Morgunblaðið - 23.07.2002, Side 35

Morgunblaðið - 23.07.2002, Side 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 35 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Hjá Jóa Fel. — Bakarí Okkur vantar hresst og duglegt starfsfólk í af- greiðslu/vaktir. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum fyrir hádegi. Hjá Jóa Fel., Kleppsvegi 152. Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga strax til starfa. Til greina kemur hlutastarf við skólahjúkrun. Upplýsingar gefur Sigurður Jóhannesson, hjúkrunarstjóri, í síma 467 2100 Netfang: sigurdur.johannesson@hssiglo.is . RAÐAUGLÝSINGAR Rangt farið með vísu Í minningargrein Örvars Krist- jánssonar og Guðbjargar B. Sigurð- ardóttur um Steingrím Eyfjörð Stef- ánsson á blaðsíðu 33 í Morgunblaðinu á sunnudag, 21. júlí, var rangt farið með vísu í lok grein- arinnar. Rétt er vísan svona: Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (K.N.) Hlutaðeigendur eru beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Skráningarskyldir vagnar án tillits til þyngdar Það skal áréttað vegna fréttar um eftirlit lögreglunnar í Reykjavík með tjaldvögnum, að öll fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagnar eru skráningarskyld, en ekki eingöngu slíkir vagnar sem eru 750 kg að heildarþyngd eða meira, eins og skilja mátti af frétt- inni. LEIÐRÉTT VÍÐA eru smálaxagöngur sterk- ar og hafa haldist í hendur góðar göngur og vætutíð að undan- förnu. Hefur veiði mjög víða ver- ið með líflegra móti eftir hæga og erfiða byrjun þar sem stærri laxinn vantaði illilega víðast hvar í upphafi vertíðarinnar. Nýlega lauk holl veiðum í Norðurá og náðust 174 laxar, sem er lang- besta þriggja daga veiði í ánni í mörg herrans ár. Er sú tala til marks um góðan gang í veiði- skapnum. En góðu fréttirnar ná víðar. Vikuna 11. júlí til 18. júlí jókst veiðin í Laxá í Kjós úr 120 löxum í 358 laxa, sum sé 238 laxar og kom engum á óvart sem hafði séð laxafjöldann sem var að reyna að troða sér í vatnslitla ána dagana á undan. Góðu fréttirnar hafa einnig teygt sig norður fyrir heiðar, 8 til 12 laxar veiðast flesta daga í Laxá á Ásum sem var komin í um 180 laxa um helgina. Þá veiddust einn morguninn fyrir skemmstu 20 laxar í Miðfjarðará. Þar rennur laxinn aðallega upp í Vesturá og Austurá. Fleiri fréttir Holl sem lauk veiðum í Flóku í Borgarfirði fyrir skemmstu var með 25 laxa á þrjár stangir á tveimur dögum og tveggja daga holl í Straumunum hafa verið að fá 6 til 10 laxa og einnig hafa borist góðar fréttir frá Brenn- unni og Svarthöfða. Fólk sem var nýverið í Reykjadalsá fékk þrjá laxa í beit neðarlega, alla grálúsuga. Veiðimenn sem voru í Stóru- Laxá, svæði 4, í gær fengu tvo laxa og misstu ferlegt tröll á pallinum fyrir ofan Hólmahyl. Þeir sáu þokkalegt slangur af laxi og neðar, á svæðum 1 og 2 urðu menn talsvert varir um helgina, m.a. veiddust fjórir lax- ar einn daginn og víða var fisk að sjá. Áin var afar vatnslítil fram- an af en um leið og rigningarnar hækkuðu á henni risið gekk lax upp úr Iðu, en þar hefur einnig verið bærileg veiði síðustu daga, enda góðar göngur í Hvítá/Ölf- usá að undanförnu. Hafa veiðst 4 til 8 laxar á dag á Pallinum við Selfoss, einn daginn komu 22 á land í Langholti og frést hefur af algeru moki í netin. Mokveiði hefur verið í Laxá í Kjós. Myndin er frá Laxfossi. Víða sterkar smálaxagöngur ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AÐFARANÓTT sl. föstudags var hvítum Skoda pallbíl með pallhúsi stolið frá Grenivöllum 26 á Akureyri. Skráningarnúmer er PB 324 árgerð 1994. Ekkert hefur spurst til bifreið- arinnar síðan. Hún er merkt TF á báðum hliðum pallhúss. Lögreglan tekur við ábendingum. Vitni óskast TÖLUVERT margir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs um helgina eða alls 62. Á Miklubraut var ökumaður stöðvaður af lögreglu á föstudagskvöld er hann ók á 113 km/klst þar sem leyfður há- markshraði er 70 km/klst. Alls var tilkynnt um 25 umferðaróhöpp, en engin slys urðu á fólki. Um helgina voru höfð afskipti af 10 ökumönnum sem voru grunaðir um ölvun við akstur. Eftir helgina eiga 15 öku- menn, sem gátu ekki framvísað öku- skírteini, von á sekt. Eins þarf varla að útskýra þá hættu sem felst í því að vera ekki með öryggisbeltin spennt en engu að síður voru 17 ökumenn stöðvaðir af þeim sökum. Átta voru stöðvaðir fyrir að hafa ek- ið gegn rauðu ljósi og alls voru þeir 18 sem virtu ekki stöðvunarskyldu. Á sunnudag bárust kvartanir vegna vítaverðs aksturs ungs öku- manns um íbúðarhverfi í Mos- fellsbæ en kvartanir bárust um að hann æki allt of hratt og sinnti hvorki biðskyldu né stöðvunar- skyldu. Lögregla svipaðist um í hverfinu og fann viðkomandi og veitti honum tiltal vegna aksturs- lagsins. Talsverð ölvun var í borginni og sem fyrr voru nokkrir færðir á lög- reglustöð til viðræðna og aðrir máttu gista fangageymslur lögreglu. Á föstudagskvöldið var ökumaður bifreiðar einnar og farþegar á ferð um Bústaðaveg er vegfarendur bentu á bifreiðina. Ökumaður ákvað að athuga málið og stöðvaði í nær- liggjandi götu. Fólkið yfirgaf bif- reiðina en farið var að rjúka úr henni og varð hún fljótlega alelda. Slökkvilið var kallað á vettvang sem sá um að slökkva eldinn. Dráttarbif- reið flutti bifreiðina í burtu. Fólkið slapp með skrekkinn en bifreiðin er talin ónýt. Lögreglan veitti tveimur ökumönnum tiltal er þeir voru greinilega í spyrnu hvor við annan milli umferðarljósa á Sæbrautinni. Klukkan rúmlega ellefu var tilkynnt um hávaða frá hljómsveit í húsa- garði í vesturborginni. Er lögregla kom á staðinn var hljómsveitin hætt að spila en mikill fjöldi fólks var í garðinum. Sá er stóð fyrir samkom- unni vildi ekki segja til nafns og eft- ir árangurslausar viðræður var hann handtekinn og færður á lög- reglustöð og var honum sleppt að viðræðum loknum. Í þessu sam- bandi er vert að benda á að sam- kvæmt 4. málsgrein 15. greinar lög- reglulaga er öllum skylt ef lögregla fer fram á það að segja til nafns og sýna skilríki því til sönnunar. Að- faranótt laugardags hafði lögreglan afskipti af sextán ára unglingum við bjórdrykkju. Þeim var ekið heim og rætt við foreldra. Lögreglan var kölluð til vegna slagsmála tveggja manna vestur í bæ, flytja þurfti ann- an manninn á slysadeild. Rétt eftir hádegi á laugardag var tilkynnt um reyk frá íbúð í miðborginni og var íbúðin ólæst og mannlaus er lög- regla og slökkvilið komu á vettvang. Íbúðareigandi kom skömmu síðar. Þarna hafði viðkomandi sett pitsu í ofninn og síðan skroppið aðeins út. Það fór illa fyrir pitsunni, en hún brann og olli miklum reyk í íbúðinni. Annað skemmdist ekki. Aðfaranótt sunnudags reyndi maður einn að klifra upp í fánstöng og var kominn 2–3 m er hann féll niður. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild. Vinnuslys varð í bakaríi einu undir morgun, en þar missti starfs- maður framan af fingrum. Hann var fluttur á slysadeild. Líðan hans er eftir atvikum. Tilkynning barst frá vegfaranda um svipað leyti þess efn- is að verið væri að skemma mann- lausa lögreglubifreið sem stóð fyrir utan skemmtistað í miðborginni, lögreglumenn voru inni að störfum. Sá sem var þar að verki var hand- tekinn og vistaður í fangageymslu. Seinni part sunnudags slasaðist maður er bóma á gröfu slóst utan í hann. Garðframkvæmdir voru í gangi, verið var að færa til grjót er steinn féll úr skóflunni með þeim af- leiðingum að bóman slóst utan í manninn sem féll við það til jarðar. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Meiðslin reyndust ekki alvarleg. Úr dagbók lögreglu, 19.–22. júlí Mikið annríki hjá lögreglu um helgina ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs fordæm- ir harðlega þá ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinn- ar að ætla nú þegar að hefja fram- kvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjun- ar, „þrátt fyrir að allir meginþættir málsins séu í lausu lofti, svo sem samningar um raforkuverð og skattaívilnanir til Alcoa.“ Í ályktun þingflokksins segir að enda þótt málið sé enn í óvissu muni fyrirhugaðar framkvæmdir valda óafturkræfum náttúruspjöll- um. Af þessu tilefni hafi þingflokk- urinn krafist þess að þær þing- nefndir sem mál þessi varða mest verði þegar kvaddar til fundar. Þá sé gerð sú krafa að engar fram- kvæmdir hefjist fyrr en Alþingi hafi komið saman og þjóð og þing verið upplýst um alla þætti málsins und- anbragðalaust. VG fordæmir ákvörð- un ríkisstjórnarinnar Í DAG, þriðjudaginn 23. júlí, verður farið í göngu um Viðey og á slóðir Jóns Arasonar. Jón Arason barðist á móti Dönum í Viðey fyrir því að kaþ- ólskt klaustur, sem þar var, yrði end- urreist. Á göngunni verður farið um þær slóðir sem Jón háði sína baráttu og saga klaustursins kynnt. Áætlað er að ferðin taki rúmlega klukkutíma. Gönguferð á slóðir Jóns Arasonar GARÐHEIMAR og þýski tjarnar- vöruframleiðandinn Heissner stóðu nýverið fyrir vali á fallegustu tjörn- inni. Valin var fallegasta gróna tjörnin og fallegasta nýlagða tjörnin. Vegleg verðlaun voru í boði. Garðurinn sem varð fyrir valinu fyrir fallegustu grónu tjörnina er í Grundarlandi 13 í Reykjavík, en eig- endur hans eru Jónína og Böðvar. Garðurinn á Gunnlaugsgötu 6 í Borgarnesi varð fyrir valinu fyrir fallegustu nýlögðu tjörnina, en eig- endur hans eru Blængur og Þórdís. Verðlaunar fal- legustu tjörnina ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.