Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MMC Pajero GLX 2500 Diesel, f.skr.d. 01.09. 2000, ek. 47 þ. km, 5 d., bsk. Verð 3.290.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is EKKI hefur verið tekin ákvörðun um það hjá Landssíma Íslands hf. hvort og þá hvenær farið verður í uppbygg- ingu á ADSL-þjónustu, svokallaðri háhraðasítengingu við Netið, þar sem íbúar eru færri en 500, að sögn Heið- rúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Sím- ans. Eins og fram kom í frétt frá Sím- anum í síðustu viku hefur fyrirtækið hins vegar ákveðið að setja upp ADSL-tengingu á öllum þéttbýlis- stöðum landsins með 1.000 íbúa eða fleiri og á fyrri hluta ársins 2003 mun þjónustan verða byggð upp á þétt- býlisstöðum með 500 íbúa eða fleiri. Heiðrún staðfestir að nokkuð hafi verið um fyrirspurnir til Símans frá aðilum utan af landi um mögulega ADSL-þjónustu, einkum frá fulltrú- um sveitarfélaga. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hafa íbúar og fyrirtæki Reykjanesbæjar, sem til- heyra Innri-Njarðvíkum og Fitjum, ítrekað óskað eftir ADSL-tengingu til svæðisins, en án árangurs. Forsvars- menn fyrirtækja á svæðinu sem Morgunblaðið ræddi við segja það bagalegt að fá ekki ADSL-tengingu. Mun dýrara sé fyrir fyrirtækin að tengjast Netinu með ISDN-tengingu. Kjartan Steinarsson, framkvæmda- stjóri Heklu, söluumboðs í Njarðvík- um, segir að Síminn sé eina fyrirtækið sem geti sett upp ADSL-tengingu. Ekki sé gott til þess að vita að Síminn hafi slíka einokunarstöðu. Um ellefu þúsund manns búa í sveitarfélaginu en þar af eru tæplega fimm hundruð íbúar í Innri-Njarðvík. Heiðrún Jónsdóttir segir að innan Símans sé verið að vinna að því að finna hagkvæma lausn fyrir netnot- endur í Innri-Njarðvík. Verið sé að at- huga hvort hægt sé að nota svokall- aða millistöðvarlínu sem myndi tengja notendur í Innri-Njarðvík við símstöðina í Ytri-Njarðvík. „Ef sú leið gengur upp verður fljótlega hægt að afgreiða þessar beiðnir,“ segir Heið- rún. Þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni með færri en 500 íbúa Óvíst hvort Síminn mun bjóða ADSL-þjónustu LJÓSMYND sem breski jöklafræð- ingurinn dr. Matthew J. Roberts tók við upphaf hlaupsins úr vestari katli Skaftárjökuls nýlega sýnir hvernig vatnið gusast upp undan Tungujökli. Áætlar Roberts að vatnselgurinn hafi náð 10–15 metra hæð þar sem hann fruss- aðist út undan jöklinum af miklum krafti. Myndin er tekin úr 700 feta hæð og segir hann að brennisteinsfýlan hafi náð alla leið upp í flugvélina þannig að honum og Friðriki Óm- arssyni, flugmanni Jórvíkur, varð ómótt og þeir ákváðu að hækka flugið. „Við vorum mjög undrandi á að brennisteinslyktin væri svo sterk, jafnvel í þessari hæð, ég hef margsinnis flogið yfir flóðasvæði og aldrei fundið jafnsterka lykt,“ segir Roberts. Stærð hlaupa gjarnan vanmetin Roberts áætlar að vatnsrennslið hafi náð um 5.000 m³/sek. en á Sveinstindi mældist rennslið mest 700 m³/sek. Hann segir að hluti vatnsins hafi síast ofan í jörðina og farið í hliðarár og því hafi rennslið verið minna við Sveinstind þar sem fyrsta vatnamælingatækið er. Hann segir að hraun hægi t.d. á vatnsflaumnum og að almennt sé ekki óalgengt að stærð jök- ulhlaupa sé vanmetin hér á landi, sérstaklega þegar rennslið er mælt á einum stað í ánni en ekki við upptökin. Aðstæður til að mæla rennsli geti verið erfiðar. Roberts, sem starfar á Veð- urstofunni, flaug í nokkur skipti yfir jökulinn dagana 9.–16. júlí en hlaupið hófst að kvöldi 8. júlí. Ljós- myndir sem hann tók sýna einnig hvernig vestari ketillinn í Skaft- árjökli, þaðan sem hlaupið kom, stækkaði á þessu tímabili en talið er að nokkur lítil eldgos hafi orðið í katlinum eftir að hlaupið hófst. Ekki er óvenjulegt að það gerist í jökulhlaupum úr þessum katli en þegar vatnið fer af jarðskorpunni lækkar þrýstingurinn snögglega og getur kvika í jarðskorpunni þá leitað upp til yfirborðsins. Roberts tók einnig eftir að sig- ketill við Pálsfjall í grennd við Þórðarhyrnu stækkaði samhliða vestari katlinum í Skaftárjökli. Þann 9. júlí flaug Roberts tvisvar sinnum yfir ketilinn, að morgni og um kvöldmatarleytið. Yfir daginn hafði fjöldi nýrra sprungna mynd- ast. Aðspurður segir Roberts að mögulegt sé að einhver tengsl séu milli virkninnar í sigkatlinum við Pálsfjall og katlinum við Skaft- árjökul, þó sé ómögulegt að segja til um það að svo stöddu. Ljósmynd/Matthew J. Roberts Hér sést hvernig vatnselgurinn kemur æðandi undan jöklinum af miklu afli. Vatnssúlan mun hafa verið 10–15 metra há. Ljósmynd/Matthew J. Roberts Vestari ketillinn í Skaftárjökli um átta tímum eftir að hlaupið hófst. Hringurinn innst sýnir, að sögn Roberts, upprunalega stærð ketilsins. Ljósmynd/Matthew J. Roberts Vestari ketillinn hinn 16. júlí. Jökullinn er orðinn mjög sprunginn og er breidd sprungnanna margir tugir metra. Kraftur úr iðrum jarðar Ljósmynd/Matthew J. Roberts Þessi mynd var tekin að kvöldi dags 9. júlí. Má sjá mikið af nýjum sprungum, en um morguninn var ísinn nær ekkert sprunginn. KIRKJUKLUKKA í Skálholtskirkju féll niður og brotnaði við upphaf há- tíðarmessu í lok Skálholtshátíðar um miðjan síðasta sunnudag. Þrír boltar sem héldu klukkunni uppi gáfu sig og heyrðist mikill dynkur þegar klukk- an, sem mun vera um 400 kg að þyngd, féll niður á gólf. Hátt á þriðja hundrað kirkjugesta var í kirkjunni og mun þeim hafa brugðið við dynk- inn. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknar- prestur í Skálholti, segir að fall klukk- unnar hafi verið innan við tvo metra. Klukkan hafi brotnað í tvennt a.m.k. og segir Guttormur Bjarnason stað- arhaldari að þegar hafi verið haft samband við fyrirtæki sem taka að sér að gera við slíkar klukkur og að ljóst sé að gert verði við klukkuna. Hann segir ómögulegt að segja til um viðgerðarkostnað að svo stöddu sem og um virði klukkunnar sjálfrar. Alls voru fimm klukkur í turninum og seg- ir hann að vandi yrði að finna klukku sem hefði sama tón og sú sem brotn- aði. Klukkan er úr koparblöndu og seg- ir Egill að hún gæti verið um metri á hæð og eitthvað svipað á breidd. Klukkan er gjöf frá Dönum og stend- ur ártalið 1960 á henni. Guttormur telur þó að hún sé eldri, segir að gert hafi verið við hana áður en hún kom til Íslands. Á klukkuna eru áletruð orðin: Klukknahljóð, kallar þjóð, Krists í tjöld. Egill segist ekki vita hvaðan þessi texti er kominn en segir að í kristinni trú sé kirkjunni gjarnan líkt við tjald eða tjaldbúðir. Hann segir að einhverjir hafi tengt þetta atvik við fornleifauppgröft í Skálhotlti en Egill telur að sé þetta fyrirboði hljóti það að tengjast einhverju stærra en forn- leifauppgreftri. Segist hann vona að sé atvikið fyrirboði viti það á eitthvað gott. Kirkjuklukka í Skálholts- kirkju féll við upp- haf messu LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir 16 ára pilti, Þorra Bryndísarsyni, sem ekki hefur spurst til síðan 15. júlí sl. Þorri er um 170 cm á hæð, með skolleitt frekar sítt liðað hár og grannvaxinn. Þorri var klæddur í ljósa prjónapeysu með dökkri rönd, dökkar buxur, leðurskó og hafði meðferðis bláa hliðartösku þegar síðast sást til hans. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar vinsamlegast láti lög- regluna í Reykjavík vita í síma 569- 9012. Lýst eftir 16 ára pilti ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.