Morgunblaðið - 19.07.2002, Page 35

Morgunblaðið - 19.07.2002, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 35 ✝ Dúna Borgenvar fædd í Sæ- mundarhlíð í Reykja- vík, sem er nú Holts- gata 10, 17. janúar 1912. Hún andaðist á elliheimili í Hellerup 7. apríl síðastliðinn. Dúna var skírð Guð- rún Sæmundína í höfuðið á föður- ömmu sinni og afa. Foreldrar hennar voru Ólafía Björg Jónsdóttir frá Breið- holti við Reykjavík, f. 1884, d. 1965, og Jón Sveinbjörn Sæmundsson, f. 1884 í Sæmundarhlíð, d. 1965. Sæ- mundur faðir hans byggði húsið 1883. Sama ættin bjó í húsinu til ársins 1992. Ólafía starfrækti Reykjavík. Á þeim tíma kynntist hún Ágústi Borgen. Hann var danskur og starfaði í fimm ár sem rakari hjá Valda rakara á Lauga- vegi 76. Þau Dúna og Ágúst gengu í hjónaband 3. september 1934. At- höfnin fór fram heima hjá séra Bjarna Jónssyni í Lækjargötu. Fljótlega eftir giftinguna sigldu þau til Danmerkur með Gullfossi og bjuggu þau alla tíð í Kaup- mannahöfn. Ágúst lést árið 1977. Dúna vann í fimmtíu ár hjá Tips- tjenesten, sem er happdrættis- félag. Ágúst vann sem móttöku- stjóri hjá fyrirtækinu Laurids Knudsen. Dúna kom síðast heim til að vera við Þjóðhátíðina á Þing- völlum árið 1994 eins og hún gerði árið 1944. Síðustu þrjú árin dvaldi hún á elliheimili í Hellerup. Hinn 10. apríl var bálför Dúnu gerð frá Lundehus Kirke í Dan- mörku. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Sæmundarhlíðargraf- reitnum í Suðurgötukirkjugarði. saumastofu á heimili sínu og hafði að jafn- aði sjö til átta konur í vinnu við saumaskap. Sveinbjörn var lengi fylgdarmaður danskra landmælinga- manna. Dúna var þriðja í röð systkina sinna. Fyrr en hún voru fædd þau Axel árið 1904, hann var hálfbróðir hennar samfeðra og ólst upp á Akranesi, og Sigríður, f. 1909. Yngri systkini hennar voru þau Björg, f. 1913, Bjarni Valur, f. 1915, og Jóna Erna, fædd 1917. Þau eru öll látin. Dúna starfaði á yngri árum við bókband hjá Bókaverslun Ársæls í Þegar mér barst til eyrna fregnin um að Dúna hefði kvatt þennan heim leituðu á mig hugrenningar um gildi vináttunnar. Hversu dýrmæt hún er í amstri dagsins, en fyrst og fremst þó hversu óháð hún er því fyrirbæri sem við köllum aldur. Hvort tveggja átti við um vináttu þá sem ég naut af hendi Dúnu. Í myndarlegu kaffiboði hjá frú Unni Sigurðardóttur á Laufásvegin- um, ömmu æskuvinkonu minnar Unnu, lágu leiðir okkar Dúnu fyrst saman fyrir tæpum tíu árum. Mér hafði hlotnast sá heiður að vera þang- að boðið, rúmlega tvítugri, ásamt hópi kvenna á besta aldri. Dúna var þá um áttrætt. Gestgjafi okkar vakti athygli á því að við Dúna byggjum nærri hvor annarri í Kaupmannahöfn, þar sem við Unna vorum þá við nám. Dúna bauð mig velkomna að líta inn þegar við værum báðar komnar aftur til þessarar annarrar höfuðborgar Ís- lendinga. Eftir þessi fyrstu kynni urðu sam- verustundir mínar með Dúnu fjöl- margar, oftsinnis í félagi við Unnu vinkonu, og komumst við fljótt að því hversu gestrisin hún var og örlát á mannlega hlýju. Dúna sagði afar skemmtilega frá og gat verið bráð- fyndin; þreyttumst við aldrei á að heyra skoplegar sögur af uppátækj- um hennar í æsku í Vesturbænum, vorkvöldum í Reykjavík þegar hún var ung kona, að ógleymdri frásögn hennar af fyrstu kynnum sínum af Dananum unga sem hún sá eitt sinn koma gangandi niður Bankastrætið, og varð síðar eiginmaður hennar. Þau Ágúst gáfust hvort öðru árið 1934, og fluttust fljótlega til Kaupmannahafn- ar, þar sem Dúna hafði fasta búsetu síðan. Bættust hér við sögur af Kaup- mannahöfn á seinni stríðsárum, með miklum og merkilegum fróðleik um lífið á tímum sannra erfiðleika og hættu, ólíkt nokkru sem við ungu konurnar höfðum upplifað. Seinni æviárum Dúnu fylgdu meðal annars frásagnir af fjölmörgum ferðalögum þeirra hjóna til landa sunnar í Evr- ópu, og stolt sagði hún frá því hvernig eiginmaður hennar gat þar greitt fyr- ir þeim með góðri tungumálakunn- áttu, algjörlega sjálflærður í þeim efnum. Þrátt fyrir að hafa lengst af alið manninn í Danaveldi hélt Dúna góðu sambandi við íslenska ættingja sína, og unni því sem íslenskt var. Mér er það minnisstætt hversu mjög hún hvatti mig til að fá lánaðar íslenskar bókmenntir úr safni sínu til aflestrar. Gaman var að glugga með henni í þær bækur sem höfðu að geyma ljós- myndir, og rabba saman um mynd- efnið. Skoðuðum við til dæmis bók um farskipið Gullfoss, en minningin um það var sveipuð gullnum ljóma í huga Dúnu, eins og virðist eiga við um flesta þá er með því ferðuðust. Í einni ferðinni milli Íslands og Danmerkur var Nóbelsskáldið Halldór Laxness meðal ferðalanga, og var hann borð- herra Dúnu kvöld eitt. Naut hann á hina hlið sér félagsskapar franskrar konu og kvað Dúna hann hafa leitt glettnar samræður þeirra þriggja í millum, og þýddi ýmist á frönsku eða íslensku, eftir því sem við átti. Síðustu æviárin bjó Dúna á heimili eldri borg- ara í Hellerup, umkringd málverkum sínum af náttúru Íslands. Var ekki síður ánægjulegt að sækja hana þangað heim. Naut hún umönnunar starfsfólks sem hún lofaði mjög fyrir velvild í sinn garð. Þar leiddi ég fyrir hana mannsefnið mitt, Tómas, í fyrsta sinn, og leyndi Dúna því ekki, hversu ánægð hún var með val mitt. Þó ekki ætti hún heimangengt í brúðkaup okkar fyrir ári var ekki að spyrja að því að hún sendi staðgengil sinn með fagra gjöf og hlý orð. Dúna hafði til að bera framkomu og fas sem bar vott um góðvild í garð allra sem henni voru samferða. Við nærveru hennar yfir kaffibolla í ró og næði hvarf heimþrá Hafnarstúdents- ins út í veður og vind. Oft velti ég því fyrir mér hvernig það væri að vera sá einstæðingur í útlöndum sem Dúna óneitanlega var. Aldrei lýsti hún tilveru sinni þó nei- kvæðum orðum og lifði ætíð lengi á hverri heimsókn og kveðju frá ætt- ingjum og vinum heiman frá Íslandi sem og annars staðar að. Hún hafði til að bera jákvæði sem ég vildi geta tek- ið mér til fyrirmyndar. Dúnu til heiðurs og í hennar anda hef ég dekkað upp með blúndudúk á skrifborðinu mínu og gæði mér sem þetta er skrifað á indælis kaffi og uppáhaldslíkjörnum hennar í spari- staupi, rétt eins og hún bauð svo oft upp á. Ég þakka fyrir að dýrmætar minningar af indælum kynnum við hana skuli hafa ratað í reynslupoka lífs míns. Kristín Helga Þórarinsdóttir. DÚNA BORGEN ✝ Haraldur Há-konarson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1946. Hann lést að heimili sínu fimmtu- daginn 11. júlí síðast- liðinn. Nýfæddur var hann ættleiddur til Hákonar Pálssonar, f. 19. júní 1910, og Hallfríðar Gísladótt- ur, f. 31. janúar 1910, látin, þau bjuggu þá í Laxárvirkjun. Har- aldur bjó þar til fjög- urra ára aldurs er hann flutti til Sauðár- króks með foreldrum sínum. Eftir grunnskólapróf fór hann til Akureyrar þar sem hann fór að læra vélvirkjun í Vélsmiðjunni Atla. Hann var þar við nám í fjög- ur ár og var virkur í Svifflugfélag- inu á þeim tíma, jafnframt lærði hann vélflug og lauk sólóprófi. Á námsárum sínum á Akureyri kynntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Svanborgu Magnús- dóttur, f. 3. maí 1951, og fluttust þau að námi loknu til Sauðárkróks þar sem hann fór til starfa hjá Gönguskarðsárvirkjun. Þar byggðu þau sér heimili og eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Magnús Þór Har- aldsson vélfræðing- ur, f. 1. júlí 1969. 2) Svala Hrönn Har- aldsdóttir fram- reiðslumaður, f. 20. nóvember 1971, í sambúð með Sigurði I. Hrafnssyni og eiga þau tvö börn, Hákon Arnar Sigurðsson, f. 13. febrúar 1996, og Atla Hrafn Sigurðs- son, f. 14. september 1999. 3) Fannar Víðir Haraldsson nemi, f. 8. mars 1980. Á Sauðárkróki vann Haraldur einnig í mörg ár hjá Útgerðar- félagi Skagfirðinga við viðhald skipa. Hann fór til Japans 1973 og náði þar í togarann Drangey SK-1. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Akureyrar 1985 og bjó þar til ársins 1999 er hann fluttist til Reykjavíkur. Útför Haraldar verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 10.30. staklega lunkinn við að smíða úr járni og ófáar festingar útbjó hann ef eitthvað var laust eða skrölt- andi. Halli var líka mikið snyrti- menni og fljótlega varð vélarrúmið eitt það snyrtilegasta í flotanum. Hann fluttist svo suður til Reykja- víkur af heislufarsástæðum og síð- an í Mosfellsbæ fyrir rúmu ári og þar líkaði honum vel og var kom- inn með góða aðstöðu til að dunda, HARALDUR HÁKONARSON Mig langar í nokkrum orðum að minnast Haraldar Hákonarsonar eða Halla eins og hann var kall- aður meðal okkar skipsfélaga hans á Haferni frá Hrísey. Kynni okkar hófust sumarið 1993 þegar Halli réð sig sem yfirvélstjóra á Haförn en þar starfaði hann næstu fjögur árin. Halli var þægilegur maður í umgengni, rólegur, áreiðanlegur og betri lærimeistara hefði ég ekki getað fengið þar sem hann tók mig með sér sem undirvélstjóra hjá sér. Samstarf okkar var einstakt því við vildum alltaf hafa hlutina eins. Heilu vaktirnar var unnið við að mála og smíða en Halli var sér- en Halli var mjög fær í að smíða módel og þá sérstaklega flugvéla- módel. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom flugi, fór á ótal flugsýningar og lærði á litlar flug- vélar á sínum yngri árum. Kæri Halli, að endingu langar mig til að þakka þér fyrir góð kynni, gott samstarf og einnig fyr- ir það sem þú kenndir mér. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Ég sendi fjölskyldu Halla mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum. Kveðja Ingimar Tryggvason. Hann birtist okkur á síðustu haustmánuðum, meðalmaður á hæð, hæglátur í fasi með lágværa rödd, eilítið hokinn og hárið örlítið tekið að þynnast og grána. Hann hét Haraldur Hákonarson og var kominn til að taka við mötuneytinu okkar – elda ofan í kenjóttan og sundurleitan hópinn. – Hann var maðurinn hennar Svanborgar bókara. Haraldur hafði áður starfað sem vélstjóri en orðið að draga í land vegna erfiðra veikinda. Hann var skemmtilegur félagi, víðlesinn og fróður, gæddur góðri frásagnar- gáfu og næmu skopskyni sem við nutum góðs af – oft í allt of stuttu matarhléi. Við þökkum Haraldi samfylgd- ina þennan stutta spöl. Þér, kæra Svanborg, og fjöl- skyldu ykkar vottum við dýpstu hluttekningu. Samstarfsfólk á ABX auglýsingastofu. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                                   !   #$  %$$&  !"  "##$  % &'(#("  ") "#("  &  *  #$ + %, #%"#("  "% !" #("  - # &  #("  .("  !" #("  "*"'#&  ##$ - , #% !" #(" / '                00.01 1**2 "3%4 5#' !'    () *     "   %+  )%#60 $((#("  ) ( 7  ##$ 6 $(6    5 8##$ (%#"#("  6 (6 $6 6   %1 %#("  6 (6 $6 6 / '           )90 1**2 "8  "# 3%:;     %+  .&'(#("  +8#+8##$   &'(##$ . #("  & % &'(#("  . %' . %'##$ 6 6 $6 6 6 /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.