Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11
Sími 577 3000 • Fax 577 3001
www.aga.is
IS
A
-2
43
.1
–
ÍD
E
A
Hopparar
MEISTARINN.IS
Þrýstimælar
Við mælum með
Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331
www.sturlaugur.is
i i l í i
l i
iskislóð 26 Sími: 551 4 80
www.sturlaugur.is
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
samstarfssamning við félagsvísinda-
deild Háskóla Íslands í tengslum við
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn-
mála. Vill Reykjavíkurborg með
þessu stuðla að samstarfi borgarinn-
ar og Háskóla Íslands um kennslu,
þróun og rannsóknir á stjórnsýslu
sveitastjórnarstigsins. Borgaryfir-
völd hafa ákveðið að leggja stofn-
uninni til rekstrarstyrk að upphæð
2,5 m kr. á ári frá 2003 til 2005.
Í greinargerð með tillögu að sam-
starfssamningnum segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að
þróun í opinberri stjórnsýslu og
stjórnun hafi verið mikil og hröð á
síðustu árum. Löggjöf, sem skil-
greini réttindi borgaranna gagnvart
hinu opinbera, ný samskipta- og
upplýsingatækni og nýjar áherslur í
stjórnun og stjórnsýslu opinberra
aðila hér á landi, sem og annars
staðar, leiði til þess að þörfin fyrir
símenntun, rannsóknir, samskipti
og upplýsingar milli þeirra sem
starfa á þessum vettvangi verði æ
ljósari.
Borgarstjóri bendir á að opinber
stjórnun þurfi að taka tillit til sér-
staks lagaumhverfis opinbera geir-
ans og ýmissa viðhorfa sem snerti
lýðræði og siðferði hjá hinu opin-
bera. Ennfremur sé mikilvægt að
fylgjast með víðtækum umbótum og
nýjungum sem sífellt verði í opin-
berri stjórnun í umheiminum.
Reykjavíkurborg fær fulltrúa í
stjórn stofnunarinnar
„Með samstarfi við Háskóla Ís-
lands og fulltrúa í stjórn Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála er
þess vænst að Reykjavíkurborg geti
átt aðgang að upplýsingum og mik-
illi þekkingu á þessu sviði jafnframt
því sem hún geti miðlað af þeirri
margháttuðu reynslu af stjórnsýslu
sveitarstjórnarstigsins sem hún býr
yfir,“ segir borgarstjóri.
Segir þar jafnframt að áhersla
Háskóla Íslands á þennan hátt
menntunar og rannsókna sé til þess
fallinn að vekja áhuga stúdenta á að
leggja fyrir sig störf á þeim vett-
vangi.
Í bréfinu segir að áformað sé að í
fyrstu stjórn stofnunarinnar eigi
sæti kennarar við Háskólann, m.a.
úr lagadeild og stjórnmálafræði-
skor, en jafnframt fulltrúar frá
Reykjavíkurborg og úr stjórnsýslu
ríkisins. Þannig geti borgin tekið
þátt í mótun stofnunarinnar frá upp-
hafi, tekið þátt í sameiginlegum
rannsóknarverkefnum og átt að-
gang að skipulagi námskeiða um
sveitarstjórnarmál og opinbera
stjórnsýslu.
Í samstarfssamningi borgarinnar
og Háskólans segir að borgin eigi
einn fulltrúa í stjórn stofnunarinnar
og skal hann valinn í samvinnu
borgarstjóra og forseta félagsvís-
indadeildar. Í samningnum segir
m.a. að stefnt sé að því að nemendur
og kennarar hjá stofnuninni sinni
rannsóknar- og þróunarverkefnum í
þágu borgarinnar en jafnframt skuli
leita leiða til að reynsla og þekking
starfsmanna og stjórnenda borgar-
innar nýtist stofnuninni. Samning-
urinn er til þriggja ára, frá 2003–5
og er heildarframlag borgarinnar á
tímabilinu 7,5 m.kr.
Stofnunin gefi út og kynni
niðurstöður rannsókna
Í reglum um Stofnun stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála við H.Í. sem
samþykktar voru á deildarfundi fé-
lagvísindadeildar í lok maí og stað-
festar voru af háskólaráði 26. júní sl.
segir m.a. að hlutverk stofnunarinn-
ar sé að efla framhaldsnám, starfs-
menntun og rannsóknir á sviði
stjórnsýslu og stjórnmálafræði inn-
an stjórnmálafræðiskorar, m.a. með
því að leita samstarfs við hagsmuna-
aðila í þjóðlífi. Stofnuninni er ætlað
að standa fyrir námskeiðahaldi og
gefa út og kynna niðurstöður rann-
sókna, m.a. ritröð um íslenska
stjórnmálafræði, og sjá um að halda
úti veftímaritum og lifandi umræðu-
vettvangi um stjórnmálafræði og
stjórnsýslu. Háskóli Íslands lætur
stofnuninni í té starfsaðstöðu og er
stjórn stofnunarinnar heimilt að
ráða forstöðumann.
Borgarráð samþykkir samstarfssamning við Stofnun stjórnsýslufræða við HÍ
Stofnunin sinni rannsóknar-
verkefnum í þágu borgarinnar
Morgunblaðið/Golli
Borgaryfirvöld hafa ákveðið að leggja stofnuninni til rekstrarstyrk að upphæð 7,5 m kr. til næstu þriggja ára.
Með samstarfinu vonast borgin eftir því að eiga aðgang að mikilli þekkingu á sviði stjórnsýslufræða.
Reykjavík
EFTIR rigningu undanfarna daga
lét sólin loks á sér kræla í höf-
uðborginni í gær. Milt var í veðri og
skýjabólstrar á lofti. Í dag er gert
ráð fyrir að verði skýjað með köfl-
um á suðvesturhorni landins en
þykknar upp á morgun. Myndin er
tekin við Grafarvog. Í forgrunni er
Grafarvogskirkja en Esjan gnæfir
yfir í baksýn.
Morgunblaðið/Leifur Sveinsson
Yfir spegilsléttan Grafarvoginn
Reykjavík
BÓKASAFN Garðabæjar hef-
ur opnað nýjan vef á slóðinni
www.gardabaer.is/bokasafn.
Á vefnum er að finna fjöl-
margar upplýsingar fyrir
bókaunnendur og aðra sem
vilja kynna sér starfsemi
bókasafnsins.
Þar eru ábendingar um
góðar skáldsögur og fræðiefni
og hægt er að lesa bókagagn-
rýni frá gestum safnsins.
Þá er þar einnig efni sem
sérstaklega er ætlað ungling-
um og hluti vefjarins er ætl-
aður börnum. Á unglingavefn-
um eru m.a. ábendingar um
góðar bækur og upplýsingar
um netnotkun og hvað ber að
varast á netinu. Á barnavefn-
um er m.a. hægt að nálgast
ýmsa leiki og fá ábendingar
um skemmtilegar bækur.
Á vefnum má einnig finna
upplýsingar um reglur safns-
ins og opnunartíma.
Nýr
bóka-
vefur
opnaður
Garðabær
UNNIÐ er að því að rífa húsnæði
leikskólans Hraunkots í Hafnar-
firði, sem um nokkurra ára bil hef-
ur verið hluti af starfsemi leikskól-
ans Arnarbergs. Húsnæðið, sem
nú lýkur hlutverki sínu, er einnig
þekkt sem gamla æskulýðsheimilið
en þar var á árum áður rekin fé-
lagsmiðstöð fyrir hafnfirska æsku.
Í stað Hraunkots og Arnarbergs
verður reistur nýr fjögurra deilda
leikskóli á slóðum Hraunkots og er
áætlað að framkvæmdir við þá
byggingu standi í um það bil eitt
ár.
Hraunkot
rifið
Hafnarfjörður