Morgunblaðið - 23.07.2002, Side 11

Morgunblaðið - 23.07.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 11 PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir aðspurð- ur að ómögulegt sé að segja til um hvað það taki Fjármálaeftirlitið langan tíma að fara yfir og úr- skurða í kæru Norðurljósa til Fjár- málaeftirlitsins á hendur Búnaðar- banka Íslands. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur for- stjóri Norðurljósa, Sigurður G. Guðjónsson, kært Búnaðarbankann fyrir brot á ákvæðum laga um bankaleynd. Sakar Sigurður Bún- aðarbankann m.a. um að hafa upp- lýst þriðja mann um allar skuldir Norðurljósa við bankann og heild- arfjárhæð þeirra. Inntur eftir því hvort algengt sé að Fjármálaeftirlitið fái til sín kær- ur sem varði meint brot á ákvæðum laga um bankaleynd segir Páll Gunnar að slíkar kærur komi af og til inn á borð Fjármálaeftirlitsins, ýmist vegna frumkvæðis Fjármála- eftirlitsins sjálfs eða vegna ábend- inga annarra. Fjármálaeftirlitið um kæru Norðurljósa Óvíst hvenær niðurstaða liggur fyrir ♦ ♦ ♦ HÉR AÐ neðan verða birt drög að yfirlýsingu Fjölmiðlafélagsins ehf. sem vísað er til í kæru Sigurðar G. Guðjónssonar, forstjóra Norðurljósa hf., sem birt var í heild hér í Morg- unblaðinu sl. laugardag: Fyrstu drög að yfirlýsingu Fjöl- miðlafélagsins ehf. eru dagsett hinn 23. maí sl. Það eru frumdrög, samin í Búnaðarbanka Íslands, fyr- irtækjasviði, samkvæmt hausi þeirra draga. Önnur drög eru svo samin hinn 27. maí sl. og þau drög sem hér verða birt eru frá 29. maí: „Fyrirhuguð er stofnun einka- hlutafélagsins Fjölmiðlafélagið ehf. (hér eftir nefnt „Fjölmiðlafélagið“) og er áætlað að hlutafé þess verði samtals kr. 1.200.000.000. Fyrir liggja nú þegar óformleg hlutafjár- loforð frá neðangreindum vænt- anlegum hluthöfum að fjárhæð sam- tals um kr. 500.000.000, en unnið er að frekari hlutafjársöfnun. Fjölmiðlafélagið og neð- angreindir væntanlegir hluthafar félagsins hafa uppi áform um að yf- irtaka allan ljósvakamiðlarekstur Norðurljósa samskiptafélags hf., kt. 520698-2729, Lynghálsi 5, Reykja- vík, hér eftir nefnt „Norðurljós“. Gert er ráð fyrir að yfirtaka Fjöl- miðlafélagsins á Norðurljósum geti gerst með hverjum hætti sem er, t.d. með samruna félaganna, kaupum félagsins og/eða hluthafa þess á meirihluta hlutafjár í Norðurljósum, samkomulagi hluthafa Norðurljósa um meðferð atkvæðisréttar í félag- inu, kaupum félagsins og/eða vænt- anlegra hluthafa á fasteignum/ rekstri/tækjum/lausafé/búnaði/ samningum/viðskiptavild Norður- ljósa af þrotabúi félagsins eða annars konar samningum við þrotabú Norðurljósa, komi til gjald- þrots félagsins, eða með hverjum öðrum hætti sem er, hverju nafni sem nefnist. Fjölmiðlafélagið og neð- angreindir væntanlegir hluthafar lýsa því yfir með undirritun sinni hér að neðan að komi fyrirhuguð yf- irtaka félagsins á Norðurljósum til framkvæmda mun Fjölmiðlafélagið yfirtaka sem nýr skuldari (skuld- skeyting), hvenær sem Bún- aðarbanki Íslands hf. krefst, þau lán sem Norðurljós og Íslenska útvarps- félagið hf., kt. 680795-2079, Lyng- hálsi 5, Reykjavík, skulda nú Bún- aðarbankanum. Nánar tiltekið eru framangreind lán lánasamningur útg. af Norðurljósum nr. 0301-37- 004480-004483, nr. 0301-37-014480- 014483, nr. 0301-37-024480-024483, nr. 0301-37-034480 og 0301-37- 44480 og lánasamningur útg. af Ís- lenska útvarpsfélaginu hf., kt. 680795-2079, nr. 301-74-100001. Samtals ógreiddar eftirstöðvar framangreindra lánasamninga eru nú um kr. 450.000.000 en Fjölmiðla- félagið mun yfirtaka eftirstöðvar lánanna sem eftir munu standa ógreiddar þegar Búnaðarbankinn hefur fullreynt innheimtu á hendur aðalskuldurum og eftir atvikum ábyrgðarmönnum. Fjölmiðlafélagið gerir ráð fyrir að samhliða yfirtöku (skuldskeytingu) félagsins á fram- angreindum lánum Búnaðarbank- ans verði kr. 100.000.000 af ógreidd- um eftirstöðvum þeirra breytt í hlutafé bankans í Fjölmiðlafélaginu m.v. gengið 1,0. Þessi fjárhæð getur þó að kröfu Búnaðarbankans lækk- að sem nemur þeirri fjárhæð sem bankanum hefur tekist að innheimta af lánunum á skuldskeytingardegi. Hluthafar í Fjölmiðlafélaginu munu gera með sér hluthafa- samkomulag þar sem m.a. munu koma fram framangreind ákvæði um yfirtöku áðurnefndra lána Bún- aðarbankans. Yfirlýsing þessi er trúnaðarmál aðila og er þeim með öllu óheimilt að upplýsa aðra um efni hennar. Reykjavík 29. maí 2002.“ Undir þessum drögum að yfirlýs- ingu eru nöfnin Björgólfur Guð- mundsson, Árni Samúelsson, Jón Pálmason, Kristinn Þór Geirsson, Einar Sigurðsson, Trygginga- miðstöðin, Hjörtur Nielsen og Gunn- ar Jóhann Birgisson. Undirritun þeirra er ekki á plagginu, enda um drög að ræða. Neðanmáls eru handritaðar at- hugasemdir (í hástöfum) svohljóð- andi: „Við höfum nokkrar athugasemd- ir. Tiltaka verður á hvaða kjörum við yfirtökum lánin. Á hvaða kjörum eru lánin í dag? Ef einhver hluti skuldarinnar lækkar vegna innheimtuaðgerða þá hefur það ekki áhrif á heildarfjár- hæð hlutar BÍ í sameinuðu félagi. M.ö.o. bankinn tekur 100.000.000 kr. stöðu í félaginu en greiðslur lækka lánið sem yfirtekið er. Við förum fram á að gengið verði 2,5 en ekki 1,0 sem er sambærilegt og skuldabréfahópur S1 er að fá. Vantar skuldbindingu af hálfu bankans um að innheimtuaðgerðir verði hafnar tafarlaust… Málinu stefnt inn strax.“ Loks fylgir þessum drögum að yf- irlýsingu Fjölmiðlafélagsins ehf. handritaður viðauki um gjaldfell- ingu lána Norðurljósa hjá Bún- aðarbankanum. Þar er kveðið á um það að skuldbinding hluthafa Fjöl- miðlafélagsins sé bundin því að ráð- ist verði í ákveðnar aðgerðir gegn Norðurljósum: „Lánasamningar gjaldfelldir strax og innheimtuað- gerðir hafnar án tafar og málinu stefnt inn fyrir réttarhlé. Skuldbindingar Fjölmiðlafélags- ins ehf. eru bundnar því skilyrði að innheimtuaðgerðir Búnaðarbank- ans leiði til þess að Norðurljós sam- skiptafélag hf. verði gjaldþrota ann- aðhvort með beinum hætti þ.e.a.s. að kröfu Búnaðarbankans eða óbeint þ.e.a.s. að forsvarsmenn fé- lagsins óski eftir gjaldþroti til þess að forðast innheimtuaðgerðir.“ Drög að yfirlýsingu Fjölmiðlafélagsins Morgunblaðið/Golli Drögin að yfirlýsingu Fjölmiðlafélagsins frá 29. maí, ásamt handrit- uðum athugasemdum verðandi hluthafa og viðauka um skilyrði skuld- bindingar Fjölmiðlafélagsins. „ÞAÐ LEIKUR enginn vafi á því að lög um bankaleynd voru brotin í Búnaðarbanka, þegar Fjölmiðla- félagið fékk nákvæmar upplýsingar um skuldastöðu Norðurljósa í bank- anum beint frá bankanum,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður hvaða sönnur hann hefði fyrir því að lög um bankaleynd hefðu verið brotin í Búnaðarbankanum. „Það kemur fram í þeim skjölum sem ég hef sent Fjármálaeftirlitinu, að drögin að yfirlýsingu Fjölmiðla- félagsins, þess hóps fjárfesta sem hugðist í samvinnu við Búnaðar- bankann knýja Norðurljós í gjald- þrot og ráðast síðan í yfirtöku á Norðurljósum, voru samin í Búnað- arbankanum. Þessi drög voru síðan send til verðandi hluthafa í Fjöl- miðlafélaginu, sem gera svo sínar at- hugasemdir, eins og sést þegar handritaðar athugasemdir eru skoð- aðar, sem væntanlega voru svo aftur sendar Búnaðarbankanum. Þessir menn úti í bæ kvörtuðu undan því í sínum athugasemdum, að það vantaði skuldbindingu af hálfu Búnaðarbankans í skjalið. Og í hand- skrifuðum viðauka kemur fram að skuldbinding Fjölmiðlafélagsins er háð því skilyrði að lánið verði þegar í stað gjaldfellt og félagið knúið í gjaldþrot, beint eða óbeint. (Sjá drög að yfirlýsingu Fjölmiðlafélagsins hér á síðunni – innskot blm.) Í þeim drögum að yfirlýsingu sem er nýjust og er dagsett 29. maí sl. eru upplýsingar um öll lánanúmer okkar hjá Búnaðarbankanum og upplýs- ingar um þá fjárhæð sem lánin eru talin standa í á þeim tímapunkti sem yfirlýsingin er samin. Þessar upplýsingar geta einvörð- ungu verið ættaðar úr Búnaðarbank- anum sjálfum. Með þessum sam- skiptum sínum og upplýsingagjöf við óskyldan aðila hefur Búnaðarbank- inn gerst sekur um brot á reglum um bankaleynd. Það er að segja, hann hefur sent til þriðja manns úti í bæ upplýsingar um öll okkar lánanúmer og um það bil stöðu lánanna á til- teknum degi. Þetta er skýlaust lög- brot,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa. Lög um banka- leynd voru brotin Forstjóri Norðurljósa ÁRNI Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbanka Íslands, segir að rann- sókn sé hafin á því innan bankans hvort skjöl þau sem Sigurður G. Guðjónsson, hrl. og forstjóri Norður- ljósa, lagði fram með kæru sinni til Fjármálaeftirlitsins séu komin frá bankanum. Árni lítur svo á að um grafalvarlegt mál sé að ræða, hafi gögn komist með óeðlilegum hætti frá bankanum til Sigurðar. Árni vísar því alfarið á bug að bankinn hafi brotið lög um banka- leynd og gefið þriðja aðila upplýs- ingar um skuldastöðu Norðurljósa. Ásakanir forráðamanna félagsins vísi til þess að bankinn hafi veitt upp- lýsingar um félagið til óskyldra aðila utan bankans. Þessu neitar Árni al- farið og spurður um rökstuðning fyr- ir því segir hann að um misskilning sé að ræða sem sé kominn til vegna þess að aðilar utan bankans hafi haft upplýsingar um Norðurljós sem séu ekki frá bankanum komnar. „Hingað koma aðilar til okkar í hverri viku með alls konar plögg, sem við kannski skrifum okkar at- hugasemdir á, vísum frá eða tökum til frekari vinnslu. Alls konar vinnu- skjöl ganga á milli manna með ýms- um hætti. Við ætlum að láta rann- saka þetta mjög ítarlega. Það er óþolandi fyrir okkur að sitja undir þessum ásökunum,“ segir Árni, sem aðspurður segir að enginn starfs- maður bankans verði látinn hætta tímabundið á meðan rannsókn fari fram. Engin tilefni séu til þess. Lánið til Norðurljósa Norðurljós tóku 350 milljóna króna lán í erlendri mynt hjá Búnaðarbank- anum í júlí árið 2001. Í kæru Norð- urljósa til Fjármála- eftirlitsins kemur fram að lánið hafi borið að endur- greiða með einni greiðslu 5. júní árið 2004 með fyrsta gjalddaga á vaxtagreiðslum 5. des- ember á þessu ári. Bankinn gjald- felldi svo lánið með bréfi til Norður- ljósa 12. júní sl. og höfðaði mál á hendur félaginu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá lánið greitt með vöxtum og kostnaði. Var það þing- fest 27. júní sl. en Norðurljós hafa frest dómsins til loka september í haust til að skila inn greinargerð. Árni segir að þetta lán til Norður- ljósa hafi upphaflega fengið hefð- bundna afgreiðslu. Beiðni um það hafi komið frá forsvarsmönnum fé- lagsins, beiðnin hafi fengið umfjöllun á fyrirtækjasviði bankans, síðan ver- ið tekin fyrir í lánanefnd og lánið loks afgreitt. Árni bendir á að bakvið hvert lán af þessari stærðargráðu sé lánasamningur sem kveði m.a. á um heimild til að gjaldfella lán af ýmsum ástæðum. Kom- ið hafi fram nokkrar ástæður sem gáfu bankan- um tilefni til gjaldfelling- ar. Árni segir að í því sam- bandi megi nefna að fram hafi komið í máli Sigurðar G. Guðjónssonar að aðrir aðilar hafi verið búnir að gjaldfella lán á félagið. Einnig hafi komið fram að Norðurljós hafi leynt Búnaðarbankann upplýs- ingum um skilmála sam- bankaláns nokkurra banka til félagsins. Ekki hafi komið fram hjá Sigurði að eitt af skilyrðum sambankalánsins hafi ver- ið að Norðurljósum hafi verið óheim- ilt að efna til annarrar lántöku án samþykkis þeirra banka sem stóðu að sambankaláninu. Árni bendir á að Sigurður hafi verið stjórnarmaður í Norðurljósum og lögmaður félagsins þegar lán Búnaðarbankans hafi ver- ið veitt. Honum hafi því átt að vera fullkunnugt um lánin og skilmála þeirra. „Þegar ákveðið var að gjaldfella lánið til Norðurljósa var meðal ann- ars horft til þessara atriða. Einnig hafði það áhrif að okkur höfðu borist upplýsingar um fjárhagsstöðu fé- lagsins þó að það hafi ekki staðið skil á formlegum ársreikningum til okk- ar. Það er alltaf matsatriði hvenær bankinn telur rétt að fara af stað með innheimtuaðgerðir. Öll skilyrði fyrir því voru fyrir hendi,“ segir Árni. Tjáir sig ekki um Fjölmiðlafélagið Hann vill vegna laga um banka- leynd ekki tjá sig um hvernig Fjöl- miðlafélagið hefur átt samskipti við Búnaðarbankann. Vísar hann á tals- menn félagsins um frekari upplýs- ingagjöf. Hann geti ekki tjáð sig um málefni annarra viðskiptavina bank- ans. Sigurður G. Guðjónsson átti ný- lega fund með Árna, eða eftir að bankinn var búinn að höfða mál á hendur Norðurljósum. Vegna um- mæla Sigurðar um þann fund segist Árni geta upplýst að Sigurður hafi verið með undir höndum tilteknar upplýsingar sem hann hafi ekki vitað hversu lengi hann gæti haldið frá fjölmiðlum ef bankinn félli ekki frá málsókn eða frekari innheimtuað- gerðum. Aðspurður hvað hafi gerst fleira á þessu fundi segir Árni: „Ég get upplýst það, í ljósi þess sem Sigurður hefur látið hafa eftir sér, að ég sagði honum frá því hversu alvarlega við litum á það að Norður- ljós hefðu haldið upplýsingum um skilmála sambankalánsins þegar Búnaðarbankinn veitti sitt lán. Ég gaf honum það fyllilega til kynna að ég liti á það sem verulegt trúnaðar- brot.“ Bankastjóri Búnaðarbankans segir að lög um bankaleynd hafi ekki verið brotin Rannsakað hvernig skjöl kom- ust til forstjóra Norðurljósa Árni Tómasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.