Morgunblaðið - 23.07.2002, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.07.2002, Qupperneq 38
DAGBÓK 38 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes og Helgafell koma í dag. Royal Princess kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom í gær til Straumsvíkur, Stella- Pollux kemur í dag, Idc – 3 fer í dag frá Straumsvík. Luda og Vysokovsk fara í dag Prizvani kom í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Lokað vegna sum- arleyfa frá 1. júlí til 23. ágúst. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa og bað. Árskógar 4. Kl. 9 bað- þjónusta, kl. 9.30 Ís- landsbanki á staðnum, kl. 13.30 frjáls spila- mennska. Bingó verður næst spilað 9. ágúst kl. 13.30. Púttvöllurinn op- inn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Fimmtudag- inn 25. júlí verður ferð „á draugaslóðir í Árnes- sýslu“. Leiðsögumaður Þór Vigfússon sem gefur þátttakendum innsýn í atburði sem áttu sér stað í lágsveitum Árnessýslu fyrr á öldum, lýsir stað- og þjóðháttum á svæð- inu. Þuríðarbúð skoðuð og rjómabúið á Baugs- stöðum. Ekið verður um Gaulverjabæ og gegnum Villingaholtshrepp að Þingborg og til Selfoss. Kaffihlaðborð í Básum undir Ingólfsfjalli. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 13.15 og frá Gullsmára kl. 13.30 Þátttökulisti liggur frammi í félags- heimilinu Gjábakka og einnig má skrá sig í s. 554 0233 Bogi, 554 0999 Þráinn. Skráið ykkur sem fyrst. Ferða- nefndin. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sum- arleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19. til 23. ágúst, munið að greiða gíróseðla sem fyrst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10. til 13. sept. Skráning og upp- lýsingar kl. 19–21 í s. 555 1703, 555 2484 eða 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Dagsferð í Húnavatns- sýslu 24. júlí, hringferð um Vatnsnes, Hvamms- tangi, viðkoma í Hind- isvík hjá Hvítserk, í Borgarvirki og víðar. Hafið hádegisnesti- pakka með. Kaffihlað- borð í Staðarskála. Leiðsögumaður: Þór- unn Lárusdóttir. Athug- ið sækið miðana f.h. í dag. Hringferð um Norðausturland 17.–24. ágúst. Greiða þarf stað- festingargjald í síðasta lagi fyrir 24. júlí. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmark- aður fjöldi. Skráning hafin á skrifstofunni í síma 588 2111. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h., sími 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, s. 588 2111. Féagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla. Kl. 12.40 Bón- usferð. Miðvikudaginn 24. júlí kl. 10.30 verður farið í Reykjanesferð frá Hæðargarði, Sléttu- vegi og Hvassaleiti. Til- kynna þarf þátttöku sem fyrst, upplýsingar í síma 568 3132. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 14 þriðjudagsganga. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9.45 bankaþjónusta. Fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 10–11 boccia, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13–17 hár- greiðsla. Hæðargarður. Hár- greiðsla kl. 9–17. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Kl. 10 ganga. Hárgreiðsla lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 13. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 handavinna, kl. 13 spilamennska. Vitatorg. Kl. 9.30 morg- unstund , kl. 10.30 boccia, kl. 14 félagsvist. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bókaskemm- unni, Stillholti 18, s. 431 2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borg- arnesi og hjá Elínu Frí- mannsd., Höfðagrund 18, s.431 4081. Í Grund- arfirði: í Hrannarbúð- inni, Hrannarstíg 5, s. 438 6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436 1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Á Blönduósi: blómabúð- in Bæjarblómið, Húna- braut 4, s. 452 4643. Á Sauðárkróki: í Blóma- og gjafabúðinni, Hóla- vegi 22, s. 453 5253. Á Hofsósi: Íslandspóstur hf., s. 453 7300, Strax, matvöruverslun, Suð- urgötu 2–4, s. 467 1201. Á Ólafsfirði: í Blóma- skúrnum, Kirkjuvegi 14b, s. 466 2700 og hjá Hafdísi Kristjánsdóttur, Ólafsvegi 30, s. 466 2260. Á Dalvík: í Blómabúð- inni Ilex, Hafnarbraut 7, s.466 1212 og hjá Val- gerði Guðmundsdóttur, Hjarðarslóð 4e, s. 466 1490. Á Akureyri: í Bókabúð Jónasar, Hafn- arstræti 108, s. 462 2685, í bókabúðinni Möppu- dýrið, Sunnuhlíð 12c, s. 462 6368, Pennanum Bókvali, Hafnarstræti 91–93, s. 461 5050 og í blómabúðinni Akur, Kaupvangi, Mýrarvegi, s. 462 4800. Á Húsavík: í Blómabúðinni Tamara, Garðarsbraut 62, s. 464 1565, í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, s. 464 1234 og hjá Skúla Jónssyni, Reykjaheið- arvegi 2, s. 464 1178. Á Laugum í Reykjadal: í Bókaverslun Rann- veigar H. Ólafsd., s.464 3191. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botnahlíð 14, s. 472 1173. Á Nes- kaupstað: í blómabúð- inni Laufskálanum, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477 1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471 2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474 1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingimund- ard., Bleiksárhlíð 57, s. 476 1223. Á Fáskrúðs- firði: hjá Maríu Ósk- arsd., Hlíðargötu 26, s. 475 1273. Á Hornafirði: hjá Sigurgeiri Helga- syni, Hólabraut 1a, s. 478 1653. Hrafnkelssjóður (stofn- aður 1931) minning- arkort afgreidd í símum 551 4156 og 864 0427. Í dag er þriðjudagur 23. júlí, 204. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Heil- agi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við. (Jóh. 17, 11.) Víkverji skrifar... MÁLRÆKTARÁTAK Mjólkur-samsölunnar, Íslenskan er okkar mál, er afskaplega vel heppn- að. Það hefur nú staðið í nokkur ár og hafa mjólkurfernur verið notaðar til að miðla fróðleik af ýmsu tagi um íslenskt mál til landsmanna. Víkverji er mikill mjólkurmaður, enda kom- inn af kúabændum, og nýtur þess að drekka í sig fróðleikinn – með mjólk- inni. Mjólkursamsalan hefur lagt mikinn metnað í verkefnið og verið dugleg við að endurnýja efnið á fern- unum sem er auðvitað nauðsynlegt svo átakið missi ekki marks. Víkverji er ekki í minnsta vafa um að margur er orðinn fróðari um upp- runa orða, orðanotkun, málshætti og orðatiltæki en áður en átakið hóf göngu sína, mjólkurfernur rata nefnilega inn á flest heimili í landinu. Um helgina var Víkverji til dæmis að lesa um appelsínur en orðið „app- elsína“ þýðir í raun „epli frá Kína“. Appelsínur voru fluttar frá Kína- veldi á 16. og 17. öld. Á sama hátt eru ferskjur kenndar við Persíu og kú- rennur voru upphaflega „rúsínur frá Kórintuborg“. Íslenskan er okkar mál og lands- mönnum er skylt að slá skjaldborg um hana. Því miður óttast Víkverji að heldur sé að síga á ógæfuhliðina fyrir íslenskunni, með auknum utan- aðkomandi áhrifum, einkum frá enskumælandi þjóðum. Víkverji hrekkur oft í kút þegar fólk – ekki bara ungmenni – „slettir“ ótæpilega og notar orð og orðasambönd með röngum hætti. Það er eins og sumum standi á sama um tungumálið. Mál- ræktarátök á borð við það sem Mjólkursamsalan gengst fyrir eru því brýn og rík ástæða fyrir fleiri fyrirtæki að koma í kjölfarið. x x x VÍKVERJA hefur alltaf þóttpepsí betra en kók og hefur um árabil rekið áróður fyrir pepsí- drykkju á sínu heimili. Með litlum árangri. Í sumar bættist honum þó góður liðsstyrkur er Ölgerðin Egill Skallagrímsson hleypti af stokkun- um happatappaleik, sem fólst í því að safna töppum af pepsíflöskum og vinna með þeim hætti til vinninga. Skyndilega fóru tveir yngri synir Víkverja að mælast til pepsíkaupa við hvert tækifæri og litu ekki við kókinu. Þeir hafa líka borið sitthvað úr býtum, fengið bol merktan sjálf- um David Beckham og um helgina skundaði Víkverji upp á Grjótháls til að sækja dýrindis leðurbolta fyrir snáðana. Var þar leystur út með pylsu – og pepsí. Nema hvað. Margt var þar um manninn og gott ef pepsí- framleiðendur eru ekki að vinna heila kynslóð á sitt band með þessum hætti. Það er heldur ekki letjandi fyrir ungmenni þessa heims að sjá kempur á borð við Beckham, Figo og Raúl súpa á miðinum góða. Alla vega eru synir Víkverja ekki í nokkrum vafa lengur: Pepsí er best! Þeir eru snjallir markaðsmenn hjá pepsí. Nefnir Víkverji í því sambandi auglýsinguna góðu, þar sem vél- hjólamaður rennir þurr um kverkar í hlað á lítilli bensínstöð í miðri eyði- mörk og biður um pepsí. Ekki er það til en bensínbændur benda á kók- hirslur sínar í staðinn. Næsta bens- ínstöð er í órafjarlægð. Komumaður lætur þó ekki bugast, lítur á kókið og biður um bensín – til að freista þess að fá pepsí á næstu stöð! Víkverji hefur dálæti á öguðum mönnum af þessu tagi. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vindhöggs, 8 tek snöggt í, 9 borguðu, 10 spils, 11 láta af hendi, 13 skilja eftir, 15 reifur, 18 ugla, 21 kvendýr, 22 minnast á, 23 hæsi, 24 hjálpar. LÓÐRÉTT: 2 fimur, 3 álíta, 4 krók, 5 málmi, 6 dúsk, 7 rola, 12 spott, 14 bókstafur, 15 vandræði, 16 fékk í arf, 17 priks, 18 askja, 19 sárri, 20 straumkastið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 búlki, 4 sekta, 7 tinna, 8 listi, 9 nál, 11 róms, 13 undu, 14 æskan, 15 töng, 17 dund, 20 ann, 22 felds, 23 endum, 24 norpa, 25 tomma. Lóðrétt: 1 bætur, 2 linum, 3 iðan, 4 soll, 5 kösin, 6 atinu, 10 álkan, 12 sæg, 13 und, 15 tófan, 16 nælur, 18 undum, 19 dimma, 20 assa, 21 nekt. Afnotagjöldin ÉG hef aldrei skilið af hverju fólk telur eftir sér að borga afnotagjöld af ríkis- sjónvarpinu. Ég sé ekki eft- ir að borga 2.500 krónur af ríkissjónvarpinu. Finnst það til skammar að fólk skuli ekki vilja borga þetta. Vil ég ráðleggja fólki að láta draga afnotagjaldið mánaðarlega af sínum reikningi svo fólk sé ekki að fá 3 mánaða reikning eins og ein var að kvarta undan. Eldri kona. Einstök þjónusta ÉG varð fyrir því óláni á dögunum að kaupa skemmda matvöru í versl- uninni Krónunni við Dals- hraun í Hafnarfirði. Þegar ég skilaði vörunni tók Gunnar vaktstjóri á móti mér og bætti mér vöruna margfalt upp og bætti við blómvendi. Þetta er alveg einstök þjónusta og vil ég þakka fyrir mig. Ein úr Hafnarfirði. Til eigenda Nanoq ÁGÚSTA hafði samband við Velvakanda og óskaði eftir að koma þeirri fyrir- spurn á framfæri hvert fermingarbörn, sem fengu gjafakort í versluninni Nanoq í fermingargjöf, ættu að snúa sér til að fá gjafakortin endurgreidd. Aðalheiði þakkað ÉG vil þakka Aðalheiði fyr- ir bréf hennar í Velvakanda 14. júlí sl. Ég hef sömu reynslu og hún af fé- lagsmiðstöðvum aldraðra, og líklega fleiri, þótt þær henti sjálfsagt mörgum. Eldri kona. Mikil vonbrigði ÞAÐ voru mikil vonbrigði með þáttinn „Hvernig sem viðrar“ sem var í Sjónvarp- inu sl. fimmtudag. Það er alltaf verið að tala um að sjónvarpið vanti peninga, mér sýnist það ekki vera því þessi þáttur skilar engu. Þátturinn á að vera kynningarþáttur um landið en aðallega eru myndir af umsjónarmönnum flissandi á skjánum. Áhorfandi. Viljum val ÉG er ein af þeim sem hef nýlega verið rukkuð af af- notagjaldadeild í Efstaleiti 1 um 5.400 krónur. Ég er eldri borgari og hef aldrei fengið frítt sjónvarp. Það eru einhverjir útvaldir sem það fá. Sú var tíðin að maður mátti sitja undir sinfóníu- góli og oft einhliða áróðri frá ríkisfjölmiðlinum en nú eru sem betur fer aðrir tímar því maður getur skipt yfir á aðrar stöðvar að vild. Sama er að segja um sjónvarp. Þar er um margt að velja í dag, óruglaðar fréttir á Stöð 2, ekkert síðri en hjá ríkissjónvarpinu. Við viljum val um það sem við viljum sjá og heyra. Þess vegna á ekki að neyða okkur til að borga það sem við notum ekki. Ég vona að ráðamenn hætti að hafa vit fyrir okk- ur. Það er of seint að kenna gömlum hundum að sitja rétt. Ein sem vill val. Tapað/fundið Blá dúnúlpa týndist BLÁ dúnúlpa týndist í Hagkaupum í Skeifunni 11. júlí sl. Líklega er úlpan merkt: Þór. Skilvís hafi samband í síma 554 5054. Dýrahald Hvítur fress í óskilum HVÍTUR fress, með svarta rófu, svartan blett á baki og svart annað eyrað er í óskil- um í Álfatúni 5, Kópavogi. Uppl. í síma 554 1993. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is FRÉTTIR herma að borgin muni kaupa hús Stjörnubíós og nær- liggjandi húshjalla á 140 millj. króna. Þótt flest húsin séu einskis virði er framtakið gott og ætti að gera miklu meira af slíku. Fram- haldið er öllu verra. Þar segir að byggja eigi verslunar- og skrifstofuhús á lóðinni. Offramleiðsla er á slíku húsnæði sem stendur autt um alla borgina meðan mörg hundruð manns eru húsnæð- islaus. Ástæðan er sú að bröskurum eru fengin öll völd í skipu- lags- og bygginga- málum. Hér er tæki- færi fyrir nýja borgar- stjórn að skipta um stefnu og byggja íbúðir til útleigu á verði sem „pensjónistar“ sam- félagsins ráða við. Þarna má reisa 60–100 slíkar íbúðir á besta stað í borginni. Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. leigjenda- samtakanna. Leiguíbúðir á Laugavegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.