Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarna daga hafa komið fram á síðum Morgunblaðsins upp- lýsingar þess efnis að Norður- ljós standi frammi fyrir mál- sóknum af hálfu þriggja banka vegna skulda sem samtals nema um 700 milljónum króna. Búnaðarbankinn hefur gjaldfellt 350 milljóna króna lán, Landsbank- inn hefur gjaldfellt 265 milljóna króna yf- irdrátt og Íslandsbanki 60 milljóna króna víx- il. Íslandsbanki féll að vísu frá málshöfðun sinni í gær og tilkynnti Héraðsdómi Reykja- víkur að samið hefði verið um skuldina. Hverjar eru heildarskuldir Norðurljósa í dag? „Heildarvaxtaberandi skuldir, þ.e.a.s. lang- tímaskuldir félagsins, sem að mestu var stofnað til 1999, eru um 6,7 milljarðar króna. Þetta eru þær langtímavaxtaberandi skuldir sem endurfjármögnun félagsins snýst að mestu um. Annars vegar er það svokallað sambankalán, sem í dag stendur í 4,8 millj- örðum króna, og svo eru það langtímaskulda- bréf að upphæð um 2 milljarðar króna, sem ýmsar íslenskar fjármálastofnanir hafa keypt af okkur. Þetta eru þær langtímavaxtaber- andi skuldir sem endurfjármögnun félagsins snýst um. Auk þess er það lánið frá Bún- aðarbankanum sem þú nefnir, að upphæð 350 milljónir króna, sem er reyndar gengis- tryggt, þannig að það hefur heldur lækkað. Fyrir utan þetta skuldum við Landsbanka Ís- lands 265 milljónir króna í yfirdrátt og loks skuldum við birgjum sem láta okkur í té efni. Við höfum samið við birgja um þær skuldir og greiðum þær niður samkvæmt ákveðnu samkomulagi en þær skuldir eru nú um 300 milljónir króna.“ Samkvæmt þessari upptalningu þinni eru heildarskuldir félagsins í kringum 7,6 millj- arðar króna. Hvað er framundan nú eftir að þið hafið staðið í margra mánaða samninga- þrefi við þá sem standa að sambankaláninu frá 1999, enn án nokkurs sýnilegs árangurs og kyrrstöðusamningurinn sem þið gerðuð við lánastofnanirnar í desember í fyrra er út- runninn fyrir næstum fjórum mánuðum? „Þegar kyrrstöðusamningurinn rann út 1. apríl sl. tók auðvitað ekkert annað við en venjulegur rekstur á félaginu. Kyrrstöðu- samningurinn fjallaði um það eitt að bank- arnir, sem að sambankaláninu standa, þ.e. er- lendu bankarnir og Landsbanki Íslands, féllu frá því að nota þau vanefndaúrræði sem sam- bankalánið byði upp á ef við lentum í van- efndum. Það er ekkert launungarmál að við höfum ekki efnt sambankalánið samkvæmt efni þess, en erlendu bankarnir hafa ekki séð ástæðu til þess að beita neinum vanefnd- aúrræðum gagnvart félaginu, því þeir líta svo á, að hagsmunir þeirra séu best tryggðir með því að ná samkomulagi við skuldarann um lánið, hvernig eigi að endurfjármagna það og hvernig eigi að skipa því til framtíðar. Út á það ganga þessar viðræður.“ Telur þú að það séu til eignir í félaginu, umfram skuldir? „Fyrirtækið er ekki ríkt að eignum, þ.e.a.s. fasteignum og slíkum eignum, enda skipta þær ekki meginmáli varðandi rekstur fjöl- miðlafyrirtækis. Það sem skiptir máli er hvaða efni fjölmiðlafyrirtæki hefur yfir að ráða og getur boðið upp á og hvað salan á þessu efni getur staðið undir miklum skuld- um. Ég hef alltaf sagt að við værum of skuld- settir miðað við reksturinn og markmið okk- ar er að minnka vaxtaberandi skuldir, þannig að þær verði svona á bilinu 3,5 til 4 millj- arðar króna. Undir þeirri skuldsetningu stendur rekstur Norðurljósa. Ég svara því þinni spurningu um það hvort við eigum eignir umfram skuldir þannig: Nei, í þröngri merkingu þess orðs eigum við ekki eignir umfram skuldir, en að lokinni endur- fjármögnun félagsins getum við mætt öllum okkar skuldbindingum.“ Á félagið einhvern annan kost í stöðunni en ganga til samninga við lánardrottna sína um einhverja eftirgjöf á skuldum? „Það hefur legið fyrir frá áramótum, af hálfu Norðurljósa og erlendu bankanna, að það hefur verið vilji til þess af hálfu hluthafa í Norðurljósum að koma inn með 600 millj- ónir króna í nýju hlutafé og eins og ég hef margoft sagt frá er búið að borga inn af því 200 milljónir króna og nota þær í rekstur fé- lagsins á þessu ári. 100 milljónir króna til viðbótar hafa verið greiddar, en þær bíða inni á bankareikningi og má ekki nota fyrr en það næst samkomulag um heildarlausn. Þegar slíkt samkomulag næst fáum við að auki aðrar 300 milljónir króna frá hluthöfum félagsins, og þær ber að greiða fyrir árslok. Hjá erlendu bönkunum hefur það legið fyrir, að þeir hafa verið tilbúnir til þess að breyta hluta af skuld okkar í sambankaláninu í hlutafé, og þá hafa menn verið að tala um 850 milljónir króna að lágmarki. Jafnframt hefur það legið fyrir að Landsbankinn hefur verið tilbúinn til þess að breyta hluta af sínu láni til okkar, en heildarupphæð þess er 880 milljónir króna, í víkjandi lán, eða samtals 150 milljónum króna. Þetta, ásamt því að leita eftir kaupendum að hluta okkar í Tali, á að geta skilað þessu félagi inn á rétta braut, þannig að langtímaskuldir okkar yrðu viðráð- anlegar. En það hafa engar viðræður farið fram á milli Norðurljósa og fulltrúa allra bankanna sem standa að sambankaláninu, frá því í apríl í vor, að Landsbankinn neitaði að koma á fund með fulltrúum erlendu bank- anna og Norðurljósa í London. Krafa Landsbankans var alltaf sú að hlut- hafarnir kæmu inn með einn milljarð króna í nýju hlutafé, ekki 600 milljónir króna. Þeir hjá bankanum færðu aldrei nein efnahagsleg rök fyrir þeirri kröfu sinni. Til að koma til móts við Landsbankann og hans sjónarmið hafa hluthafar Norðurljósa einnig boðið, að ef félagið þyrfti á því að halda, á einhverjum tímapunkti, væru þeir reiðubúnir til þess að leggja fram aukið hlutafé. Einu svör Lands- bankans hafa verið þau að það væri ómögu- legt fyrir bankann að aðalhluthafi félagsins fengi félagið fjárhagslega endurskipulagt gegn því að leggja sjálfur aðeins til 600 millj- ónir króna.“ Hversu miklar eru fjárfestingar Norður- ljósa í öðrum fyrirtækjum? „Í Tali eigum við 34,8% af heildarhlutafé og þar fjárfestum við upphaflega um 300 milljónir, sem var sú upphæð sem við fengum út við sölu á okkar hlut í DV. Þeim fjár- munum var því afskaplega vel ráðstafað á sínum tíma og augljóslega mjög góð fjárfest- ing, því hlutur okkar í Tali er talinn vera a.m.k. 1,5 milljarða króna virði. Þessi hlutur er falur og er veðsettur bönkunum. Við sölu á honum færi söluandvirði hlutarins beint til þess að greiða niður skuld okkar við erlendu bankana og Landsbanka Íslands.“ Í þessu samhengi, er það ekki eðlileg krafa af hálfu lánardrottna að hluthafarnir, bæði aðaleigandinn Jón Ólafsson og aðrir hlut- hafar, afskrifi hlutafé sitt í sama mæli og lán- ardrottnar og leggi jafnframt fram nýtt hlutafé? „Það hefur alveg legið fyrir að hlutaféð í Norðurljósum verður að færast niður áður en nýtt hlutafé kemur inn. Það hefur ekki verið neinn ágreiningur um það. Spurningin hefur bara verið um það hversu mikið hlutaféð eigi að færast niður. Rætt hefur verið um það hvort gamla hlutaféð eigi að vera 5%, 10%, 20% eða á að fara með það niður í núllið? Þetta er eitt af því sem þarf að ræða og því er svo brýnt að menn komi saman og fari yfir þetta.“ Hvert er mat ykkar hjá Norðurljósum á því að gamla hlutaféð eigi að vera að fjár- hagslegri endurskipulagningu lokinni? „Við höfum lagt til að hlutaféð, tæplega 1,7 milljarðar króna, yrði skrifað niður í 20%, þannig að gamla hlutaféð losaði 300 milljónir króna.“ Undanfarna viku hafa Norðurljós verið í sviðsljósi fjölmiðla upp á hvern dag. Hvar- vetna velta menn vöngum yfir því hvernig geti staðið á því að félagið er jafn gríðarlega skuldsett og raun ber vitni. Hvernig skýrir þú skuldsetningu fyrirtækisins upp á 7,6 milljarða króna? „Vissulega er fyrirtækið allt of skuldsett, það er staðreynd. Við þurfum að hverfa nokkur ár aftur í tímann til þess að skýra það sem gerst hefur. Árið 1995, þegar hið fyrra „Leverage buyout“ átti sér stað (stjórn- endur félagsins keyptu hluthafana út að mestu leyti með þeirri tækni að skuldsetja fyrirtækið) og breyting varð á eigendahópi Íslenska útvarpsfélagsins, var tekið fyrsta erlenda sambankalánið fyrir milligöngu Chase Manhattan Bank og Chase varð þá hluthafi í félaginu. Þessi yfirtökuaðferð hefur verið notuð víða um heim í viðskiptum og þarna verða til fyrstu skuldir fyrirtækisins, sem við erum að fást við í dag. Árið 1999, þegar ákveðið var að stofna Norðurljós, stórt fjölmiðla- og afþreyingar- fyrirtæki í takt við það sem var að gerast út um allan heim, samanber það sem var að gerast hjá Time Warner og America Online þegar bjartsýnisstuðullinn var í sögulegu há- marki, samþykktu hluthafar og þeir bankar sem félagið var í viðskiptum við að skyn- samlegt væri að kaupa Skífuna og renna Skífunni, Íslenska útvarpsfélaginu, Sýn og útvarpsstöðvunum saman í eitt félag, Norð- urljós, og skuldsetja það með samskonar hætti og gert var 1995. Þá var tekið erlent lán að hluta til og að hluta til var lán fengið frá Landsbankanum. Þegar þetta var voru gerðir útreikningar af færustu mönnum, sem sögðu að svona skuldsetning sem farið var í ætti alveg að ganga upp miðað við þann rekstur sem verið var að búa til. Það gekk eftir og gekk sann- anlega upp þann hluta ársins 1999 sem hið nýja félag starfaði og sömuleiðis árið 2000. Síðan þegar hallaði undan fæti í efnahagslífi okkar Íslendinga höfðu forsendur einfaldlega breyst með svo afgerandi hætti til hins verra að dæmið gekk ekki lengur upp. Norðurljós eru auðvitað ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, því það eru eiginlega öll margmiðlunar-fjölmiðlunarfyrirtæki, sjón- varpsfyrirtæki, útvarpsfyrirtæki og hljóm- plötufyrirtæki í Evrópu og víðar í samskonar rekstrarörðugleikum og við og eiga í stór- felldum vanda. Þau hafa, eins og við, verið skuldsett um of, þegar þau voru búin til. Ég nefni bara sem dæmi franska fyrirtækið Viv- sendi Universal og þýska fyrirtækið Kirsch.“ Sigurður segir að auk þessa hafi það gerst að virði efnis hafi ekki verið jafnmikið og menn hafi reiknað með að það yrði. „Það var talað um þriðju kynslóð af farsím- um, þú áttir að geta horft á sjónvarp og feng- ið plötur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta átti allt að vera svo fullkomið og tæknilegt að það áttu ekki að vera nein takmörk sett fyrir neyslu fólks, sem þessir miðlar áttu að hafa upp á að bjóða. Nú er sá raunveruleiki ekki lengur fyrir hendi og þá er einfaldlega komið að skuldadögum. Menn þurfa að færa klukk- una aðeins aftur og létta á skuldum þessara fyrirtækja, vegna þess að sú neysla sem öll áform fyrirtækjanna byggðust á er ekki fyrir hendi í samfélaginu og verður væntanlega ekki næstu þrjú, fjögur árin. Það tekur ákveðinn tíma að komast upp úr þeirri lægð sem við erum í í dag til þess að ná neyslunni af stað. Það er mjög ýtt undir það af forseta Bandaríkjanna í dag að keyra neysluhjólið af stað aftur og það hratt, vegna þess að það samfélag gengur allt út á neyslu. En við í Evrópu erum ekki alveg jafnhröð í keyrslunni, þannig að þetta gengur ekki á sama hraða hjá okkur. Við í Evrópu tókum hins vegar upp flest það versta upp úr bandarísku hagkerfi, á mjög skömmum tíma, og gíruðum okkur upp eins og þeir, þannig að í dag er þetta frekar bitamunur en ekki fjár.“ Það er eitt við þessa upptalningu þína, hvað varðar þróunina í heiminum versus það sem gerðist hjá Norðurljósum, sem ég hygg að sé sérstakt hjá Norðurljósum. Þar á ég við það sem gerðist í ársbyrjun 1999, þegar tveir stærstu hluthafar Íslenska útvarps- félagsins, þeir Jón Ólafsson, sem þá átti 34% í Íslenska útvarpsfélaginu, og Sigurjón Sig- hvatsson, sem þá átti 22% í félaginu, ákváðu á einkafundi sínum í Los Angeles við hvaða verði Skífan skyldi keypt, þegar henni var rennt inn í Norðurljós, eða samtals á 2,6 milljarða króna. Mér skilst að þetta samkomulag þyki hafa haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyr- ir fjárhagsstöðu félagsins. „Ég held að það sé ekki rétt að þeir tveir einir hafi ákveðið verðið á Skífunni. Það var að ráði erlendra aðila sem danskur banki var fenginn til þess að gera úttekt á Skífunni og komast að niðurstöðu um það hvert væri eðli- legt verð fyrirtækisins í þessum viðskiptum. Kaupþing gerði líka mat á Skífunni og á grundvelli þeirra gagna sem þessir tveir að- ilar lögðu til var endanlegt verð á Skífunni ákveðið.“ Sigurður segir að þótt verðmætin sem fylgt hafi kaupunum á Skífunni séu stað- bundin séu mikil verðmæti fólgin í fyrirtæk- inu, það sé óumdeilt. „Aðferðafræðin við að meta verðmæti Skíf- unnar var að mínu mati alveg rétt, en hvort niðurstaðan var rétt, – um það geta auðvitað verið skiptar skoðanir í dag, en þær voru það ekki á þessum tíma. Hugmyndin að samruna Skífunnar við Íslenska útvarpsfélagið og Sýn varð upphaflega til hjá erlendu bönkunum, sem vildu fara út í að endurskoða lánasamn- inginn og endurfjármögnun eins og þeirra er háttur. Hugmyndin var a.m.k. tveggja ára gömul þegar henni var hrint í framkvæmd.“ Það er samt sem áður gagnrýnt að Skífan hafi, við svokallaðan samruna við Norðurljós, verið mjög hátt verðlögð. Við þessa samein- ingu hafi Jón Ólafsson fengið í sinn hlut 800 milljónir króna, Sigurjón Sighvatsson hafi fengið 500 milljónir þegar hann seldi Jóni Ólafssyni 10% eignarhlut í hinu nýja félagi og Chase Manhattan hafi fengið 700 milljónir fyrir kauprétt sinn í félaginu og 600 milljónir hafi farið í yfirtöku Norðurljósa á skuldum Skífunnar. Var þetta ekki of mikil skuldsetn- Orð eru til alls fyrst Morgunblaðið/Kristinn Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norður- ljósa, trúir því að Norðurljós lifi og skíni skært á næstu árum. Norðurljós samskiptafélag á við erfiða skuldastöðu að glíma. Heildarskuldir félagsins nema um 7,6 milljörðum króna og þar af hafa tveir bankar gjaldfellt rúmlega 600 milljónir króna og höfðað mál á hendur félaginu til inn- heimtu þessara gjaldfelldu skulda. Agnes Bragadóttir hitti Sigurð G. Guðjónsson, forstjóra Norðurljósa, að máli og spurði hann spjörunum úr um fjármál félagsins og mögu- leika þess á að halda velli með óbreyttu eignarhaldi. Forstjóri Norðurljósa samskiptafélags segir engan hafa spurt hvort félagið væri falt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.