Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. EKKI er nauðsynlegt að fara út fyr- ir borgarmörkin til að komast út í guðs græna náttúruna. Þessi mynd var tekin í Elliðaárdal þar sem þessi börn nutu útiveru. Í Elliðaár- dalnum eru tré, steinar, blóm og gras auk Elliðaánna sem dalurinn dregur nafn sitt af. Þá mun þar einnig vera að finna byggðir álfa, dverga og huldufólks ef vel er gáð. Ósagt skal látið hvort þessi mennsku börn hafa verið að skima eftir vættum í dalnum en þau hafa örugglega haft ágætis útsýni af þessum steini sem gæti verið álfa- steinn. Morgunblaðið/Golli Skimað eftir vætt- um af álfasteini FLUGMÁLASTJÓRN er um þessar mundir að kanna atvik sem varð nýverið á íslenska flugstjórnarsvæðinu er bil milli tveggja erlendra farþega- véla fór niður fyrir leyfileg mörk, að sögn Ásgeirs Páls- sonar, framkvæmdastjóra flugumferðarsviðs Flugmála- stjórnar. Ásgeir tekur þó fram að engin hætta hafi verið á ferð- um enda hafi það langur tími verið á milli vélanna. Aðspurður segir hann að at- vikið hafi átt sér stað þegar önnur vélin var að klifra en við það fór hún í gegnum flughæð hinnar vélarinnar. Hann segir að atvikið fari í gegnum ákveð- ið rannsóknarferli hjá Flug- málastjórn og að Rannsókn- arnefnd flugslysa hafi verið gert viðvart. Rannsóknar- nefndin geti sjálf ákveðið hvort hún vilji koma inn í rannsókn málsins eða hvort hún vilji gera eitthvað við nið- urstöðuna og þá hvað. „Svona atvik eru alltaf litin alvarleg- um augum og tekin föstum tökum; þau eru rannsökuð og síðan er reynt að læra af því hvað hefur gerst.“ Aðspurður segir Ásgeir að atvik sem þetta komi fyrir við og við en þó sé afar sjaldgæft að svo stutt sé á milli tveggja véla að önnur vélin þurfi að víkja frá í skyndingu til að forða við slysi. Flugmálastjórn Of stutt á milli flugvéla ÁRNI Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbanka Íslands, segir að rann- saka eigi innan bankans hvort skjöl sem Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, lagði fram með kæru til Fjármálaeftirlitsins séu komin frá bankanum. Segir hann að um grafalvarlegt mál sé að ræða hafi gögn komist með óeðlilegum hætti frá bankanum til Sigurðar. Nýjar kröfur riðluðu greiðslum til Íslandsbanka Íslandsbanki fylgir nú í kjölfar Landsbanka Íslands og Búnaðar- banka Íslands og hefur stefnt Norð- urljósum fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur vegna eftirstöðva 60 milljóna króna víxils. Forstjóri Norðurljósa segir greiðslur hafa riðlast vegna krafna í tengslum við gjaldþrot Sjón- varpsmarkaðarins. Sigurður G. Guð- jónsson segir að greiddar hafi verið 20 milljónir af víxlinum hjá Íslands- banka en 40 milljónir standi eftir auk vaxta og kostnaðar. Hann segir þetta ekki vera stórmál, félagið hafi frest til loka september til að skila greinargerð um málið í Héraðsdómi. „Við ætlum að vera búnir að greiða víxilinn upp fyrir þann tíma,“ sagði Sigurður. Sigurður segir það hafa riðlað greiðslum til Íslandsbanka að Norð- urljós hafi nýverið fengið á sig 70 milljóna króna kröfur vegna gjald- þrots Sjónvarpsmarkaðarins sem Stöð 2 hafi reyndar selt fyrir nokkr- um árum og hann verið sameinaður Sjónvarpskringlunni sem var í Rík- issjónvarpinu. Rannsakað hvort skjöl séu frá bankanum  Málefni Norðurljósa/10-11 ÚTI FYRIR Kolbeinsey má finna 300 metra há fjöll á hafsbotni og lík- ist landslagið þar því sem finna má í nyrðra gosbeltinu og á Reykjanesi. Á svæðinu er mikil eldvirkni, djúpar sprungur, háhitasvæði og gígaraðir. Í rannsóknarleiðangri sem haf- rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur nýlokið kortlögðu vísinda- menn landslagið á botni hafsins við Kolbeinsey og víðar umhverfis land- ið með hjálp fjölgeisladýptarmælis. Rannsóknarleiðangurinn var að hluta samstarfsverkefni Hafrann- sóknastofnunar, Orkustofnunar og Raunvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlis- fræðingur hjá Raunvísindastofnun, og Guðrún Helgadóttir, jarðfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, fóru fyrir leiðangrinum. Þær segja myndirnar af Kolbeinseyjarhryggn- um einstakar og að með nákvæmni fjölgeisladýptarmælisins veiti þær upplýsingar sem ekki hafa áður komið fram. Landslagið sláandi líkt nyrðra gosbeltinu Segja þær fjöll sem fundust við rannsóknirnar í júlí mörg hver ekki hafa verið þekkt vísindamönnum áð- ur. „Það sem stendur upp úr rann- sókninni er hversu sláandi líkt þetta landslag er því sem finnst í nyrðra gosbeltinu,“ segir Bryndís. „Við sjáum gíga og há fjöll, enda er þetta landslag myndað undir sjó eða ís líkt og það sem finna má á Reykja- nesi, því finnum við sömu landslags- formin á báðum stöðum.“ Mælingar á svæðinu munu bæta við almenna þekkingu á jarð- og líf- fræði hafsbotnsins umhverfis land- ið. Um 300 metra há fjöll undan Kolbeinsey Á kortinu sem unnið er út frá niðurstöðum fjölgeislamælinga má sjá syðsta hluta Kolbeinseyj- arhryggjar. Greinilegar eru upphleðslumiðjur líkt og sjá má á landi, mikil eldvirkni hefur verið í kringum Kolbeinsey.                     ,-$. $(         Landslag/25 Bankastjóri Búnaðarbankans EIN NÝ háplöntutegund svo og ein ný tegund fléttugróðurs hafa numið land í Surtsey. Fundust þær í nýaf- stöðnum rannsóknaleiðangri sex líf- fræðinga í eynni. Þá hafa nokkrar nýjar skordýrategundir numið land í eynni frá síðustu rannsóknum. Líffræðingarnir komu til eyjar- innar 15. júlí sl. og stóðu rannsókn- irnar í fjóra daga. Leitað var sér- staklega að tegundum háplantna og fannst ein ný tegund, kattartunga, Plantago maritima, sem ekki hefur sést þar áður. Ein ný tegund fléttu- gróðurs fannst, svertu-flétta, Veruc- aria, og af nýjum skordýrategundum sem fundust má nefna gullsmið og tegundir jötunuxa. Þá var leitað að ranabjöllum og fannst í fyrsta sinn eyjarani, Ceutor- hynchus insularis, en hann hefur að- eins fundist áður á tveimur stöðum í heiminum, St. Kildu í Skotlandi og á Suðurey í Vestmannaeyjum. Nú hefur grágæs orpið í fyrsta sinn í Surtsey svo vitað sé með vissu. Sáust þar nú gæsahjón með þrjá stálpaða unga. Úthafsöldur brjóta stöðugt af bergi eyjarinnar og sandströndin á norðurnesinu er að hverfa en á næsta ári eru 40 ár síðan Surtsey reis úr sæ. Sjaldséð skordýr og nýjar plöntur í Surtsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.