Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SJÓSLYSANEFND telur að
ástæður þess að Una í Garði GK
100 fórst við rækjuveiðar í Skaga-
fjarðardýpi 17. júlí í fyrra, hafi
verið þær að netalúga á stjórn-
borða var opin auk þess sem opið
var frá milliþilfari inn í stakka-
geymslu en þaðan átti sjórinn
greiða leið inn í íbúðarrými. Tveir
skipverjar fórust en fjórir björg-
uðust naumlega, þ. á m. ungur
sonur stýrimannsins.
Í áliti nefndarinnar segir m.a. að
þegar skipinu var snúið á stjórn-
borða hafi sjór náð að gutla inn um
lúguna og inn á milliþilfarið með
stigvaxandi áhrifum þar til flæði
inn um lúguna varð stöðugt. Sjór-
inn átti þaðan greiða leið niður í
íbúðarrými í afturskipinu en talið
er að það hafi fyllst af sjó á um
hálfri mínútu sem leiddi til þess að
skipið sökk á skömmum tíma.
Við rannsókn kom m.a. fram að
algengt hafi verið að hafa netalúg-
una opna á rækjuveiðum á sumrin
til að bæta loftræstingu í skipinu.
Lúgan hafi oft verið opin í mun
verri veðrum en var í síðustu sjó-
ferðinni og oftsinnis hafi verið snú-
ið á stjórnborða með lúguna opna.
Engin regla var á því hvort lúgan
ætti að vera opin eða lokuð og var
það háð mati vakthafandi skip-
stjórnarmanns. Dyr frá milliþilfari
aftur í stakkageymslu á stjórn-
borðsgangi voru opnar og þaðan
var opið inn á íbúðargang. Þegar
stýrimaðurinn varð var við að sjór
flæddi inn í skipið vakti hann skip-
stjórann og fór síðan rakleiðis nið-
ur í vistarverur skipverja til að
gera þeim viðvart. Greip hann með
sér ungan son sinn og vélstjórinn
fylgdi fast í kjölfarið. Tveir skip-
verjar voru í skutklefa en þeir
náðu ekki að komast upp úr káet-
unni að því að talið er. Að sögn
skipstjórans var ekki neyðarbjalla
í brúnni eins og skylt er í skipum
af þessari stærð.
Nefndin áréttar að öryggi skips
og þar með áhafnar sé stefnt í
hættu með opnum lúgum til sjós,
þar sem fyllsta öryggis er ekki
gætt, og þær opnar án þess að
þjóna tilgangi við veiðar skips. Þá
telur hún að tryggja eigi full-
komna lokun milli vinnurýmis og
íbúðarýmis eins og reglur gera ráð
fyrir. Fullnægjandi vatnsþétt lok-
un auki lekastöðugleika, seinki því
að skip og sökkvi og tryggi þar
með betur undankomuleiðir fyrir
áhöfn.
Í skýrslu nefndarinnar kemur
fram að talsverðar breytingar voru
gerðar á Unu í Garði í pólskri
skipasmíðastöð árið 2000. Segir í
skýrslunni að samþykkt stöðug-
leikagögn hafi fyrst komið um
borð um ári eftir breytingu og að í
íslenskri þýðingu gagna um hvað
beri að varast hafi verið verulegur
agnúi á vissum lykilatriðum í leið-
beiningum til skipstjórnarmanna
s.s. varðandi vatnsþétta lokun
skips til sjós.
Reglum verði fylgt eftir
Meðal tillagna í öryggisátt er
bent á mikilvægi þess að vatnsþétt
hólfun skips sé ávallt í lagi og
vatnsþétt lokun sé tryggð í rekstri
skips. Nauðsynlegt sé að því sé
fylgt strangt eftir að um borð séu
samþykktar teikningar af örygg-
isbúnaði og bent er á að að eftir
breytingar á skipum verði ekki
gefin út haffærisskírteini fyrr en
samþykkt stöðugleikagögn liggi
fyrir, enda séu þau hluti af skips-
skjölum sem skipstjórnarmenn
eiga að kynna sér. Þá ítrekar
nefndin fyrri ábendingar um að
Siglingastofnun Íslands fylgi því
eftir að björgunaræfingar séu
haldnar í samræmi við reglugerðir.
Þá bendir nefndin á að fylgt verði
eftir reglum um að fullnægjandi
loftræsting geti verið um vistar-
verur áhafnar við öll skilyrði.
Sjóslysanefnd hefur skilað skýrslu um Unu í Garði sem fórst í fyrrasumar
Sjórinn átti greiða leið
inn um opnar dyr
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Una í Garði var á rækjuveiðum í Skagafjarðardýpi þegar skipið fórst.
FORSTJÓRI Norðurljósa,
Sigurður G. Guðjónsson, var
kvaddur í yfirheyrslu hjá
auðgunarbrotadeild Lögregl-
unnar í Reykjavík í gærmorg-
un, þar sem hann var yfir-
heyrður um það hvernig hann
hefði komist yfir gögn úr Bún-
aðarbankanum, sem fólu með-
al annars í sér upplýsingar um
skuldastöðu Norðurljósa við
Búnaðarbankann, ásamt drög-
um að yfirlýsingu Fjölmiðla-
félagsins ehf., hóps fjárfesta,
sem hugði á yfirtöku á á Norð-
urljósum.
Búnaðarbankinn hafði farið
fram á það við lögreglu að
framkvæmd yrði opinber
rannsókn á því hvernig gögnin
komust úr bankanum í hendur
forstjóra Norðurljósa.
Sigurður sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hann
hefði neitað að upplýsa það
hver hefði látið honum ofan-
greind gögn í té. „Ég lét hins
vegar bóka í skýrslur eftir
mér, að það gæti aldrei verið
trúnaðarmál bankans, leyni-
samningar sem miðuðu að því
að eyðileggja eignir annarra,“
sagði Sigurður.
Var yfir-
heyrður
af lög-
reglu
Forstjóri
Norðurljósa
JÓNÍNA Berg Vesturlandsgoði mun
gegna stöðu allsherjargoða þar til
Ásatrúarfélagið hefur boðað til auka-
allsherjarþings þar sem frávikning
allsherjargoða skal tekin fyrir. Segir
Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, að
æskilegt sé að boðað verði til þingsins
eins fljótt og unnt er.
Tveir óskuðu eftir því hjá ráðuneyt-
inu að fá viðurkenningu sem allsherj-
argoðar, Jónína Berg Vesturlands-
goði og Jörmundur Ingi, sem var
vikið úr embættinu. Ráðuneytið hefur
nú svarað erindum Jörmundar Inga
og Jónasar Þ. Sigurðssonar lögsögu-
manns, varðandi ágreining sem risinn
er í félaginu sem einkum beindist að
því hvaða lög séu í gildi hjá félaginu
og um ákvörðun Lögréttu um brott-
vikningu allsherjargoða.
Segir í svari ráðuneytisins að þrátt
fyrir að margvísleg gögn hafi verið
lögð fram, svo sem fundargerðarbæk-
ur, bréf, fréttabréf, myndbandsspóla
og fleira, verði ekki til fulls ráðið af
þeim hver séu gild lög Ásatrúar-
félagsins. Af fyrirliggjandi gögnum
verði heldur ekki ráðið eftir hvaða
lagaákvæðum hafi verið farið í fram-
kvæmd, né hvernig staðið hafi verið
að lagabreytingu.
Aukaallsherjarþing verði
haldið svo fljótt sem auðið er
„Ráðuneytið átelur þetta ástand og
telur brýnt að því verði komið til rétts
vegar svo skjótt sem verða má,“ segir
í svari ráðuneytisins. Í fyrirliggjandi
lagatextum sé hvarvetna gert ráð fyr-
ir að allsherjarþing Ásatrúarfélagsins
fari með æðsta vald. Einnig sé gert
ráð fyrir aukaallsherjarþingi ef Lög-
rétta ákveður að vísa allsherjargoða
úr embætti. Svo virðist sem slíkt
aukaallsherjarþing hafi ekki verið
kallað saman samkvæmt þeim
reglum sem settar hafa verið, þar
með talið að gætt hafi verið reglna um
„nægan fyrirvara“. „Ráðuneytið telur
því að boða beri til slíks aukaþings
með réttum hætti og taka þar fyrir
frávikningu allsherjargoða. Slíku
þingi ber að hafa í heiðri almennar
reglur um andmælarétt þess sem vik-
ið hefur verið úr stöðu,“ segir þar
ennfremur.
Telur ráðuneytið mjög æskilegt að
á slíku þingi liggi til umræðu frum-
varp að félagslögum sem síðar verði
tekið til endanlegrar umræðu og af-
greiðslu á reglulegu allsherjarþingi í
haust. Þá er minnt á að miklu máli
skipti að góð festa og regla ríki hjá fé-
laginu varðandi fjármál félagsins, fé-
lagatal, lagabreytingar og skráningu
fundargerða, en verulegur misbrest-
ur hafi verið á þessu.
Jörmundur Ingi enn
með vígsluréttindi
Björn segir það ekki endilega nauð-
synlegt að sami einstaklingur sé for-
stöðumaður félagsins og vígslumaður
þess. Jörmundur Ingi hafi ekki verið
sviptur sínum vígsluréttindum, brott-
vísunin taki ekki endanlega gildi fyrr
en búið er að fjalla um það á aukaalls-
herjarþingi. Vesturlandsgoði muni þó
gegna embætti allsherjargoða þar til
þingið kemur saman. Beðið verði með
að veita Jónínu Berg vígsluleyfi þar
til aukaallsherjarþing hafi endanlega
tekið ákvörðun um hvort hún verði
fullgildur allsherjargoði Ásatrúar-
félagsins eða einhver annar.
Óljóst hver eru
gild lög Ása-
trúarfélagsins
Jónína Berg gegnir stöðu allsherj-
argoða þar til þing kemur saman
ÖLDUNGAMEISTARAMÓTI Ís-
lands í golfi lýkur í dag en það hófst
á fimmtudag. Á þriðja hundrað
þátttakendur sækja mótið og eru
bræðurnir Birgir og Jón Svan Sig-
urðssynir meðal keppenda í flokki
70 ára og eldri. Birgir, sem búsettur
er í Kanada, hefur ekki keppt á Ís-
landi síðan 1952 en þá varð hann Ís-
landsmeistari.
Birgir segir að á þeim tíma hafi
ekki margir verið byrjaðir að
stunda golf á Íslandi. Hann telur að
um sextíu manns hafi verið í Golf-
klúbbi Akureyrar og um tvö hundr-
uð manns hafi stundað íþróttina í
Reykjavík. Aðspurður hvers vegna
hann hafi byrjað að spila golf segir
hann að hann byrjað að halda á golf-
pokanum fyrir fjölskyldumeðlim
þegar sá hinn sami lék golf og í
framhaldi byrjað að spila sjálfur.
Birgir, sem er rakarameistari,
flutti til Kanada 1959 og hefur búið
þar síðan. „Ég hef alltaf stundað
golf en spilaði reyndar fremur lítið
fyrstu 25 árin eftir að ég flutti út.
Ég hef hins vegar spilað mikið á
seinni árum,“ segir Birgir.
Þá voru þrír golfvellir
Að sögn hans langaði hann að
taka þátt í öldungameistaramótinu
hér á landi í tilefni þess að það eru
fimmtíu ár síðan hann varð Íslands-
meistari og segist hann ánægður yf-
ir því að hafa fengið tækifæri til að
spila hér eftir allan þennan tíma.
„Það hafa orðið gríðarlegar breyt-
ingar hér varðandi golfíþróttina.
Þetta er allt annað núna heldur en
var þá. Nú er aðstaðan til dæmis
mun betri. Þá voru þrír golfvellir á
landinu, í Reykjavík, á Akureyri og í
Vestmannaeyjum. Núna eru þeir
held ég fimmtíu og fjórir, þannig að
þetta hefur breyst geysilega mikið.“
Birgir segir að keppnin nú sé
harðari heldur en hún var fyrir
fimmtíu árum, það séu svo margir
góðir spilarar þátttakendur. Flokk-
arnir eru tveir, annars vegar 65-70
ára og 70 ára og eldri hins vegar.
Bróðir Birgis, Jón Svan, forstjóri
Svansprents, keppir einnig í flokki
70 ára og eldri og segir Birgir að
þeir bræður hafi byrjað að stunda
íþróttina á svipuðum tíma. Hann
segir þá hittast oft til að spila golf.
„Við höfum spilað mikið saman okk-
ur til ánægju en tökum ekki mikið
þátt í keppnum. Við höfum hist á
Flórída mörgum sinnum og spilað í
Taílandi og farið um allar jarðir.
Þegar við förum eitthvað erum við
alltaf í golfinu,“ bætir hann við.
Morgunblaðið/Arnaldur
Bræðurnir Birgir og Jón Svan Sigurðssynir.
Keppti síðast árið 1952
og varð þá Íslandsmeistari
Öldungameistaramóti Íslands í golfi lýkur í dag