Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isFylkir á toppinn eftir sigur
á KA á Akureyri / B2
Dundee United vill fá Arnar
Gunnlaugsson / B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu í
dag fylgir auglýs-
ingablaðið „Kan-
arí“ frá Plúsferð-
um. Blaðinu
verður dreift um
allt land.
LÖGFRÆÐIDEILD Búnaðarbanka
Íslands hefur sent Úrskurðarnefnd
um viðskipti við fjármálafyrirtæki
bréf þar sem þess er krafist að Guð-
jón Ólafur Jónsson, formaður nefnd-
arinnar, víki sæti úr henni og taki
hvorki þátt í undirbúningi, meðferð
né úrlausn þeirra mála sem varða
Búnaðarbankann með hvaða hætti
sem vera skal. Er vísað til þess að í
grein á vefsíðu framsóknarmanna,
hrifla.is, sem fjallað hafi verið um í
fjölmiðlum, hafi Guðjón farið frjáls-
legum orðum um skoðun sína á Bún-
aðarbankanum en Guðjón er einnig
formaður kjördæmissambands fram-
sóknarmanna í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður.
Í bréfi Búnaðarbankans segir að
ummæli Guðjóns séu til þess fallin að
draga úr óhlutdrægni hans í málefn-
um sem varða bankann auk þess sem
ummæli hans séu ósæmileg með hlið-
sjón af samþykktum nefndarinnar.
Guðjón Ólafur sé því vanhæfur í öllum
málum sem snerti bankann.
Engin mál tengd Búnaðar-
bankanum hjá nefndinni
Guðjón Ólafur segir að ekki sé gerð
krafa um að hann víki sæti í tilteknu
máli sem sé til afgreiðslu hjá nefnd-
inni. Búnaðarbankinn sé því í raun að
fara fram á að hann víki sæti í öllum
málum sem kynnu að snerta bankann
í framtíðinni.
Guðjón Ólafur segir að á vef fram-
sóknarmanna hafi hann tjáð sig um
menn og málefni almennt í vikulegum
pistlum í á annað ár og þá í eigin nafni
og á eigin ábyrgð. Hann hafi verið for-
maður nefndarinnar frá árinu 1999 og
aldrei hafi verið gerðar athugasemdir
við störf hans þar. „Það er áratuga
hefð fyrir opinni og frjálsri þjóð-
félagsumræðu hér á landi og ég hef
tekið þátt í þeirri umræðu með skrif-
um og öðrum hætti undanfarin ár og
verið virkur þátttakandi í pólitískri
umræðu. Það að ég taki þá ákvörðun
að taka þátt í þeirri umræðu og stuðla
að lýðræðislegri umræðu í landinu
gerir mig ekki vanhæfan til þess að
taka að mér trúnaðarstörf sem ég
kann að vera beðinn um. Mér finnst
áhyggjuefni ef stærstu fjármálafyrir-
tæki landsins vilja takmarka eða hafa
áhrif á opinbera umræðu með þessum
hætti. Og ég held ég hafi ekkert sagt í
þessu máli sem allur þorri almenn-
ings hefur ekki hugsað.“
Guðjón Ólafur segir að búið hafi
verið að boða til fundar í nefndinni í
næstu viku og hann geri ráð fyrir að
bréf Búnaðarbankans verði lagt þar
fram og síðan tekin ákvörðun um með
hvaða hætti því verði svarað. „Ég
held að það efist enginn um hæfi mitt
eða getu mína sem lögfræðingur til að
fjalla fagmannlega um þau mál sem
verið hafa til úrskurðar hjá nefnd-
inni.“
Búnaðarbankinn og Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Bankinn krefst þess að
formaðurinn víki sæti
HEITT vatn fannst á Eskifirði í maí
síðastliðnum og hafa heimamenn
haft mikinn áhuga á að reyna að
nýta það sem fyrst. Umhverf-
ishópur, sem starfar á vegum bæj-
arins og Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar, hefur komið upp heitum
potti, sem nýtur mikilla vinsælda
hjá ungum sem öldnum. Einnig hef-
ur potturinn verið notaður af ferða-
mönnum sem eiga leið um Fjarða-
byggð. Potturinn er nálægt
golfvellinum, rétt innan bæjarins.
Það er trú heimamanna að heita
vatnið eigi eftir að stuðla að því að
fólk setjist að í Fjarðabyggð.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Fjör í heita pottinum á Eskifirði
BJÖRGUNARSKIPIÐ Gunnar
Friðriksson frá Ísafirði dró tvo plast-
báta, sem rekið hafði upp í fjöruna við
Ytraskarð á Snæfjallaströnd, á flot
síðdegis í gær. Enginn leki hafði kom-
ið að bátunum en skrúfur beggja eru
laskaðar. Í fréttatilkynningu frá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir
að björgunarskipið hafi dregið annan
bátinn til hafnar en hinn hafi siglt fyr-
ir eigin vélarafli. Áhafnir bátanna
voru um borð í þeim en Gunnar Frið-
riksson flutti farþega, sem voru 18
talsins, til hafnar á Ísafirði.
Bátarnir höfðu verið skildir eftir
við legufæri fyrir landi meðan báts-
verjar brugðu sér í land í gönguferð.
Þegar þeir komu til baka höfðu báðir
bátarnir losnað og hafði þá rekið upp í
land. Annar sat fastur í sandfjöru en
hinn á klöppum skammt frá. Aldrei
var nein hætta á ferðum.
Tvo báta rak upp í fjöru
SIGRÚN María Óskarsdóttir, átta
ára stúlka sem slasaðist alvarlega í
bílslysi á Jótlandi í byrjun mánaðar-
ins, kom með sjúkraflugi til Akur-
eyrar um hádegisbil í gær þar sem
hún var lögð inn á barnadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins.
Lovísa Jónsdóttir, móðir Sigrún-
ar, segir Sigrúnu vera á góðum bata-
vegi en að það eigi eftir að koma í ljós
hvort hún hljóti einhvern varanlegan
skaða af slysinu. Þá segir hún ekki
ljóst hversu lengi Sigrún verði á
sjúkrahúsinu þar sem hennar bíði
ströng endurhæfing.
Lovísa segir Sigrúnu ekki komna
til fullrar meðvitundar en að hún
vakni meira og meira með hverjum
deginum. Þá segir hún óskaplega
gott að vera komin heim.
Komin
heim til
Akureyrar
Stúlkan sem slasaðist
í bílslysi á Jótlandi
SAMVINNUNEFND miðhálendis
hefur samþykkt breytingar á Svæð-
isskipulagi Íslands til ársins 2015, á
svæðinu norðan Vatnajökuls. Í
nefndinni sitja fulltrúar allra kjör-
dæma. Breytingarnar varða virkj-
anaframkvæmdir og fleiri atriði, þar
á meðal Kárahnjúkaveg. Einnig er
leyfileg stærð Hálslóns færð úr 38
ferkílómetrum í 57 ferkílómetra.
Eyjabakkar eru nú skilgreindir sem
náttúruverndarsvæði, þar sem fallið
hefur verið frá Fljótsdalsvirkjun
samkvæmt eldra skipulagi. Skipu-
lagsstofnun rannsakar hvort farið
hafi verið að gildandi skipulags- og
byggingarlögum, og sendir loks
skipulagið til umhverfisráðherra.
Þegar samþykki ráðherra liggur fyr-
ir er hægt að veita framkvæmdaleyfi
til vegaframkvæmda Landsvirkjunar
sem auglýstar voru um síðustu helgi.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti
Fljótsdalshrepps, sagði að vegna
þess að aðalskipulag Fljótsdals-
hrepps lægi ekki fyrir fyrr en í haust
hefði ekki verið hægt að samþykkja
legu vegarins athugasemdalaust, og
hefði þess vegna verið leitað álits
Skipulagsstofnunar á Kárahnjúka-
vegi.
Niðurstöðu Skipulagsstofnunar
að vænta á næstu dögum
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir að-
stoðarskipulagsstjóri segir að Skipu-
lagsstofnun muni fá svæðisskipulagið
til umsagnar á næstu dögum og taka
afstöðu til þess. Þar sem svæðis-
skipulag miðhálendisins lá ekki fyrir
fram að þessu taldi Skipulagsstofnun
sér ekki stætt á að veita sveitar-
stjórnum eystra meðmæli til fram-
kvæmdaleyfis. Sú afstaða breytist nú
þegar svæðisskipulagið hefur verið
samþykkt. Aðspurð hvort útboð
Landsvirkjunar á Kárahnjúkavegi
hefði átt að bíða samþykktar skipu-
lagsins svaraði Ásdís Hlökk að ekki
væri einsdæmi að útboð væri auglýst
áður en staðfest skipulag lægi fyrir.
Svæðisskipulag hálendisins
Leyfi fyrir
Kárahnjúka-
vegi væntanlegt
TILKYNNT var til Héraðsdóms
Reykjavíkur í gær, að Íslandsbanki
færi fram á það við dóminn að fallið
yrði frá málshöfðun bankans á hend-
ur Norðurljósum vegna gjaldfallins
60 milljóna króna víxils. Tilgreint er í
bréfi frá lögfræðiinnheimtu Íslands-
banka að Norðurljós hafi samið um
skuldina við Íslandsbanka.
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa, sagðist vera mjög
ánægður með þessa niðurstöðu og
raunar allan gang mála hjá félaginu
undanfarna tvo daga. Sigurður telur
að félagið eigi raunhæfa möguleika á
að ná samningum um skuldbreyting-
ar, endurfjármögnun og sölu á eign-
um sínum, þannig að rekstur þess
geti risið undir skuldum.
Íslandsbanki
féll frá máls-
höfðun
♦ ♦ ♦