Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 21 Á nýju vefsíðunni okkar flugfelag.is er einfaldara og fljótlegra að bóka flugferð en áður. Taktu fimm lítil skref á netinu og við flytjum þig á áfangastað. Auðveldara getur það ekki verið. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 1 82 77 07 /2 00 2 www.flugfelag.is www.flugfelag.is Nú getur þú bókað millilandaflugið okkar beint á netinu. Byrjaðu fríið strax - fljúgðu frekar Frábær tilboð á flugfelag.is til Færeyja og Kulusuk Takmarkað sætaframboð. Gildir á völdum dögum frá 19. júlí til 7. ágúst. Verð frá 6.900kr. aðra leið Fækkaðu skrefunum - fljúgðu í fríið BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnar- firði afgreiddi nú í vikunni Cleopatra 33 bát til skosku eyjarinnar Barra sem er hluti af Suðureyjum. Kaup- andi bátsins er Jonathan Boyd, sjó- maður frá Barra í Skotlandi. Bátur- inn hefur hlotið nafnið Aurora-B CY-813. Aurora-B er bátur af gerð- inni Cleopatra 33, 10 metra langur og mælist 10 brúttótonn. Heimahöfn bátsins er í Barra. Báturinn er sérútbúinn til gildru- og netaveiða. Í lest bátsins er pláss fyr- ir 14 380 lítra fiskikör. Báturinn er útbúinn með borðsal fyrir 4 menn í brú sem er óvenjulegt fyrir bát í þessum stærðarflokki. Í lúkar er svefnpláss fyrir 2 ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni og ísskáp. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 430hp. Sigl- ingatæki eru af gerðinni JRC og Raytheon. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar í Barra í næstu viku. Jonathan ætlar að einbeita sér að veiðum á krabba og humri, auk veiða á skötu- sel og fleiri tegundum í net. Trefjar afgreiða nýjan gildruveiðibát til Suðureyja Þau mistök urðu í frétt Morgunblaðs- ins í gær, fimmtudag, að sagt var í fyr- irsögn að Ís- landsbanki hefði keypt útibú Búnaðar- bankans á Blönduósi. Svo var hins vegar alls ekki heldur öfugt. Búnaðarbank- inn keypti útibú Íslandsbanka eins og fram kemur í fréttinni sjálfri. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum um leið og þau eru leiðrétt. Búnaðar- bankinn keypti SÍÐASTA sólarhringinn hefur ver- ið mjög góð loðnuveiði norðvestur af Kolbeinsey. Skipin hafa fyllt sig í nokkrum köstum og virðist loðn- an á töluvert stóru svæði. Örn KE var á leið til Bolungarvíkur með fullfermi í morgun og er þetta sjötti túrinn á aðeins 12 dögum. „Þetta hefur gengið mjög vel og við erum komnir með 10.500 tonn á sumarvertíðinni,“ sagði Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Erninum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sævar sagði að þeir hefðu kastað 5 sinnum á miðvikudagskvöldið og voru þá búnir að fylla skipið, um 1.000 tonn. Hann sagði að skipin stoppuðu stutt á miðunum enda góð veiði. Um 12 tíma sigling er af miðunum inn til Bolungarvíkur og tekur um 6 klukkustundir að landa þessum 1.000 tonnum. Beitir NK landaði fullfermi á Neskaupstað á miðvikudagskvöld og Súlan kom þangað með full- fermi í gærmorgun. Loðnuaflinn orðinn 134 þúsund tonn Loðnuaflinn er kominn í 134 þús- und tonn á sumarvertíðinni, sam- kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Þar af hefur 50 þúsund tonnum verið landað úr er- lendum skipum. Mestu hefur verið landað á Siglufirði, rúmlega 20 þúsund tonnum. Rúmlega 16 þús- und tonnum hefur verið landað í Þórshöfn og 15 þúsund í Krossa- nesi. Tæplega 13 þúsund tonn hafa borist á land hjá Gná í Bolungarvík og rúmlega 10 þúsund tonn á Vopnafirði. Heildarkvótinn á vertíðinni er 410 þúsund tonn og eiga íslensku skipin því eftir að veiða 330 þúsund tonn af kvótanum. Morgunblaðið/Kristinn Loðnu landað á Akranesi. Góð loðnu- veiði norð- vestur af Kolbeinsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.