Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI STEFNT er að því að koma upp hjólabrettaaðstöðu við félagsmið- stöðina Músík og mótor í Dalshrauni í Hafnarfirði. Engin aðstaða hefur verið til hjólabrettaiðkunar í bænum í á annað ár, að sögn Árna Guð- mundssonar, æskulýðs- og tóm- stundafulltrúa, en gert er ráð fyrir að aðstaðan nýtist einnig fyrir free- style-hjól og línuskauta. Að sögn Árna er hugmyndin sú að tengja aðstöðu fyrir hljómsveitir og skellinöðruverkstæði sem fyrir er í félagsmiðstöðinni við jaðaríþróttir sem hefðu aðstöðu á malbikuðu plani við hlið hússins. „Við erum að vonast til þess að þetta verði rætt í bæjarstjórn fljót- lega og ef við fáum grænt ljós verður allt sett á fullt,“ segir Árni, sem á von á að ráðist verði í fyrsta áfanga framkvæmdanna strax í sumar og hafist handa við að setja upp rampa, handrið, pípur og önnur tæki og tól. Árni nefnir að mikið af bréfum berist reglulega frá ungu fólki sem óskar eftir að komið verði upp að- stöðu til hjólabrettaiðkunar. Með þessu framtaki sé ætlunin að setja upp miðstöð fyrir jaðaríþróttir sem nýtist ungmennum bæjarins. Verði mið- stöð jaðar- íþrótta Hafnarfjörður Hjólabrettaaðstaða rísi við Músík og mótor NOKKUÐ hefur borið á kvörtun- um vegna hraðaksturs við Arn- arhöfða og Súluhöfða í Mosfellsbæ í átt að golfklúbbnum Kili við Leiruvog. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæj- arstjóri tekur undir áhyggjur íbúa í hverfinu, sem meðal annars hafa látið skoðanir sínar í ljós á spjall- rás á heimasíðu bæjarins, og segir að skoðað verði hvernig unnt er að gera bragarbót á umferðarmálum í Höfðahverfi. Að sögn Ragnheiðar verður unn- ið að því í lok júlí og ágústmánuði að ganga frá vegþrengingum við göngustíga að Lágafellsskóla og á þeim framkvæmdum að ljúka áður en skólar hefjast að hausti. Ragnheiður segir að skoða þurfi almennt þær götur í Mosfellsbæ sem liggja eins og Arnarhöfðinn og móta þurfi heildarstefnu í um- ferðarmálum varðandi þau vanda- mál sem upp koma í umferðinni. Morgunblaðið/Sverrir Ekið hratt á leið út á golfvöll Mosfellsbær BÆJARSTJÓRI Garðabæjar og forstjóri Nýherja skrifuðu nýlega undir samninga um kaup og leigu á hátt í 100 tölvum fyrir grunnskóla Garðabæjar ásamt þjónustu og nánu samstarfi á sviði upplýs- ingatækni innan bæjarins. Í tilkynningu frá Garðabæ segir að í grunnskólum bæjarins sé áhersla lögð á að nýta upplýs- ingatækni í öllu skólastarfi. Allir kennarar hafa fartölvu til afnota og eiga kost á að sækja námskeið í upplýsingatækni. Á síðasta ári voru keyptir fartölvuvagnar sem hægt er að nota í öllum kennslu- stofum og er þannig unnt að nota tölvurnar við kennslu í ólíkum námsgreinum. Munu þær nýtast við kennslu frá 1. og upp í 10. bekk. Ljósmynd/Garðabær Frá vinstri Stefán Pétursson, söluráðgjafi hjá Nýherja, Þórður Sverr- isson, forstjóri Nýherja, Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri og Oddný Eyjólfsdóttir, grunnskólafulltrúi hjá Garðabæ. Hátt í 100 nýjar tölvur keyptar Garðabær BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar um breytingu á aðalskipulagi varð- andi reiðleið við Heiðmerkurveg sunnan Vífilsstaðahlíðar. Samkvæmt breytingunni er gert ráð fyrir nýjum 2,5 km löngum reiðstíg í Búrfellshrauni samsíða Heiðmerkurvegi. Mun leiðin tengja saman tvær samsíða reið- götur í upplandi höfuðborgarsvæð- isins, meðfram Elliðavatnsvegi og undir Hjöllum og Smyrlabúð. Að sögn Guðfinnu B. Kristjáns- dóttur, upplýsingastjóra Garða- bæjar, verður breytt aðalskipulag sent Skipulagsstofnun og þaðan til umhverfisráðherra til staðfesting- ar. Eftir það geta þeir sem hug hafa á sótt um framkvæmdaleyfi til skipulagsnefndar bæjarins fyrir lagningu vegarins. Mikið af fornminjum á svæðinu sem um ræðir Í umsögn Fornleifaverndar vegna vegarins segir að skylt sé að fornleifaskráning fari fram áður en gengið sé frá svæðisskipulagi, að- alskipulagi, deiliskipulagi eða end- urskoðun þess og skal sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð standa straum af kostnaði við skráningu. Bent er á að mikið sé um forn- leifar í Garðabæ og mikið af forn- minjum á því svæði sem um ræðir. Minnt er á að minjar sé einnig að finna í Selgjá og Gjárrétt og er mælst til þess að áætluð lega reið- vegar verði könnuð af fornleifa- fræðingi. Í svari við athugasemdum Forn- leifaverndar kemur að fram að framkvæmdaraðila verði gert skylt að stika leiðina í samráði við bæj- aryfirvöld og áður en fram- kvæmdaleyfi verði veitt. Þá muni Fornleifavernd gefast tækifæri til að kanna aðstæður á svæðinu. Reiðleið við Heiðmerkurveg Fornleifavernd fái tækifæri til að kanna aðstæður                          "#$%&' (##)%* ++#$*$*Garðabær SKÝRSLA bandaríska ráðgjafarfyr- irtækisins Artec um menningarhús á Akureyri verður væntanlega tilbúin eftir hálfan mánuð eða um verslun- armannahelgi. Sigurður J. Sigurðsson, formaður nefndar um byggingu menningar- húss á Akureyri, sagði skýrsluna á lokastigi. Í menningarhúsinu verður tónlistarskóli, tónleikasalur fyrir allt að 700 manns og leikhús sem tæki um 350 manns í sæti. Að sögn Sig- urðar er að mati bandarísku ráðgjaf- anna nauðsynlegt að byggja tvo að- greinda sali, tónleikasal og leikhús, einkum vegna hljómburðarins. Hann sagði að samlegðaráhrif þess að hafa salina í sama húsinu munu nýtast vel. Höfundar skýrslunnar leggja til að menningarhúsið verði reist á upp- fyllingunni við Strandgötu, svo sem áður hefur verið rætt um, og segja það mjög spennandi kost. Þeir gera í sínum áætlunum ráð fyrir að húsið verði tilbúið árið 2007, en bygging- artíminn verði um tvö og hálft ár og hönnunarvinnu verði lokið árið 2004. Áætlanir gera ráð fyrir að húsið muni kosta um 1,5 til 2 milljarða króna. Tónlist og leik- list í sitthvor- um salnum Skýrsla um menningarhús á lokastigi KVÖLDFERÐIR með leiðsögn um Gásir, helsta verslunarstað á Norðurlandi á miðöldum, verða miðvikudagskvöldið 24. júlí og 7. ágústklukkan 19.30. Leiðsögu- maður er Ingibjörg Magnúsdótt- ir. Á Gásum, sem eru 11 km norð- an Akureyrar, stendur nú yfir viðamikill fornleifauppgröftur undir stjórn Fornleifastofnunar Íslands. Minjasvæðið, sem er um 14.000 m², er vel sýnilegt þar sem það stendur við ósa Hörgár, en ós- arnir eru á náttúruminjaskrá og því tvinnast þarna saman menn- ing og náttúra. Ferðamönnum gefst kostur á að skoða bæði svæðið og uppgröftinn og fræðast um þennan miðaldaverslunarstað með því að taka þátt í gönguferð- um þar sem boðið er upp á leið- sögn á íslensku, ensku og þýsku. Lagt er í gönguferðirnar frá bíla- stæðinu við Gáseyri alla daga klukkan 11, 12, 13, 14.30 og 15.30 allt til 9. ágúst en þá lýkur forn- leifauppgreftrinum. Kvöldferðir að Gásum DJASS verður á heitum fimmtudegi í Deiglunni, 25. júlí kl. 21.30. Samnorræna hljóm- sveitin „Jónsson/Gröndal Quin- tet“ leikur, en hana skipa Ólafur Jónsson, Haukur Gröndal, Kjartan Valdimarsson og Mor- ten Lundsby. „Á morgun ó og aska“ er yf- irskrift kvæðakvölds í Deiglunni föstudagskvöldið 26. júlí sem hefst kl. 21. Flutt verða ljóð eftir Halldór Laxnes og Pablo Ner- uda. Fram koma Þorsteinn Gylfason,Tómas R. Einarsson, Sif Ragnhildardóttir, Michael Jón Clarke og Richard Simm. Myndlistarsýning verður opnuð í Ketilhúsi kl. 16 á laug- ardag, 27. júlí. Fimm íslenskar listakonur sýna í aðalsal og svöl- um. Joris Rademaker opnar innsetningu í litla sal á jarðhæð. Sýningarnar standa til 11. ágúst næstkomandi. Blái engillinn nefnist söngva- dagskrá með sögulegu ívafi sem verður í Deiglunni á laugardags- kvöld, 27. júlí kl. 21.30. Sif Ragn- hildardóttir syngur lög Marlene Dietrich við undirleik Tómasar R. Einarssonar. Sögumaður er Arthur Björgvin Bollason, heimspekingur. Nina Jeppesen og Marie Zie- ner frá Danmörku leika á Sum- artónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudag, 28. ágúst kl. 17. Megas – margmiðlunarsýn- ing stendur yfir í Deiglunni og er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 14 til 18. Dagskrá Lista- sumars SNARRÆÐI húsráðenda á bænum Hranastöðum kom í veg fyrir að eld- ur breiddist út í íbúðarhúsinu á staðnum. Húsið er á tveimur hæðum og kom eldurinn upp í dýnu í her- bergi á efri hæð þess. Tilkynning barst Slökkviliði Akureyrar frá Neyðarlínunni um að eldur væri laus í húsinu en íbúar væru allir komnir út. Tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang sem og sjúkrabíll, en áður en flotinn kom á staðinn barst til- kynning um að búið væri að slökkva eldinn. Húsráðanda hafði tekist að kasta dýnunni út úr íbúðinni. Efri hæð hússins var full af reyk. Slökkvi- liðsmenn sáu um að reykræsta húsið. Eldur í dýnu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Slökkviliðsmaður slekkur síðustu glóðina í dýnunni fyrir utan Hrana- staði. Fyrir aftan eru starfsbræður sem reykræstu húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.