Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 21 Tölvuskóli Til sölu nýlegur og frábær tölvuskóli sem er með nýlegan útbúnað, frábær ný skólagögn sem einnig eru seld á hinum almenna markaði í miklu magni. Mikil aðsókn er að skólanum. Kennarar eru undirverktak- ar, hópur af vel menntuðum sérfræðingum. Arðsamt fyrirtæki sem selst eingöngu vegna mikilla anna eigandans. Glæsilegt húsnæði í sanngjarnri leigu. Frábær aðstaða. Mikill hagnaðartími framundan. Rafeindavirkjar Til sölu eitt elsta rafeindaverkstæði landsins vegna veikinda eig- anda en sami eigandi hefur verið frá upphafi. Sérhæfir sig í tal- stöðvum og þess háttar tækjum og er þekktur. Húsnæðið fylgir ekki. Góð mælitæki. Selst ódýrt.                             STOFNUN Sigurðar Nordals og Norræna húsið gangast fyrir al- þjóðlegri ráðstefnu um Hringa- dróttins sögu eftir J.R.R. Tolkien og tengsl hennar við norrænan menningararf í tilefni af því að gerðar hafa verið þrjár kvik- myndir eftir sögunni. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík dagana 13.–14. sept- ember. Viðfangsefni verða: Hringadróttins saga og helstu mýtur hennar; tengsl hennar við norrænan menningararf; sam- anburður á úrvinnslu Tolkiens og Nóbelsverðlaunahafanna Halldórs Laxness og Sigrid Undset á þess- um arfi; skír- skotun verka þeirra til rit- unartímans og siðfræði skáld- verkanna. Auk íslensku eru tungumál ráðstefnunnar enska og skand- ínavísk mál. Fyrirlesarar verða: Ármann Jakobsson, Liv Bliksrud, Eiríkur Guðmundsson, Terry Gunnell, Helga Kress, Lars Huldén, Jón Karl Helgason, Gun- hild Kværness, Tom Shippey, Olav Solberg, Sveinn Haraldsson, Andrew Wawn og Matthew Whelpton. Síðdegis 13. september gefst þátttakendum kostur á að fara í ferð að Reykholti í Borgarfirði. Þátttöku í ráðstefnunni og ferð- inni þarf að tilkynna fyrir 31. ágúst, á skrifstofu Stofnunar Sig- urðar Nordals og á heimasíðu hennar: http://www.nordals.hi.is. Á heimasíðunni er einnig að finna dagskrá þingsins. Norræni menningarmálasjóð- urinn, Clara Lachmanns fond og Letterstedtska föreningen styðja ráðstefnuna. Ráðstefna um Hringadróttins sögu J.R.R. Tolkien Í TILEFNI listahátíðar Seyðis- fjarðar, „Á seyði“, hýsir Seyðisfjarð- arskóli sýningu á fjórum olíumálverk- um eftir fjóra listamenn, þau Björgu Örvar, Gunnar Karlsson, Jón Axel Björnsson og Valgarð Gunnarsson. Fjórmenningarnir útskrifuðust sam- an úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og hafa síðan skapað sér ágætis orðstír í íslenskum listheimi. Sýningin nefnist „170 x hringinn“ og er farandsýning, en listamennirnir kunna þó að skipta út myndum á milli sýninga. Áður var hún í Borgarnesi, Ísafirði og Akureyri og mun svo halda til Hafnar, Vest- mannaeyja og Reykjavíkur. Málverk- in eiga það sameiginlegt að vera 170 x 170 cm að stærð og þaðan er yfirskrift sýningarinnar fengin. Hún hefur tvö- falda merkingu. Annars vegar er það að sýningin ferðast hringveginn og hins vegar að hvert málverk er 170 cm á alla kanta, eða allan hringinn. Fyrsta málverkið sem blasir við þegar maður gengur inn í sýningar- rýmið er „Hvíldarstaður“ eftir Björgu Örvar. Verkið er abstrakt að forminu til, en minnir á framandi heim sem getur bæði tilheyrt „míkró“ og „makró“ kosmós. Efnisáferðin er klísturleg sem er í góðu samræmi við formin og ýtir undir hugmynd um að þau séu lífræn. Það form sem þekur mestan hluta myndarinnar minnir mjög á leggöng en gæti líka verið hol inn í aðra vídd. Rykkjóttar línur um- hverfis formið gætu því verið tauga- kerki eða rafstraumar. Þannig má lengi lesa í verkið og leyfa hugarflug- inu að ráða ferðinni. Til móts við verk Bjargar er mál- verk Valgarðs Gunnarssonar, „Tútt- ustýrið“. Það er einnig abstrakt, en óhjákvæmilega skoðar maður verkið með titilinn í huga sem er sennilega sprottinn af upplifun Valgarðs á form- inu. Á miðjum myndfletinum er hring- form sem er eflaust „stýrið“ og innan hringsins eru „túttu“-löguð form í anda þýska skúlptúristans Hans Arp. Stílbrigði Valgarðs, sem eru skreyti- kennd með þurri áferð, stundum eins og þéttur þurrpastel, heilla mig venju- lega mest við verk hans. En í „Tútt- ustýrinu“ er lita- og formfræðin ekki síður heillandi. Í málverkum Jóns Axel Björnsson- ar eru oft fígúrur sem virðast hafa villst inn í abstraktmálverk og er tit- illaust verk hans á Seyðisfirði í þeim anda. Myndflöturinn er grófmálaður í hvítum lit með svörtum abstrakt formum. Neðarlega á fletinum eru hendur í teiknimyndastíl sem steyta hnefum eins og hópur manna sé að hrópa skammaryrði að einhverjum sem stendur utan myndflatarins. Jón Axel hefur gott auga fyrir myndbygg- ingu og þykir mér hann jafnan svolítið hrekkjóttur málari, þótt vissulega liggi alvara að baki. Málverk Gunnars Karlssonar nefn- ist „Fallinn engill“. Það er andlits- mynd af nefstórum manni sem minnir allnokkuð á söngvarann Boy George, sem ég veit ekki hvort er með vilja gert hjá listamanninum eða ekki. Á höfði hans liggur lítill skeggjaður eng- ill, kæruleysislegur á svip. Myndin er skopleg og ber merki um nýjar og skemmtilegar brautir hjá listamann- inum sem áður hefur unnið með held- ur dramatískara myndmál. Léttleiki er yfir sýningu þessara fjögurra fyrrverandi skólafélaga sem ekki hafa sýnt saman síðan á útskrift- arsýningu MHÍ fyrir 23 árum. Rétt er að geta þess að í Seyðis- fjarðarskóla er einnig sýning um sögu olíuskipsins El Grillo sem var sökkt í höfn bæjarins á stríðsárunum. Sem myndlistargagnrýnandi er það ekki hlutverk mitt að fjalla um heimildar- sýningar en ég vil þó hvetja þá sem eiga leið um bæinn að líta á sýning- arnar báðar, sér til ánægju og fróð- leiks. Á ferð allan hringinn Morgunblaðið/Ransu „Fallinn engill“ eftir Gunnar Karlsson og málverk án titils eftir Jón Ax- el Björnsson á málverkasýningunni sem haldin er í Seyðisfjarðarskóla. MYNDLIST Seyðisfjarðarskóli Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14–18. Henni lýkur 11. ágúst. MÁLVERK BJÖRG ÖRVAR, GUNNAR KARLSSON, JÓN AXEL BJÖRNSSON OG VALGARÐUR GUNNARSSON Jón B. K. Ransu Bláa handklæðið hefur að geyma ljóð sex skálda og nafn bókarinnar er jafnframt nafn ljóðskáldahóps- ins. Ljóðin eru á þremur tungu- málum: ensku, hollensku og ís- lensku. Skáldin sem mynda hópinn eru Birgir Svan Símonarson, Draumey Aradóttir, Jeremy Dodds, Joop Ver- haaren, Páll Biering og Unnur Sólrún Bragadóttir. Á fundi hópsins sem haldinn var í Danmörku í júlí voru tveir nýir með- limir teknir í hópinn: Þórdís Rich- ardsdóttir og Helen Halldórsdóttir, sem báðar búa í Svíþjóð. Helen var kosin forseti hópsins og verður næsti fundur haldinn í Svíþjóð að ári og mun Svíþjóðardeildin skipuleggja næsta átaksverkefni, segir í fréttatilkynn- ingu. Útgefandi er ljóðskáldahópurinn Bláa handklæðið. Bókin er 97 bls. Hún er fáanleg í bókabúðum Máls og menningar á Laugavegi og hjá skáld- unum. Ljóð Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.