Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Odd- geir og Hákon koma í dag. Mánafoss, Árni Friðriksson og Meloy- fisk fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Vædderen kom í gær. Vysokovsk og Viking koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Bingó spil- að næst 9. ágúst. Pútt- völlurinn er opin kl. 10- 16 alla daga. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 16 hárgreiðsla, kl. 8.30- 12.30 böðun, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 13-16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10- 11.30. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Fimmtudaginn 25. júlí verður ferð „á drauga- slóðir í Árnessýslu“. Leiðsögumaður Þór Vigfússon sem mun gefa þátttakendum innsýn í voveiflega atburði sem áttu sér stað í lág- sveitum Árnessýslu fyrr á öldum – sumir þessara drauga ganga ljósum logum enn þann dag í dag. Hann mun einnig lýsa stað- og þjóðháttum á svæðinu. Þuríðarbúð verður skoðuð, enn- fremur rjómabúið á Baugsstöðum. Ekið verður síðan um Gaul- verjabæ og gegnum Villingaholtshrepp að Þingborg og til Selfoss. Kaffhlaðborð að Básum undir Ingólfsfjalli. Lagt af stað frá Gjá- bakka kl. 13.15 og frá Gullsmára kl. 13.30 Þátttökulisti liggur frammi í félagsheimilinu Gjábakka og einnig má skrá sig hjá ferðanefnd í s. 554 0233 Bogi, 554 0999 Þráinn. Skráið ykkur sem fyrst. Ferða- nefndin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Púttað á Hrafnistuvelli kl 14-16. Á morgun morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50 Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofs- ferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.-23. ágúst, greiða þarf gíróseðlana sem fyrst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.-13. sept. Skráning og upp- lýsingar milli kl. 19 og 21 s. 555 1703, 555 2484 eða 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is Dagsferð í Húnavatnssýslu 24. júlí, hringferð um Vatnsnes, Hvammstangi, Bergs- staðir, viðkoma í Hind- isvík hjá Hvítserki, í Borgarvirki og víðar. Hafið hádegisnestis- pakka með. Kaffihlað- borð í Staðarskála. Leiðsögumaður Þórunn Lárusdóttir. Ath. sækið miðana fyrir helgi. Hringferð um Norð- Austurland 17.-24. ágúst. Vinsamlega at- hugið að það þarf að greiða staðfesting- argjald fyrir 20. júlí nk. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin. Takmark- aður fjöldi. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10-12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31, (vinnustofa lokuð frá 15. júlí til 23. ágúst). Kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Mið- vikudaginn 24. júlí verður farið í ferð um Reykjanes. Lagt af stað kl. 10.30 frá Hæðargarði með viðkomu á Sléttu- vegi og Hvassaleiti. Ek- ið verður um Vatns- leysuströnd og í Sandgerði og Fræða- setrið skoðað. Farið að Hvalsnesi og kirkjan skoðuð. Leiðsögumaður Pálína Jónsdóttir. Allir útbúa sig með sitt nesti. Tilkynna þarf þátttöku sem fyrst, í síma 568 3132. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Afgreiðslan er lokuð 15. til 19. júlí. Matarþjón- usta, kaffistofa, handa- vinnustofa og annar daglegur rekstur verður eins og venjulega. Hár- greiðslustofan verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-12.30 bútasaumur, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 13-14 pútt. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Hárgreiðslustofa lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 13. ágúst. Ganga kl. 10. Hvassaleiti 56–58. . Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 10 kántrý dans, kl. 11 stepp, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9.30 morg- unstund, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugar- dögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15-17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofs fyrir krabbameins- sjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu í Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeonfélags- ins er að finna í anddyr- um eða safnaðar- heimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhús- inu, á skrifstofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeon- félagsins, Vesturgötu 40, alla virka daga frá kl. 14-16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testa- mentum sem gefin verða 10 ára skólabörn- um eða gefin sjúkra- húsum, hjúkrunarheim- ilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) s. 588- 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálg- ast kortin í Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Í dag er föstudagur 19. júlí, 200. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En ég vil færa þér fórnir með lofgjörð- arsöng. Ég vil greiða það er ég hefi heitið. Hjálpin kemur frá Drottni. (Jónas 2, 10.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 illmenni, 4 kústur, 7 stafagerð, 8 vindurinn, 9 fjör, 11 friður, 13 skjóta, 14 hefja, 15 málmur, 17 muna óljóst eftir, 20 hress, 22 pretti, 23 óvætt- ur, 24 galdurs, 25 þjónar fyrir altari. LÓÐRÉTT: 1 rúmin, 2 sjaldgæf, 3 lé- legt, 4 skarn, 5 sekkir, 6 aflaga, 10 hólatröll, 12 vond, 13 spor, 15 skurð- ar, 16 hugrekki, 18 spilið, 19 sálir, 20 gufu, 21 dæg- ur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skáldlegt, 8 sýpur, 9 nefið, 10 inn, 11 unnur, 13 armar, 15 hængs, 18 kraft, 21 ýsa, 22 látin, 23 plaga, 24 sinnulaus. Lóðrétt: 2 kápan, 3 lúrir, 4 linna, 5 gæfum, 6 æsku, 7 ið- ur, 12 ugg, 14 rýr, 15 hali, 16 nýtni, 17 sýnin, 18 kapal, 19 ataðu, 20 traf. Víkverji skrifar... Í MORGUNBLAÐINU í gær varmynd af manni og hundi sem voru að skokka saman í rigningunni á ein- um af göngu- og hjólastígum borgar- innar. Það færist í vöxt að fólk skokki með hundana sína og eflaust er það hin bezta heilsubót og ánægjuleg samverustund manns og dýrs. Hins vegar furðar Víkverji sig á því að oft eru skokkandi hundar ekki í bandi, t.d. ekki hundurinn á myndinni. Í samþykkt um hundahald í Reykjavík segir í 11. grein að hundar skuli ævinlega vera í taumi utanhúss í borginni, en þó megi sleppa þeim lausum á ákveðnum, afmörkuðum svæðum. Víkverja sýnist að margir hundaeigendur virði þessar reglur að vettugi. Víkverji er hundavinur en hann kýs þó að hundar, sem hann mætir á förnum vegi, séu í bandi, þó ekki væri nema vegna þess að hann hefur lent í því að bláókunnugir hundar vilja flaðra upp um hann – auðvitað af tómum elskulegheitum – og hafa þá stundum óhreinkað snyrti- legan klæðnað Víkverja. Svo eru aðr- ir, sem eru hræddir við hunda og vilja alls ekki fá þá flaðrandi upp um sig. Það er sjálfsögð tillitssemi við sam- borgarana að hafa hundinn sinn í bandi, líka þegar verið er að skokka. x x x VÍKVERJA finnst nýyrðið „lág-vöruverðsverzlun“ ósköp óþjált og hvimleitt. Átt er við búðir, sem leggja lítið upp úr innréttingum og þjónustu en þeim mun meira upp úr hagkvæmum innkaupum og halda þannig verðinu niðri. Afbrigði orðsins hefur reyndar líka skotið upp kollin- um, sem er „lágvöruverzlun“. Það er alveg út í hött og gefur til kynna að til sé eitthvað sem heitir lágvara – og þá væntanlega líka hávara, kannski svona eins og lágmenning og hámenn- ing. Svo má auðvitað endalaust deila um hvort verð sé hátt eða lágt. Vík- verji hefur heyrt a.m.k. tvær tillögur, sem honum þykja skárri kostur. Það eru sparnaðarverzlun og buddubúð. x x x LÍTIL dóttir Víkverja hugðist takaþátt í „sumarleik Coca Cola“ með því að safna svokölluðum „boing- merkjum“ af kókflöskum og öðlast þar með rétt til að kaupa „vinninga“, merkta stórfyrirtækinu, á „afsláttar- verði“ – sennilega svona rétt upp í framleiðslukostnaðinn á Tævan eða í einhverju öðru þriðjaheimsríki. Í fyrri sumarleikjum hafa vinningarnir iðulega verið upp urnir þegar sú stutta hefur loksins verið búin að safna nógu mörgum kóktöppum ein- hvern tímann á miðju sumri (enda eru foreldrar hennar þeirrar skoðunar að hún eigi ekki að drekka mjög mikið kók, sem er auðvitað í hróplegri and- stöðu við hugmyndafræði sumarleiks- ins). Í þetta sinn bauð Vífilfell hins vegar upp á þá þjónustu að geta þess á heimasíðu sinni hversu miklar birgðir væru eftir af hverjum hlut. Dóttur Víkverja langaði í Coca Cola-handklæði og til að tryggja að ekki yrði farin fýluferð í Elko, þar sem vörurnar voru seldar, var athug- að á heimasíðunni hvað væri eftir af handklæðunum; það áttu að vera á annað þúsund stykki. Annað reyndist vera upp á teningnum þegar í Elko var komið – öll handklæði búin. Það var heldur súr framtíðarviðskiptavin- ur Coca Cola sem fór heim aftur með „boing“-merkin sín, sem henni þótti ekki ástæða til að eyða á dótið, sem eftir var. Sinn er siður ... FYRIR skömmu dvaldi ég um hríð í Bandaríkjunum. Það kom mér skemmtilega á óvart hve oft mér var gef- inn elliafsláttur; á söfnum, í búðum og í strætó. Engu máli skipti þótt ég væri út- lendingur. Þetta kom upp í hugann þegar ég las bréfið hennar Kristínar Bjarnadóttur í Velvakanda í dag, 15. júlí. Henni var synjað um eldri- borgara afslátt í Húsdýra- garðinum vegna þess að hún á ekki heima í Reykja- vík. Sinn er siður í landi hverju. Edda Bjarnadóttir. Leiðinleg dagskrá MIG langar að kvarta yfir leiðinlegri dagskrá í sjón- varpinu, sérstaklega á virk- um dögum. Þór Ólafsson. Tapað/fundið Skýrsla og hárbursti í plastpoka SKÝRSLA og fleiri gögn um umhverfismál ásamt hárbursta í poka gleymdist í Björnsbakaríi við Klapp- arstíg 5. júlí sl. Upplýsing- ar í síma 552 1531. Kvenúr týndist Í BYRJUN júlí týndist „Rolex-úr“. Úrið er ekki verðmætt en hefur minn- ingagildi þar sem það var keypt af götusala í Kína. Gæti hafa týnst á Suður- landi eða á höfuðborgar- svæðinu. Skilvís finnandi hafi samband við Sólveigu í síma 553 6239 og 895 6132. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust á Skólavörðustíg sl. fimmtu- dag. Upplýsingar í síma 568 6972. Dýrahald Emma er týnd EMMA er grábröndótt með rauðum yrjum og rauðri stjörnu á enni. Hún er ómerkt. Hún týndist frá Kleppsvegi 10. júlí sl. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 557 5703 og fh. í síma 440 3379. Dímon er týndur DÍMON er grár á litinn og hann hvarf frá heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 9. júlí og hefur ekki sést síð- an. Dímon er með svarta ól með bláu merkispjaldi sem hann hefur nagað. Hann er inniköttur en stökk af svöl- unum heima hjá sér og er líklegt að hann leiti inn í hús. Ef sést hefur til hans vin- samlega hafið samband við Snorra og Huldu í síma 861 3371 eða 562 6295 e. kl. 18.00. Blár ástargaukur týndist BLÁR ástargaukur týndist 4. júlí í Holtunum. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 552 0277. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is FYRIR nokkrum dögum hlustaði ég á viðtalsþátt í RÚV þar sem talað var við konu í Reykjavík sem tekur að sér að ganga með fólki um Þingholtin og næsta nágrenni miðborgarinnar. Ferðirnar eru kallaðar „menning- arferðir“ og er svo sem ekkert við það að athuga. Ég hrökk hins vegar við þegar þáttarstjórnandinn spurði kon- una hvort þetta væru ekki miklu skemmtilegri ferðir en „með svona einhverjum leiðsögumanni“ sem færi bara á eitt ákveðið safn og svo ekkert meira. Hér finnst mér stjórnandinn vega að fólki sem hefur sótt sér fag- menntun sem leiðsögumenn og fylgir ferðamönnum í alls konar ferðir um Reykjavík og nágrenni, bæði gang- andi og akandi, heimsækir bæði söfn og sundlaugar, fiskmarkað og kirkjur og ýmislegt fleira. Mér leikur forvitni á að heyra frá stjórnandanum hvað hann hafi átt við með orðunum „svona einhverjum leið- sögumanni“. Mér finnst þetta það neikvætt og meiðandi fyrir þessa starfsstétt að ástæða sé til að fá skýringu hjá þeim sem þannig talar til alþjóðar. Með fyrirfram þakklæti. Leiðsögumaður. „Með svona einhverjum leiðsögumanni“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.