Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa mun greiða 75% af kostnaði við 600 milljóna króna undirbúningsfram- kvæmdir í sumar vegna fyrirhugaðr- ar Kárahnjúkavirkjunar. Þetta er samkvæmt samkomulagi við Lands- virkjun um skiptingu kostnaðar sem stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær að veita Friðriki Sophussyni forstjóra heimild til að undirrita í dag, um leið og viljayfir- lýsing verður undirrituð um form- legar viðræður vegna byggingar ál- vers í Reyðarfirði. Alcoa skuld- bindur sig því til að greiða 450 milljónir af kostnaðinum og Lands- virkjun 150 milljónir króna. Alcoa mun fá upphæðina endurgreidda þegar ákveðið verður endanlega að ráðast í virkjanaframkvæmdir vegna álvers í Reyðarfirði. Framkvæmd- irnar sem um ræðir eru lagning veg- ar frá Laugarfelli að fyrirhuguðu Hálslóni við Kárahnjúka, smíði bráðabirgðabrúar yfir Jökulsá á Dal, einnig nefnd Jökulsá á Brú, og lagn- ing rafmagnskapals að vinnusvæði við Kárahnjúka. „Af okkar hálfu skiptir þetta sam- komulag afar miklu máli. Í því felst talsverð skuldbinding Alcoa, sem ætti að vera merki um alvöru þeirra og áhuga á verkinu, þótt auðvitað eigi eftir að semja um veigamikil at- riði eins og orkuverð til álversins. Viðræður um það hafa staðið yfir,“ segir Friðrik Sophusson við Morg- unblaðið. Framkvæmdirnar verða auglýstar til útboðs á næstu dögum og hyggst Landsvirkjun hefjast handa á Aust- urlandi strax í næsta mánuði. Undirbúningsframkvæmdir hefjast við Kárahnjúkavirkjun í sumar Landsvirkjun og Alcoa skipta með sér kostnaði Viljayfirlýsing undirrituð í dag um viðræður vegna álvers í Reyðarfirði  Alcoa greiðir/6 ELLEFU ára stúlka hjólaði í veg fyr- ir bíl við Aðalland og Eyrarland í Fossvogi um klukkan 18 í gær. Hún var flutt á barnadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss með heilahrist- ing en hún var ekki með hjálm. Lögum samkvæmt eiga öll börn 15 ára og yngri að vera með hjálm við hjólreiðar. Oft vill þó brenna við að ekki sé farið eftir þeim lögum eins og reyndar sést á myndinni. Margreynt er að hjálmar koma í veg fyrir höfuðáverka eða verða til þess að áverkar verða ekki jafnalvarlegir og ella. Morgunblaðið/Sverrir Var ekki með hjálm FJÖGURRA ára gamalt barn var nærri drukknað í sundlaug- inni á Hótel Örk í Hveragerði í gær, en fyrir snarræði sund- laugargests tókst að endurlífga barnið með hjartahnoði og blástursaðferð. Barnið var á leikjanámskeiði á vegum íþróttafélagsins Vals og var í hópi 40 barna í lauginni. Sund- laugargestur varð þess var að ekki var allt með felldu þar sem börnin busluðu í lauginni og brá skjótt við. Atburðarásin var hröð og tókst fljótlega að blása lífi í barnið, sem komið var í öndunar- og hjartastopp. Það tók fljótlega við sér og var sent með sjúkrabifreið á Landspít- ala – háskólasjúkrahús. Í ljós kom að lífgjafi barnsins reyndist vera sjúkraflutninga- maður frá Sauðárkróki. Bjargað frá drukknun STJÓRN Bonus Stores Inc., versl- anakeðju í Bandaríkjunum sem er í meirihlutaeigu Baugs, ákvað á fundi sínum á miðvikudag að víkja Jim A. Schafer úr starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins og Courtney M. Brick, varaforstjóra Bonus Florida, fyrir trúnaðarbrot. Þeir hafa hins vegar stefnt Bonus Stores og stjórnar- mönnum þess fyrir brot á ráðning- arsamningum þar sem þeir krefja fé- lagið um 10 milljónir dollara í skaðabætur, eða jafnvirði hátt í 840 milljóna íslenskra króna. Stefnan var lögð fram í Marion-sýslu í Miss- issippi-ríki fyrir nokkrum dögum. Baugur Group sendi Kauphöll Ís- lands tilkynningu í gær þar sem seg- ir m.a. að Schafer hafi verið vikið úr starfi sökum trúnaðarbrota og að hafa misnotað aðstöðu sína í starfi sem framkvæmdastjóri Bonus Stor- es. Rannsókn standi nú yfir og muni málið væntanlega fara fyrir dóm- stóla. Með trúnaðarbrotum er verið að vísa til þess að félag í eigu Schaf- ers og Bricks, Retail Stores Serv- ices, hafi keypt innréttingar og bún- að af Wal-Mart og selt síðan áfram til Bonus Florida og síðar Bonus Stores. Í stefnu þeirra Schafers og Bricks kemur m.a. fram að bótanna sé kraf- ist vegna tapaðra launa og annars tekjumissis í fortíð og framtíð, vegna samningsbrota, mannorðsmissis og alvarlegs andlegs álags sem þeir telja sig hafa mátt þola af hálfu Bon- us Stores og stjórnar félagsins. „Ekki grundvöllur fyrir stefnunni“ Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs og stjórnarformaður Bonus Stores, telur að ekki sé grundvöllur fyrir stefnu Schafers og Bricks. „Þessir tveir menn stofnuðu fyr- irtæki fyrri hluta ársins 2000 og hafa selt innréttingar og búnað til Bonus Stores án þess að greina frá því. Þetta fór rólega af stað en fór á fullt skrið í júlí í fyrra. Stærstur hluti við- skiptanna er frá því í mars og apríl á þessu ári. Þá keyptu þeir innrétting- ar og búnað á uppboðum og seldu Bonus Stores á mun hærra verði,“ segir Tryggvi og telur þetta ekki vera eðlilega viðskiptahætti. Í samtali við Morgunblaðið vísar Jim Schafer því á bug að þeir Brick hafi hagnast persónulega á viðskipt- unum við Bonus Stores. Þau hafi far- ið fram með eðlilegum hætti og fyrstu tvö starfsárin hafi verið tap af rekstrinum. Fyrirtækið hafi aðeins selt Bonus Stores notaðar innrétt- ingar. Hann segir Jón Ásgeir Jó- hannesson, stjórnarformann Baugs og áður forstjóra, hafa vitað af tilvist fyrirtækisins. Hann segist vera mið- ur sín yfir því hvernig samstarfið við eigendur Bonus Stores hafi endað. Hann hafi reynt að ná samkomulagi en sættir ekki tekist. Stjórnendum Bonus Stores, dótturfyrirtækis Baugs, sagt upp störfum Krefjast 840 milljóna króna í skaðabætur  Ekki/10  Bonus Stores/12 DÆMI eru um að lóðaleiga fyr- ir atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um tugi prósenta eftir endurmat fasteignamats sem tók gildi síðastliðið haust. Atvinnulóðaleiga er 1% af lóða- mati og þegar matið hækkaði sl. haust hækkaði lóðaleiga samkvæmt því. Samkvæmt upplýsingum fjármáladeilar Reykjavíkurborgar hefur tölu- vert borið á kvörtunum vegna þessarar hækkunar. Dæmi eru um 110% hækkun á lóðaleigu. Hækkaði við endurmat „Við endurmatið í júní 2001 hækkaði lóðamat í Reykjavík að meðaltali um 27% en 52% fyrir landið allt,“ segir Konráð Þorvaldsson hjá Fasteignamati ríkisins. Konráð segir ennfrem- ur að það sé ekki ólíklegt að ein- hverjar lóðir hafi hækkað um og yfir 100% í vissum tilvikum. „Þar sem hækkunin hefur orðið það mikil hefur líklega verið um mjög gamalt mat að ræða. Þeir eigendur sem fengu þessa miklu hækkun á lóðamati höfðu hugsanlega verið með of lágt lóðamat og þar af leiðandi verið að greiða of lága lóðaleigu mið- að við eðlilegt lóðamat. Verð- mæti lands á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað mikið síðustu árin. Þegar uppsöfnuð hækkun kemur öll í einu eins og gerðist í nokkrum tilvikum við endur- matið verða viðkomandi fast- eignaeigendur og leigjendur lóða og húsnæðis varir við breytt mat,“ segir Konráð. Lóðaleiga atvinnu- húsnæðis í Reykja- vík hækkar Dæmi um 110% hækkun á lóðaleigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.