Morgunblaðið - 19.07.2002, Page 41

Morgunblaðið - 19.07.2002, Page 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 41 Sími 525 3000 • www.husa.is 20-40% Útimálning á stein, þak og timbur afsláttur Steinflísarnar frá BM Vallá eru öðru fremur sniðnar að veröndinni hjá þér. Klassískt og viðhaldsvænt yfirborð þeirra gefur garðinum hlýlegt og skemmtilegt útlit. Flísarnar fást í ýmsum stærðum og gerðum og því engin ástæða til að festast í forminu. öðrum fremur VIÐ hjónum vorum á ferðalagi um Suðurland í síðustu viku. Þegar við ókum fram hjá Dyrhólaey ákváðum við að bregða okkur niður eftir enda ekki komið þar í mörg ár. Við geng- um niður að ströndinni og þar var fjöldi útlendinga sem komið höfðu með áætlunarbílum og bílaleigubil- um. Veðrið var afar fagurt, sól skein í heiði, fuglar flögruðu yfir eða syntu í sjónum fyrir utan ströndina og létt báran skolaði fjöruborðið. Þarna var einkar friðsælt. Fjöldi fólks var á ströndinni. Sumir voru á gangi, aðrir stóðu lengi kyrrir við fjöruborðið, horfðu út á hafið og virtust hlusta á skvaldur bárunnar við sandinn. Við tókum sérstaklega eftir hópi fólks sem hafði komið sér fyrir undir berginu. Þar sat fólkið langa stund, mælti ekki orð frá vörum, horfði út á hafið, hlustaði á tóna náttúrunnar og lét fíngerða steina fjörunnar sem öldur höfðu velt og slípað í áranna rás renna milli fingra sér. Þegar við virtum ferðamennina undir berginu fyrir okkur veltum við því fyrir okk- ur að hugsanlega væri stund sem þessi ein af dýrmætustu minning- unum frá Íslandi sem fólkið tæki með sér heim. Í hraða nútímans gef- ur fólk sér of sjaldan tíma til þess að njóta augnabliksins og í mörgum löndum fer þeim stöðum fækkandi þar sem fólk getur staldrað við og fundið bein tengsl við náttúruna. Í Dyrhólaey bíður ósnortin náttúra, sandur, haf og fuglar ferðamanna sem geta sest niður stutta stund og tíminn stendur kyrr eitt augnablik. Ef til vill verða slíkir staðir það eft- irsóknarverðasta í Íslandsheimsókn ferðamanna og það dýrmætasta sem við getum boðið þeim. ÞRÁINN ÞORVALDSSON Brautarlandi 10, Reykjavík. Hvað er eftirsóknar- verðast fyrir ferðamenn í Íslandsheimsókn? Frá Þráni Þorvaldssyni: Ætli ljósmyndarinn hafi náð að festa á filmu þá stund sem fólkið tekur með sér heim sem dýrmætustu minninguna frá Íslandi? Fallegt er að horfa yfir til Dyrhólaeyjar. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og Biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi. Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Styrmir Ólafsson. Bæna- stundir á hverju kvöldi kl. 20-22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk úr Reykjavík og Hafnarfirði. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Guðný Kristjáns- dóttir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður: Jóhann Grétarsson. Allir hjartan- lega velkomnir. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.