Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 39 DAGBÓK Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun ÚTSALA ÚTSALA 20% aukaafsláttur STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir hugrekki í dag- lega lífinu. Þú missir aldrei sjónar á takmarkinu. Þú býrð yfir mikill atorku sem aflar þér velgengni. Aðrir bera virðingu fyrir þér. Öll náin sambönd þín munu ganga vel á komandi ári og árið er hjónabandinu hlið- hollt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt búast við því að hafa áhyggjur af gerðum barna. Þá munu ástarsam- bönd einnig verða sett á oddinn í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Heitar umræður verða í fjölskyldunni í dag. Þú þarft að sýna foreldri þolinmæði og skilning. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Meiri hraði færist í líf þitt. Leyfðu þér að berast með straumnum og gerðu ráð fyrir því að verða önnum kafin(n) í félagslífinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð ný atvinnutækifæri eða tækifæri til að bæta stöðu þína í vinnunni í dag. Þú skalt vera reiðubúin(n) að grípa tækifærið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú skalt setja sjálfa(n) þig í forgang og hlaða batteríin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gættu að því að ætla þér stund í næði til að ígrunda þá stefnu sem líf þitt hefur tekið. Hversu vel gengur þér í listinni að lifa? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hittir mikið af fólki bæði í félagslífinu og á vegum vinnunnar. Ígrundaðu hvernig fólk þú vilt hafa í kringum þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það ber mikið á þér núna. Aðrir líta á þig sem fyr- irmynd. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ferðalöngun þín er sterk núna og þú skalt láta það eftir þér að ferðast og heim- sækja nýja staði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er mikilvægt fyrir þig að takmarka skyldur þínar gagnvart annarri mann- eskju. Það er ekki sann- gjarnt að þú axlir alla ábyrgðina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir fundið til þreytu á næstu vikum. Þú skalt samt ekki draga þig í hlé heldur nýta sérhvert tækifæri til samvista við aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert staðráðin(n) í að skipuleggja þig betur í vinnunni og heima fyrir. Þig langar að þrífa, flokka og henda því sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 23. júlí, er áttræður Þorleifur Bragi Guðjónsson, Nýbýlavegi 102, Kópavogi. Eiginkona hans er Úrsúla von Balrzún. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. e5 c5 5. Dg4 Kf8 6. dxc5 Rc6 7. Rdf3 f6 8. Bf4 Bxc5 9. Bd3 f5 10. Dg3 Rge7 11. Re2 Rg6 12. h4 Rxf4 13. Rxf4 Bd7 14. h5 De7 15. c3 Hc8 16. 0–0 Bb6 17. Had1 Hd8 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Vla- dimir Akopj- an (2.678) hafði hvítt gegn undra- barninu Teimour Radjabov (2.610). 18. Bxf5! exf5 19. Rxd5 De8 20. Rxb6 axb6 21. Hd6! Manns- fórn hvíts var fyrst og fremst stöðu- legs eðlis. Svörtu mennirn- ir vinna illa saman og nýtir hvítur sér það í ystu æsar. 21. …Be6 22. Hfd1 Hxd6 23. Hxd6 De7 24. Df4 Ke8 25. Rd4 Rxd4 26. cxd4 g5 27. Dd2 Bd7 28. Dc3 Hf8 29. d5 f4 30. Hxb6 Hf5 31. e6 Ba4 32. Dc4 Bd1 33. d6 Dd8 34. d7+ Kf8 35. Hxb7 He5 36. Dc8 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT SÍÐKVÖLD Nú sveipa heiðar næturfölva feldi um fætur hægt, og döggvast gróin tún. Hnigin er sól, en aftangeisla eldi er ennþá dreift um hæstu fjalla brún. Um sævardjúp á lágum bárum bíður blikfegurð kvölds og vaggar dagsins þraut. Í aftanblævar fylgd mín ljóðúð líður til lags við röðulbjarmans töfraskraut. Kvöldhimins fögur litadýrð er dofnuð og dökkva slungið græðis ljósa traf. Hver alda harms er lægð, hver sárkennd sofnuð. Hver sorgarelfur tæmd í vordraums haf. Sigurjón Friðjónsson ÞAÐ þykir tíðindum sæta ef Ítalinn Lorenzo Lauria tapar spili sem hægt er að vinna. Þegar við bætist að sami samningur vinnst á hinu borðinu er ástæða til að staldra við og spyrja – hvað gerðist?! Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á7652 ♥ 74 ♦ 105 ♣D542 Vestur Austur ♠ G8 ♠ 4 ♥ D652 ♥ KG103 ♦ D763 ♦ Á9842 ♣1073 ♣KG8 Suður ♠ KD1093 ♥ Á98 ♦ KG ♣Á96 Spilið kom upp í leik Ítala og Frakka á EM. Á báðum borðum vakti aust- ur á einum tígli og síðan lá leið NS upp í fjóra spaða. Þar sem Frakkinn Michel Bessis var við stýrið gekk spilamennskan þannig fyr- ir sig: Bessis dúkkaði fyrsta slaginn, tók þann næsta á hjartaás, tók trompin og stakk hjarta. Spilaði svo tígli að KG. Austur fór upp með kónginn og spilaði sér út á tígli. Eftir eitt tromp í viðbót var staðan þessi: Norður ♠ 7 ♥ -- ♦ -- ♣D542 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ D ♥ G ♦ D ♦ 9 ♣1073 ♣KG8 Suður ♠ D10 ♥ -- ♦ -- ♣Á96 Bessis spilaði laufsex- unni að blindum og hugðist dúkka slaginn fyrir til austurs. Vestur sá hvað verða vildi og stakk upp tí- unni, en það dugði lítt. Austur tók drottninguna með kóng, en varð svo að spila laufi frá G8 í gegnum Á9. Lauria fékk upp sömu stöðu á hinu borðinu, en valdi að spila laufás og laufi á drottninguna. Ástæðan var sú að vestur hafði ekki stutt tígulinn og því reiknaði Lauria með að skipting austurs væri 1-4- 6-2, en þá er þessi leið örugg, hvort sem austur á laufkónginn eða ekki. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 7.550. Þær heita Hjördís Marí- anna Tómasdóttir og Thelma Smáradóttir. Hlutavelta Morgunblaðið/Jim Smart Árnað heilla MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 23. júlí, er sjötug Arndís Birna Sig- urðardóttir, Blöndubakka 15, Reykjavík, áður búsett að Hólagötu 28 í Vest- mannaeyjum. Arndís tekur á móti gestum í Víkinni, fé- lagsheimili Víkinga, Traðar- landi 1, frá klukkan 17 á af- mælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.