Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 9 OFT er fólk í vandræðum með hvaða lit það á að velja á húsin sín þegar þau eru máluð. Kjartan Keen á ekki við þetta vandamál að stríða. Það er miklu frekar að hann sé í vandræðum með að finna nógu stóra fleti á húsinu sínu til að mála því þótt hann hafi málað nokkur hús á hefðbundinn hátt finnst honum mun skemmti- legra að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og skreyta hús með myndum. Þannig málaði hann nýlega þessa myndarlegu tröll- skessu á gaflinn á húsinu sínu og má telja víst að ekkert annað ill- þýði komist að húsinu meðan sú gamla er á gafli þess. Ekki vildi Kjartan gefa upp hver væri fyr- irmyndin að skessunni hjá sér. Tröllskessa á ferð Morgunblaðið/ÓB Skagaströnd. Morgunblaðið „FYRST og fremst er það styrking krónunnar sem veikir rekstrar- grundvöll okkar vegna þess að við fáum minna fyrir afurðirnar en áð- ur,“ svarar Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, þegar hann er spurður um áhrif gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla á íslensk útvegs- fyrirtæki. Á síðustu 12 mánuðum hefur gengi dollars gagnvart krónunni fall- ið um tæplega 20% eða úr 103 krón- um í 83 krónur. Krónan hefur einnig verið að styrkja sig gagnvart fleiri gjaldmiðlum. „Á móti kemur hins vegar t.d. öryggi á vinnumarkaði og að sum aðföng okkar eru í dollurum, t.d. olían, svo það hefur í för með sér lækkun sem skiptir mjög miklu máli fyrir okkur.“ Kristján segir styrkingu krónunn- ar gagnvart erlendri mynt vera komna út á ystu nöf, „og gæti farið að skaða greinina. Krónan hefur styrkst mjög mikið og það veldur lækkuðu vöruverði og minni verð- bólgu sem er í okkar hag, en á móti kemur að við fáum minna fyrir af- urðirnar svo tekjurnar minnka. Ákveðinn fórnarkostnaður er þó réttlætanlegur til þess að tryggja vinnufrið. Staða sjávarútvegsins í heild er það góð að við eigum að geta búið við núverandi ástand en það sem myndi gerast héðan í frá gæti valdið okkur erfiðleikum,“ sagði Kristján. Frekari styrking krónunnar gæti skaðað sjávarútveginn LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum fann 5,5 grömm af hassi í bifreið á sunnudagskvöld. Lögregla var við eftirlit við Herjólf en bifreiðin kom úr ferjunni og þótti ökumaðurinn grunsamlegur. Að sögn lögreglu var maðurinn handtekinn og var fíkniefnahundur lögreglunnar lát- inn leita í bifreiðinni. Við leitina fannst hassið í bif- reiðinni, auk þess sem áhöld til fíkniefnaneyslu fundust á heimili mannsins. Maðurinn játaði við yf- irheyrslu að eiga efnið og sagði það vera til einkanota. Fíkniefnahundurinn, schaeffer- tíkin Tanja, er mikið notaður og stendur sig vel, að sögn lögreglu. Hass fannst í bíl í Vest- mannaeyjum ÖKUMAÐUR bifreiðar, sem grunaður var um ölvun við akst- ur, var stöðvaður í Ártúns- brekku aðfaranótt sunnudags. Hann sinnti ekki stöðvunar- merkjum lögreglu og þegar hann gerði sig líklegan til að aka upp Ártúnsbrekku á móti um- ferð ók lögreglubifreið utan í bif- reið mannsins til þess að þvinga hann út af götunni og var hann tekinn í vörslu lögreglunnar. Reyndi að aka á móti umferð Útsala - Útsala                   ÚTSALA - ÚTSALA Viðbótarafsláttur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 15% aukaafsláttur af allri útsöluvöru Ennþá frábært úrval! Bankastræti 14, sími 552 1555 Áfram með fataveisluna Allt að 90% afsláttur Nýjar vörur að birtast Matseðill www.graennkostur.is 22/7-29/7 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8. Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00, sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028, skrifstofa 552 2607, fax 552 2607 Mán. 22/7: Speltpasta í girnilegri grænmetissósu m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Þri. 23/7: Sumarlegur grænmetispottréttur o.fl. m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið. 24/7: Saffranlasagna með jarðeplum, fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim. 25/7: Grænmetisflatbaka & baunasalat m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös. 26/7: Austurlenskur karrýpottréttur & kúss kúss m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 27/7 & 28/7: Indverskt dahl & fleira gott m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mán. 29/7: Pönnukökukaka & sumarsalat. Ath! Öll hrísgrjón eru lífrænt ræktuð sem og annað hráefni eftir árstíð og föngum. Almennur skammtur kr. 800, aðeins stærri skammtur kr. 1.000. Ýmsar bökur og kökur, lífrænt te og kaffi, gos og safar. Best er að panta milli kl. 9.00 og 10.00 samdægurs. Hringið og fáið nánari upplýsingar í síma 552 2607 eða 552 2028. Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 Útsalan í fullum gangi 25-50% afsláttur Útsalan í fullu fjöri Allt með 50% afslætti Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fataprýði, sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Ný haustsending - Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugardag kl. 10-14 Sumarútsala allt að 50% afsláttur Síðumúla 3-5 sími 553 7355 Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-15. ÚTSALA Undirföt - Sundföt 20-50% afsl. undirfataverslun                         ! "# $% & '(     ! "  #$ %& &&& ) )**+ '& ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.