Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S tórir alþjóðlegir flug- vellir á borð við Heathrow í London sameina mörg ein- kenni samtímamenn- ingar okkar og samfélags. Þeir eru eins konar mærastöðvar þar sem straumar og stefnur skar- ast, hlutlaust svæði með engri miðju en rangölum í allar áttir sem erfitt er að rata um nema samkvæmt uppgefnum tölum sem eru eltar eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Hér fara hundruð þúsunda einstaklinga, ólíkir eins og þeir eru margir, frá öllum heimshornum á hverj- um degi og hver í annars spor. Þessir flugvellir eru nánast eins og verk- fræðilega út- pæld líkön af heimsþorpi McLuhans, en auðvitað eru flug- samgöngur ein af stoðunum undir hnattvæðingunni sem hug- myndin um heimsþorpið hefur raungerst í. Flugleiðir, sjóleiðir, landleiðir, netleiðir og ein- staklingar á öllum endum að reyna að finna sínar einkaleiðir, sína einkavegi, sín einkalíf. Meðan ég bíð eftir flugi frá Heathrow suður á bóginn fæ ég mér sæti í einum rangala flug- vallarbyggingarinnar. Það er til- kynnt lending vélar British Air- ways frá Tókýó, hún hafði lagt af stað frá Japan klukkan tólf á hádegi og var nú lent í London klukkan tólf á hádegi sama dag. Ringlaðir Japanir ráfa inn gang- inn, snúandi sér í hringi og glápandi í allar áttir. Fyrir fá- einum tímum höfðu þeir verið yfir Rússlandi og eilítið fyrr Taívan. Annars höfðu þeir sennilega litla hugmynd um það hvar leið þeirra hafði legið. Beint á móti mér er búð sem virðist selja SAAB-bíla. Í henni stendur einn bíll af þeirri gerð og einn maður á bak við borð. Það er meira en lítið fyndið að maðurinn skuli heita Activeson því þarna inn kemur nánast ekki nokkur maður nema rétt til að ganga einn hring í kringum sýn- ingarbílinn sem stendur á miðju gólfinu. Enginn yrðir á Activeson en sumir staðnæmast fyrir framan afgreiðsluborðið (sem er auðvit- að rangnefni) til að athuga hvort það sé ekki örugglega eitthvað fleira í boði í þessari búð en hverfa á braut þegar þeir sjá að þetta er ein af þessum fríhafn- arsérverslunum sem selur ýmiss konar nauðsynjar eftir þekkta hönnuði svo sem bindi, skyrtur, hatta, hanska, úr, sólgleraugu, slæður, töskur, kveikjara, bangsa og sokka. Kannski einhverjir séu undr- andi á sérhæfingu þessarar búð- ar sem virðist vonlaus: hver kaupir sér bíl á flugferðalagi? Ekki einu sinni Japanirnir sem streyma þarna fram hjá ný- lentir og tímalausir. Þeir stoppa að vísu margir, flestir til að virða þessa uppákomu fyrir sér en tveir eða þrír til að láta mynda sig fyrir framan básinn, rétt eins og þeir myndu láta mynda sig með Big Ben eða eitthvert annað kennileiti Evr- ópu í bakgrunni. En Activeson lætur sér hvergi bregða og stendur sem fastast bak við borðið og grúfir sig yfir fartölvu sem virðist eina at- vinnutæki hans. En sem betur fer hefur hann þó tölvuna því annars væri hugsanlega erfitt fyrir hann að virðast svo önnum kafinn að hann hafi vart tíma til að líta upp þótt hann geri það stundum og er þá flóttalegur á svip og eins og hræddur um að sjá ein- hvern sem hann kannast við þótt ekki væri nema frá því áð- an að einhver labbaði fram hjá og varð litið í augu hans og nú aftur – samböndin eru eitthvað svo náin á flugvöllum þar sem allir eru svo ókunnugir að þeir verða nánir, framandleikinn svo mikil vörn að það má hætta sér nær, jafnvel yfir strikið vegna þess að síðan fara allir sinn veg. Þetta þykir Activeson óþægi- legt og hefur því vanið sig á að mæna á tölvuskjáinn og náð óvenjugóðum tökum á því að virðast upptekinn þangað til ein- hver áræðir að yrða á hann. Reyndar gerist það bara einu sinni meðan ég sit og fylgist með honum og þá er spurt til vegar í flugstöðinni: þegar mað- urinn ávarpar Activeson lítur hann upp með yfirveguðu og æfðu viðbragði líkt og hann eigi þessu að venjast, svarar í fáum orðum og bendir en lítur svo snöggt á úrið sitt, það er greini- lega komið kaffi eða smókpása því hann lokar fartölvunni og fer, skilur búðina eftir opna. Á meðan er ekkert lífsmark í básnum nema á sjónvarpsskjá þar sem sýnt er langt og drama- tískt myndband af grásanser- uðum SAAB 93 með leðurinn- réttingu og blæju eins og þeim sem stendur á miðju gólfinu: SAAB að keyra í sól, SAAB að keyra í rigningu, SAAB að keyra í snjó, SAAB að keyra í borg, SAAB að keyra í sveit, SAAB að keyra í sandi, SAAB að keyra í flæðarmáli, SAAB að beygja, SAAB að bremsa, SAAB að taka af stað, SAAB að stöðva, SAAB að klessa á vegg … En hann kemur aftur eftir ell- efu mínútur, opnar tölvuna og heldur uppteknum hætti fyrir aftan búðarborðið (sem er eig- inlega líka rangnefni því þetta flokkast varla undir búð, kannski réttast að kalla það alt- ari því þarna virtist helst fara fram einhvers konar trú- arathöfn). Hann er laglegur, dökkur og með sítt hár sem hann tekur í snoturt tagl. Hann er í svörtum buxum og svörtum gljáandi skóm, hvítri skyrtu. Efstu töl- urnar eru fráhnepptar og bringuhárin standa upp úr. Hann er í svörtum jakka með nafnspjald hangandi um hálsinn – kannski hét hann Atcinson, tölvan skyggði eilítið á spjaldið þegar ég gekk fram eftir bíln- um. Og vafalaust lifði hann fjör- legu félagslífi í tómstundunum. Flugvall- arlíf … samböndin eru eitthvað svo náin á flugvöllum þar sem allir eru svo ókunn- ugir að þeir verða nánir, framandleik- inn svo mikil vörn að það má hætta sér nær, jafnvel yfir strikið vegna þess að síðan fara allir sinn veg. VIÐHORF eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ Njáll Helgasonfæddist á Ísafirði 26. október 1945. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi K. Helgason, f. 14. desember 1901, d. 20. janúar 1995, og Jóna Lilja Þórðar- dóttir, f. 25. júní 1909, d. 6. júní 1959. Njáll átti einn albróð- ur, Sigurvin, sem er látinn. Systkini sam- feðra eru: Sigurjón, Anton, Bára og Jón. Bróðir hans sammæðra er Gunnar Þór Þorbergsson. Njáll ólst upp á Ísafirði fram yfir ferm- ingu en flutti til bróður síns, Gunnars, eftir lát móður sinnar. Eftirlifandi eiginkona Njáls er Hrafnhildur Harðardóttir, f. 10. október 1942. Foreldrar hennar voru Hörður M. Kristinsson, f. 13. september 1920, d. 27. janúar 1983, og Ragnheiður B. Björns- dóttir, f. 1. október 1921, d. 1. apr- íl 1992. Njáll og Hrafnhildur voru barnlaus en hún á tvo syni. Þeir eru:1) Bjarni Gunnarsson, f. 31.desember 1960, maki Svala Rós Loftsdóttir, f. 10. mars 1966. Börn þeirra eru: Daníel Þór, f. 29. mars 1994, Rakel Rós, f. 18. des- ember 1996, og Kar- en Rós, f. 5. nóvem- ber 1998. 2) Ingi Már Gunnarsson, f. 29. maí 1962, sambýlis- kona Selma Hreið- arsdóttir, f. 24. des- ember 1961. Þau eru barnlaus en hún á börnin Róbert, f. 18. febrúar 1982, Söru, f. 14. apríl 1987, og Hreiðar, f. 19. júlí 1990. Eftir að skólaskyldu lauk vann Njáll ýmis störf í nokkur ár en stundaði sjómennsku eftir það, fyrst sem háseti en tók seinna 2. stigs próf frá Vélskóla Íslands og starfaði sem vélstjóri á hinum ýmsu fiskiskipum. Hann aflaði sér einnig skipstjórnarréttinda á 30 tonna báta. Árið 1987 eignaðist hann sinn eigin bát og reri á hon- um til dauðadags. Útför Njáls verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi og tengdapabbi. Við vissum að þú varst veikur og að þú hafðir oft verð á spítala, en þú hafðir alltaf komist aftur á ról. Að þú færir svona snögglega áttum við alls ekki von á. Það er svo sárt að hafa ekki getað kvatt þig. En minningin um þig lifir áfram og við munum halda henni á lofti til litlu barnanna okkar sem þú elskaðir svo mikið. Við mun- um hugsa til þín og sjá mynd þína í huga okkar þar sem þú varst að veið- um á bátnum þínum sem var þér svo kær. Ófáar voru ferðirnar sem þú fórst niður að höfn til að líta eftir bátnum þínum, tryggja að hann væri nógu vel festur ef spáin var slæm, eða bara að dytta að einhverju. Þó að það sé sárt að hafa þig ekki lengur hjá okkur þá reynum við að gera sorgina aðeins léttbærari með þeirri hugsun að nú líði þér vel og sért laus við veikindin sem hrjáðu þig. Við elskum þig og söknum þín meir en nokkur orð fá lýst. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bjarni og Svala. Elsku afi. Okkur langar svo að kveðja þig. Við eigum eftir að sakna þín meir en nokkur orð fá lýst. Þú elskaðir okkur svo mikið og varst alltaf að hugsa um okkur. Þú varst svo yndislega góður afi. Við fórum oft með pabba og mömmu í bíltúr niður að höfn á sunnudögum til að kíkja hvort þú værir í bátnum þínum sem þér þótti svo vænt um og Daníel Þór var ákveðinn í að fara með afa út á sjó að veiða þegar hann yrði stór. Við elskum þig öll, elsku afi okkar. Hafðu þökk fyrir allt. Sofðu rótt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín afabörn Daníel Þór, Rakel Rós og Karen Rós. NJÁLL HELGASON Elsku litli fjörkálfurinn minn. Þó að ævi þín hafi verið stutt eru minn- ingarnar svo ótal margar í huga allra sem þekktu þig eða jafnvel bara sáu þig. Bjarta brosið þitt, einlægnin og sakleysið sem skein úr augum þínum. Ég sit hér og horfi á myndina af þér í fanginu á afa Svenna og þú horf- ir brosandi upp til hans. Núna heldur hann örugglega á þér aftur, og afi Óskar líka. Viltu svo biðja góðan Guð að hugga mömmu, pabba, Zohöru og okkur öll, sem syrgjum þig og söknum þín svo sárt. Vertu blessuð, ástin mín. Verndi þig englar elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Amma Hanna í Hátúni. Elsku litla frænka mín. Mig setur hljóða. Ég fálma í myrkrinu og leita að svari, svari við þeirri spurningu sem brennur nú á vörum okkar allra sem þekkja þig og elska. Hver er til- gangurinn? Lítið ljós með ljósa lokka og bros sem fékk mann til að brosa á móti er slökkt eftir aðeins fimm ár ALDA HNAPPDAL SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Alda HnappdalSæmundsdóttir fæddist í Keflavík 8. apríl 1997. Hún lést af slysförum 12. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar Öldu eru: Sæ- mundur Hnappdal Magnússon og Guð- leif Arnardóttir. Systkini: Zohara Kristín og Jón Gunn- ar. Móðurafi: Örn Ellertsson. Móður- amma: Sigurlín Er- lendsdóttir. Föður- amma Alda Óskarsdóttir. Alda verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl.14.00. hérna á meðal okkar. Þú varst mikið elskuð af fjölskyldu þinni og elskaðir til baka. En orð eru svo fátækleg á þessari stundu. Við geymum minninguna um þig djúpt í hjarta okkar, minningu sem er full af lífi eins og þú varst. Ég kveð þig litla ljós með fátæklegum orðum sem ég og Adam syngjum fyrir þig á hverjum degi. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesú að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu að ég fari aldrei frá þér elsku Jesú, vertu hjá mér. Sorg ykkar er mikil, elsku Gurrý, Sæmi, Zohara, Jón Gunnar og fjöl- skyldur, góður guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. Hafdís Norðfjörð Hafsteins- dóttir og fjölskylda. Þú yndisfagra litla stúlka. Fimm ár eru ekki langur tími en gleðin og hamingjan sem þú gafst mun ávallt lifa í minningum og hjörtum okkar. Þinn tími var víst kominn, hlut- verk þitt búið á meðal okkar en nú ertu farin til að takast á við eitthvað stærra og meira. Elsku Alda litla, þó þú sért ekki hér í persónu þá veit ég að þú ert hér meðal okkar, vakir yfir mömmu þinni og pabba. Meðan Zohara og Jón Gunnar leika sér, svífur þú um himininn, elsku litla telpa. Nú munu englar al- heimsins leiða þig. Elsku Gurrý og Sæmi, fátt er hægt að segja þegar ungu lífi er kippt í burtu, en þið gáfuð þessari yndislegu stúlku líf og hamingju og minning- arnar um hana verða aldrei teknar í burtu. Sorgin er sár en minningarnar sterkari. Guð geymi ykkur og engl- arnir vaki yfir ykkur. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pétursson.) Kveðja. Ágústa og fjölskylda. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þessi orð eiga svo sannarlega við núna því að hún Alda okkar er dá- in svo skyndilega aðeins fimm ára gömul. Alda var falleg stúlka sem líf- ið brosti við og engan gat órað fyrir því að hún hyrfi okkur svo skjótt. Á svona stundum streyma minningarn- ar endalaust í hugann og við í leik- skólanum Garðaseli erum svo heppin að eiga margar minningar sem hún gaf okkur. Elsku Alda okkar, engin orð geta lýst því hversu sárt við söknum þín. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn, en við viljum þakka þér fyrir þann yndislega tíma sem við áttum saman í leikskólanum, eftir sitja allar góðu stundirnar í hugan- um. Við biðjum þig, góði Guð, að passa hana Öldu okkar vel. Minning- in um hana mun ávallt vera í hjarta okkar. Við sendum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að hugga þau í sorginni og veita þeim styrk. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (Matthías Jochumsson.) Börn og starfsfólk Garðaseli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.