Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 23 Síðasta tækifærið – nokkur sæti laus til Prag FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is 2. til 10. ágúst (yfir verslunarmannahelgina) Eigum enn nokkur sæti laus í beinu leiguflugi með Flugleiðaþotu, föstudaginn 2. ágúst og tilbaka laugar- daginn 10. ágúst. Flugsæti kostar aðeins 35.000 krónur með flug- vallasköttum. Síðustu sætin í okkar árlega ágústferð til Prag í 8 nætur og 7 daga, sjöunda árið í röð. Gisting á 4ra stjörnu hóteli, umfangsmikil skoðunarferð um borgina er inni- falin, íslensk fararstjórn. Verð aðeins 71.500 með flug- vallasköttum og akstri til og frá flugvelli í Prag. f ron . i s Einbýlishús Einbýli óskast í vesturbæ miðbæ eða Fossvogi fyrir viðskiptavin okkar. Góðar greiðsur í boði. Jöklafold - Grafarvogi Um 370 fm gott 2ja íbúða hús. Samþykkt íbúð á neðri hæð, um 70 fm með sérinng. 25 fm vinnustofa með sérinng. Um 65 fm óinn- réttað rými á neðri hæð. Innb. 27 fm bíl- skúr. Góð gólfefni, parket og flísar. Mikil lofthæð í stofu og er búið að útbúa pall yf- ir hluta hennar. Gert er ráð fyrir arni. Einkasala. Áhv. 5,6 millj. Verð kr. 30 millj. Framnesvegur Um 80 fm hús á tveimur hæðum. Nýtt eldhús, bað og gólf- efni. Sætt dúkkuhús með tvennum inn- göngum. Verð kr. 11 millj. Tveggja íbúða hús Um 163 fm sérhæð og 70 fm 2ja herb. íbúð við Staðarsel í Rvík. Auk þess er tvöfaldur 45 fm tvöfaldur bílskúr. Nýlegar innréttingar. Verð alls kr. 26,9 millj. Gerðin Um 130 fm gott einbýli sem er hæð og ris. Húsið hefur verið endurnýjað. Góður garður og bílskúr. Verð kr. 27,9 millj. Rað- og parhús Rað- eða parhús óskast í Kópavogi, Grafarvogi eða Suðurhlíðum. Góðar greiðslur í boði. Hæðir Hlíðar 110 fm sérhæð á draumastað ásamt 23 fm bílskúr. Tvær rúmgóðar stof- ur með parketi, gengið út á suðursvalir. Rúmgott eldh., borðkrókur, parket á her- bergjum, góðir skápar. Bílskúr með glugg- um, hita og rafmagni. Verð 16,8 millj. Neðri sérhæð - Mos. Um 100 fm hæð á 1. hæð í tvíbýli. Fallega innrétt- uð. Stórt bað og nýleg innrétting í eldhúsi. 38 fm bílskúr fylgir. Áhv. 5 millj. húsbréf. Verð kr. 14,3 millj. Sólvallagata Um 153 fm gæsileg sérhæð í steinhúsi. Vandaðar innréttingar. Þrjú svefnherb. og tvær stofur. Áhv. 9,6 millj. húsbr. og lífsj. 5 herb. Ártúnsholt Um 116 fm íbúð á 2. hæð og efri hæð. Endurnýjuð að hluta. Verð kr. 16,3 millj. Áhv. 9,7 millj. Gaukshólar - „Penthouse“ 150 fm mjög glæsileg íbúð á 7. og 8. hæð í góðri lyftublokk. Íbúðin er öll nýstandsett með sérhönnuðum vönduðum innrétting- um, tveimur stofum, tveimur baðherbergj- um, tveimur svölum með frábæru útsýni. Sérbílskúr fylgir. Sérlega glæsileg eign. Áhv. 7,2 millj. húsbréf. Laus. 4ra herb. 4ra herb. óskast í vesturbæ fyrir trausta aðila. 3 svh. er kostur. Uppl. gefur Stella á Fróni. „Penthouse“ í vesturbænum Vönduð 138 fm „penthouse“-íbúð í nýlegu húsi. Allt sér í íbúð. Merbau-parket og flís- ar á gólfum. Sérsmíðaðar innréttingar, rót- arspónn, granít og stál. Sérþvottahús og geymsla innan íbúðar. Íbúðin snýr í suður, björt með góðu útsýni. Góður bílskúr með geymslulofti. Tvö svefnherbergi. Áhv. byggsj. og lífsj. kr. 9,6 millj. Fífusel - 2 íbúðir Um 114 fm falleg íbúð á 2. hæð, þvottahús og geymsla inn- an íbúðar. Auk þess er 35 fm einst.íb. í kj. 27 fm stæði í bílskýli. Áhv. 7,8 millj. Verð kr. 15,1 millj. Skipti á stærri eign. Hraunbær Falleg 95 fm 4ra herb. íbúð með suðursvölum. Stofa með park- eti, eldhús með flísum, baðherbergi með flísum, snyrtileg sameign. Seljahverfi Um 93 fm góð íbúð á 3ju hæð. Parket og gott skápapláss. Suður- svalir og stæði í bílskýli. Áhv. 5,7 millj. húsbréf. Laus fljótlega. Gott verð. Bjartahlíð - Mos. 128 fm falleg íb. á 3ju h. með sólskála og suðursvölum í nýlegu húsi. Verð kr. 14,8 millj. Áhv. 5,8 millj. 3ja herb. Smáíbúðahverfi Um 85 fm endur- nýjuð íbúð á 2. hæð. Parket og svalir í suður. Flísar á baði. Áhv. 8,5 millj. 3ja herb. óskast í Grafarvogi, Kóp. og vesturbæ fyrir ákveðna kaupendur. Huldubraut - Kóp. Góð íbúð á jarðhæð í 3ja hæða steinhúsi. Sérinn- gangur. Áhv. 7,3 millj. Verð 9,1 millj. Reyrengi Um 83 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Nýmálað hús. Seilugrandi Um 86 fm íbúð á 2. hæð. Stór geymsla. Stæði í bílskýli. Íbúðin er laus í dag, lyklar á skrifstofu. Verð kr. 10,9 millj. ATH. lækkað verð. Grettisgata Um 90 fm íbúð á 2. hæð sem er verið að standsetja. Bílskúr fylgir með. Verð kr. 16,5 millj. fullbúin. 2ja herb. Leifsgata Góð 46 fm snotur íbúð á 1. hæð. Nýlegar innréttingar. Áhv. 3,7 millj. húsbréf. EINKASALA. Möðrufell - Nýtt Snotur 63 fm íbúð á 2. hæð, góðar innréttingar, suðursvalir. Verð kr. 7,9 millj. Frostafold 82 fm íbúð á 3ju hæð. Parket á stofu, rúmgott svefnherbergi. Verð kr. 9,8 millj. Hentar vel fyrir við- bótarlán. Nýbyggingar Grafarholt Um 121 fm hús á einni hæð og 20 fm bílskúr sem stendur sér. Húsið er fokhelt að innan í dag en fullbúið að utan. Góður staður. Ákv. 9,2 millj. húsbréf. Verð kr. 14,8 millj. Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta á Suðurlandi 175 fm þjónustuhús með matsal ásamt bar og gistingu á efri hæð. Arinn og gott útsýni. Einnig 9 heimilislegir gistiskálar í skógivöxnu landi. Gistirými samtals fyrir 50 manns. Íbúðarhús 110 fm sem er hæð, ris og kjallari. Samtals 11 hús. Frábærir möguleikar fyrir hugmyndaríkt fólk í ferða- þjónustu. Mjög góð langtímalán geta fylgt. Gistiheimili undir Jökli 25 herbergja gistiheimili með þremur sölum fyrir 150 manns í sæti. Bar, flatbökugerð og fullkomið eldhús. Þriggja herbergja íbúð fylgir með. Áhv. 20 millj. Verð kr. 33 millj. Tveggja herb. óskast í Kópavogi, Hlíðahverfi eða Vestubæ og mið- bæ Rvík. Staðgreiðsla í boði. F R Ó N F R Ó N F A S T E I G N I R Í F Y R I R R Ú M I SÍÐUMÚLA 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali Í Morgunblaðinu 20. júlí er yfirlýsing frá Jóni Steinari Gunn- laugssyni, lögmanni stofnfjáreigendanna fimm sem sömdu við Búnaðarbankann um yfirtöku á SPRON. Í yfirlýsingunni segir lögmaðurinn annars vegar að yfirtöku- samningurinn sé lög- mætur og hins vegar að samþykki stjórn SPRON ekki viðskipti á grundvelli samnings- ins verði hún einfald- lega sett af og önnur stjórn kosin, sem fari þá að vilja samningsaðilanna. Það vekur vissulega undrun að þekktur lögmaður skuli leyfa sér slíkan málflutning. Er af þessu til- efni nauðsynlegt að draga fram eft- irfarandi atriði úr greinargerð Fjár- málaeftirlitsins: Fjármálaeftirlitið segir m.a. að því væri „...heimilt og skylt að grípa til aðgerða gagnvart stjórn spari- sjóðs sem heimilaði framsal á stofn- fjárhlut skv. 18. gr. laga nr. 113/ 1996 ef það teldi að viðskiptin sam- rýmdust ekki lögum“. Fjármálaeftirlitið heldur áfram: „Í því verði á stofnfjárhlutum sem fram kemur í tilboði umsækjenda til stofnfjáreigenda verður að telja að felist vísbending um mat á heild- arverðmæti sparisjóðsins í breyttu umhverfi.“ Og í framhaldinu segir: „Þannig verði að tryggja hlutdeild sjálfseignarstofnunarinnar í verð- mætisaukningu sparisjóðsins og huga að jafnræði við stofnfjáreig- endur. Í framkomnum áformum hefur ekki verið sýnt fram á hlut- deild sjálfseignarstofnunarinnar í verðmætisaukningu sparisjóðsins.“ Síðar segir: „Ljóst er af fram- angreindum ákvæðum og skýring- um með þeim að stjórn sparisjóðs eru ætlaðar ríkar skyldur til að gæta hagsmuna sparisjóðsins og þeirra verðmæta sem þar myndast og ekki teljast til eigna stofnfjáreig- enda. Þannig ber stjórn sparisjóðs ennfremur að gæta hagsmuna sparisjóðsins gagnvart stofnfjáreig- endum og gæta þess að þeir taki ekki hagsmuni sína fram yfir hags- muni sparisjóðsins, jafnvel þótt stjórnin sæki umboð sitt til stofn- fjáreigenda, skv. 32. gr. laga nr. 113/ 1996. Um skyldur stofnfjáreigenda segir Fjármálaeftirlitið m.a.: „...bera þeir því ákveðnar skyldur gagnvart sparisjóðnum. Verður því að telja að þessum aðilum beri almennt að hafa hagsmuni sparisjóðsins í fyrirrúmi“. Í framhaldi af þessu segir síðan í greinargerðinni: „Með hliðsjón af umfjöllun hér að framan verður ennfremur að telja að við mat sitt beri stjórn að hafa hagsmuni spari- sjóðsins og viðskiptamanna hans að leiðarljósi en ekki hagsmuni ein- stakra stofnfjáreigenda eða við- semjenda þeirra. Ennfremur verður að meta hvort áætlanir sem tengjast framsali samrýmast hagsmunum sparisjóðsins. Þetta er sérstaklega brýnt þegar framsal stofnfjárhluta miðar að því að færa nýjum aðila yf- irráð yfir sparisjóðnum.“ Og um þetta efni er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins eftirfarandi: „Með hlið- sjón af framangreindu telur Fjármálaeftirlitið að framkomin tillaga fyrir fund stofnfjáreig- enda um að stjórn SPRON lýsi því yfir að hún muni ekki standa gegn framsali stofn- fjárhluta í sjóðnum gangi gegn 18. gr. laga nr. 113/1996. Jafn- framt telur Fjármála- eftirlitið að stjórn sparisjóðsins beri við ákvörðun um framsal á stofnfjárhlutum að gæta hagsmuna sparisjóðsins um- fram hagsmuni stofnfjáreigenda. Meðal annars beri stjórn að hafna framsali á stofnfjárhlutum ef ekki er sýnt fram á að sparisjóðurinn, þ.e. sá hluti hans sem ekki er stofnfjár- eign, muni njóta þeirrar verðmæt- isaukningar sem í áformunum fel- ast.“ Niðurstaðan getur vart verið skýrari. Stjórn sparisjóðs ber að hafna framsali á stofnfjárhlutum, ef sparisjóðurinn nýtur í engu þeirrar verðmætisaukningar sem í áformum um sölu felast og í yfirtökusamn- ingnum er ekki sýnt fram á að sparisjóðurinn nyti slíkrar hlut- deildar. Auk þess er samningur Búnaðarbankans og fimmmenning- anna grundvallaður að hluta til á því að fundur stofnfjáreigenda sam- þykki tillögu sem Fjármálaeftirlitið telur andstæða lögum. Samningur- inn er því ekki lögmætur, þrátt fyrir fullyrðingar lögmannsins, enda fellst Fjármálaeftirlitið ekki á hann, svo sem samningsaðilar fóru fram á. Ef stjórn sparisjóðsins samþykkir framsal á grundvelli yfirtökusamn- ingsins hlýtur Fjármálaeftirlitið að telja sér skylt að grípa til aðgerða gagnvart stjórninni. Af löngum og góðum kynnum við stofnfjáreigendur í SPRON vil ég trúa því að þeir ætlist til þess að stjórn sparisjóðsins fari að lögum. Ólöglegt yfirtökutilboð Jón G. Tómasson Sparisjóðir Samningurinn er því ekki lögmætur, segir Jón G. Tómasson, þrátt fyrir fullyrðingar lög- mannsins, enda fellst Fjármálaeftirlitið ekki á hann, svo sem samn- ingsaðilar fóru fram á. Höfundur er formaður stjórnar SPRON. KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfsins einu sinni í mánuði í sumar. Allir velkomnir. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgar- neskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.