Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 13 Öflugt bætiefni Ath. 24 mg í hverjum belg www.islandia.is/~heilsuhorn Fyrir augun SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Það er óþarfi að hafa líka áhyggjur af bílaviðskiptum Traustir fjölskylduvinir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 34 0 07 /2 00 2 BMW 320 Coupe. Skráður: Október 2001. Vél: 2000 cc, 5g. Ekinn: 5000 km. Litur: Svartur. Verð: 3.670.000 kr. Útbúnaður: Leður,sóllúga, viðarinnrétting, sportsæti, álfelgur ofl. Mitsubishi Pajero GLS DID Skráður: Júní 2000. Vél: 3200 cc, ssk. Ekinn: 78.000 km. Litur: Blár. Verð: 3.960.000 kr. Toyota Landcruiser 90 Skráður: Nóvember 2000. Vél: 3000 cc, 5g. Ekinn: 50.000 km. Litur: Svartur/Grár. Verð: 3.690.000 kr. Útbúnaður: 35" breyting, varadekkshlíf, grillgrind ofl. Volkswagen Golf GT VR6 Árgerð: 2000. Vél: 2800 cc, 5g. Ekinn: 18.000 km. Litur: Svartur. Verð: 2.250.000 kr. Útbúnaður: Álfelgur, sól- lúga ofl. Audi A8 Quattro. Árgerð: 1995. Vél: 4200 cc ssk. Ekinn: 129.000 km. Litur: Dökkgrár. Verð: 2.990.000 kr. Einn með öllu. Við bjóðum áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti. Allir notaðir bílar hjá okkur fara í gegnum strangt skoðunarferli. 14 daga skiptiréttur. Ókeypis skoðun eftir fyrstu þúsund kílómetrana. Allt að eins árs ábyrgð á notuðum bílum. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í síma 570 5070. KRAKKARNIR á myndinni komu á dögunum fram á skemmtun hjá Hjálpræðishernum á Akureyri í því skyni að safna fé til styrktar ABC hjálparstarfi. Þau söfnuðu alls 3.899 krónum sem þegar hafa verið lagðar inn á reikning ABC, og eiga að renna til 11 eða 12 ára stúlku sem heitir Jayja og býr á Heimili litlu ljósanna, sem svo er kallað. „Við skipulögðum skemmtun; leikrit, brúðuleikhús og fleira og það var selt inn. Við auglýstum þetta úti í bæ og það komu bæði fullorðnir og krakkar. Að vísu ekki mjög margir, en það getur vel verið að við höldum aðra skemmtun,“ sagði Þorsteinn Sævar Krist- jánsson, sem kvaðst vera talsmaður hópsins. Krakkarnir eru, frá vinstri á myndinni: Bjarki Freyr Jónsson, Ísak Herner Konráðsson, Þorsteinn Sævar, Valdís Eiríksdóttir og Íris Erlingsdóttir. ABC hjálparstarf er íslenskt, samkirkjulegt hjálparstarf, sem var stofnað árið 1988 af nokkrum kristnum einstaklingum og er markmið þess að veita hjálp sem kemur að varanlegu gagni, að- allega með því að gefa fátækum börnum kost á skólagöngu og heim- ilislausum börnum heimili. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Krakkar á Akureyri sem söfnuðu 3.899 krónum til ABC-hjálparstarfs á Indlandi með skemmtun hjá Hjálpræðishernum. Frá vinstri: Bjarki Freyr Jónsson, Ísak Herner Konráðsson, Þorsteinn Sævar Kristjánsson, Valdís Eiríksdóttir og Íris Erlingsdóttir. Söfnuðu fyrir Jayja á Indlandi TAP varð á rekstri íþróttafélags- ins Þórs samkvæmt fjögurra mán- aða uppgjöri og hefur Akureyr- arbær því tilkynnt forsvars- mönnum félagsins að rekstar- styrkur til félagsins verði ekki greiddur út um næstu mánaðamót. Samkvæmt samningi sem tók gildi um síðustu áramót og er við fjögur íþróttafélög í bænum skuldbinda þau sig til að reka starf sitt með hagnaði. Þá er þeim einnig skylt að ráðstafa hagnaði einstakra deilda til að mæta tapi annarra, en verði það ekki gert er bænum heimilt að draga úr fjárframlögum sínum. „Fjárhagur félagsins er með þeim hætti að það uppfyllir ekki skilyrði samningsins,“ sagði Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri. „Ég geri ráð fyrir að forsvars- menn félagsins muni gera okkur grein fyrir tillögum sínum varð- andi það með hvaða hætti tekið verði á vandanum.“ Akureyrarbær hefur gert samn- inga við fjögur íþróttafélög í bæn- um, Þór, KA, Golfklúbb Akureyrar og Skautafélag Akureyrar. Í hon- um felst að bærinn leggur félögun- um til fjármagn til að reka mann- virki, íþróttavelli og skrifstofur. Ýmis skilyrði eru í samningum af hálfu bæjarins varðandi rekstrar- styrkina, en þau lúta m.a. að ábyrgri fjármálastjórn og er bæn- um heimilt að hafa eftirlit með bókhaldi félaganna. Þeim er gert að skila ársfjórðungslega uppgjöri til fjármálastjóra ÍBA og sam- kvæmt fyrsta uppgjörinu varð tap af rekstri Þórs á umræddu tíma- bili. Skila tillögum um viðbrögð í lok vikunnar Jón Heiðar Árnason, formaður Íþróttafélagsins Þórs, sagði að tap hefði verið af rekstri hand- og körfuknattleiksdeilda félagsins á tímabilinu. „Við munum í lok vik- unnar skila inn tillögum til bæj- arins um á hvern hátt við munum bregðast við. Það er margt hægt að gera til að laga stöðuna og ég held að okkur muni takast að losa okkur úr snörunni,“ sagði Jón Heiðar. Hann sagði ferðakostnað félags- ins gífurlegan eða allt að 25 millj- ónir króna á ári. Félagið er með meistaraflokka í þremur greinum, knattspyrnu, handknattleik og körfubolta. Jón Heiðar sagði rekstur körfuknattleiksdeildar af- ar erfiðan og í raun þýddi hver leikur tap. Áhorfendur væru fáir og innkoman því afar lítil. Ekki hefði þó verið rætt af alvöru um að hætta rekstri deildarinnar. „Það þarf mikið að koma til ef við hætt- um þessu alveg,“ sagði hann. Félögin ekki í gjörgæslu Þröstur Guðjónsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, sagði að hin félögin þrjú sem gert hafi samninga við Akureyrarbæ hafi verið réttu megin við núllið í árs- fjórðungsuppgjörinu. „Við gerum okkur vonir um að þó svo Þór hafi fengið þessa viðvörun núna muni yfirvöld bæjarins setjast niður með stjórn Þórs og fara yfir málið og hvað hægt sé að gera í framtíð- inni. Menn verða að taka höndum saman, það er það eiga sem gild- ir,“ sagði Þröstur. Kristján Þór sagði að Akureyr- arbær væri ekki með hin félögin þrjú í gjörgæslu eins og haldið hefði verið fram. „Við styrkjum starfsemi íþróttafélaganna, en þau verða að spila úr þeim fjármunum sem þau fá eins og þeim þykir best og vera ábyrgð gerða sinna.“ Enginn rekstrar- styrkur til Þórs vegna tapreksturs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.