Morgunblaðið - 23.07.2002, Page 33

Morgunblaðið - 23.07.2002, Page 33
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 33 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI A-Flokkur/Sleipnir 1. Oddrún frá Halakoti, eig. og kn.: Svanhvít Kristjánsdóttir, 8,81/8,81 2. Skvetta frá Krækishólum, eig.: Jónas Lill- endahl, kn.: Magnús Jakobsson, 8,41/8,49 3. Hekla frá Vatnsholti, eig.: Erling Pét- ursson, kn.: Sigursteinn Sumarliðason, 8,32/8,39 4. Skemill frá Selfossi, eig.: Brynjar J. & Klara Sæland, kn.: Brynjar J. Stefáns- son, 8,53/8,38 A-Flokkur/Smári 1. Gosi frá Glóru, eig.: Bjarni Birgisson, kn.: Bjarni Birgisson/Hugrún Jóhannsdóttir, 8,24/8,54. 2. Héla frá Kílhrauni, eig.: Guðmundur Þórðarson, kn.: Snorri J. Valsson, 7,29/ 8,29 3. Ylur frá Háholti, eig.: Már Haraldsson, kn.: Sigurður Ó. Kristinsson, 7,94/8,26 4. Geisli frá Ljónsstöðum, eig.: Smári Vign- isson, kn.: Leifur S. Helgason, 7,35/8,03 5. Kjarnorka frá Hlemmiskeiði, eig.: Inga B. og Árni Sv., kn.: Svanhildur Stefánsdótt- ir, 7,69/7,87 B-Flokkur/Sleipnir 1. Glóð frá Grjóteyri, eig. Svanhvít og Krist- ján, kn.: Einar Ö. Magnússon, 8,70/8,89 2. Tenór frá Víðidal, eig.: Ingvar Jensen, kn.: Þórarinn Eymundsson, 8,58/8,70 3. Faldur frá Syðri-Gróf, eig.: Björn H. Ei- ríksson, kn.: Svanhvít Kristjánsdóttir, 8,63/8,66 4. Tindur frá Vallanesi, eig. og kn.: Bjarne Fossan, 8,59/8,50 5. Mósart frá Sigluvík, eig.: Hugrún J. og Elín Þ., kn. Hugrún Jóhannsdóttir, 8,64/8,44 B-Flokkur/Smári 1. Kvika frá Egilsstaðkoti, eig. og kn.: Birna Káradóttir, 8,46/8,91 2. Jökull frá Austvaðsholti, eig.: Birna K. og Ingimar B., kn.: Birna Kárad./Sigurður Ó. Kristinsson, 8,22/8,56 3. Tvistur frá Reykholti, eig. og kn.: Bjarni Birgisson, 8,39/8,54 4. Sörli frá Álftagróf, eig.: Guðmundur Þórðarson, kn.: Snorri J. Valsson, 8,34/ 8,10 5. Brá frá Háholti, eig.: Margrét Steinþórs- dóttir, kn.: Ragnheiður Másdóttir, 8,02/ 7,74 Ungmenni/Sleipnir 1. Logi frá Voðmúlastöðum, eig.: Brynjar J. og Guðlaugur Jóns., kn.: Daníel I. Lar- sen, 8,33/8,70 2. Glanni frá Strönd, eig. Kristinn og Gunn- ar, kn.: Kristinn Loftsson, 7,91/8,34 3. Mósart frá Eyvindarmúla, eig. og kn.: Árni S. Birgisson, 7,77/8,24 Unglingar/Sleipnir 1. Orka frá Selfossi, eig. og kn.: Sigrún A. Brynjarsdóttir, 8,54/8,80 2. Verðandi frá Grund, eig.: Sigríður Krist- jánsdóttir, kn.: Sandra Hróbjartsdóttir, 8,33/8,45 3. Tónn, eig. og kn.: Andrea Grímsdóttir, 7,69/7,72 Unglingar/Smári 1. Ljómi frá Hæli, eig.: Sigurður og Bolette Hæli, kn.: Helga H. Sigurðardóttir, 8,07/ 8,38 2. Páfi frá Reykjadal, eig. Guðríður E. og Auður K., kn.: Guðríður E. Þórarinsdótt- ir, 8,20/8,28 3. Roka frá Hæli, eig.: Bolette Hæli, kn.: Kristín Gestsdóttir, 7,60/7,90 4. Vár frá Eymundsstöðum, eig. og kn.: Haraldur Ólafsson, 7,64/7,77 Börn/Sleipnir 1. Skjanni frá Hallgeirseyjarhjáleigu, eig.: Sigurður R. Guðjónsson, kn.: Guðjón S. Sigurðsson, 8,35/8,75 2. Tandra frá Hárlaugsstöðum, eig. og kn.: Ástgeir R. Sigmarsson, 8,13/8,53 3. Árna-Stjarni frá Oddgeirshólum, eig.: Árni O. Guðmundsson, kn.: Kristrún Steinþórsdóttir, 8,18/8,48 Börn/Smári 1. Hrímnir frá Hrepphólum, eig.: Stefán Jónsson, kn.: Katrín Ólafsdóttir, 7,77/8,35 2. Kveikja frá Hæli, eig.: Sigurður og Bol- ette Hæli, kn.: Jóhanna H. Sigurðardótt- ir, 7,68/8,33 3. Léttir frá Ólafsvöllum, eig.: Áslaug Harð- ardóttir, kn.: Lilja S. Harðardóttir, 7,58/ 8,15 4. Punktur frá Felli, eig. og kn.: Jónína S. Grímsdóttir, 7,72/8,00 5. Sproti frá Vatnsleysu, eig.: Jóhanna Ó. Tryggvadóttir, kn.: Guðný S. Tryggva- dóttir, 8,03/7,88 150 metra Nóatúnsskeið 1. Þorm.-Rammi og Logi Laxdal, 14,10 sek. 2. Hrafnar frá Efri-Þverá og Þráinn Ragn- arsson, 14,30 sek. 3. Neysla frá Gili og Daníel I. Smárason, 14,90 sek. 4. Tangó frá Lambafelli og Magnús Bene- diktsson, 15,00 sek. 5. Neisti frá Miðey og Sigurbjörn Bárð- arson, 15,00 sek. 250 metra Nóatúnsskeið 1. Kormákur frá Kjarnholtum og Logi Lax- dal, 22,40 sek. 2. Óðinn frá Búðardal og Sigurbjörn Bárð- arson, 23,20 sek. 3. Fölvi frá Hafsteinsstöðum og Sigurður Sigurðarson, 23,40 sek. 4. Sif frá Hávarðakoti og Einar Ö. Magn- ússon, 24,00 sek. 5. Eldur frá Ketilstöðum og Einar Ö. Magn- ússon, 24,10 sek. 350 metra Neseyjarstökk 1. Leiftur frá Nykhól og Axel Geirss., 25,8 sek. 2. Gáska frá Þorkelshóli og Sylvía Sigur- björnsdóttir, 25,8 sek. 3. Eldur frá Vatnsleysu og Camilla P. Sig- urðardóttir, 26,2 sek. 4. Sara frá Hallanda og Sandra Hróbjarts- dóttir, 28,8 sek. 5. Sif frá Egilsstaðakoti og Þorsteinn L. Einarsson, 29,2 sek. SS Tölt 1. Glóð frá Grjóteyri, kn.: Einar Ö. Magn- ússon, 8,20/8,60 2. Dáð frá Halldórsstöðum, kn. Haukur Tryggvason, 7,60/8,10 3. Kóngur frá Miðgrund, kn.: Sigurbjörn Bárðarson, 7,90/8,10 4. Kvika frá Egilsstaðkoti, kn.: Birna Kára- dóttir, 8,00/7,83 5. Mósart frá Sigluvík, kn.: Hugrún Jó- hannsdóttir, 7,50/7,63/7,70 6, Fífa frá Brún, kn.: Sigurður Sigurðarson, 8,30/3,75 Úrslit á Murneyri UMRÆÐAN um töltkeppni á lands- mótinu hefur verið afar fjörleg með- al hestamanna undanfarna daga og vikur. Hefur þar ekki hvað síst verið rætt um hægatöltið en það vakti talsverða athygli hversu hægt Eyj- ólfur Ísólfsson gat riðið Rás frá Ragnheiðarstöðum án þess að tapa framfótaburði og fegurð í reið. Í síð- asta hestaþætti var þessi ágæta frammistaða þeirra í töltkeppninni til umfjöllunar og þar á meðal hæga- töltið. Í framhaldinu af þeim skrifum hafa ýmsir lagst yfir myndbands- upptökur af keppninni þar sem vangaveltur voru um það hvort Rás væri farin að ganga að aftan í stað þess að hlaupa eins og menn héldu að töltarar ættu að gera. Niðurstaðan úr þessum óformlegu rannsóknum er sú að öll hrossin sem voru í úrslitum í töltkeppni á lands- mótinu ganga að aftan á hægatölt- inu, þ.e. að vinstri afturfótur hefur snert jörð áður en hægri fótur losn- ar frá jörð og svo framvegis. Þetta þýðir að eitt augnablik eru þrír fæt- ur samtímis á jörðu og hefur það verið kallað þrístuðningur. Einnig hefur verið kallað að á tölti sé um að ræða hálfsvif bæði framan og aftan en svo virðist samkvæmt þessu að á hægutölti hætta hross að svífa að aftan. Þegar hraðinn er aukinn byj- ar hrossið aftur að svífa að aftan. Ljóst má vera að full þörf er á að rannsaka og skilgreina tölt ís- lenskra hrossa betur en gert hefur verið og fer vel á því ef hin magnaða töltkeppni á landsmótinu verður hvatinn að því. Fjörleg umræða um tölt MÓTIN á Murneyri hafa mikið gildi. Þangað koma hestamenn víða af Suðurlandi, gera úr þessu skemmtilegan helgarreiðtúr og gista tvær nætur á mótsstað og sumir keppa en aðrir láta sér nægja að horfa á. Þótt vætuveður setti mjög svip sinn á mótið nú fullyrti Gunnar M. Friðþjófsson að með aukinni tjaldvagna- og felli- hýsaeign væri aftur að fjölga þeim sem kysu að hafa þennan háttinn á. Mannlífið á mótinu nú var hið besta og sagði Gunnar að útlit væri á að fleiri félögum væri hleypt í mótshaldið og nefndi hann að fé- lagar í Ljúfi í Hveragerði hefðu áhuga á að verða aðilar að þessum mótum. Hestakostur mótsins nú var nokkuð breytilegur og höfðu tveir dómarar mótsins gott tækifæri til að nota skalann vítt. Fóru þeir í nokkuð háar tölur, Glóð frá Grjót- eyri hæst með 8,89 í úrslitum í B- flokki Sleipnis og Oddrún frá Hala- koti með 8,81 í bæði forkeppni og úrslitum og Orka frá Selfossi, sem Sigrún Brynjarsdóttir reið í barna- flokki Sleipnis, með 8,80 í úrslitum. Þá fékk Guðjón S. Sigurðsson 8,75 í úrslitum barna á Skjanna frá Hallgeirseyjarhjáleigu svo dæmi séu tekin. Allnokkur stökk voru á einkunn sumra hrossanna frá for- keppni yfir í úrslit eins og sjá má hér á úrslitaupptalningu. Nú í annað sinn voru aðeins tveir dómarar sem dæmdu saman og gilti það bæði um töltkeppnin sem og gæðingakeppnina. Þetta fyrirkomulag fellur hestamönnum á Suðurlandi afar vel í geð enda hefur það ýmsa góða kosti að bjóða. Í fyrsta lagi lækkar það kostnað, einkunnaupptalningu sem svo mjög hefur verið til umræðu eftir landsmótið á Vindheimamel- um. Þá er útfærslan eins og hún var á Murneyri nú afar skemmti- leg. Einkunn fyrir hvert atriði var lesin upp um leið og dómari hafði gefið einkunn. Með þessu móti gefst knapanum gott færi á að fylgjast með hvað hann er að skora hátt fyrir hvert atriði. Þá gefur þetta honum færi á að laga og leið- rétta ef illa hefur til tekist, eins og til dæmis ef hrossið fer á kross- stökki. Þetta er annað árið sem þetta er reynt á Murneyri og telja menn þar fulla ástæðu til að huga alvar- lega að því hvort ekki sé tímabært að taka reyna þetta á stærri mót- um. Með þessum hætti er móts- gestum gefinn kostur á að fylgjast með einkunnagjöf „í beinni“ ef svo má að orði komast. Þá er ósam- ræmi í einkunnum að sjálfsögðu óþekkt með öllu. Forkeppni gekk vel fyrir sig en hálfgerður silaháttur var á fram- kvæmd úrslita og mættu þeir Murneyrarmenn spýta í lófann þar. Leið alltof langur tími frá því verið var að afgreiða verðlaunaaf- hendingu síðustu greinar þar til nýir keppendur voru komnir í braut. Á kappreiðum voru rásbás- arnir frá Gaddstaðaflötum notaðir og flýtti það að sjálfsögðu vel fyrir enda allir sem að málinu koma, bæði knapar og starfsmenn, hafa góða kunnáttu í að nota þennan búnað svo vel fari. Töltkeppni mótsins sem kennd er við Sláturfélag Suðurlands brást ekki frekar en fyrri daginn og mættu þar til leiks sterkir kepp- endur. Einar Öder Magnússon og Glóð frá Grjóteyri hirtu 55 þúsund krónurnar sem fyrsta sætið gaf að þessu sinni. Fífa frá Brún sem Sig- urður Sigurðarson keppti á að venju missti undan skeifu og þau hættu keppni en voru efst eftir for- keppni með 8,30. Glóð var í góðu stuði hjá Einari um helgina og verður gaman að sjá hvað hann kemst langt með hana á Íslands- mótinu nú í vikunni. Það er gleðiefni að Murneyrar- mótin voru ekki aflögð hér fyrir nokkrum árum en þá var afkoman af mótin orðin rýr og reksturinn erfiður. Í stað þess að gefast upp og hætta við allt saman sneru menn bökum saman og fengu góða aðila til samstarfs og tryggðu með því rekstrargrundvöllinn. Má sjá afraksturinn af því í úrslitum hér á síðunni þar sem greinar heita til dæmis 150 metra Nóatúnsskeið og 350 metra Neseyjarstökk. Hestamót Sleipnis og Smára á Murneyri Morgunblaðið/Vakri Katrín Ólafsdóttir og Hrímnir frá Hrepphólum lengst til hægri, sigruðu í barnaflokki hjá Smára en næst komu Jóhanna og Kveikja, Lilja og Léttir, Jón- ína og Punktur, Guðný og Sproti, sem sagt stelpnaveldi. Með þeim á myndinni er formaðurinn Guðbjörg Jóhannsdóttir. Tveggja dóm- ara kerfið gef- ur góða raun Morgunblaðið/Vakri Glóð frá Grjóteyri er alltaf að bæta sig og gætu hún og Einar Öder blandað sér í toppbaráttuna á Íslandsmótinu í Reykjavík í vikunni, en af- rek helgarinnar voru sigur í B-flokki og tölti. Murneyrarmótið, þar sem félagar í Sleipni og Smára leiða saman hesta sína, stendur með miklum blóma. Nota margir tækifærið og fara ríðandi og gista á mótsstað, en Valdimar Kristinsson lét sér nægja að beisla vélfákinn er hann kom þar við. ÍSLANDSMÓTIÐ í hestaíþróttum hefst á miðvikudag með knapafundi kl. 16:30 í Félagsheimili Fáks en að honum loknum hefst sjálf keppni unglinga í fimi og svo skeiðgreinar. Á fimmtudag og föstudag hefst dag- skrá kl. 13:00. Á laugardag fara fram öll B-úrslit en A-úrslit fara fram á sunnudag. Gert ráð fyrir að mótinu verði lokið fyrir kl. 18:00 á sunnudag. Íslandsmótið hefst á miðvikudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.