Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jarðvegs- þjöppur Hitamælar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i Fiskislóð 26 Sími: 551 4680 www.sturlaugur.is VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ ÞÓ AÐ tvíburarnir síkátu Jón Oddur og Jón Bjarni hafi lifað tuttugu ár eru þeir enn sömu prakkararnir og áður fyrr. Sögur Guðrúnar Helgadóttur um þá bræður eru fyrir löngu orðnar sí- gildar og í vetur var sýnt í Þjóð- leikhúsinu leikrit um uppátæki tvíburanna. Leikritið naut mikilla vinsælda og lagði fjöldi fólks leið sína í leikhúsið til að rifja upp sögurnar af þeim bræðrum. Þegar leikári Þjóðleikhússins lauk var afráðið að halda þar opið hús fyrir börn á leikjanámskeiðum og á leikskólum í Reykjavík. Boðið var upp á klukkustundar langa dagskrá á stóra sviðinu þar sem sýnt var brot úr leikritinu og ýmsir leikhúsgaldrar fram- kvæmdir við mikinn fögnuð við- staddra. Guðrún Helgadóttir las svo kafla úr einni bóka sinna um þá Jón Odd og Jón Bjarna en kynnir dagsins var Linda Ásgeirsdóttir, sem fór með hlutverk Önnu Jónu, systur tvíburanna, í leikritinu. Börnin kunnu vel að meta uppá- komuna og eiga eflaust eftir að halda uppi nafni tvíburanna um ókomna tíð. Morgunblaðið/Arnaldur Guðrún Helgadóttir las um ævintýri Jóns Odds og Jóns Bjarna. Morgunblaðið/Arnaldur Krakkarnir fylgdust spenntir með dagskránni. Þjóðleikhúsið opnað börnum BANDARÍSKA söngkonan Britney Spears er sögð í tygjum við Marc Terenzi, sem spilar í popp- sveitinni Nat- ural. Skötuhjú- in hófu samband fyrir tveimur mán- uðum, en kynntust fyrir fimm árum. Terenzi og fé- lagar í Natural eru þekktastir fyrir lagið „Put Your Arms Around Me“, sem var vinsælt í Bandaríkjunum. Samband Spears og Justins Timberlake, í hljómsveitinni ’N Sync, vakti mikla athygli en þau voru saman í rúmlega fimm ár áður en leiðir skildu í mars sl. Timberlake, sem er 21 árs, er aftur á móti talinn hafa sést í fylgd með söngkonunni Janet Jackson, sem er 36 ára, að undanförnu. Britney með nýjan kærasta Britney Spears er farin að brosa á ný. FORSAGA málsins er sú aðí gömlu götunni minni íÞýskalandi bjó lítil stúlkasem veiktist af hvítblæði. Aðstandendur stúlkunnar voru að leita að beinmergsgjafa og lýstu eft- ir hjálp frá fólki. Þau settu sig í samband við DKMS-stofnunina og hvöttu okkur nágranna sína til að gefa blóð til hennar sem við og gerð- um. Ég var þar með kominn á skrá hjá stofnuninni,“ segir Benedikt. Stofnunin DKMS (Beinmergs- gjafastofnun Þýskalands) er einka- rekin og er sú stærsta sinnar teg- undar í heiminum, með yfir 800 þúsund manns á skrá hjá sér. Upp- haflega gefur fólk um 10 millilítra af blóði til stofnunarinnar sem sett er í rannsókn. Niðurstöðunum er raðað niður í fjóra einkennandi flokka og haft er svo samband við viðkomandi ef til stofnunarinnar leitar veikur einstaklingur sem hefur sömu eig- inleika. Þegar pöruninni er lokið fer fram nánari rannsókn á gjafanum þar sem leitað er að tveimur ein- kennum í viðbót sem einnig verða að passa við sjúklinginn. Gangi það upp getur viðkomandi gefið bein- merg. „Ég lenti eitt sinn í því að sjúk- lingur frá Svíþjóð hafði sömu fjóra eiginleika og ég en við nánari rann- sókn kom í ljós að hinir tveir pöss- uðu ekki svo ekkert varð af gjöf í það skiptið,“ segir Benedikt. „En það þýddi hins vegar að stofnunin hafði nú alla sex eiginleik- ana mína á skrá svo þetta yrði auð- veldara næst.“ Í vor fékk Benedikt svo ör- lagaríkt símtal þar sem honum var tjáð að allir hans eiginleikar pöss- uðu við Austurríkismann sem leitaði til stofnunarinnar. „Ég flaug strax til Hamborgar þar sem tekið var úr mér smáblóð fyrir sjálfan mig til að fá eftir að- gerðina þar sem ég missi töluvert af blóði í henni,“ útskýrir Benedikt en segist sjálfur ekki muna neitt eftir aðgerðinni. Aðgerðin fer þannig fram að 21 lítilli nál er stungið inn í bein Bene- dikts, neðst á mjóbakinu, og bein- mergurinn soginn út. Hver nál hef- ur þrjár minni nálar á endanum svo stungurnar verða í raun um 60 tals- ins. „Það er talsvert erfitt að ná mergnum úr beininu þar sem hann er límdur við beinveggina,“ segir Benedikt. Blóðbræður Alls voru teknir um 1,25 lítrar af beinmerg og blóði úr Benedikt og var flogið með það rakleiðis til Vínar þar sem Austurríkismaðurinn lá á sjúkrahúsi. Benedikt segist ekki vita hvernig manninum miði í bat- anum en hægt er að fullyrða um ár- angur aðgerðarinnar að þremur mánuðum liðnum. Það er ástæða fyrir því að Bene- dikt veit svo lítið um manninn sem hann bjargaði. „Það eru reglur um þetta hjá stofnuninni. Við megum ekki vita neitt hvor um annan fyrr en eftir tvö ár. Ég skrifaði honum þó bréf fyrir nokkru þar sem ég sagði það sem ég mátti um sjálfan mig og sagði að ég hefði áhuga á að hitta hann einhvern tímann. Ég sagði honum einnig að ég liti svo á að ég hefði eignast nýjan bróður þar sem við erum nú blóðtengdir.“ Benedikt segir fjölskyldu sína og vini í Þýskalandi vera mjög stolta af sér fyrir að bjarga mannslífi. „Þar er ég kallaður hetjan frá Íslandi. Ég get þó ekki sagt að ég hafi fengið sömu viðtökur hér á Íslandi. Þegar ég kom aftur til vinnu hér á landi eftir aðgerðina voru aðeins tveir vinnufélagar mínir sem spurðu mig hvernig aðgerðin hefði gengið. Ég bjóst við að fólk myndi samgleðjast mér fyrir að bjarga mannslífi en svo var ekki,“ segir Benedikt og bætir við að það skipti sig mestu máli að vita til þess að hann hafi bjargað mannslífi, sú tilhugsun gefi honum mikið. Heilbrigt líferni Benedikt þarf ekki að hugsa sig um tvisvar er hann er spurður hvort hann myndi ganga í gegnum að- gerðina aftur. „Ég er til í að gera þetta hvenær sem er. Það er vel mögulegt ef ein- hvar annar finnst sem passar við mín einkenni,“ segir Benedikt. Benedikt lifir að eigin sögn mjög heilbrigðu líferni. Sérstaklega pass- ar hann upp á heilsuna þessa dag- ana þar sem enn er ekki útséð um hvort meðferðin hafi gengið sem skyldi fyrir Austurríkismanninn. Ef eitthvað fer úrskeiðis gæti Benedikt þurft að stökkva upp í flugvél sam- stundis til að endurtaka aðgerðina og þá er mikilvægt að hann sé við hestaheilsu. „Allt ferlið myndi verða til einskis ef ég hefði smávægilega flensu eða væri beinbrotinn til dæmis. Það er ekki fyrr en ég fæ bréf frá stofn- uninni sem segir að aðgerðin hafi heppnast vel og að Austurríkismað- urinn sé fullfrískur sem ég get hætt að passa mig svo mikið. Ein aðgerð á borð við þessa kostar 13 milljónir íslenskra króna. Þess vegna hætti ég ekki á neitt,“ segir Benedikt. Að lokum fýsir blaðamann að vita hvort stofnunin eigi sér einhverja hliðstæðu hér á landi eða hvort standi til að setja slíkan grunn á laggirnar. „Ég hef rætt möguleika á sams konar stofnun hérlendis við íslenska lækna og ætla að halda áfram að beita mér fyrir framförum á þessu sviði hér á landi,“ segir Benedikt að lokum. Morgunblaðið/Þorkell Benedikt van Hoof segist reiðubúinn að gefa beinmerg aftur hvenær sem er. Bjargað með beinmergsgjöf birta@mbl.is Benedikt Van Hoof er þýskur maður sem búsettur er hér- lendis. Á dögunum hélt hann utan til að gefa ókunnugum manni hluta af bein- merg sínum. Birta Björnsdóttir fékk að fræðast nánar um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.