Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVO sem greint hef- ur verið frá í fréttum, hefur Fjármálaeftirlitið nú komist að þeirri aug- ljósu niðurstöðu, að engin lagafyrirmæli standi því í vegi, að eig- endur stofnfjár í spari- sjóði selji það öðrum að- ila á því verði sem þeir koma sér saman um. Það er reyndar skrítið að þetta einfalda máls- atriði skuli hafa vafist fyrir einhverjum. Ástæðan er sjálfsagt sú, að aðilar sem hafa viljað vernda sína eigin að- stöðu og hagsmuni hafa ekki átt í önnur hús að venda en halda því fram að slík viðskipti væru bönn- uð. Það hefur hins vegar vakið meiri athygli að hlýða á viðskiptaráðherra og raunar nokkra alþingismenn tjá sig um þetta. Meðal þeirra eru nokkr- ir sem hafa boðið fram krafta sína í þjóðarþágu á þeirri forsendu að þeir væru góðir verndarar frelsis í við- skiptum og aðhylltust þá lögvernd eignarréttinda, sem sjálf stjórnar- skráin kveður á um. Skilja má mál- flutning þessara aðila þannig, að til standi að flytja á Alþingi í haust laga- frumvarp, sem banni eigendum stofn- fjár í sparisjóði að selja það á hærra verði en framreiknuðu stofnverði. Er heimilt að setja lög um fjárhæð kaupverðs? Ætli þetta sé hægt? Ætli löggjaf- anum sé heimilt að setja í lög ákvæði, sem banna það verð í löglegum við- skiptum milli manna, sem þeir sjálfir koma sér saman um, ef það fer fram úr því verði sem löggjafinn ákveður? Enginn efast um að stofnfé í spari- sjóði er eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrár- innar, sem verndar eignarréttinn, enda keypt fyrir beinharða peninga. Þessi eign nýt- ur því allrar þeirrar verndar sem eignar- réttindi almennt njóta samkvæmt stjórnar- skránni. Í þeirri vernd felst alveg örugglega bann við, að löggjafinn ákveði verð í viðskiptum með eignir manna. Í texta 72. gr. stjórnar- skrár er sérstaklega vikið að rétti manna til að fá „fullt verð“ fyrir eignir sem verndar njóta. Hvaða verð ætli það sé? Ætli það sé kannski það verð, sem aðrir eru tilbúnir til að greiða þeim í löglegum viðskiptum með eignina? Játandi svarið við þess- ari spurningu blasir við. Það er því augljóst, að Alþingi hefur ekki heim- ild til að setja lagaákvæði með því efni, sem viðskiptaráðherra og nokkr- ir verndarar frelsisins í hópi alþing- ismanna virðast nú vilja. Dæmi úr sögu sparisjóða Það er annars fróðlegt í tengslum við orðræðurnar þessa dagana um sögu sparisjóðanna og afstöðu stofn- fjár- eða ábyrgðaraðila sparisjóða til eigin fjár þeirra, að skoða ofurlítið dæmin sem þekkjast úr löggjöf síð- ustu áratuga um breytingu á spari- sjóðum í hlutafélög. Með lögum nr. 46/1960 var heimilað að breyta Verzl- unarsparisjóðnum í Verzlunarbanka Íslands hf. Með lögum nr. 46/1962 var heimilað að breyta Samvinnuspari- sjóðnum í Samvinnubanka Íslands hf. Og með lögum nr. 71/1971 var heim- ilað að breyta Sparisjóði alþýðu í Al- þýðubankann hf. Í öllum þessum til- vikum var sá háttur hafður á að aðilar sem tengst höfðu þessum sparisjóð- um skyldu safna hlutafé „innan sinna vébanda“. Þetta voru Verslunarráð Íslands, Félag íslenskra stórkaup- manna og Kaupmannasamtök Ís- lands í tilviki Verslunarbanka Íslands hf., Samband íslenskra samvinnu- félaga í tilviki Samvinnubankans hf. og Alþýðusamband Íslands í tilviki Alþýðubankans hf. Síðan var ákveðið að ábyrgðarmenn viðkomandi spari- sjóðs skyldu hafa forgangsrétt til að skrifa sig fyrir hlutafé. Í dæmi Versl- unarbanka Íslands hf. höfðu ábyrgð- armenn þennan rétt „að tiltölu við nú- verandi hlut þeirrra í heildarábyrgðarfé Verslunarspari- sjóðsins“. Í hinum tveimur dæmunum höfðu ábyrgðarmennirnir forgangs- rétt til að skrifa sig fyrir hlutum „sem nemi allt að tífaldri fjárhæð hluta þeirra í heildarábyrgðarfé“ viðkom- andi sparisjóðs. Í öllum tilvikunum þremur var svo kveðið á um, að hinn nýstofnaði banki skyldi taka við öllum eignum, skuldum og ábyrgðum við- komandi sparisjóðs. Í engu tilviki var kveðið á um stofnun sjálfseignar- stofnunar til að eignast eigið fé spari- sjóðanna á þeirri forsendu, að enginn ætti tilkall til þess. Þetta fé rann ein- faldlega til hinna nýstofnuðu hluta- félaga, þannig að hluthafar þeirra urðu í gegnum hlutafé sitt eigendur að því. Þeir einstaklingar sem verið höfðu ábyrgðarmenn sparisjóðanna nutu hér forgangs. Þetta voru sam- bærilegir aðilar við stofnfjáreigendur í öðrum sparisjóðum. Eini munurinn var sá, að ábyrgðarmenn höfðu ekki lagt fram fé til sparisjóðs heldur tek- ist á hendur takmarkaða ábyrgð á skuldbindingum hans, sem er að sjálf- sögðu veikara framlag. Má því segja að verðleikar þeirra til að eignast þessa hlutdeild í eigin fé sparisjóðs hafi verið minni en stofnfjáreigenda nú, vilji menn á annað borð leggja slíkan mælikvarða á málin. Af þessum dæmum er ljóst, að það tjáir lítið fyrir málflytjendur í deilum dagsins að skreyta sig með hátíðleg- um ræðum um sögu sparisjóðanna eins og sumir þeirra gera. Þau dæmi sem hér voru nefnd sýna, að spari- sjóðsaðilum hefur jafnan verið ætlað- ur fullur eignarhlutur í eigin fé spari- sjóðs við breytingar í hlutafélög. Þetta mættu þeir alþingismenn, sem nú hampa valdi sínu, hafa í huga. Gild- ir þá einu hvort þeir eru ráðherrar eða óbreyttir. Hinu mega menn svo ekki gleyma, að í viðskiptahugmynd- um fimm stofnfjáraðila í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis er ekki gert ráð fyrir neinni síkri hlutdeild. Þær hugmyndir virða að öllu leyti það fyrirkomulag laganna frá 2001, að eigið fé sparisjóðs, sem ekki tilheyrir stofnfjáreigendum, skuli leggjast í sjálfseignarstofnun og verða varið þaðan til menningar- og líknarmála. Um göfuga fjármálastarfsemi Sannleikur málsins er sá, að spari- sjóðir hafa með tímanum orðið ósköp venjulegar fjármálastofnanir með öll sömu markmið og aðrar slíkar. Það er sérlega kaldhæðnislegt, að hlýða á fyrirsvarsmenn SPRON þessa dag- ana lýsa starfsemi þess tiltekna spari- sjóðs á þann veg, að sérstakur andi ungmennafélaganna hafi ráðið þar ríkjum. Allir sem með fylgjast vita vel, að SPRON er rekinn af fullri hörku á fjármálamarkaði. Þessa dag- ana eru raunar sagðar fréttir af Nan- oq-málum sem sýna þetta. Þar er ekki verið að gæta hagsmuna starfs- manna, sem misstu vinnuna, né byrgja, sem töpuðu miklu fé vegna allsherjarveðs SPRON. Þetta er dæmi úr hinum harða fjármálaheimi, sem SPRON tekur þátt í af fullum krafti. Kristilegt hugarfar kemur þar ekkert við sögu. Fyrir liggur líka, að SPRON er rekinn í nánum tengslum við harðsnúnasta fyrirtækið á íslensk- um fjármálamarkaði, Kaupþing banka hf. Starfsemi þess er raunar rekin undir stjórn sparisjóðsstjórans Guðmundar Haukssonar, sem situr sem stjórnarformaður í Kaupþingi banka hf. á grundvelli hlutafjáreignar SPRON. Dæmi eru um að starfsemi þessa fyrirtækis hafi verið að minnsta kosti alveg á mörkum þess sem lög- legt má teljast. Svo var áreiðanlega um aðferðirnar sem það beitti til að eignast hlutafé í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. á sínum tíma, þegar fyrirtækið notaði kennitölur við- skiptavina sinna, sem höfðu fé í vörslum þess, skrifaði þá fyrir hlutafé og keypti það svo af þeim aftur, án þess að þeir fengju nokkra vitneskju um þessi viðskipti. Kannski löggjaf- inn vilji gera sérstakar ráðstafanir með löggjöf til að tryggja að eigið fé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verði áfram nýtt í þágu svo göfugrar fjármálastarfsemi? Hver veit? Valdi hampað Jón Steinar Gunnlaugsson SPRON Kannski löggjafinn vilji gera sérstakar ráðstaf- anir með löggjöf, spyr Jón Steinar Gunn- laugsson, til að tryggja að eigið fé Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis verði áfram nýtt í þágu svo göfugrar fjármálastarfsemi? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fornleifarannsókn- ir þær sem Steinunn J. Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hefur unnið að á Aust- urlandi síðustu 6 ár í tengslum við doktors- verkefni sitt „Mörk heiðni og kristni“ hafa vakið athygli og varp- að nýju ljósi á þá þró- un sem varð á trú- skiptatímabilinu. Ég hef átt þess kost sem leikmaður að fylgjast með störf- um Steinunnar þann tíma sem hún hefur unnið á Austurlandi og hef sannfærst um að hún er vandvirkur og hug- myndaríkur vísindamaður. Því varð ég undrandi þegar ég las í Morgunblaðinu 12. maí sl. mat á verkum hennar, en þar var verið að vitna í svokallað sérfræði- álit dómnefndarmanna sem fjöll- uðu um hæfi umsækjanda um stöðu lektors í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Þar var vitnað beint í dómnefndarálitið, og er þá verið að fjalla um drög að dokt- orsritgerð Steinunnar. Þar segir; – „að það lýsi skorti á sjálfsgagnrýni og nánast dóm- greindarleysi að halda að svo hroðvirknislegt og ófullburða verk geti orðið til fram- dráttar umsókn um starf í háskóla.“ Steinunn þurfti ekki ein að hlíta aðför að fræðimannsheiðri sín- um heldur var hún þar í hópi þriggja vís- indamanna sem höfðu vogað sér að sækja um umrædda stöðu á móti óskabarni dóm- nefndarinnar. Eftir að hafa lesið fréttina kynnti ég mér tiltæk gögn sem málið varða og hef farið í gegnum álit dómnefndarinnar og þar á meðal umsögnina um Stein- unni J. Kristjánsdóttur sem dró umsókn sína til baka. Þá hef ég lesið andmæli dr. Margrétar Her- manns Auðardóttur og svör dóm- nefndarinnar við andmælum henn- ar og dr. Bjarna Einarssonar. Eftir að hafa kynnt mér þessi gögn þá virðist mér sem hugtakið einkavinavæðing hafi öðlast nýja vídd. Það vakna ýmsar spurningar þegar atburðarásin í kringum þessa stöðuveitingu er skoðuð. Það er auglýst lektorsstaða í fornleifafræði. Samhliða er skipuð dómnefnd til að fjalla um umsókn- irnar og ef marka má andmæli þeirra sem skiluðu inn athuga- semdum við fyrsta álit dómnefnd- arinnar þá er hún skipuð sam- starfsaðilum og vildarvinum eins umsækjandans. Til að tryggja örugglega að rétt- ur maður verði ráðinn er ekki látið nægja að hlaða þann útvalda lofi, heldur eru aðrir umsækjendur vegnir og léttvægir fundnir þannig að sumt af því sem um þá er sagt jaðrar við atvinnuróg. Það er síðan einkennileg tilvilj- un að álit dómnefndarinnar lendir í höndum blaðamanns Morgun- blaðsins og þar birtast svæsnustu ummælin sem dómnefndin sendir frá sér, um þá umsækjendur sem ekki voru í náðinni. Þar með eru þeir sem voguðu sér að sækja um stöðu á móti dr. Orra Vésteinssyni og þurfa að keppa við hann og einkavini hans um rannsóknarverkefni í fornleifa- fræði næstu árin stimplaðir sem vanhæfir. Dr. Margrét Hermanns Auðar- dóttir og dr. Bjarni Einarsson nýttu sér andmælarétt sinn og skiluðu inn athugasemdum við dómnefndarálitið eins og það fór til Morgunblaðsins. Steinunn kaus hins vegar að draga umsókn sína til baka og undrar engan sem les dómnefnd- arálitið og svörin sem andmælend- ur fá að hún skyldi veigra sér við því að eiga frekari samskipti við hina virðulegu dómnefnd. Í þeirri útgáfu dómnefndarálit- sins sem lá til grundvallar frétt Morgunblaðsins er farið allítarlega í doktorsritgerð Steinunnar J. Kristjánsdóttur. Þar er farið yfir efnið og lagt mat á efnisinnihald. Í nokkrum atriðum vitnar dóm- nefndin mjög frjálslega til heim- ilda eða þá að hún hefur undir höndum gögn sem hvergi hafa birst. Ég nefni hér tvö dæmi. Í „álitinu“ er vísað til þess að í prestaskrá Páls biskups Jónssonar sem talin er frá um 1200, sé Dvergasteinn eina prestskylda kirkjan í Seyðisfirði. Þarna er litið framhjá og ekki getið athuga- semda útgefanda íslensks forn- bréfasafns þar sem bent er á ann- marka þess að telja skrána tæmandi heimild. Elsta heimild um Þórarinsstaði í Seyðisfirði er talin frá miðri fjór- tándu öld og er í svokallaðri Híta- rdalsbók. Þetta er afskrift gerð eftir fornri máldagabók í Skálholti. Þar segir að, – Hinn heilagi Ólafur kongur á tvo hluti í Þórarinsstöð- um, þar fylgir kýr og tvær ær, alt- arisklæði og tvær klukkur. Það fer varla á milli mála að hér er vitn- isburður um aflagða kirkju það sannar klukkueignin og altaris- klæðið. Í máldagabók Vilchins Skál- holtsbiskups frá 1397 er ofan- greind tilvitnun óbreytt að öðru leyti en því að yfirskrift máldag- ans er Seyðarfjörður og talað er um „hinn heilaga Ólaf kong í Seyð- arfirði“ sem eigi tvo hluti í Þór- arinsstöðum. Þarna gægist fram hið forna heiti jarðarinnar. Dómnefndin fullyrðir að á 14. öld hafi verið kirkja í Firði í Seyð- isfirði sem átt hafi hlut í Þórarins- stöðum. Ég fæ ekki betur séð en hér sé um hugarfóstur dómnefnd- arinnar að ræða. Fjarðar í Seyðisfirði er fyrst getið í kaupbréfi frá 1523 þar er Þórarinsstaða eða kirkju í Firði að engu getið, þrettán árum seinna gengur dómur um eignarhald Fjarðar þar sem ekkert er minnst á kirkju eða bænhús á jörðinni. Mér virðist að „álitið“ geti borið bærilega þá einkunn sem dóm- nefndin gaf verkum Steinunnar J. Kristjánsdóttur, þar sem hún seg- ir; „Engu að síður hefur maður steklega á tilfinningunni að rétt eins og viðurinn sem rekur fyrir tilviljun að landi á austurströnd Íslands, séu sönnunargögnin sem hér eru grafin upp, langt að komin og aðeins notuð eftir eigin höfði heimamanna.“ (les. dómnefndar- innar). Það er ljóst að Háskóli Íslands ber ábyrgð á því að fyrrgreindu dómnefndaráliti var komið í hend- ur fjölmiðla. Hver sem tilgangur- inn var með því að rjúfa trúnað við umsækjendur er ljóst að þeir hafa skaðast. Það er skylda Háskóla Ís- lands að biðja umsækjendur op- inberlega afsökunar á þessum vinnubrögðum. Hlutur Morgunblaðsins er blaðinu ekki samboðinn. Á því hvílir sú skylda að rétta hlut þess fólks sem blaðið átti þátt í að sverta með því að birta valda óhróðurskafla úr þessu dæmalausa áliti. Blaðið hefur með viðtali við dr. Margréti Hermanns Auðardóttur gefið henni tækifæri til að skýra sitt mál. Dr. Bjarni Einarsson og Steinunn J. Kristjánsdóttir liggja óbætt hjá garði. Einkavinavæðing út yfir gröf og dauða Hrafnkell A. Jónsson Trúnaður Hver sem tilgangurinn var með því að rjúfa trúnað við umsækj- endur þá er ljóst að þeir hafa skaðast, segir Hrafnkell A. Jónsson. Það er skylda Háskóla Íslands að biðja um- sækjendur opinberlega afsökunar á þessum vinnubrögðum. Höfundur er héraðsskjalavörður á Egilsstöðum. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.