Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta dag Opna breska/C4 KR-stúlkur, ÍBV, Valur og Þór/KA/ KS áfram í bikarnum/C3 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Heima í Hljómskála / B1  Skjótum upp fána / B2  Djassað í rekavið / B4  Í fínni stofu bæjarins / B6  Mismunað vegna málanna / B7  Auðlesið efni / B8 Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „66° norður“ frá Sjó- klæðagerðinni. Blaðinu verður dreift um allt land. NEFND á vegum umhverfisráðuneytisins telur nauðsynlegt að grípa til hertra aðgerða gegn ólög- legum rjúpnaveiðum hér á landi, þ.e. vélsleðaveið- um og veiðum úr bifreiðum. Mikilvægt er talið að þyrlueftirlit verði tekið upp strax í haust enda sýni reynslan frá Kanada, Noregi og Svíþjóð að það sé eina leiðin til að hafa eftirlit með strjálbýlum svæð- um. Sigmar B. Hauksson, formaður SKOTVÍS og formaður nefndarinnar, segir þyrlueftirlit hafa gef- ist ákaflega vel erlendis og að fælingarmáttur þess sé gífurlegur. Hann segir að ríkissjóður eigi að fjár- magna slíkt eftirlit enda beri ríkisvaldinu skylda til að halda uppi lögum í landinu. Hann telur þyrlueft- irlit í raun ódýarari kost en eftirlit lögreglumanna á bifreiðum þar sem gríðarmikill tími fari í það. Nefndin leggur áherslu á nauðsyn þess að ákvarðanir um veiðar og aðgerðir til að draga úr áhrifum veiða á stofna villtra dýra séu byggðar á rannsóknum og að góð sátt ríki um aðgerðir. Ekki er talin ástæða til að grípa til aðgerða til að draga úr veiðiálagi á þessa stofna heldur sé rétt að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til þess að byggja slíka ákvörðun á. Þetta er meðal niðurstaðna nefndarinnar í nýrri skýrslu en nefndinni var falið að fara yfir og gera tillögur um aðgerðir til þess að draga úr veiðiálagi á helstu tegundir villtra fugla. Nefndina skipuðu Sig- mar B. Hauksson, dr. Guðmundur A. Guðmunds- son, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, Áki Ármann Jónsson, veiðistjóri hjá veiði- stjóraembættinu, dr. Arnór Þ. Sigfússon fuglafræð- ingur, Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Sveitarfé- lagsins Ölfuss, og Sigurður A. Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu. Ekki til áreiðanlegar upplýsingar um stærð grágæsastofnsins Í skýrslu nefndarinnar segir um grágæsastofn- inn að ekki liggi fyrir áreiðanlegar upplýsingar um stofnstærð og nauðsynlegt sé að rannsaka hann frekar. Varnaraðgerðir nú gætu haft neikvæð áhrif á rannsóknirnar og því leggur nefndin til að ekki verði gripið til verndaraðgerða nú heldur verði beð- ið þar til áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um stærð stofnsins. Grágæsastofninn er einn fjögurra gæsastofna á landinu og er ljóst að veiðiálagið er of mikið á þennan eina stofn. Tölur frá veiðistjóraemb- ættinu sýna að um 10% veiðimanna veiða meira en helming þeirra grágæsa sem veiddar eru. Sýnt hef- ur verið fram á það í háskólaritgerð Ágústs Þor- geirssonar frá árinu 2000 að tekjur af gæsaveiðum á landsvísu voru samtals 65,5 milljónir króna. Nefndin leggur til að ef nauðsynlegt verði talið að grípa til varnaraðgerða til að draga úr veiðiálagi á gæsastofninn verði hugað að því í þremur áföngum. Sala á gæs í verslanir verði bönnuð og gæsaveiði- tíminn styttur með því að hefja veiðar 1. september í stað 20. ágúst eins og nú er. Samhliða þessari ákvörðun yrðu veiðar á náttstað bannaðar. Loks leggur nefndin til að skotgeymar á hálfsjálfvirkum haglabyssum verði þrengdir þannig að vopnið taki tvö skot í geymi og eitt í hlaup. Ekki brýnt að vernda rjúpuna á næstunni Nefndin telur í umfjöllun sinni um rjúpnastofn- inn að ekki sé brýnt að grípa til neinna varnarað- gerða á næstunni. Líkur séu á minnkandi rjúpna- neyslu og minnkandi veiðum atvinnuveiðimanna. Undirstrikar nefndin mikilvægi þess að banna sölu á bráð til veitingahúsa og verslana. Í skýrslunni segir að ætla megi að árlega stundi 12–13 þúsund Íslendingar skotveiðar en um 17 þús- und veiðikorthafar eru á skrá hjá veiðistjóraemb- ættinu. Um fimm þúsund manns stunda rjúpna- veiðar árlega og rúmlega þrjú þúsund manns gæsaveiðar. Að minnsta kosti 60–65 þúsund skot- vopn eru til í landinu samkvæmt upplýsingum lög- reglu. Í lokaorðum skýrslunnar segist nefndin vera sammála um að veiðar eigi að vera frístunda- eða tómstundaiðja en ekki atvinna eða tekjulind. Þurfi aðgerðir stjórnvalda því að miða að því að draga úr magnveiðum. Nefnd skilar umhverfisráðherra skýrslu um aðgerðir vegna veiða á villibráð Ætla að koma í veg fyrir ólöglega rjúpnaveiði með eftirliti úr þyrlu VEÐURSTOFAN spáir hitabylgju á Norðaustur- og Austurlandi um helgina. Því er spáð að hiti verði á bilinu 12 til 22 gráður og að bjart verði í veðri. Um landið vestanvert verður lítilsháttar rigning með köflum. Um leið og hlýnar í veðri eru sippuböndin dregin fram. Það eru því horfur á að þessar stúlkur, sem voru að leika sér á Akureyri í gær, muni kætast um helgina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlýtt fyrir norðan og austan um helgina MEIRIHLUTI almennings er hlynntur stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Þetta kemur fram í nið- urstöðum nýrrar viðhorfskönnunar, sem Gallup framkvæmdi fyrir Nátt- úruverndarsamtök Íslands. Af þeim sem afstöðu tóku segjast 65,8% hlynnt stofnun þjóðgarðs á svæðinu, 19,5% taka ekki afstöðu og 14,6% eru andvíg. Einnig var spurt um hversu vel svarendur hefðu fylgst með um- ræðunni um stofnun þjóðgarðs norð- an Vatnajökuls. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 21,3% hafa fylgst vel með, 10% gáfu ekki svar en 68,8% sögðust lítið hafa fylgst með um- ræðunni. Meirihluti hlynntur þjóðgarði SEX mánaða löngu farbanni var í gær létt af Íslendingi á Kanaríeyj- um með því skilyrði að hann gæfi sig fram við lögregluyfirvöld á Spáni í október, en þau hafa dauðsfall sambýliskonu hans til rannsóknar. Niðurstaða fundar sem haldinn var í gær með dómara, saksóknara og Ís- lendingnum leiddi til þeirrar niður- stöðu að farbanninu var aflétt og er hann væntanlegur heim í dag. Í október mun verða tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að sækja manninn til saka vegna láts sambýliskonu hans, og er honum gert að fara utan til að hlýða á úr- skurð þess efnis. Lát konunnar bar að með þeim hætti að hún féll fram af svölum hótels með fyrrgreindum afleiðingum. Atburðurinn varð 5. janúar og var maðurinn hnepptur í gæsluvarðhald en skömmu síðar í farbann. Íslendingurinn á Kanaríeyjum Væntanleg- ur til lands- ins í dag ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Selfossi mældi bíl á 134 km hraða rétt austan Selfoss í gær þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Bílnum hafði verið stolið á Selfossi. Ökumaðurinn, sem er á þrítugs- aldri og af höfuðborgarsvæðinu, var í annarlegu ástandi og gisti fanga- geymslur í nótt. Á stolnum bíl á 134 km hraða ÚTLIT er fyrir að sauðfé verði slátrað í alls 16 sláturhúsum í ár, en slátrað var í 17 húsum í fyrra. Að- alsteinn Jónsson, formaður Lands- sambands sauðfjárbænda, segir að gera megi ráð fyrir því að útflutn- ingsprósentan muni liggja á bilinu 25–30%, það gæti farið þannig að 28% af því sem slátrað verður í haust verði flutt á erlenda markaði. 21% af slátruninni síðasta haust var flutt út og er því um nokkra aukn- ingu að ræða. Aðspurður segir Aðalsteinn þetta vera nokkurt áhyggjuefni. Bændur fái lægra verð fyrir þennan hluta framleiðslunnar, ef útflutnings- skyldan er aukin milli ára geti það þýtt að bændur þurfi að fara inn á lakari markaði og fá þar með lægra verð fyrir framleiðsluna. Aðalsteinn segir að endanleg ákvörðun um út- flutningsprósentuna verði tekin eftir miðjan ágúst, þegar sölutölur fyrir júlímánuð liggja fyrir. „Salan var mjög góð í apríl og maí en júní stóð ekki undir væntingum okkar og var ívið lakari en í fyrra. Þetta kom okkur verulega á óvart og höfum við engar skýringar á þessu. Við höfðum ekki skynjað annað en að salan væri góð,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að síðasta vetur hafi ver- ið um 8–9.000 fleiri kindur á landinu en í fyrravetur þannig að framleiðsl- an verði nokkru meiri í ár en í fyrra. Miðað við 28% útflutningsprósentu, sem útlit er fyrir, verði birgðir minnkaðar um 300 tonn, þannig verði birgðastöðunni haldið eðlilegri. Vilja tvöfalda útflutning vestur um haf Nýlega var í Morgunblaðinu sagt frá auknum áhuga vestanhafs á ís- lensku lambakjöti. „Við bindum ákveðnar vonir við það að tvöfalda það magn sem fer á Bandaríkja- markað. Á síðasta ári fóru tæp 50 tonn, mikið á góðu verði, og vonumst við til að geta tvöfaldað það magn í komandi sláturtíð. Þetta er háð vinnslugetu fyrir afurðastöðvar sem flytja út en helst viljum við ekki vera undir 80 tonnum.“ Aðalsteinn segir að einnig sé horft hýru auga til Ítalíu. „Styrking ís- lensku krónunnar gerir þann mark- að reyndar ekki jafnhagstæðan og hann leit út fyrir að vera í vetur. Þar er verið að vinna ákveðið markaðs- starf og er áformað að flytja umtals- vert magn af fersku kjöti á Ítalíu- markað í haust.“ Útlit fyrir að 28% sauðfjárfram- leiðslu verði flutt á erlenda markaði Salan í júní stóð ekki undir væntingum TVEGGJA ÁRA barn fótbrotnaði þegar annað barn hjólaði á það í Ása- hverfi í Hafnarfirði um klukkan 21 í gærkvöldi. Sjúkrabíll flutti barnið á slysadeild. Tveggja ára fótbrotnaði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.