Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þingholtin - vandað parhús
Vorum fá í sölu ca. 200 fm parhús með bílskúr á besta stað, sunnan-
vert í Þingholtunum. Húsið er sunnanvert í götunni, þannig að baklóð
er í suður. Húsið er mikið endurnýjað, m.a. glæsil. nýl. baðherb. m.
stóru hornbaðkari. Fallegt endurnýjað eldhús. Skemmtil. stofa og
borðstofa. Nýl. gler og opnanleg fög. Massíft parket. Arinn. Lítið mál
að hafa séríb. í kjallara. Stór skemmtileg suðurlóð. Einstök staðsetn-
ing. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Verð tilboð (1921).
Sjá myndir á valholl.is
sími 588 4477
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
VERÐ á bílum gæti hækkað á Ís-
landi ef tillögur Mario Monti, fram-
kvæmdastjóra samkeppnismála hjá
Evrópusambandinu, ná fram að
ganga. Þær eru þess efnis að binda
endi á einkaumboð seljenda nýrra
bíla fyrir ákveðnar bílategundir, en
veita þeim aftur á móti leyfi til að
selja hvaða tegundir sem er. Einnig
er lagt til að innkaupsverð á bílum
verði jafnað í löndum Evrópu með
því að gera seljendum bíla kleift að
selja bíla hvar sem er á Evrópska
efnahagssvæðinu, að því er fram
kemur á fréttavef BBC.
Að sögn Ernu Gísladóttur, for-
manns Bílgreinasambandsins, er
þessi þróun þegar hafin. Til dæmis
sé innkaupaverð á varahlutum hið
sama nánast hvar sem er í Evrópu.
Þá hafi bílaumboð í raun ekki leng-
ur einkaumboð frá framleiðenda á
sölu þeirra bíla. Framleiðendur
geti ekki lengur krafist þess að
bílasalar selji einungis þeirra bíla
en ekki bíla frá keppinautunum.
Erna segist telja að þess sé langt að
bíða að bílar verði seldir í súper-
mörkuðum.
Verð á bílum hækkar á Íslandi
„Það mikilvægasta í bílasölu í
dag er þjónustan. Þrátt fyrir breyt-
ingarnar komum við til með að
veita hana og hún skiptir mestu
máli. Bílasala er flóknara ferli en
svo að hún færist yfir í súpermark-
aði. Hún er miklu tengdari fast-
eignaviðskiptum en venjulegri smá-
sölu,“ segir Erna. Breytingarnar
taka formlega gildi í október nk. en
þá verða bílasalar að gera upp við
sig hvort þeir ætli að vera umboðs-
menn fyrir ákveðna framleiðendur
eða selja frá fleiri framleiðendum.
Tillögurnar um að jafna inn-
kaupsverð á bílum til landa á evr-
ópska efnahagssvæðinu koma til
með að hækka verð á bílum hér á
landi að sögn Ernu. „Flestir hallast
að því að þetta muni hækka inn-
kaupsverð á bílum til Íslands.
Hingað til hefur lægsta verðið verið
í Danmörku og það hæsta í Þýska-
landi og Bretlandi. Með breyting-
unum er talið líklegt að verðið jafn-
ist út,“ segir Erna. Hún segir
áhrifin hér á landi þó ekki verða
eins mikil og til dæmis í Danmörku.
Þar hafi sala bíla til annarra landa
verið mikil vegna hagstæðs inn-
kaupsverð. Með jöfnun þess minnki
sú sala. Á Íslandi hafi bílaumboð
notið mjög góðra kjara frá fram-
leiðendum og innkaupsverð hafi
hingað til verið lágt. Erna segir því
augljóst að verð á bílum muni
hækka hér á landi í kjölfar jöfnunar
innkaupsverðs.
Verðmunur á bílum
milli landa minnkaður
HVALKJÖTIÐ fræga, sem flutt var
inn frá Noregi, kemur í allar versl-
anir Nóatúns á morgun. Hér sést Jón
Gunnarsson, innflytjandi með vænan
hrefnubita. Myndin er tekin í gær er
verið var að landa kjötinu. Jón segist
viss um að kjötið seljist upp á nokkr-
um dögum. Hann segist telja að inn-
flutningur hrefnukjötsins brjóti ís-
inn fyrir frekari viðskipti með
hvalkjöt milli landa. Þó vonar hann
að veiðar hefjist hér á landi að nýju
svo ekki þurfi að flytja kjötið inn.
Viðskiptavinir Nóatúns að Nóa-
túni 17 geta fengið að smakka á kjöt-
inu kl. 12.30. á morgun. Kokkur
verður á staðnum og sýnir hvernig
best er að matreiða hvalinn, en hann
ku vera fyrirtaks grillsteik. Kílóið
verður selt á 999 krónur í Nóatúni.
Morgunblaðið/Sverrir
Hrefnusteik á grillið
FÉLAGSDÓMUR
komst að þeirri niður-
stöðu nýlega í máli Al-
þýðusambands Íslands
f.h. Sjómannafélags Ís-
lands vegna aðildarfélaga
þess gegn Samtökum at-
vinnulífsins f.h. Lands-
sambands íslenskra út-
vegsmanna vegna
aðildarfélaga þess, að
skipverjar á bátum sem
stunda rækjuveiðar og
ísa aflann um borð fái í
sinn hlut af skiptaverði
miðað við fjölda skipverja
um borð hverju sinni.
Jafnframt var viður-
kennt að heildarprósenta háseta-
hluts skuli hækka um 1,8 fyrir hvern
mann sem umfram er, ef fleiri eru í
áhöfn en tiltekin viðmiðunarmörk,
sem tilgreind eru í dómnum, greina.
Kemur verulega á óvart
Friðrik Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka ís-
lenskra útvegsmanna, segir að nið-
urstaða dómsins komi honum
verulega á óvart. „Það kemur mér á
óvart að það skuli farið í mál um eitt-
hvað sem var leyst í sátt árið 1998.
Nú lítur þetta þannig út að það er
hagstæðara fyrir útgerðir að hafa
fleiri menn en færri á skipunum, sem
er náttúrulega fáránlegt.“
Friðrik segir að dómurinn snúist
um að heildarlaunakostnaður út-
gerðarinnar aukist. „Frá 1998 hefur
launakostnaðurinn ekki aukist á ís-
rækjuveiðum þó að fækkað sé í áhöfn
en samkvæmt dómnum hækkar
hann. Þetta var grundvallarspurn-
ingin sem við tókust á um í síðasta
verkfalli. Þetta hafði verið leiðrétt
varðandi rækjuna og enginn ætlaði
að breyta því.“
Aðspurður um þýðingu dómsins
segir Friðrik að núna sé eðlilegt að í
þeim tilfellum þar sem verð var
hækkað vegna þessa árið 1998 lækki
það samsvarandi nú. Í öðrum tilfell-
um sé eðlilegt að fjölgað verði í áhöfn
þannig að hver skipverji fái minna í
sinn hlut og í enn öðrum tilfellum
leggist útgerð jafnvel af.
Löngu tímabært
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Íslands, segir að
dómurinn feli í sér umtalsverðar
kjarabætur fyrir sjómenn á rækju-
bátum. „Þetta var löngu orðið tíma-
bært. Þetta er veruleg lagfæring á
launakjörum þessara manna.“
Hann segist vona að LÍÚ muni
ekki bregðast við eins og
gert var fyrir lagasetn-
inguna 1998 þegar út-
gerðir hafi skrúfað verðið
niður á rækjunni og
launakostnaðinn um leið.
„Það eru uppi hótanir um
þetta núna aftur,“ segir
Sævar.
Hann segir að LÍÚ sé
þegar búið að óska eftir
viðræðum en hann hafi
ekki enn sagt af eða á um
þær óskir. „Við höfðum
heilt ár til að semja og af
hverju á allt í einu að setj-
ast niður núna þegar nið-
urstaða er komin í málið.“
Er búbót fyrir
okkar félagsmenn
„Þetta er ansi mikil búbót fyrir
okkar félagsmenn, einkum þá sem
eru hjá útgerðum sem hafa gert upp
með gamla laginu. Auk þess virkar
þetta 14 mánuði aftur í tímann og
þýðir að útgerðirnar þurfa að borga
einhverja summu til félaga okkar á
rækjubátum,“ sagði Árni Bjarnason,
formaður Farmanna og fiskimanna-
sambands Íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
Árni segir að allar hugmyndir
LÍÚ um að semja sig frá þessu eftir
að dómur sé fallinn séu langsóttar.
„Þú getur ímyndað þér hvernig sjó-
mönnum hefði verið tekið með við-
ræður ef dómur hefði fallið á hinn
veginn.“
Árni segir að dómurinn verði
kannski helst til þess að nú skilji á
milli alvöruútgerða og hinna.
Dómur felldur um kjör sjómanna á rækjubátum
Hagstæðara að vera
með stærri áhöfn
Rækjubátur á veiðum í Ísafjarðardjúpi.
SAMHERJI hf. hefur gengið frá
sölu á Kambaröstinni SU 200, sem
gerð er út frá Stöðvarfirði, til útgerð-
ar í Namibíu. Jafnframt hefur félagið
keypt frystitogarann Sléttbak EA 4.
Magnús Helgason, framkvæmda-
stjóri hjá frystihúsi Samherja á
Stöðvarfirði, segist ekki eiga von á að
salan á Kambaröstinni muni
hafa áhrif á atvinnulíf á staðnum.
„Ég á ekki von á neinum stórvægi-
legum breytingum. Önnur skip Sam-
herja hafa landað hér á Stöðvarfirði
og munu halda því áfram. Það fer
alltaf eftir því hvar veiðist hvar menn
kjósa að landa aflanum, hvort það er
hér á Stöðvarfirði eða annars stað-
ar,“ sagði Magnús.
Aðspurður sagðist hann ekki vita
til þess að áhöfn Kambarastarinnar
missti vinnuna, engum hefði verið
sagt upp að því er hann best vissi.
Morgunblaðið/Bragi Gíslason
Frá Stöðvarfirði.
Ekki von á
miklum
breytingum
Sala Kambarastar
LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús
hefur tekið í notkun nýtt símkerfi,
svokallað IP-símkerfi, en sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá sjúkra-
húsinu er um að ræða nýja og full-
komna símtækni sem fyrst og
fremst byggist á tölvutækni.
Jafnframt segir að með tilkomu
nýja kerfisins verði símsvörun mun
skilvirkari og þjónusta gagnvart
starfsfólki, sjúklingum og aðstand-
endum aukist til mikilla muna.
Um er að ræða stærsta símkerfi
landsins og eitt stærsta og fullkomn-
asta kerfi sinnar tegundar á Norð-
urlöndum, segir í tilkynningunni.
Samfara breytingunni hefur öll-
um símtækjum Landspítala – há-
skólasjúkrahúss verið skipt út fyrir
skjásíma, sem er í raun samruni
síma og tölvu, og nýtt símanúmer,
543 1000, hefur verið tekið í notkun.
Morgunblaðið/Arnaldur
Nýja símkerfið gerir símsvörun skilvirkari og bætir þjónustu spítalans.
Nýtt símkerfi hjá LHS
SAMRÆMD vísitala neysluverðs í
EES ríkjum var 111,3 stig í júní sl.
og var hún óbreytt frá maí. Á sama
tíma hækkaði samræmda vísitalan
fyrir Ísland um 0,6%.
Frá júní 2001 til jafnlengdar árið
2002 var verðbólgan, mæld með sam-
ræmdri vísitölu neysluverðs, 1,6% að
meðaltali í ríkjum EES, 1,8% á
Evrusvæðinu og 4,7% á Íslandi.
Mesta verðbólga á evrópska efna-
hagssvæðinu á þessu tólf mánaða
tímabili var á Íslandi 4,7% og á Ír-
landi 4,5%. Verðbólgan var minnst
í Bretlandi, 0,6%, og í Noregi var
0,4% verðhjöðnun.
Mest verðbólga á Íslandi