Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 48

Morgunblaðið - 19.07.2002, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 4, 5, 6 og 7. Vit 398Sýnd kl. 5.45, 8, 9.30 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400 1/2 Kvikmyndir.is Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. Sýn d á klu kku tím afr est i Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki! Þeir búa til leik sem hún þarf að leysa.. takmarkið er hinn fullkomni glæpur. HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. ATH! AUKASÝNING KL. 9.30. Sýnd kl. 8.05. Vit 393. Kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. S ag a u m s tr ák  1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV 20 þúsund áhorfendur www.sambioin.is DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B. i. 16. V Kvik yndir.is bl Kvik yndir.co Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. Bi. 14. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6 og 8. HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. 1/2 Kvikmyndir.is Yfirnáttúruleg spennumynd byggð á sönnum atburðum í anda The Sixth Sense og The X-Files. Frá leikstjóra Arlington Road. Með Richard Gere (Primal Fear) og Laura Linney (The Truman Show) Hið yfirnáttúrulega mun gerast. Með hinum frábæra Frankie Muniz úr „Malcolm in the Middle“ Frábær og hressileg gamanmynd fyrir alla. FRUMSÝNING vegna fjölda áskorana. SAMKOMULAG er sagt hafa náðst um það að Lance Bass, einn af með- limum drengjasveitarinnar *NSYNC, fari í vikuferð til alþjóð- legu geimstöðvarinnar í lok október. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Gengið var frá samkomulaginu á fundi fulltrúa Bass, MTV, Destiny Productions og MirCorp með fulltrúum Geimvísindastofnunar Rússlands í Los Angeles í gær en samkvæmt heimildum CNN vilja Rússarnir ekki gefa út yfirlýsingu um málið fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu fyrir ferðina en hún mun kosta andvirði tæplega tveggja millj- arða íslenskra króna. Bass, sem hefur verið í þjálfun í Rússlandi undanfarna sex mánuði, sagðist í gær vera bjartsýnn á að af þessu gæti orðið en þá verður Bass, sem er 23 ára, yngsti maðurinn sem farið hefur út í geiminn auk þess sem hann verður fyrsti geimpopparinn. Reuters Lance Bass vill óður og uppvæg- ur komast út í geiminn. Fyrsti geimpopp- arinn ÞEGAR Cornershop ruddust fram á sjónarsviðið með ekta breskum láta- látum, brenndu myndir af skallabull- unni Morrissey og boðuðu byltingu indverskrar indítónlistar í Bretlandi lögðu fáir við hlustir aðrir en súra tón- listarpressan, NME og félagar, sem þrífast á slíkum kjaftöskum. Tónlistin var enda til að byrja með næstum aukaatriði, þetta voru róttæklingar sem notuðu hana einungis til að koma málstað sínum á framfæri. En svo fóru þeir að fikta og duttu fyrr en varði niður á óskaplega skemmtilega blöndu af ind- verskri tónlistar- hefð og bresku indípoppi og danstón- list. Síðasta plata Cornershop, When I Was Born for the 7th Time, sem kom út 1997, var ótrúlegt framfaraskref, hrein og klár snilld sem innhélt meira að segja lag – „Brimful of Asha“ – sem sló í gegn eftir að töfrasnúðurinn Fatboy Slim hafði komist með fituga puttana í það. Það er enginn hægðarleikur að fylgja slíku þrekvirki eftir enda hefur það tekið Tjinder Singh og félaga heil 5 ár. Ekki get ég sagt að nýi gripurinn sé alveg biðarinnar virði því hún er nokkur eftirbátur forverans. En hún er samt alveg stórskemmtileg, klár kennslustund í hvernig kokka á hryn- heita og hnausþykka bollasúpu með karríbragði, kryddaða með gítar, bassa, trommum, plötuspilara og frjóu hugmyndaflugi.  Tónlist Bollasúpa með karríi Cornershop Handcream For A Generation Playground Fjórða plata hrynheitustu hljómsveitar sem á rætur sínar í Punjab á Indlandi – eftir því sem ég best veit. Skarphéðinn Guðmundsson LIÐSMENN hljómsveitarinnar Sigur Rós- ar hafa ákveðið að hætta við áformaða tón- leika sveitarinnar víðs vegar í Evrópu nú í sumar til að geta einbeitt sér að því að klára væntanlega breiðskífu sína. Sigur Rós mun þó leika á V2002-tónlist- arhátíðinni í Bretlandi um miðjan ágúst en öll önnur tónleikaáform hafa verið afturköll- uð, þar á meðal tónleikar á Írlandi, Portúgal, Spáni, Þýskalandi og Frakklandi. Á heimasíðu sveitarinnar tjáir Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, sig um mál- ið: „Við viljum bara biðja það fólk sem þegar hefur keypt miða á tónleika okkar innilega afsökunar. Þetta er ekki eitthvað sem við ætlum að venja okkur á en vinnan við plöt- una okkar tekur bara lengri tíma en við var búist.“ Platan umrædda mun koma út með haust- inu en upptökur standa nú yfir í Bretlandi sem og hér heima. Sigur Rós vinnur að nýrri plötu. Sigur Rós hættir við tónleika TENGLAR ................................................................ www.sigur-ros.co.uk ÞÆR fregnir að gömlu glyspoppararnir í Duran Duran hafi ákveðið að koma aftur saman, allir sem einn, fimm að tölu, Simon, Nick, John, Roger og Andy, hafa al- deilis hreyft við mönnum. Helstu risarnir í útgáfu- starfsemi tónlistar eru sagðir keppast um að ná hljóm- sveitinni á samning hjá sér og hafa jafnvel fimm breiðskífur verið nefndar í því samhengi. Eini hængurinn á fyrirhugaðri áframhaldandi vel- gengni þeirra Duran-manna er að þeir hafa verið skikkaðir til að koma sér í betra form ef eitthvað á að verða af útgáfu á nýju efni þeirra. Útgáfufyrirtækin óttast, að sögn, samkeppni frá yngri og rennilegri strákaböndum og hefur gömlu Duran-stjörnunum verið eindregið ráðlagt að skella sér hið snarasta í ræktina. Frægðarsól Duran Duran skein hvað skærast á ní- unda áratugnum er þeir sendu frá sér smelli á borð við „Rio“, „Hungry Like The Wolf“ og „Save a Prayer.“ Duran Duran í ræktina Fáir þóttu flottari en Duran Duran á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.