Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ú T S A L A 15-70% afsláttur Stærðir 36–54 (S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18, lokað á laugardögum í sumar Sími 567 3718                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ (áður Heilsuhælið) í Hveragerði, sem starfrækt hefur verið frá árinu 1955, er veitt bæði sér- hæfð og almenn endurhæfing eftir slys og sjúkdóma, svo sem hjarta- áföll, krabba- meinsmeðferð, gigtsjúkdóma og liðaðgerðir. Einn- ig er í boði hvíld- ar- og hressing- ardvöl. Við stofnunina vinnur fjöldi sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna, þar á meðal læknar, sjúkraþjálfarar, íþróttakennarar, hjúkrunarfræðing- ar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, næringarfræðingur og sálfræðingur. Á meðferðardeildum er veitt hefð- bundin sjúkraþjálfun, sjúkranudd og nálastungur, ásamt heilsuböðum, víxlböðum og leirböðum. Góð heilsu- ræktaraðstaða er í Heilsustofnun þar sem hægt er að stunda alhliða heilsurækt. Einnig eru fallegar gönguleiðir í nágrenninu. Þarfir, lífsgæði og markmið Öll höfum við mismunandi þarfir og reynum að ná mismunandi mark- miðum í lífinu. Sumt tekst okkur en annað breytist af ýmsum ástæðum. Flestum finnst það tákn um lífsgæði að geta gert það sem mann langar til að gera. Stundum reynist erfitt að ná settum markmiðum, t.d. vegna sjúkdóma eða slysa. Einkenni sjúk- dóma geta einnig komið fram við of mikið andlegt eða líkamlegt álag. Þetta leiðir til þess að við erum ekki eins vel í stakk búin og áður til að stunda vinnu, sinna fjölskyldunni eða njóta frístunda. Þá getur verið nauðsynlegt að fá sérhæfða hjálp til að bæta getu okkar og styrkja það heilbrigða í okkur svo að við getum notið þess sem við viljum kalla lífs- gæði. Grundvallarmarkmið Heilsustofn- unar NLFÍ er að bæta andlegt og líkamlegt atgervi dvalargesta og efla eigin lækningamátt líkamans með fræðslu um heilsusamlegt líf- erni, neyslu hollrar fæðu og líkams- rækt. Reynsla og árangur Reynslan sýnir að dvöl í Heilsu- stofnun hjálpar fólki sem er haldið alls kyns sjúkdómum og vanlíðan. Þar er þeim sem vilja breyta lifn- aðarháttum sínum hjálpað til að vinna bug á svokölluðum „menning- arsjúkdómum“ svo sem streitu og þeim sem fylgja röngu mataræði. Áhersla er lögð á fræðslu, með for- varnir í huga, og fólki er kennt að skilja gang og eðli sjúkdóma og læra að lifa með því sem ekki er hægt að lækna til fulls. Dvalarbeiðnir Beiðni um dvöl í Heilsustofnun þarf að koma frá lækni og henni þurfa að fylgja læknisfræðilegar upplýsingar um umsækjanda. Með slíkum upplýsingum er hægt að velja rétta meðferð og ráðleggja hæfilegan dvalartíma. Ekki þarf beiðni frá lækni til þátttöku í vik- unámskeiðum gegn streitu (Heilsu- dagar) og námskeiðum gegn reyk- ingum sem eru haldin í Heilsustofnun. Næsta námskeið til hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja verður haldið vikuna 18. til 25. ágúst nk. Nánari upplýsingar í Heilsustofnun NLFÍ. ANNA PÁLSDÓTTIR, upplýsingafulltrúi HNLFÍ. Að njóta lífsins Frá Önnu Pálsdóttur: Gjafabrjóstahöld Meðgöngufatnaður í úrvali Þumalína, Skólavörðustíg 41 Meðgöngufatnaður meðgöngubelti - brjóstahöld Þumalína, Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.