Morgunblaðið - 23.07.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.07.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Tómasson, aðalbanka- stjóri Búnaðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að bréf Sigurðar G. Guðjónssonar til sín, sem hann fékk síðdegis í gær, væri á misskilningi byggt. „Ég sagði í samtali mínu við blaðamann DV að Norður- ljós hefðu leynt bankann skil- málum sambankalánsins, ekki Sigurður G. Guðjónsson,“ sagði Árni. Hann ítrekaði að hann hefði ekki rætt um persónu Sigurðar G. Guðjónssonar í þessum efnum, heldur um fé- lagið Norðurljós. Árni lagði þó áherslu á að á þeim tíma sem samið var um lánveit- inguna til Norðurljósa á síð- asta ári hefði Sigurður G. Guðjónsson verið stjórnar- maður í Norðurljósum og lög- fræðingur félagsins og sem slíkum hljóti honum að hafa verið kunnugt um innihald samninga Norðurljósa og Búnaðarbankans. Bréf Sigurðar á misskiln- ingi byggt SIGURÐUR G. Guðjónsson for- stjóri Norðurljósa ritaði Árna Tómassyni, aðalbankastjóra Bún- aðarbankans, í gær bréf, þar sem hann gefur honum kost á að draga til baka fyrir kl. 19 í gær orð sín í DV sama dag, þess efnis að Sig- urður hafi leynt Búnaðarbankann skilyrðum sambankalánsins, ella höfði hann meiðyrðamál á hendur honum. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld sagði Sigurður að hann hefði ákveðið eftir samtal við Árna Tómasson í gær að framlengja þann frest sem hann veitti honum til að draga orð sín formlega og opinberlega til baka, til hádegis í dag. Hér á eftir birtist bréf Sigurðar orðrétt: „Austurstræti 101 Reykjavík B.t. Árna Tómassonar, aðal- bankastjóra. Reykjavík, 22. júlí 2002. Varðar: Frétt í DV 22. júlí 2002, undir fyrirsögninni Sigurður G. leyndi bankann skilyrðum sam- bankalánsins. Í tilgreindri frétt er eftirfarandi haft eftir yður, herra aðalbanka- stjóri: Það er ekkert launungarmál að Sigurður G. Guðjónsson leyndi okkur þeim skilyrðum fjölbanka- lánsins að fyrirtækinu væri óheimilt að efna til lántöku án samþykkis bankanna sem stóðu að lánveitingunni – segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðar- bankans. Við þessa fullyrðingu yðar er margt að athuga. Í fyrsta lagi kom ég hvergi að samningaviðræðum við Búnaðarbanka Íslands hf. í júlí á síðasta ári þegar þér fyrir hönd bankans ákváðuð að veita Norður- ljósum samskiptafélagi hf. lán að fjárhæð kr. 350.000.000 með ábyrgð Jóns Ólafssonar, Sigurjóns Sighvatssonar og Kaupþings hf. Einu samskiptin, sem ég hafði við Búnaðarbanka Íslands hf. á þeim tíma, er lánið var veitt, var að rita nafn Jóns Ólafssonar í hans umboði á víxla og önnur skjöl sem voru undanfari lánveitingar bank- ans og síðar að undirrita hinn end- anlega lánasamning 24. júlí 2001, sem stjórnarmaður í Norðurljós- um samskiptafélagi hf. Texti lána- samningsins kom frá lögfræðing- um Búnaðarbanka Íslands hf. Fullyrðing yðar við blaðamenn DV um að ég hafi leynt bankann einhverjum upplýsingum, sem skipt hefðu sköpum varðandi lán- veitinguna eru því rangar og fela í sér grófa aðdróttun í minn garð. Aðdróttun sem er refsiverð sbr. 235. og 236. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1940. Ég vil því beina því til yðar, herra aðalbankastjóri, að þér dragið þessa röngu staðhæfingu yðar formlega og opinberlega til baka fyrir kl. 19.00 í dag, 22. júlí 2002. Að öðrum kosti mun ég leita atbeina dómstóla til að ná fram nauðsynlegri leiðréttingu. Í nefndri frétt er og fullyrt að ástæða gjaldfellingar láns Búnað- arbanka Íslands hf. til Norðurljósa samskiptafélags sé þessi meinti óheiðarleiki minn. Af þessu tilefni leyfi ég mér að senda yður, herra aðalbankastjóri, ljósrit af bréfum lögfræðings Bún- aðarbanka Íslands hf. til Norður- ljósa samskiptafélags hf. frá 5. og 12. júní 2002, sem bæði varða gjaldfellingu lánsins. Hvergi í þessum bréfum er vikið að því að lánið sé gjaldfellt vegna þess að brostnar séu forsendur fyrir lán- veitingunni vegna þess að bankinn hafi verið leyndur mikilvægum upplýsingum af hálfu stjórnenda Norðurljósa samskiptafélags hf. þegar lánið var veitt í júlí 2002. Virðingarfyllst, Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri.“ Hótar meið- yrðamáli ÍSLANDSBANKI hefur stefnt Norðurljósum fyrir héraðsdóm vegna eftirstöðva 60 milljóna króna víxils. Áður hafði Landsbanki Ís- lands dregið til baka 265 milljóna króna yfirdráttarheimild félagsins og stefnt því fyrir héraðsdóm til inn- heimtu og Búnaðarbankinn hafði sömuleiðis gjaldfellt 350 milljóna króna lánasamning Norðurljósa og stefnt málinu fyrir dóm, eins og kom fram í kæru Sigurðar G. Guðjóns- sonar, forstjóra Norðurljósa, til Fjármálaeftirlitsins, sem birt var hér í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að félagið hafi greitt 20 milljónir króna af þessum víxli til Íslandsbanka, en 40 milljónir séu eftir, auk vaxta og kostnaðar. Ís- landsbanki hafi stefnt Norðurljósum fyrir héraðsdóm, því víxillinn hafi ekki verið greiddur upp á gjalddaga. „Þetta er nú ekkert stórmál. Við fengum þennan víxil lánaðan og við höfum frest fram til loka september- mánaðar til þess að skila greinar- gerð um málið í Héraðsdómi. Við ætlum að vera búnir að greiða víx- ilinn upp fyrir þann tíma,“ sagði Sig- urður í samtali við Morgunblaðið. Sigurður segir að það hafi sett ákveðið strik í reikninginn og riðlað greiðslum félagsins til Íslandsbanka að Norðurljós hafi nýverið fengið á sig 70 milljóna króna kröfur vegna gjaldþrots Sjónvarpsmarkaðarins, sem Stöð 2 hafi reyndar selt fyrir nokkrum árum og hann verið sam- einaður Sjónvarpskringlunni sem var í Ríkisútvarpinu. „Við fengum skuldabréf fyrir kaupverðinu, frá kaupandanum og útgefandinn var fyrirtækið sjálft,“ sagði Sigurður. Síðan hafi það gerst að Sjónvarpsmarkaðurinn hafi lent í vanskilum með þessi bréf og stjórn þess félags hafi beðið um gjaldþrota- skipti á því einhvern tíma í vetur. „Þetta leiddi til þess að þeir bank- ar og stofnanir sem höfðu keypt þessi skuldabréf af okkur höfðuðu mál og beindu kröfum sínum að Sjónvarpsmarkaðnum og Íslenska útvarpsfélaginu. Bréf þessi voru í eigu Þróunar- félagsins, Sparisjóðs vélstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Ég gerði dómsátt við alla þessa aðila í vetur, um að greiða gjaldfallnar afborganir sem væru í vanskilum ásamt áfölln- um kostnaði, 3. júní, og síðan gengur dómsáttin út á það að við megum halda áfram að borga af þessum bréfum í takti við þessa upphaflegu skilmála þeirra. Þetta var auðvitað gert í þeirri góðu trú að samkomu- lag væri að nást við bankana. Þetta eru það sem heita aðfararhæfar réttarsáttir,“ segir Sigurður. „Við höfum því ekki getað staðið við þetta samkomulag að fullu, en höfum borgað öllum þessum aðilum inn á þessi bréf og enginn þeirra hefur látið sér detta í hug að hagkvæmast væri fyrir þá að fara í harðar að- gerðir gegn okkur. Fyrir þá er meira virði að fá peningana frá fé- laginu jafnt og þétt og vinna þetta þannig með okkur.“ Íslands- banki stefnir Norður- ljósum greindar eru hér að neðan, að enginn aðili að láninu stofni til, taki eða leyfi að tekin verði önnur lán:“ Grein 19.14.4 er ein þeirra undantekninga sem tilgreindar voru hér að ofan og segir Sigurður G. Guðjóns- son, að það sé sú grein sem eigi við í tilvikinu um lánið úr Búnaðar- bankanum, en sú grein hljóðar svo: „óveðtryggðar skuldbindingar allt að fimm milljónir dollara, sem lántak- andinn stofnar til eftir 31. desember 1999, að fengnu samþykki fulltrúa sambankalánsins.“ Sigurður segir að hollenski bank- inn NIB Capital Bank hafi verið sá bankanna sem að sambankaláninu standa, sem hafi verið í forsvari fyrir lánveitendur sem eins konar umboðs- banki lánsins og forsvarsmenn Norð- urljósa hafi því einatt snúið sér beint til hans, þegar leita þurfti eftir heim- ildum, undanþágum eða einhverjum tilhliðrunum. „Þegar Jón Ólafsson var að semja um þetta lán hjá Bún- aðarbankanum í fyrra var þessi lán- taka kynnt fyrir erlendu bönkunum. Við brutum ekki ákvæði sambankal- ánsins með þessari lántöku. Við gerð- um bönkunum grein fyrir þessari lán- töku. Við vorum að leita eftir heimild SIGURÐUR G. Guð- jónsson, forstjóri Norð- urljósa, vísar því á bug að hann hafi haldið skil- yrðum sambankalánsins leyndum fyrir Búnaðar- bankanum, eins og Árni Tómasson, aðalbanka- stjóri Búnaðarbankans hefur fullyrt. „Ég kom hvergi við sögu, við þessa lántöku Norðurljósa í Búnaðar- bankanum í fyrra, heldur Jón Ólafsson og ég samdi ekki um þessi kjör,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að vísu rit- aði ég nafn Jóns Ólafssonar í hans umboði á víxla og önnur skjöl, sem voru undanfari lánveitingarinnar og síðar undir hinn endanlega lánasamn- ing sem stjórnarmaður í Norðurljós- um, en textinn kom frá lögfræðingum Búnaðarbankans.“ Sigurður var spurður hvaða ákvæði það væru í skilmálum sambankaláns- ins sem Búnaðarbankinn teldi Norð- urljós hafa brotið. Hann vísaði í hluta af texta lánsins, sem hann lét Morg- unblaðinu í té í gær og ítrekaði um leið að Norðurljós teldu sig engin ákvæði samningsins hafa brotið. Í texta sambankalánsins, grein 19.12, sem fjallar um skuldsetningu Norðurljósa segir orðrétt: „Lántakandinn skal tryggja, að frátöldum þeim undanþágum sem til- þeirra til þess að taka það. Þeir vita af tilvist þess og hafa gert sínar athuga- semdir við það og það hvernig við ætl- uðum að fara með þetta lán í endur- fjármögnuninni. En þeir hafa aldrei nýtt sér eina eða neina af þeim heim- ildum sem þeir hafa samkvæmt sambankalánasamningum til að setja stein í götu okkar,“ segir Sigurður. „Vandamálið er það, að við höfum ekkert skriflegt gagn í höndunum um að okkur hafi verið heimilt að ráðast í þessa lántöku, en erlendu bankarnir vissu af henni og þeir hafa ekki beitt neinu af þeim úrræðum sem þeir hafa, ef þeir telja okkur brjóta þá skil- mála sem sambankalánið kveður á um. Það er auðvitað gjaldfelling láns- ins fyrst og síðast sem er þeirra úr- ræði. Á þessum tíma, þegar þetta gerðist vorum við í miklum samskiptum við erlendu bankana, og skrifuðum þeim bréf, þar sem farið var fram á ým- iskonar tilhliðranir, undanþágur eða frávik, því þarna voru í raun hafnar viðræður um hvernig staðið yrði að endurfjármögnun Norðurljósa.“ Sigurður segist ekki vita um hvað Árni Tómasson hafi spurt Jón Ólafs- son í fyrra, þegar samið var um lánið úr Búnaðarbankanum, en hann hafi aldrei spurt sig eins eða neins, hvað varðar sambankalánið. „Ef Árni Tómasson dregur ekki fyrirsögnina í Dagblaðinu til baka fyrir kl. 19 í kvöld, þá fer ég í meiðyrðamál við hann. Það er nú ekki flóknara en svo. Ég ætla ekki að sitja undir því að ég hafi logið að Búnaðarbankanum,“ sagði Sigurður. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa Brutum ekki skilmála sambankalánsins Segir Norðurljós hafa gert bönkunum grein fyrir lántökunum Sigurður G. Guðjónsson MORGUNBLAÐINU barst á sunnudag eftirfarandi yfirlýsing frá Búnaðarbanka Íslands, sem undirrituð er af Árna Tómassyni bankastjóra og með ofangreindri fyrirsögn: „Búnaðarbankinn vísar á bug fullyrðingum um að hann hafi rofið bankaleynd og að bankinn sé þátttakandi í svokallaðri „að- för að Norðurljósum“. Fjárhagsstaða Norðurljósa hef- ur verið mikið til umræðu í sam- félaginu undanfarið. Hefur komið fram í fjölmiðlum að lánastofn- anir hafa áhyggjur af stöðu fé- lagsins. Landsbankinn stefndi Norðurljósum fyrir Héraðsdómi til innheimtu yfirdráttarláns í apríl sl. og einnig hefur félagið verið ávítt af Verðbréfaþingi fyr- ir að skila ekki ársreikningi inn fyrir tilskilinn frest. Í tengslum við þessi mál gjaldfelldi Bún- aðarbankinn 350 milljóna króna lán Norðurljósa vegna vanefnda félagsins á lánssamningi við bankann, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum af hálfu for- stjóra Norðurljósa. Ljóst er að bankanum var ekki annað fært en að gjaldfella lánið til að tryggja hagsmuni sína. Hér er um innheimtumál að ræða og eins og komið hefur fram stendur Norðurljósum til boða að greiða lánið eða leggja fram fullnægjandi tryggingar fyrir því. Myndu þá innheimtuað- gerðir Búnaðarbankans falla nið- ur samstundis. Innheimtumál banka eru venjulega ekki rekin í fjölmiðlum né sem kærumál fyrir Fjármálaeftirliti. Vegna bankaleyndar á bankinn mjög erfitt með að fjalla um ein- stök efnisatriði þessa máls í fjöl- miðlum. Málatilbúnaður Norðurljósa er með ólíkindum. Honum er ætlað að beina kastljósi fjölmiðla frá því sem máli skiptir, fjárhags- stöðu Norðurljósa og að Norður- ljós þurfa að standa skil á skuld- bindingum sínum eins og aðrir sem eiga í viðskiptum við banka.“ Yfirlýsing frá Búnaðarbanka Íslands Moldviðri ætlað að beina athyglinni frá fjárhags- stöðu Norðurljósa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.