Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT Arn- kelsson guðfræðingur lést í Reykjavík þann 20. júlí á 77. aldurs- ári. Benedikt var fæddur 7. febrúar 1926 í Reykjavík, for- eldrar hans voru Arn- kell Ingimundarson verkstjóri og Val- gerður Gunnarsdóttir kona hans. Benedikt lauk sveinsprófi í glerslíp- un og speglagerð árið 1946, stúdentsprófi í Reykjavík árið 1950 og nam guðfræði við Menighetsfak- ultetet í Osló í þrjú og hálft ár. Hann lauk prófi í hebresku við Oslóarháskóla 1952 og guðfræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1956. Benedikt var starfsmaður Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga frá árinu 1956 allt til dauðadags. Þá starfaði hann um skeið hjá Landssambandi KFUM á Íslandi, var kristniboði í Eþíópíu á árunum 1964-65 og for- maður kristilegra skólasamtaka 1948–50. Eftir Benedikt ligg- ur fjöldi frumsaminna og þýddra rita. Nokkur þeirra flutti Benedikt í útvarpi. Þá skrifaði hann fjölda greina í kristileg blöð og tíma- rit. Einnig þýddi hann þætti eftir bandaríska predikarann Billy Graham, sem birtust undir nafninu Svar mitt, um skeið í Morgunblaðinu, fyrir allmörgum árum. Benedikt var ókvæntur og barn- laus. Andlát BENEDIKT ARNKELSSON Á NORÐURLÖNDUM er í gildi löggjöf um innra öryggi ríkisins, þar sem heimilað er að safna ákveðnum upplýsingum um ein- staklinga. Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag að tímabært væri að huga að því hvort ekki ætti að setja slíka löggjöf hér á landi. Þegar nokkrir þingmenn voru inntir eftir umsögn um hvort þörf væri á slíkri löggjöf á Íslandi virt- ust þeir sammála um að fara þyrfti varlega við setningu slíkra laga. Guðrún Ögmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, taldi að Íslendingar ættu að fara mjög var- lega í þessum efnum og ekki sæta lagi þótt eitthvað væri að gerast úti í heimi til þess að herða okkar löggjöf of mikið. „Mér finnst að við eigum að bíða aðeins róleg og sjá hvað setur. Okkur liggur ekki svo á,“ benti hún á. Hún sagði að breyttir tíma gætu kallað á slíka löggjöf en hins vegar væri þetta eitthvað sem Íslend- ingar ættu að gefa sér góðan tíma í að skoða og aðallega út frá per- sónuvernd og slíkum atriðum. „Það er spurning um hvað er skráð, hvernig það er skráð, hver geymir það og allt þetta. Mér dett- ur nú í hug að það er hægara að komast á svona lista heldur en að fara af honum aftur, þannig að mér finnst að við eigum að hreyfa okkur varlega og skoða það sem aðrir eru að gera en ekki flýta okkur um og of,“ ítrekaði hún. Tekur slíkum tillögum með fyrirvara „Málin virðast endalaust fara í hringi og nú nota menn ýmist 11. september eða einhver mótmæli sem afsökun fyrir því að auka aft- ur svigrúm stjórnvalda til per- sónunjósna sem mér falla ekkert sérstaklega vel í geð. Ég hef nú aldrei verið hrifinn af þeim hug- myndum að við færum að taka upp einhverja skrípaleyniþjónustu- starfsemi hér á Íslandi. Ég held að það sé hvorki þörf á því né séu það réttar aðferðir í raun og veru,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og lagði áherslu á að það væri hluti af mannrétt- indum manna að mega láta álit sitt í ljósi á friðsamlegan hátt. Hann taldi ekki þörf á löggjöf um innra öryggi ríkisins. Yfirvöld hefðu tilteknar heimildir, lögregl- an hefði sínar skrár og annað í þeim dúr. Frekar væri þörf á að þróa lög og rétt í hina áttina, það er að tryggja betur réttindi borg- aranna og vernda þá fyrir óeðli- legri hnýsni í þeirra einkahagi. Hann tæki að minnsta kosti öllum slíkum tillögum með miklum fyr- irvara og vildi fá að sjá hvaða hug- myndir væru þar á ferð áður en hann skrifaði upp á neitt slíkt. „Því er ekki að neita að menn eru uggandi víða um lönd yfir ákveðnum tilhneigingum sem gæt- ir í þá átt að búa til rafrænt skráð ríki stóra bróður á nýjan leik. Það glittir í slíkar tilhneigingar víða, ekki síst í Bandaríkjunum og Schengen-upplýsingakerfið hefur verið gagnrýnt,“ bætti hann við. Steingrímur taldi að besta og eina vörnin við breyttri heims- mynd væri virkt lýðræði og opið upplýst samfélag. Hann sagði að menn yrðu að rökstyðja á hvaða leið þeir væru og það þýddi ekki að nota 11. september og að lang- mestu leyti friðsamleg og lögleg mótmæli við framferði alþjóða- stofnana sem skálkaskjól eða tylli- ástæðu til að skerða mannréttindi og ganga á friðhelgi einkalífs og persónuvernd. „Ég er ekki að segja að það geti ekki verið tilefni til að fara yfir þessa hluti hjá okkur en ekkert síður úr hinni áttinni,“ sagði hann og benti á að stjórnvöld þyrftu að læra af reynslunni af heimsókn Kínaforseta. Þarf tilefni til að herða löggjöfina í þessum efnum „Almennt tel ég að við eigum að fara mjög varlega í svona eftirlits- heimildum ríkisvaldsins. Við höf- um löggjöf og erum aðilar að margvíslegu erlendu samstarfi sem tekur á þessu. Mér finnst að það þurfi einhver tilefni til þess að við herðum löggjöf okkar í þessum efnum,“ benti Ólafur Örn Haralds- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, á og nefndi sem dæmi að Íslendingar hefðu haldið stórfundi áfallalaust. Hann taldi að við ættum að hafa augun opin og fylgjast með því sem nágrannalönd okkar væru að gera í þessum málefnum, en bætti jafnframt við að önnur sjónarmið ættu á vissan hátt við hér á landi en víða annars staðar. Ísland væri eyja og aðgangur inn í landið væri aðeins á örfáum stöðum sem gerði allt eftirlit einfaldara. Auk þess gerði fámennið það að verkum að erfitt væri að týnast eða leynast í þessu landi þannig við yrðum fljótt vör við hræringar sem gætu ógnað okkur. „Það er svo sem klassískt svar að segja að það sé allt í lagi að skoða þetta en mér finnst ekki að við eigum að eyða kröftum okkar í það núna að vinna í þessu,“ sagði Ólafur Örn. Hann lagði áherslu á að það skorti töluvert fé í hina al- mennu löggæslu og einnig af þeirri ástæðu ætti að fara mjög varlega í að legga út í aukakostnað vegna þessara málefna. Ótímabært að ræða um varalið Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, taldi ekki skorta löggjöf um innra öryggi ríkisins. „Það er verið að tala um að stofna eitthvert varalið, auk þess sem við skulum ekkert vera að rifja upp Falun Gong-málið. En ef við erum þannig stödd með al- þjóðaráðstefnur að við höfum ekki fólk til að gæta fundargesta þá eigum við ekkert að halda þær. Það þýðir ekkert að tala um að okkur beri að gera það í samstarfi þjóða. Ef við erum ekki þess megnug þá gerum við það ekki neitt, það segir sig sjálft,“ sagði hann. Hann benti á að það væri ekki ástæða til að ræða um varalið og ýmsar hugmyndir í þá átt meðan lífshagsmunamál eins og fram- kvæmd eftirlits á vegum úti væri ekki með betra móti. „Það er ýmsu að sinna sem er nær. Þegar tugir farast vegna of hraðs aksturs í landinu er ég ekki tilbúinn til að verja fé í það að verja forseta Kína sérstaklega,“ lagði Sverrir áherslu á. Nokkrir þingmenn um hugmyndir um lög um innra öryggi Fara þarf varlega í lagasetningu LISTAVERKIÐ Sjómaður, eftir Jónas S. Jakobsson, var afhjúpað við hátíðlega athöfn á Kirkjusandi í gærmorgun. Verkið var unnið að frumkvæði Tryggva Ófeigssonar, útgerðarmanns og fiskverkanda, sem lést árið 1987 og reisti meðal annars fiskvinnsluhús á Kirkju- sandi. Árið 1960 fékk hann Jónas til að vinna höggmyndina. Verkið, sem vígt var á afmæl- isdegi Tryggva, tileinkaði hann öllu samstarfsfólki sínu í sjávar- útvegi, en það sýnir sjómann með sjópoka á baki og kippu af afla í hendinni. Frumgerð þess stóð við Kirkjusand, en hafði legið undir skemmdum. Stjórn Júpíters hf., út- gerðarfélags Tryggva, ákvað að gefa Reykjavíkurborg styttuna og var hún endurgerð í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Íslands- banka. „Eitt sem gnæfir hátt í mínum huga“ Í ævisögu Tryggva, sem Ásgeir Jakobsson skrásetti; Tryggva sögu Ófeigssonar, segir hann svo frá til- urð styttunnar: „Frændi minn, Jónas Jakobsson, myndhöggvari og málari, kom eitt sinn að máli við mig og sagðist hafa lítið að gera það haustið, heilsa sín væri nú þannig, að hann yrði að geta unnið í ígripum, en Jónas hafði verið víkingsmaður, áður en heilsan bilaði. Ég sagði við frænda minn: „Þú ert myndhöggvari, er ekki svo?“ „Jú,“ sagði hann, „það er ég. Ég hef til dæmis verið núna síðast á Akureyri og gert þar margar myndir.“ „Ef þig vantar hugmynd,“ sagði ég, „þá er aðeins eitt, sem gnæfir hátt í mínum huga. Það er tog- arasjómaðurinn. Þú skalt hafa hann með sjópokann á bakinu og fiskkippu í hendi. Að öðru leyti ertu sjálfráður, hvernig þú hefur hann.“ Og svo hófst Jónas handa. Frysti- húsið [að Kirkjusandi] var þá ekki nema hálfklárað og þurftum við því að baslast með olíuofn og annað, sem Jónas þurfti til verksins, upp á loft, því þar ætlaði hann að vinna. Listamenn eru nú ekki vanir að hafa alltaf fínasta húsnæði, þar sem þeir eru við starf sitt. Við völdum styttunni stað mið- svæðis á lóðinni og ræktuðum tún- blett í kringum hana. Hún er frá- bært listaverk og setur mikinn og sannan svip á athafnasvæðið.“ Eitt af útilistaverkum borgarinnar Barnabarn Tryggva, Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, afhjúpaði styttuna, en auk hans héldu Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, og Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, stuttar tölur. Listaverkið er sem fyrr segir í eigu Reykjavíkurborgar og verður hér eftir kynnt sem eitt af úti- listaverkum borgarinnar. Listaverkið Sjómaður afhjúpað á Kirkjusandi Morgunblaðið/Jim Smart Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, fyrir framan styttuna. LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók mann um helgina sem hafði höggvið annan með samurai- sverði, en meiðslin urðu þó ekki alvarleg. Maðurinn hafði veist að unnustu sinni í miðborginni og komu vegfarendur henni þá til hjálpar. Fór þá maðurinn heim til sín, sótti samurai-sverðið og hjó þann sem hafði hjálpað unnustu hans skömmu áður. Sverðshöggin komu á vanga og læri mannsins og brotnaði vopnið í þrennt. Að sögn lögreglunnar var sverðið bitlaust og að auki lenti sjálf sverðseggin ekki á fórn- arlambinu. Í framhaldinu fram- kvæmdi lögreglan húsleit hjá árásaraðila og fundust fleiri vopn við leitina ásamt lítilræði af kannabisefnum. Unnusta manns- ins var handtekin fyrir meinta að- ild að fíkniefnavörslu og einn mað- ur til viðbótar. Særði mann með sverði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.