Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Kóralrif við Nore landsins slíkar kveðjur að helst má skilja að þar fari ekki ráðamenn heldur landráðamenn. Fyrrverandi samherji hans, Þorsteinn Vil- helmsson, tók fyrir löngu af allan vafa um vægi skipstjóraregl- unnar í uppgangi fyrir- tækisins. Í bók Hjartar Gíslasonar, „Aflakóng- ar og athafnamenn“, útg. 1987, segir hann: „Þá bjargaði sú regla okkur að skipstjóri og áhöfn voru að hluta til talin eiga þátt í áunnum Hefðum við átt að sitja u áunninn kvóta Guðsteins (A innar) hefði alveg eins m okkur upp strax.“ Forstjórinn hefur t.d. h fram að skipið hefði sem be aflað jafnmikils innan þei reglna er settar voru sóknar á sínum tíma. Leyfist mé spyrja: „Má ekki líta á keyrslu“ smábátanna þeim (Það sem þér krefjist að o.s.frv.). Raunveruleikinn er sá að ur og kjarkur þeirra S frænda hefði ekki nægt. Þe á hjálp að halda og hana fe Pólitískar ákvarðanir voru um flutning aflaheimilda herja – frá öðrum. Þrátt f hygg ég rétt vera að á sín hafi langflestir verið mjög að Samherjamönnum var ré arhönd. Það er trúlega jaf síðan þá hafa runnið tvær nokkuð marga hina sömu, undir beljandi gífuryrðaflau herjaforstjórans. Þykir mér nú sagan endu þá er Þormóður Kolbrú kippti Þorgeiri fóstbróðu uppfyrir er hann var að kominn í bjarginu. Þorgeir anbil. Ég fylgdist því grannt með framvindu mála og minnist t.d. þess sérstaklega er Þorsteinn Baldvins- son sagði í viðtali við Dag á Akureyri í ársbyrjun 1984: „Verði það úr, að hér verði tekið upp kvótakerfi, þá er fáránlegt að miða kvótann undantekningarlaust við afla skipsins undanfarin þrjú ár. Við getum tekið Þorstein Vilhelms- son frænda minn sem dæmi. Á hann að gjalda þess að hann er kominn með vel búið og endurbætt skip í hendurnar? Á hann einungis að fá að veiða einhverja hungurlús, af því að skipið hefur lítið verið að veiðum þessi þrjú ár, þrátt fyrir að hann hafi verið einn af aflahæstu skipstjórum landsins á sama tíma, en á öðru skipi? Hvaða réttlæti er í slíku?“ Forstjórinn var reiður þá og er það enn. Reiði hans nú rennur hins vegar úr öðrum brunni. Hið ómögu- lega hefur gerst – réttlætið var sett í úreldingu og afskræmt í einhverjum óskilgreindum ljósaskiptum tilver- unnar. Boðorðin þar eru svo viðsnú- in að nú er sagt: Það sem þér krefjist að aðrir menn gjöri yður skulið þér og þeim alls ekki gjöra. Eitt af þeim súluritum sem birtust hinn 9. júlí sýndi annars vegar það sem smábátarnir „hefðu átt að fá“ í upphafi kvótakerfisins og hvernig þær veiðiheimildir hefðu þróast í takt við heildaraflaheimildir, ásamt því hvað þeir raunverulega veiddu. Í stórum dráttum eru upplýsingarnar réttar en það er ekki úr vegi að benda lesendum á að súluritið sem slíkt er staðleysa. Þar er ekki gert ráð fyrir að veiðiheimildir hefðu ver- ið keyptar af smábátum og fluttar á togaraflotann. Myndinni stillir for- stjórinn upp í þeim tilgangi að sýna hversu mikið smábátarnir veiddu umfram það sem þeir „hefðu átt“ að veiða samkvæmt aflareynslu viðmið- unartímabilsins. Vöggugjöfinni afneitað Hvernig víkur þessum málum þá að honum sjálfum? Fyrri súlurnar á mynd nr. 1 sýna hvað Akureyrin „hefði fengið“ úthlutað á árinu 1984 ef reiknað hefði verið á grundvelli aflareynslu skipsins á viðmiðunar- tímabilinu. Síðari súlurnar sýna hvað Akureyrin veiddi af sömu kvótabundnu tegundunum það árið. Skipið veiddi 26 sinnum meira en það hefði mátt samkvæmt afla- reynslu í þorski og grálúðu, sem er margfalt á við það sem smábátar hafa nokkru sinni afrekað. Mynd nr. 2 sýnir þessi hlutföll hvað varðar smábátana 1984. Forstjóri Samherja hefur kosið að gera sem minnst úr þessum stað- reyndum og sent ráðamönnum VART dylst nokkrum aðforysta stórútgerðarinn-ar á Íslandi á erfiðarstundir vegna fiskimanna með handfæri við strendur landsins. Þyngst eru þeir haldnir fram- kvæmdastjóri Landhers íslenskra útvegsmanna (skammstafað LÍÚ) og forstjóri alþjóðafyrirtækisins Samherja, Þorsteinn Baldvinsson. Sá síðarnefndi hefur á stuttum tíma opnað sig tvívegis opinberlega varðandi þann voða sem hann sér ógna matarkistu þjóðarinnar í líki fiskimanna með handfæri á litlum hraðskreiðum bátum. Hinn 9. júlí sl. birtust í Mbl „at- hugasemdir“ forstjóra Samherja við ummæli mín þar nokkrum dögum áður, hinn 2. júlí. Tilefni ummæla minna var viðtal við forstjórann í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. júní sl. Ég vil byrja á því að þakka Þor- steini Baldvinssyni fyrir athuga- semdirnar. Í þeim kemur fram svo ekki verður um deilt hversu skyn- samleg smábátaútgerðin er frá um- hverfislegu og efnahagslegu sjónar- horni. Súluritin sem fylgdu „athugasemdunum“ sýna og trillu- körlum – sem öðrum – að réttinda- barátta þeirra hefur borið árangur og síst af öllu er ástæða til að leggja árar í bát. Þau sýna einnig að hvað sem segja má um löggjafarsamkom- una og forsvarsmenn ríkisstjórna tveggja síðustu áratuga hafa þeir að- ilar haft þor í pólitískar ákvarðanir til eflingar einstaklingsútgerð smá- báta. Þessar ákvarðanir hafa reynst bjargálnir fjölmargra strandbyggða sem hafa risið úr drunga vonleysis í blómlegt mannlíf, þegar best hefur látið. Þær hafa og eflt þá útgerðar- hætti sem valda lágmarksröskun og skemmdum á náttúrulegu umhverfi fiskanna. Nú les ég úr texta forstjórans að þetta hafi ekki beinlínis verið ætlun hans, heldur hitt að koma höggi á smábátaeigendur og útgerðir þeirra ásamt því að ítreka það álit sitt að undirritaður sé ófær um að greina rétt frá hlutunum. Hvorugt kemur á óvart. Hitt er grafalvarlegt að forstjóri alþjóðlegs fyrirtækis, sem jafnframt er stærsta fyrirtæki í sögu íslensks sjávarútvegs og þúsundir lands- manna hafa sett sparifé sitt í, skuli ekki hafa meiri víðsýni til að bera í umfjöllun sinni um sjávarútvegsmál. Fiskimenn sem eingöngu nota hand- færi á bátum minni en 6 brl. í heila 23 sólarhringa á ári koma honum í slíkt uppnám að hann seilist til örþrifa eftir spjótalögum gegn þeim sem vilja verja þá hervirkjunum. Vöggugjöfin til Samherja Þessi harði hugur er athyglisverð- astur í ljósi þess að upphaflegur höf- uðstóll alþjóðafyrirtækisins Sam- herja byggist á hliðstæðu pólitísku þori og að framan er getið. Í árs- byrjun 1984 samþykkti þáverandi sjávarútvegsráðherra svokallaða skipstjórareglu. Vikurnar á undan blasti ekkert annað en hrun við ný- stofnuðu fyrirtæki Þorsteins Bald- vinssonar um útgerð skipsins sem hann og félagar hans höfðu lagt allar sínar eigur undir til að gera sjóklárt. Skipstjórareglan var skraddara- saumuð utan um þá atburðarás sem Samherjamenn höfðu gengið í gegn- um og þegar upp var staðið voru aflaheimildir Akureyrinnar, skipsins sem áður var getið, einar þær hæstu í fiskiskipaflotanum. Þær voru vöggugjöf Alþingis til Samherja. Á sínum tíma fagnaði ég þessu pólitíska þori. Mér fannst hróplegt óréttlæti falið í því að þessir dugn- aðarforkar skyldu sparkaðir niður með lagasetningu sem í þokkabót átti aðeins að standa um eitt miðaft- Lít ég svo á, segir Arthur Bogason, að meðan Samherjaflot- inn eirir í engu við- kvæmum búsvæðum Íslandsmiða sé hann að gera út á lífsbjörg komandi kynslóða. Að nýta og eða nýta og LÖGGJÖF UM INNRA ÖRYGGI Ýmis vestræn ríki hafa eftirhryðjuverkin í Bandaríkjun-um hinn 11. september í fyrra endurskoðað löggjöf sína um innra öryggi ríkisins, í því skyni að auð- velda eftirlit löggæzluyfirvalda og leyniþjónustu með starfsemi hryðju- verkamanna. Þessar lagabreytingar hafa víða verið umdeildar og margir hafa orðið til að láta í ljós áhyggjur af því að þær gætu gengið á svig við reglur um persónufrelsi, sem eru ein af undirstöðum vestrænna þjóð- félaga. Engu að síður hefur niðurstaðan víða orðið sú að til þess að fást við hryðjuverkamenn með árangursrík- um hætti sé að mörgu leyti nauðsyn- legt að breyta um aðferðir, en jafn- framt verði að tryggja virkt eftirlit með því að víðtækari heimildir yfir- valda verði ekki misnotaðar. Í Bandaríkjunum hefur það t.d. rifjað upp óþægilegar minningar þegar lagt hefur verið til að rýmka aftur ýmsar heimildir alríkislögreglunnar FBI til eftirlits með einstaklingum. Þessar heimildir voru þrengdar verulega fyrir þremur áratugum eft- ir að uppvíst varð um grófa misbeit- ingu þeirra í tíð J. Edgars Hoovers, sem stýrði FBI í hartnær hálfa öld. Ekki ósvipuð umræða hefur komið upp vegna viðleitni stjórnvalda á Vesturlöndum til að fyrirbyggja óeirðir og ofbeldisverk í tengslum við ýmiss konar alþjóðlegar ráð- stefnur og fundi þjóðarleiðtoga. Augljóst er að tiltölulega fámennur en þó þrautskipulagður hópur „at- vinnumótmælenda“ eða „óeirða- flakkara“ leitast í vaxandi mæli við að spilla fyrir slíkum samkundum með ofbeldi. Menn hafa áhyggjur af því að aðgerðir sem hugsaðar eru til að stöðva þennan litla hóp og tryggja öryggi jafnt fundargesta og almenn- ings á þeim stöðum, þar sem fund- irnir eru haldnir, komi niður á þeim stóra hópi, sem skipuleggur friðsam- leg mótmæli í tengslum við slíka fundi. Þó liggur í augum uppi að eitt- hvað verður að gera til að sporna við þeirri óheillaþróun, sem lýst var í umfjöllun Morgunblaðsins um þessi efni sl. sunnudag. Í tilefni af þeirri umfjöllun var Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráðherra m.a. spurð hvort þörf væri á að setja lög um ráðstafanir til að tryggja ör- yggi almennings og stjórnvalda, líkt og þekktust á Norðurlöndum, og hvort hún teldi að breyttir tímar kölluðu á slíka löggjöf um innra ör- yggi, sem m.a. veitti heimild til að safna upplýsingum um einstaklinga, sem líklegir þykja til vandræða. Svar dómsmálaráðherra var eftir- farandi: „Heimildir lögreglu til að sinna því starfi að tryggja öryggi al- mennings og stjórnvalda eru að mínu mati fullnægjandi í núgildandi lög- reglulögum og sambærilegar þeim heimildum sem lögreglan á Norður- löndum hefur. Það er hins vegar tímabært að huga að því hvort ekki skuli setja sérstaka löggjöf um þessa starfsemi, ekki síst með hliðsjón af þróun mála á síðustu mánuðum, þar sem m.a. yrði að finna nánari út- færslu á þessum atriðum og hvernig haga skuli eftirliti með þessari starf- semi. Slík löggjöf er í gildi á öllum Norðurlöndum og ríkir sátt um það fyrirkomulag sem þar er í gildi. Starfsemi af þessu tagi er eins og gefur að skilja ákaflega viðkvæm enda er þarna verið að fjalla um innra öryggi ríkisins. Að sama skapi er mikilvægt að tryggja að almenn- ingur tortryggi ekki starfsemi af þessum toga og að eftirlit sé með starfseminni, en það er mitt mat að skilningur almennings á þessum málum hafi aukist mikið að undan- förnu.“ Eins og fram kemur í grein Morg- unblaðsins er hér er í raun um það að ræða að setja löggjöf um þá starf- semi lögreglunnar, sem snýr að innra öryggi, fremur en almenna lög- gæzlu, þ.m.t. ákveðna upplýsinga- söfnun um einstaklinga. Eflaust eru fyrstu viðbrögð margra að spyrja hvort slíkt sé nauð- synlegt í okkar fámenna samfélagi og hvort hætta sé á að heimildir til slíkrar starfsemi yrðu misnotaðar. Þegar betur er að gáð hljóta menn þó að álykta að ákveðið eftirlit, bæði með starfsemi sem kann að tengjast hryðjuverkum, og með skipulagn- ingu ofbeldisverka í tengslum við al- þjóðlega fundi, sé nauðsynlegt hér á landi sem annars staðar. Íslendingar þurfa að tryggja innra öryggi ríkis- ins ekki síður en aðrir, enda hefur oft komið á daginn að þeir, sem á annað borð vilja gera atlögu að öryggi vest- rænna ríkja, leita gjarnan að veik- asta hlekknum, sem gerir þeim kleift að rjúfa öryggiskeðjuna. Við verðum að fyrirbyggja að sá hlekkur geti fundizt hér á landi. Aukinheldur virðist sem núver- andi lögreglulöggjöf veiti í raun fremur víðtækar og lítt skilgreindar heimildir til þeirrar starfsemi lög- reglu, sem hér um ræðir. Ríkislög- reglustjóri skal m.a. samkvæmt lög- unum starfrækja rannsóknardeild, sem rannsaki m.a. „landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess“ án þess að hlut- verk hennar sé skilgreint nánar. Eftirgrennslan af því tagi sem hér um ræðir hefur því án vafa farið fram hér á landi þótt í litlum mæli sé. Nú kann hins vegar að vera nauðsynlegt að auka umfang slíkrar starfsemi, annars vegar vegna hryðjuverkaógn- arinnar og hins vegar til að tryggja öryggi vegna alþjóðlegra funda- halda, opinberra heimsókna o.s.frv. Þá er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að sett séu lög, sem kveða skýrt á um heimildir til þessarar starfsemi, þau takmörk, sem henni eru sett, hvernig eftirliti með henni sé háttað og hvernig borgarar, sem kynnu að telja brotið á réttindum sínum með slíku eftirliti, geti leitað réttar síns. Á Norðurlöndunum hafa sérstakar þingnefndir eftirlit með þessari starfsemi, sem einnig þar er á vegum lögregluyfirvalda en ekki sérstakra leyniþjónustustofnana, og hlýtur að koma til skoðunar að hafa sama hátt á eftirliti hér á landi til að fyrir- byggja misnotkun á þeim heimildum, sem um ræðir. Aðalatriðið er að finna leiðir til að auka innra öryggi ríkisins og gera íslenzk yfirvöld betur í stakk búin til að taka þátt í alþjóðlegu ör- yggismála- og löggæzlusamstarfi, en sem vernda um leið einkalíf og per- sónufrelsi borgara, sem ekkert hafa til saka unnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.