Morgunblaðið - 23.07.2002, Page 30

Morgunblaðið - 23.07.2002, Page 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Edda Schevingfæddist í Vest- mannaeyjum 19. febrúar 1936. Hún lést á heimili sínu Stóragerði 20 í Reykjavík 14. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Scheving skrifstofustjóri, f. 9. apríl 1910 á Steins- stöðum í Vest- mannaeyjum, d. 10. nóvember 1977, og kona hans, Margrét Scheving, f. 29. júlí 1912 á Suður-Fossi í Vík í Mýrdal. Bræður Eddu eru: Birgir Schev- ing, f. 21. maí 1937, Baldur Schev- ing, f. 31. október 1938, Gylfi Scheving, f. 6. janúar 1940, og Knútur Scheving, f. 14. júní 1945. Hinn 16. júní 1961 giftist Edda Heimi Guðjónssyni vélvirkja, f. 13. júní 1937, en þau slitu samvistum. Foreldrar hans voru Guðjón Ólafsson, f. 22. september 1906, en hann lést er togarinn Vörður fórst árið 1950, og Friðrika Guð- nótt, fyrstu uppfærslu Þjóðleik- hússins. Hún dansaði og kenndi með Jóni Valgeiri Stefánssyni frá 1958, en stofnaði eigin skóla 1959–1960 og rak hann síðan, seinni ár ásamt Brynju dóttur sinni og ballettkennara. Edda að- stoðaði við uppfærslur í Þjóðleik- húsinu 1970 til 1980 og tók þátt í listdanskynningu í skólum víða um land á vegum menntamála- ráðuneytisins 1969 til 1971. Hún var einn af stofnendum DSÍ og í stjórn frá stofnun 1963, þar af gjaldkeri til 1969, í stjórn Banda- lags íslenskra listamanna 1970 til 1978, og þar af gjaldkeri frá 1970 til 1974, ritari Félags íslenskra listdansara 1966 til 1970 og for- maður 1970 til 1976, fulltrúi á Listahátíð frá 1970 og í stjórn Listdanssjóðs Þjóðleikhússins frá stofnun 1980. Hún var fyrsti fram- kvæmdastjóri Íslenska dans- flokksins 1973, var einn af stofn- endum KR-kvenna þar sem hún gegndi m.a. formennsku en hún var einnig félagi í Lionsklúbbnum Eiri. Hún samdi ásamt Ingibjörgu Björnsdóttur barnaballettinn „Út um græna grundu“ á fyrstu Listahátíð í Reykjavík árið 1970. Edda hlaut listamannalaun árið 1972. Útför Eddu fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. mundsdóttir, f. 31. mars 1905, d. 27. jan- úar 1999. Börn Eddu og Heimis eru: 1) Harpa, f. 28. júlí 1965, sambýliskona Anna Jóhannsdóttir, f. 1. apríl 1970; 2) Brynja, f. 17. september 1968, sambýlismaður Svein- björn Finnsson, f. 7. maí 1968, þeirra dótt- ir er Edda, f. 21. októ- ber 1994. Edda ólst upp í Vestmannaeyjum en flutti til Reykjavíkur 1946. Hún tók landspróf frá Gagn- fræðadeild Austurbæjarskóla. Hún hóf ballettnám hjá Sif Þórz og Ástu Norðmann 1947, stundaði nám hjá Dansskóla Félags ís- lenskra listdansara 1948–1951 og Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 1952. Hún sótti nám í Kaupmanna- höfn 1959 og tók ballett- og dans- kennarapróf frá Institut Carlsen 1959 og Therpsichore 1960 og sótti þar síðar mörg námskeið. Edda dansaði víða, m.a. í Nýárs- Elsku mamma mín, nú ertu horfin frá okkur. Það er svo erfitt að hugsa til þess að við fáum ekki að sjá þig framar hér. Þú ert komin í englahlut- verk hjá Guði eins og ég hef verið að segja Eddu minni sem á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin. Af hverju þú, mamma mín? er spurning sem brennur í huga okkar. Þú áttir okkur systurnar, þína litlu nöfnu sem þú dekraðir við og vildir allt fyrir gera og ömmu sem þú barst á höndum þér. Svo er væntanlegur lítill einstakling- ur sem mun ekki fá að kynnast ömmu sinni en við munum segja litla barninu frá því hversu stórhjarta, gjafmilda og góða ömmu það eigi á himnum og ég veit að þú munt vaka yfir okkur og leiðbeina þessum litla einstaklingi frá góðum Guði. Ég trúi að nýjar sálir velji sér for- eldra og hvers vegna kom ég til þín? Jú, mér finnst að allt sem ég á, geri og get sé það sem þú gafst mér. Guð sendi mig til þín. Ekkert skorti í æsku og áfram hélstu alla tíð að gera vel við þína, gefa af þér andlega og verald- lega. Það er svo margt sem ég fékk að upplifa í gegnum þig og með þér. Að alast upp við að verða ballerína í bleikum kjól og táskóm er draumur margra lítilla stúlkna, að fá að upplifa töfraheim leikhúss og dansheimsins með þér var að sjálfsögðu bara und- irbúningurinn að mínu lífi. Þú hvattir mig og hrósaðir í gegnum nám og störf og án þess að hugsa mig um var ég farin að feta í fótspor þín, við kenndum saman alla daga og ég gat ekki lært af betri manneskju en þér, elsku mamma. Þú vissir vel hvað það er sem lítil börn heillast af, hvernig á að koma fram við þau og hvað það er sem börnin vilja og þurfa. Ég man allt það sem þú kenndir mér og mun halda áfram að kenna og miðla af visku þinni og reynslu. Þetta var og er eitt af okkar hlutverkum hér á jörðu og ég trúi því í dag að það hafi vantað góðan ballettkennara hjá Guði. Því sem þú hefur byggt upp mun ég halda áfram að vinna að, ég mun fá við það hjálp og styrk og þú munt geta horft stolt niður á ballettskólann þinn og allar litlu bleikklæddu ballerínurnar. Litla ömmustelpan þín fékk góðan arf, því þú varst náttúrulega farin að dansa með henni áður en hún steig sín fyrstu spor, svo söngstu „Edda litla lipurtá, ljúf með augun fögur, djúp og blá“. Það eru listirnar sem liggja fyrir henni og það er líka vegna alls sem þú gerðir fyrir hana og gafst henni. Það er margt líkt með ykkur nöfnunum og ég sé hana alveg fyrir mér í þínum sporum að syngja og dansa uppá búð- arborðum í Vestmannaeyjum og fá fyrir það eins og einn sælgætismola að launum, alveg ófeimin og ákveðin. Litli augasteinninn þinn mun sakna þín sárt eins og við öll sem fengum að vera með þér. Ég veit að þú færð höfðinglegar móttökur í nýjum heimkynnum og góður Guð mun gæta þín. En eftir sitjum við og yljum okkur við allar góðu minningarnar um þig, elsku mamma. Lífið verður aldrei eins án þín en ófædda ömmubarnið mun hjálpa okkur að brosa í gegnum tárin á ný. Ég kveð þig með sorg í hjarta og veit að drottinn mun hjálpa okkur að takast á við lífið sem er framundan. Þú varst mér svo mikið og verður allt- af í hjarta mínu. Elsku mamma mín, takk fyrir allt. Þín dóttir, Brynja. Elsku amma mín, mér finnst svo ótrúlegt að þú skulir vera dáin. Mér þykir svo sorglegt að þú skulir ekki fá að sjá litla barnið sem er meira að segja ekki búið að fæðast. Ég ætla að segja litla barninu hvað þú varst góð amma. Þú varst alltaf að gefa mér ein- hverjar gjafir og nammi. Svo tókstu mig oft með í sund. Þú varst rosalega góður ballettkennari og þú varst bara alltaf svo góð. Ég veit að þér líður vel hjá Guði og ég bið líka alltaf Guð um að passa þig. Ég skal alltaf vera prúð og pen. 1.000 kossar til þín. Þitt litla stél, Edda. Elsku besta mamma, nú ert þú horfin frá mér að eilífu og ég á svo bágt með að trúa því. Allt sem þú gerðir fyrir okkur, mig, ömmu, Brynju eða litla stél, gullkúl- una þína, allt var gert af svo mikilli ást til okkar. Þegar við vorum með Saga bar á Spáni komstu á hverju sumri að hjálpa til við reksturinn. Það var svo gott að fá þig og þú hugsaðir svo vel um okkur öll sem þar vorum. Þú varst alltaf með áhyggjur af því hvort ég borðaði og hringdir í mig á hverjum degi til að spyrja: „Hefur einhver komið eða hringt?“ Þú hugs- aðir fyrst um alla aðra í kringum þig áður en kom að þér. Og hvað á Tása litla kisa að halda þegar þú kemur ekki lengur með rækjur fyrir hana, hún sem var vön að leggjast flöt við fætur þína til að betla mat af þér? Nei, mamma mín, hvernig verður lífið án þín? Við sem spiluðum Horna- fjarðarmanna við ömmu næstum því á hverjum degi, heima hjá þér eða henni, og yfirleitt áður en við borð- uðum góðan mat sem þú hristir fram úr erminni. Ég skal lofa að hjálpa Brynju með ballettskólann, hjálpa ömmu ef hana vantar eitthvað og vera góð við Eddu, elda handa henni bleik- an fisk og allt sem þú gerðir fyrir hana. Ég ætla að reyna að feta í þín fótspor, elsku besta mamma mín, matargerð þinni ætla ég að halda á lofti og allt það fallega sem þú kennd- ir mér um leikhúsin, ballett, söng og leiklist, er mér svo ótrúlega dýrmætt. Þú munt lifa í hjarta mínu sem besta og góðviljaðasta manneskja í heimi. Ég mun biðja góðan Guð um að passa þig, hvar sem þú ert núna. Þín dóttir, Harpa. Elsku Edda, mig langaði til þess að skrifa þessi fátæklegu orð til þess að þakka þér samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir mig undanfarin fimm ár. Þú varst alltaf svo gjafmild og góð við okkur Hörpu. Mér er efst í huga allur góði maturinn sem þú eldaðir og hvað maður hlakkaði til að fá nestið sem þú smurðir, hvort sem það var á góðviðr- isdegi í sundi eða þú sendir mig með það á næturvakt. Við vorum líka oft búnar að hlæja að því þegar við fórum í sumarbústað klyfjaðar af mat og komum með jafnmikið til baka. En svona varst þú, engan skorti neitt í kringum þig. En nú hefur þú kvatt þennan heim og það eina sem við getum gert er að reyna að tileinka okkur kosti þína og halda áfram. Þú heldur áfram að lifa í stelpunum þínum sem eru líkar þér hvor á sinn hátt. Ég veit að þú færð jafnhöfðinglegar móttökur í nýjum heimkynnum og við fengum að njóta heima hjá þér. Elsku Edda, mitt dýpsta þakklæti fyrir allt og ég bið Guð um að vernda mömmu þína, Hörpu, Brynju, Denna, Eddu litlu og ófædda barnið sem fékk því miður ekki að kynnast þér en Edda á eftir að segja því, hvort sem það verður ballerína eða markvörður, að þú varst besta amma í heimi. Guð geymi þig, Anna. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært, þú lifðir góðum guði, í guði sofnaðir þú, í eilífum andar friði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Elsku dóttir mín, takk fyrir allt, megi góður guð styðja og styrkja okk- ur í þessari miklu sorg. Þín elskandi móðir. EDDA SCHEVING Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar                             ! "#$!%& %&! "##' (     !           ) *+,-).**+, +    "   #    $  %  &#  '  % # &##'  $$ /)(! "#$!%& 01 2 %*34 $##'  *3 %"*3  #$!%& *34 $&*34 $##'  % &3&& 5&%#4 $#$!%& 6 & 6& ' 6 & 6 & 6& ( ( !  )   !    #)!  ! '       *'*      &#     !    #  #    # *+,7  + +  )    && ,! -   &  +  8!&! "&)!9 ##'  % & %)!9 ##'   2&$#2 &3 &$!%& 6 & 6&  446&  '  446 & ( .! -      & -  &  -  5  57   "9%44:;        , -        &&%&&  ##'  * &&  ##'  % &3&4' &$!%& *# %&  ##'  5 & 8(*3  #$!%&  4 *(&  #<=66 )  9=''$> &$ ' " # $&(

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.