreglumenn kunnað vel að meta þetta en þegar spurn- ingar vakna um hvort hlutleysi þeirra sé ógnað er ljóst að við getum ekki lengur þegið slíkt,“ sagði Per Larsen lögreglustjóri í viðtali við danska útvarpið. Blaðið Politiken upplýsti að lögreglumenn í Álaborg hefðu í mörg ár fengið ókeypis ham- borgara þegar þeir fóru inn á hamborgarastaði til að kaupa sér gosdrykki eða franskar kartöflur. Þingmaðurinn Line Barfod í vinstriflokknum Ein- ingarlistanum gerði Lene Espersen dómsmálaráðherra viðvart um þetta í vor. Esper- sen hét þá á lögreglumenn að hætta að þiggja ókeypis ham- borgara eða afslátt á hamborg- arastöðum en þeir létu sér ekki segjast. Þetta var einkum áber- andi á McDonald’s-hamborg- arastaðnum á járnbrautarstöð- inni í Kaupmannahöfn. McDonald’s segist bjóða lög- reglumönnum, sem eru á vakt á svæðinu, afslátt af hamborgur- um. En vandinn er að þetta gæti breiðst út til annarra staða á svæðinu, svo sem verslana og næturklúbba, og atvinnurek- endur gætu þannig fengið það á tilfinninguna að þeir geti keypt lögregluna,“ sagði Barfod. „Þetta grefur undan trausti á lögregluna og þess vegna hef ég beðið dómsmálaráðherrann enn og aftur að stöðva þetta.“ Framkvæmdastjóri McDon- ald’s-staðarins á járnbrautar- stöðinni sagði í samtali við Politiken að oft kæmu upp vandamál í tengslum við gesti á staðnum. „Þess vegna er gott að sem flestir lögreglumenn komi inn á staðinn og grípi í taumana þegar þess er þörf.“ Danska lögreglan Hamborg- araveislu lokið flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.