Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is Allt að 80% afsláttur. f a s t la n d - 8 1 8 5 80% afsláttur Allt að Allt á að seljast! R ým ingarsala Seðlabankastjórarnir hafa verið að gera meira en að naga blýanta þessa dagana. Birgir Ísleif- ur kom böndum á verðbólgu draugsa, og Finnur frækni gómaði álgæsina. Mögnuð miðborg í sumar Miðborgin fær fjörefni Reykjavíkurborg,Þróunarfélag mið-borgarinnar og Laugavegssamtökin munu standa fyrir ýmsum uppá- komum á laugardögum í miðborg Reykjavíkur í sumar. Verkefnið ber heit- ið Mögnuð miðborg, og ræddi Morgunblaðið við Jón Hauk Baldvinsson, framkvæmdastjóra verk- efnisins. – Hvað býr að baki verk- efninu? „Allir þekkja langa laug- ardaga sem hafa verið á Laugaveginum og ná- grenni hans um nokkurra ára skeið. Hugmyndin að baki magnaðri miðborg var að auka við langan laugar- dag á ýmsa vegu, stíga lengra, og búa til skemmtidagskrá í miðborginni á laugardögum fram til 17. ágúst, en þá um kvöldið er menningarnótt. Þá mun verkefnið hvílast fram á næsta vor.“ – Hverju á að ná fram með skemmtidagskránni? „Það á að sjálfsögðu að ná meira lífi og fjöri í miðbæinn, auka versl- un og gera laugardagssíðdegið enn eftirminnilegra fyrir gesti miðborgarinnar. Við höfum á prjónunum að hafa tónleika, úti- grill, götulistamenn, andlitsmál- ara, skákkeppni, útimarkað og alls konar skemmtikrafta svo eitthvað sé nefnt.“ – Þetta er samstarfsverkefni margra, ekki satt? „Jú, Reykjavíkurborg, Þróun- arfélag miðborgarinnar og Lauga- vegssamtökin hafa leitað til versl- unareigenda í miðborginni um að taka þátt í verkefninu með ýmsum hætti, til dæmis hafa vörur á út- sölu, prófa að flytja vörur út á stétt eða fá skemmtikrafta til að skemmta í versluninni. Við höfum fundið fyrir miklum vilja verslun- areigenda til að auka líf í miðborg- inni og eru langflestir þeirra með í verkefninu.“ – Verkefnið fellur sem sagt í kramið hjá þeim sem reka versl- anir í miðborginni. „Já, en einnig verðum við vör við ákveðnar skoðanir og óánægju margra verslunareigenda með þróun miðborgarinnar undanfarin ár, til dæmis hvað varðar bíla- stæðagjöld og annað. Við höfum heimsótt nær alla verslunareig- endur í miðborginni og rætt við þá um verkefnið og nauðsyn þess. Sú vinna varð mun tímafrekari en við áttum von á vegna fróðlegra sam- tala við marga verslunareigendur. Mögnuð miðborg er tilraun til að snúa vörn í sókn, vekja líf og gera miðborgina aðlaðandi og spenn- andi áfangastað fjölskyldunnar. Það jafnast ekkert á við miðborg- ina, og þess vegna ber okkur, í krafti sérstöðu hennar, að leyfa henni að blómstra og vaxa. Það er uggvænlegt að hugsa til þess hvar Reykjavík væri stödd án miðborg- arinnar.“ – Hvenær hófst fjör- ið í miðborginni? „Fyrsti laugardagur- inn var 13. júlí, en þá var veðrið okkur ekki hliðhollt og minna varð úr dagskránni en áætlað hafði ver- ið. Jafningjafræðslan hélt árlega götuhátíð sína þann dag, og tókst hún með miklum ágætum. Við færðum útimarkaðinn inn og hög- uðum seglum eftir vindi. Hins veg- ar verður mikið um dýrðir á morg- un, laugardag. Þema dagsins er unglingamenningin og allt sem henni viðkemur. Af dagskráratrið- um má nefna brettamót, tónleika með XXX Rottweilerhundum, breikdanshópinn 5th Element sem sýnir listir sínar, og trúðar og almenningur skapa saman krítar- listaverk ásamt mörgu fleira.“ – Verður hver laugardagur með sitt þema? „Já, við byggjum dagskrána upp á þann veg. Þann 27. júlí verð- ur þjóðlegt þema, sveitin færð inn í borgina með öllu tilheyrandi. Við ætlum að flytja heybagga inn í miðborgina og þar fram eftir göt- unum. Að sama skapi verður dag- skráin að sjálfsögðu tengd atburð- um sem gerast á laugardögum sem eftir er sumars, til dæmis Gay Pride göngunni sem verður laug- ardaginn 10. ágúst.“ – Er þörf á átaki af þessu tagi í miðborg Reykjavíkur? „Já, við teljum svo vera. Við vilj- um koma af stað umræðu um stöðu miðborgarinnar og gildi hennar fyrir okkur. Fólk er að átta sig á því að það er okkur ekki nóg að eiga stóru verslunarmiðstöðv- arnar, miðborgin er einnig nauð- synleg. Við eigum von á að verk- efnið verði samstarfsvettvangur allra þeirra sem vilja veg miðborg- arinnar sem mestan og eigum von á að starfið verði enn blómlegra næsta sumar. Að sjálfsögðu hefur ýmislegt verið gert á undanförn- um árum, en þetta verkefni byggir á góðu samstarfi allra sem málið varðar.“ – Hvar eiga gestir miðborgar- innar helst von á að sjá herlegheit- in? „Atriði á okkar snær- um verða á Ingólfs- torgi, Skólavörðustíg, Laugavegi, Lækjar- torgi, Grófinni og í Austurstræti. Gestir miðborgar- innar ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi meðan þeir rölta um miðbæinn.“ Því má bæta við, að heyrst hefur að svonefndur tjáningarfrelsis- kassi verði við Bónus á Laugavegi á morgun, en þar mega allir sem vilja tjá sig um málefni líðandi stundar stíga á kassann og tjá skoðanir sínar. Jón Haukur Baldvinsson  Jón Haukur Baldvinsson er fæddur árið 1976 og vinnur við almannatengsl hjá DBT auglýs- ingahúsi. Hann lauk stúdents- prófi frá FG árið 1997 og lauk nýlega BA-prófi frá LCP- háskólanum í London í auglýs- inga- og markaðsfræði. Jón Haukur hefur unnið mikið sjálf- stætt að ýmsum viðburðum og einnig hjá ljósvakafyrirtækinu Aflvakanum við sölumennsku og verkefnastjórn. Jón Haukur er í sambúð með Helgu Ólafsdóttur fatahönnuði og eignuðust þau nýlega dóttur. Við þörfn- umst lifandi miðborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.