Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fræðslusíða um alnæmi og HIV-veiruna Fræðslu er þörf um alnæmi NÝLEGA var opnuðný íslenskfræðslusíða, www.hiv.is, um alnæmi og HIV-veiruna. Morgun- blaðið ræddi við Alexander Björn Gíslason, stofnanda síðunnar. – Hver var kveikjan að því að þú réðst í gerð síð- unnar? „Ástæða þess að ég ákvað að safna efni á síð- una er sú, að ég greindist smitaður fyrir nokkrum árum og fór að leita mér upplýsinga og fræðsluefnis um sjúkdóminn. Þar rak ég mig á þá staðreynd að mikið skortir á fullnægj- andi fræðsluefni um HIV- veiruna og alnæmi á ís- lensku. Engar upplýsingar virtust vera til í prentuðu máli hér á landi, fyrir utan litla bæklinga sem voru að mörgu leyti úreltir. Ekkert efni er til sem sérstaklega er ætlað smituðum einstaklingum. Ég tók til minna ráða, fór að sanka að mér efni af Netinu varðandi sjúkdóminn og fékk í lið með mér færa þýðendur og vefhönnuð til að gera síðuna. Alnæmissamtökin hafa staðið sig mjög vel hvað varð- ar stuðning við smitaða, og vann ég síðuna með vitund þeirra.“ – Eru upplýsingar af mjög skornum skammti hér á landi? „Já, svo virðist vera. Hér á ég við fræðslutexta fyrir smitaða og aðstandendur þeirra. Landlækn- isembættið og Sóttvarnalæknir hafa gefið út grunnupplýsingar um smitleiðir, einkenni og örfá orð um meðferð, en sjúklingar og aðstandendur þurfa meiri fræðslu og stuðning. Þar að auki er viðvar- andi þekkingarskortur meðal al- mennings um alnæmi og HIV- veiruna sem elur á fordómum. Fá- fræðin eykur fordómana og er fræðslusíðan liður í baráttunni fyrir aukinni umræðu um sjúk- dóminn og nokkurs konar vitund- arvakning um þessi mál.“ – Býr sérstök hugmyndafræði að baki vefnum? „Hugmyndin er sú að sá sem smitast geti minnkað áfallið sem hann verður óneitanlega fyrir með því að lesa sér til um sjúkdóminn. Að sama skapi er nauðsynlegt að þeir sem tengjast sjúklingnum geti fundið upplýsingar og fræðst um sjúkdóminn til þess að eyða fordómum hjá sér. Mjög mikil- vægt er að hafa lesefni til að vísa í, enda er ekki hægt að meðtaka all- an fróðleik í einu vetfangi. Þörfin er einnig rík fyrir vettvang til að ræða saman um sjúkdóminn og af- leiðingar hans. “ – Hvaðan koma upplýsingarnar sem finna má á fræðslusíðunni? „Fyrir utan þær upplýsingar sem ég fékk hjá Landlæknisemb- ættinu og hjá Sóttvarnalækni eru þær ýmist af norrænum síðum eða úr ensku. Charlotta Hjaltadóttir, Matthías Kristiansen og Lars H. Andersen hafa öll unnið við þýð- ingar fyrir vefinn og kann ég þeim bestu þakkir. Char- lotta hefur unnið með mér við efnisöflun og höfum við ákveðið sam- an hvað væri þýtt og færi inn á vefinn.“ – Hefur þú fengið viðbrögð við nýju heimasíðunni? „Já, ég hef orðið var við mjög jákvæð viðbrögð. Fjöldi fólks sem komið hefur inn á vefinn hefur sent línu og lýst yfir ánægju sinni með hann og einn smitaður ein- staklingur hefur haft samband. Vefurinn er nýr vettvangur, sem eflaust á eftir að opna um- ræðuna.“ – Stendur frekari útgáfa eða vefsmíði fyrir dyrum? „Já, við höfum fengið leyfi höf- unda í Danmörku til að þýða þrjá fræðslubæklinga um alnæmi, HIV-veiruna og smitleiðir og gefa þá út hér heima. Það yrði okkar framlag í prentuðu máli til hliðar við textann á heimasíðunni, sem er orðin mjög umfangsmikil. Bæklingarnir eru einkum ætlaðir ungu fólki til fróðleiks og aðvör- unar. Umræðan hefur dalað á undanförnum árum og þess vegna er mikilvægt að koma inn nýjum upplýsingum um alvarleika máls- ins. Einnig er á döfinni að gera nýjan vef, www.hivinfo.is, sem verður upplýsingavefur fyrir ungt fólk um alnæmi, HIV-veiruna og lifrarbólgu. Hann er í anda dansks vefjar með sama nafni, www.hivinfo.dk.“ – Verður leitað samstarfs við hið opinbera vegna bæklinganna? „Já, það er ætlunin en enn hefur ekki verið samið um það. Krafan um stuðning við útgáfu efnis af þessu tagi er hins vegar alveg skilyrðislaus vegna þess skorts á fræðsluefni sem alnæmissjúkir búa við. Í dag eru það aðallega gagnkynhneigðir og tvíkynhneigðir sem greinast með nýsmit. Einnig er eitthvað um að fíklar sem nota sprautunálar smitist og er þá aðallega um ungt fólk að ræða. Flestir þeirra sem greinast með HIV-smit eru á aldrinum 25–29 ára. Reynsla annarra þjóða sýnir að það er ekki spurningin um hvort heldur hvenær við stöndum frammi fyrir umtalsverðri fjölgun á smiti. Fræðsla og forvarnir hafa ekki skilað sér til almennings nema í mjög litlum mæli. Ég held, að það sé einsdæmi í Evrópu að einstaklingar hafi tekið sig saman og opnað fræðsluvef af þessu tagi án opinbers stuðnings. Það er táknrænt fyrir þá ríku þörf fyrir fræðslu sem sjúkir þarfnast.“ Alexander Björn Gíslason  Alexander Björn Gíslason fæddist í Reykjavík árið 1963. Hann er stofnandi og formaður Hivinfo á Íslandi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Árbæjar- skóla, stundaði ýmis störf og fór til Svíþjóðar 1989 og starfaði þar til 1991. Alexander rak þvotta- hús og innflutningsfyrirtæki í Reykjavík á árunum 1992–1995, starfaði við trúboð í Víetnam 1998, dvaldist í Bandaríkjunum og starfaði með kristnum söfnuðum og götufólki 1999–2000. Hann hefur starfað hjá leigjendasamtökunum frá árinu 2001 og hefur verið öryrki síðan 1998. Alexander á tvö börn. Fáfræði elur á fordómum um alnæmi Viltu þá hætta þessu bókhaldssvindli, hrappurinn þinn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.