Morgunblaðið - 23.07.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.07.2002, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 17 STJÓRNVÖLD á Spáni og í Mar- okkó staðfestu í gær að sam- komulag hefði náðst í deilu ríkjanna um Perejil-eyju sem er um 200 m undan strönd Marokkó. Ríkin lofuðu að fjarlægja af eyj- unni allar „útstöðvar, fána og tákn um yfirráð“, þannig að aftur yrði horfið til þeirrar stöðu mála sem var áður en stjórnvöld í Marokkó sendu þangað hermenn 11. júlí. Ana Palacio, utanríkisráðherra Spánar (fyrir miðju), er hér á leið til fundar við utanríkisráðherra Marokkó í Rabat þar sem þau ræddu deiluna í gær. Viðræðunum verður haldið áfram í Madrid í september. Samkomu- lag um Perejil staðfest AP SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar væru tilbúnir að draga herinn til baka frá tveimur borgum á Vesturbakkanum svo lengi sem palestínskar öryggis- sveitir væru reiðubúnar að taka við stjórn þar og koma í veg fyrir árásir á ísraelska borgara. Þá sagði Peres að Ísraelar gætu hugsað sér að láta af hendi allt að tíu prósent af palest- ínskum skattpeningum sem Ísraelar hafa fryst frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur árum, ef tryggt væri að peningarnir yrðu ekki not- aðir til að fjármagna hryðjuverk. Palestínumenn hafa krafist þess að ísraelski herinn hverfi frá öllum sjö borgum og bæjum sem eru nú undir hans stjórn og að Ísraelar láti af hendi allt það fé sem með réttu sé Palestínumanna, en samtals er um að ræða 50 milljarða íslenskra króna. Peres staðfesti fréttir þess efnis að til greina kæmi að herinn yfirgæfi Betlehem og Hebron á suðurhluta Vesturbakkans. „Sumar borgir eru rólegri en aðrar,“ sagði hann. „Við viljum fyrir alla muni hverfa þaðan um leið og Palestínumenn geta hald- ið uppi lögum og reglu.“ Saeb Erekat, ráðherra í palest- ínsku heimastjórninni, sagði hins vegar að Palestínumenn gætu ekki sætt sig við neina málamiðlun. „Við samþykkjum ekki neina takmarkaða lausn, takmarkaðan brottflutning hermanna eða takmarkaðar greiðslur á okkar fé,“ sagði Erekat. „Eina lausnin á vandamálinu er að binda enda á hernámið.“ Ísraelski herinn hertók fyrir rúm- um mánuði sjö af átta stærstu borg- um og bæjum Palestínumanna á Vesturbakkanum eftir hrinu sjálfs- morðsárása, og hefur útgöngubann verið í gildi í bæjunum síðan. Bann- inu var aflétt um stundarsakir í nokkrum bæjum í gær, þar á meðal Hebron. Ólöglegir nauðungarflutningar Útlit er fyrir að áform Ísraela um að flytja 21 ættingja sjálfsmorðs- árásarmanna frá Vesturbakkanum til Gaza-svæðisins muni ekki ganga eftir. Í áliti, sem ríkissaksóknara- embættið í Ísrael lét vinna, segir að ólöglegt sé að flytja menn nauðuga viljuga nema hægt sé að færa á það sönnur að þeir hafi með beinum hætti tekið þátt í að skipuleggja eða framkvæma hryðjuverkin. Talsmað- ur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði að farið yrði eftir álit- inu en verið væri að rannsaka hvort einhver mannanna tengdist hryðju- verkum ættmenna sinna á þann hátt að mögulegt væri að flytja þá til Gaza. Nokkur þíða hefur læðst inn í samskipti Palestínumanna og Ísr- aela síðustu daga. Heimastjórn Pal- estínumanna lét handtaka yfirmann skattheimtunnar fyrir spillingu, en bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa lagt hart að heimastjórninni að taka á spillingu, sem þykir landlæg innan hennar. Ísraelar opnuðu í gær skrifstofu Sari Nusseibehs, rektors Al Quds-háskólans í Jerúsalem, sem hafði verið lokað 9. júlí síðastliðinn. Nussbeieh er háttsettur maður inn- an Frelsissamtaka Palestínu (PLO), og var honum gefið að sök að hafa notfært sér stöðu sína í háskólanum til að vinna PLO brautargengi. Hann hefur nú lofað því að starf hans innan samtakanna verði ekki tengt háskólanum. Tilslakanir af hálfu Ísraela í vændum Jerúsalem. AP, AFP. Nauðungarflutningar á ættingjum sjálfsmorðsárásarmanna ólöglegir HUNDRUÐ óbreyttra borgara hafa fallið í hernaði Bandaríkja- manna í Afganistan undanfarna sex mánuði, að því er fram kemur í The New York Times sl. sunnu- dag. Ástæðan er sögð sú tilhneig- ing Bandaríkjahers að vilja beita loftárásum en þær ógna ekki lífi og limum bandarískra hermanna í sama mæli og landhernaður myndi gera. Þá hafa upplýsingar frá Afgönum, um skotmörk á jörðu niðri, ekki alltaf reynst fylli- lega áreiðanlegar. Haft er eftir talsmönnum bandarísku samtakanna Global Exchange í The New York Times að eftirgrennslan þeirra hafi leitt í ljós að mannfall í röðum óbreyttra borgara sé á níunda hundraðið. Þessa tölu dró talsmaður Hamids Karzai, forseta Afganistans, hins vegar í efa og sagði færri en 500 óbreytta borgara hafa beðið bana. Áframhaldandi hernaðarað- gerðir Bandaríkjamanna í Afgan- istan miða að því að ráða niðurlög- um þeirra talibana og liðsmanna al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osma bin Ladens, sem enn hafast við í landinu. Hefur stjórn Karzais fram að þessu varið framgöngu Bandaríkjamanna en mannfallið í Oruzgan-héraði fyrr í þessum mánuði, þegar a.m.k. 54 óbreyttir borgarar biðu bana í loftárásum Bandaríkjahers, breytti afstöðu Afgana hins vegar mikið. Þykja ummæli, sem höfð eru eftir Abdullah utanríkisráðherra benda til að þeir vilji framvegis hafa meira um það að segja hvern- ig Bandaríkjamenn haga aðgerð- um sínum; jafnvel að afgönsk stjórnvöld muni leitast við að setja þeim stólinn fyrir dyrnar. „Þeir verða að fela okkur stærra hlut- verk,“ sagði Abdullah í samtali við The New York Times. „Ef ástand- ið batnar ekki þá mun ég kannski áfram óska Bandaríkjamönnum velfarnaðar en ég mun ekki leng- ur geta stutt þessar aðgerðir.“ Upplýsingar stríðsherra stundum vísvitandi rangar Eftirgrennslan á ellefu stöðum, þar sem talið er öruggt að a.m.k. 400 óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur leitt í ljós að jafnvel þar sem sannarlega var ráðist gegn hern- aðarmannvirkjum talibana og al- Qaeda hafi óbreyttir borgarar oft og tíðum fallið einnig, sökum þeirrar stefnu Bandaríkjahers að spara engu til í loftárásum sínum. Er fullyrt að bandaríska varn- armálaráðuneytið styðjist oftar en ekki við upplýsingar frá afgönsk- um stríðsherrum um skotmörk á jörðu niðri en þeir hafa verið afar gjarnir á að deila innbyrðis. Kom- ið hafi á daginn að þessar upplýs- ingar séu oft ónákvæmar, jafnvel stundum vísvitandi rangar en að Bandaríkjaher hafi þrátt fyrir það verið reiðubúinn til að láta til skarar skríða á grundvelli þeirra. Þessu hafna yfirmenn í banda- ríska hernum. Hernaðurinn í Afganistan Hundruð óbreyttra borgara féllu Washington, Kabúl. AFP. YFIRVÖLD í Grikklandi ákærðu í gær 36 ára strætisvagnstjóra, Thom- as Serifis, fyrir aðild að hryðjuverka- samtökum. Er hann níundi maðurinn sem hefur verið handtekinn og ákærður fyrir aðild að marxistahreyf- ingunni 17. nóvember sem hefur lýst á hendur sér 23 pólitískum morðum og um 50 sprengju- og flugskeyta- árásum frá 1975. Serifis var einnig ákærður fyrir þátttöku í sprengjuárás árið 1989 og vopnuðum ránum. Þrír hinna ákærðu sögðu fyrir rétti á sunnudag að þeir væru félagar í 17. nóvember og hefðu tekið þátt í morðum og ránum. Níundi liðsmaður 17. nóvember ákærður Aþenu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.