Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 11
ing á einu bretti og afdrifaríkt að svo mikið
fjárstreymi yrði út úr félaginu?
„Það er ekki rétt að kalla þetta fjárstreymi
út út fyrirtækinu, því fyrirtækið er í raun og
veru bara sett að veði fyrir peningum sem
koma annars staðar frá. Það sem fyrirtækið
þarf að gera í framtíðinni er að standa undir
skuldsetningunni.
Árið 1999, þegar Norðurljós verða til, er
félagið endurfjármagnað á nýjan leik og rest-
in af hluthöfunum er keypt út, þá er tekið
nýtt lán. Eins og ég rakti áðan voru for-
sendur fyrir þessari fjármögnun raunhæfar
og að óbreyttu efnahagsástandi hefði félagið
að mínu mati staðið undir þessari skuldsetn-
ingu.
Lánasamningurinn var sniðinn að þeirri
skuldsetningu sem félagið var talið þola,
þannig að framan af eru afborganir frekar
léttar en síðan þyngjast þær. Takturinn í
allri svona fjármögnun er sá að gert er ráð
fyrir greiðslum í tvö ár af lánasamningi sem
þeim sem við erum að kljást við, en síðan er
endurfjármögnun hafin á nýjan leik. Þannig
er alltaf verið að taka samninga upp, breyta
þeim, fá fleiri aðila að þeim, til þess að dreifa
áhættunni. Það er hinn eðlilegi strúktúr sem
alþjóðleg bankaviðskipti ganga út á. Menn
semja um að koma peningum í vinnu og
menn endursemja um þá leigu sem á að
greiða fyrir peningana.
Með þessu er ég í raun og veru að segja að
kaupverðið á Skífunni árið 1999 og skuldsetn-
ingin vegna þeirra kaupa var ekkert óeðlileg
þá og ekki fjarri lagi að fyrirtækið gæti mætt
þeirri skuldsetningu á þeim tíma, miðað við
þær forsendur sem gengið var út frá.
Það var árið 2000 sem allt riðlaðist við hina
gríðarlegu gengisfellingu sem varð. Við vor-
um og erum að kaupa megnið af efni okkar
frá Bandaríkjunum og stærstur hluti lána
okkar er í dollar. Því urðum við að hafa hrað-
ar hendur og endursemja um lánin. En á
þessum sama tíma var svo margt annað að
hrynja, á alþjóðlega vísu, sem hefur gert það
að verkum að okkur hefur gengið mun verr
að semja um þessa endurfjármögnun en við
töldum að yrði þegar við hófum viðræður við
viðsemjendur okkar.
Hins vegar er ekki þar með sagt að okkur
takist þetta ekki, því það er mjög góður
gangur í viðræðum við lánardrottna, einmitt
á þessari stundu, og hefur raunar aldrei
gengið betur síðan Dagblaðið hóf árásir á fé-
lagið á fimmtudaginn fyrir réttri viku.
Það er eins og þessi neikvæða umræða
sem staðið hefur um félagið og þann vanda
sem það stendur í í dag, vanda sem öllum
hefur verið kunnugur í a.m.k. eitt ár nema
ritstjórn Dagblaðsins, hafi með einhverjum
hætti hleypt nýjum og jákvæðari anda í end-
urfjármögnunarviðræður okkar.“
Það hefur komið fram að Jón Ólafsson og
Sigurjón Sighvatsson hafi í áravís fengið
greiddar mánaðarlega ráðgjafargreiðslur frá
Stöð 2 inn á erlenda bankareikninga sína.
Mér skilst að hér hafi verið um upphæðir að
ræða sem hlupu á tugum milljóna króna á
ári. Kom ekki til álita, þegar harðna tók á
dalnum, að fella niður þessar ráðgjafar-
greiðslur?
„Alveg frá árinu 1995, þegar farið var í
fyrstu endurfjármögnun Íslenska útvarps-
félagsins, og svo aftur 1999, við aðra endur-
fjármögnun, var sérstakt ákvæði um ráðgjaf-
arsamninga við hluthafa félagsins eða aðila
sem þeir kunna að vera hjá.
Ástæða þessa var sú að erlendu bönkunum
var mikið í mun að halda Jóni Ólafssyni og
Sigurjóni Sighvatssyni að félaginu, þannig að
þeir gætu ekki labbað frá því og selt hluti
sína eftir að hafa skuldsett það, með þeim
hætti sem gert var.
Upphaflega vildu bankarnir fá veð í hluta-
bréfum þeirra Jóns Ólafssonar og Sigurjóns
Sighvatssonar, en því var hafnað. Þá kröfðust
bankarnir þess að þeir veðsettu ekki bréf sín
með einum eða neinum hætti til þriðja aðila.
Fyrir þessa kvöð og svo hitt, að báðir eru
sérfræðingar um fjölmiðlun, kvikmyndir, tón-
list og þess háttar, þótti eðlilegt og sjálfsagt
að þeim væru greiddar ráðgjafargreiðslur.
Það hefur þannig alltaf legið fyrir í gögn-
um félagsins að félagið er skuldbundið til
þess að greiða þessum tveimur hluthöfum
sérstakar greiðslur fyrir að mega ekki selja
hlutinn sinn, fyrir að láta félaginu í té ráðgjöf
og fyrir að vera bakbeinið í rekstrinum.
Þetta hefur alltaf legið fyrir og er í raun og
veru ekkert óeðlilegt og er í samræmi við
það sem býr oft að baki við það sem gerist
við samninga um skuldsett fyrirtækjakaup.
Það er verið að treysta á að sá sem kaupir
með þeim hætti sé bundinn fyrirtækinu og
því tryggur og trúr og fyrir það eigi hann að
fá ákveðna umbun eða þóknun.“
Samt sem áður – einhvern veginn finnst
mér sem um mjög háar greiðslur hafi verið
að ræða, sé það rétt að aðaleigandi félagsins
hafi fengið um 70 milljónir króna á ári fyrir
ráðgjafarstörf. Hvað segir forstjóri Norður-
ljósa um slíkt?
„Ég hef bara ekkert við þessar greiðslur
að athuga og hef aldrei öfundast út í það þótt
menn fái vel greitt fyrir góða vinnu.“
En ef fyrirtækið hefur alls ekki efni á slík-
um greiðslum vegna þess að það er svo
skuldsett fyrir, hvað segir forstjórinn þá um
slíkar greiðslur út úr Norðurljósum?
„Allar greiðslur út úr fyrirtækinu, á þeim
tíma sem lánasamningarnir voru gerðir, áttu
að falla innan þess ramma sem samningarnir
voru gerðir um. Fyrirtækið á að hafa efni á
því að greiða ráðgjöfum sínum, stjórnar-
mönnum, starfsfólki, birgjum og lánardrottn-
um út úr rekstrinum.
Ef það hefur ekki efni á því, þá er eitthvað
að strúktúrnum, og það hefur nú komið í ljós
að svo er hjá okkur og því stöndum við í end-
urfjármögnunarviðræðum.“
Sigurður segir að engar ráðgjafargreiðslur
hafi verið inntar af hendi úr fyrirtækinu
vegna ársins 2002.
Í Morgunblaðinu 22. febrúar sl. er haft eft-
ir þér að þú teljir að staðið hafi verið við
kyrrstöðusamninginn, en telji bankarnir að
svo sé ekki verði það einfaldlega lagað. Voru
ekki greiddar út fjárhæðir til Jóns Ólafs-
sonar snemma árs í ár vegna þeirrar skuldar
sem hafði verið bókfærð á liðnu ári vegna
vangoldinna ráðgjafargreiðslna og hann
greiddi síðan inn aftur sem nýtt hlutafé? Var
það ekki einmitt þetta sem gerði það að verk-
um að Hreggviður Jónsson gekk út úr fyr-
irtækinu og sagði að kyrrstöðusamningurinn
hefði verið brotinn? Stendur þú enn við orð
þín í Morgunblaðinu frá því í febrúar?
„Engar ráðgjafargreiðslur voru inntar af
hendi frá félaginu árið 2001 vegna þess að fé-
lagið hafði bara ekki efni á því. Þetta var
bara ekki greitt frekar en svo margt annað.
Samt sem áður voru slíkar greiðslur alltaf
færðar til skuldar, því þetta er skuldbinding
sem hvílir á félaginu. Það eru samningar um
að þessar ráðgjafargreiðslur eigi að greiða.
Það liggur fyrir að greitt var upp í gjald-
fallnar ráðgjafargreiðslur frá fyrra ári, eftir
áramót 2002, sem deilt var um hvort sam-
ræmdist kyrrstöðusamningnum.
Í krísunni sem kom upp þegar Hreggviður
hvarf frá félaginu var þessi greiðsla látin
ganga til baka til þess að eyða öllum ágrein-
ingi um það hvort þetta hefði mátt eða ekki.“
Er það eðlilegt, þegar allar þær greiðslur
sem runnið hafa út úr fyrirtækinu til hlut-
hafa eru skoðaðar og þú réttlætir, að lán-
ardrottnar Norðurljósa afskrifi verulegan
hluta af skuldum sínum hjá fyrirtækinu?
Jafngilti það ekki því að lánardrottnar gæfu
fyrrverandi og núverandi eigendum félagsins
þessa peninga, með milligöngu Norðurljósa?
„Það verður að horfa á það um hvað var
samið í upphafi. Þessir samningar hafa legið
opnir fyrir öllum. Ef lánardrottnar kynna sér
ekki samninga sem eru í gildi, eða spyrja
ekki um þá, er það þeirra vandamál. Þessar
ráðgjafargreiðslur virðast hafa verið á vitorði
alls almennings á Íslandi alveg frá því að
byrjað var að greiða þær.
Það má vel vera að að það sé óréttlátt, ef
einhver kröfuhafi tapar fé, að hluthafarnir
hafi fengið þessar ráðgjafargreiðslur, en þeir
fengu þó þessar greiðslur meðan félagið var
almennt að greiða af skuldum sínum. Þeir
hafa ekki fengið greitt á þeim tíma sem fé-
lagið hefur ekki greitt lánardrottnum sínum
að fullu.
Að mínu viti er ekkert meira óréttlæti í
þessari tilhögun en t.d. hjá félögum sem
greiða hluthöfum sínum út háar arðgreiðslur
en fara síðan á hausinn.“
Þið forsvarsmenn Norðurljósa hafið kvart-
að undan því að Landsbankinn sé mjög erf-
iður í viðskiptum vegna sambankalánsins.
Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að
Landsbankinn geri? Á hann að gefa eftir
skuldir eða breyta þeim í hlutafé með skil-
málum sem þýða í raun og veru að bankinn
afskrifi skuldir í mun stærri stíl en Jón
Ólafsson er tibúinn að gera í sambandi við
sína eigin hlutafjáreign í félaginu?
„Aðalkrafa félagsins á hendur Landsbank-
anum hefur alltaf verið sú að Landsbankinn
kæmi á fund með forsvarsmönnum þess og
forsvarsmönnum erlendu bankanna, þar sem
væri farið yfir málin í heild sinni, þau rædd á
málefnalegan og skipulegan hátt og það
kannað hvort ekki er hægt að komast að efn-
islega góðri niðurstöðu fyrir alla aðila.
Landsbankinn hefur ekki séð sér fært að
koma á fund með þessum aðilum síðan ég tók
við sem forstjóri, svo einkennilegt sem það
má nú vera.
Landsbankinn er að sumu leyti með kröfur
á hendur Norðurljósum sem eru ekki í takt
við það sem fulltrúar erlendu bankanna og
samningamenn Norðurljósa telja að þurfi að
gera.
Ef Landsbankinn brýtur odd af oflæti sínu
og sest að samningaborði með okkur og er-
lendu bönkunum ættu hvorki hann né aðrir
lánardrottnar að tapa peningum á viðskiptum
við Norðurljós. Við höfum reynt að standa
mjög dyggan vörð um það að í íslensku fjár-
málalífi verði sem minnst tap vegna fjárhags-
legrar endurskipulagningar Norðurljósa. Það
er meginmarkmið alls sem við erum að gera.
Við störfum á Íslandi og við þurfum að leita
eftir fjármagni almennt hér á landi og því
hvarflar ekki að okkur að brenna neinar brýr
að baki okkur.“
Er aðaleigandi Norðurljósa tilbúinn til
þess að taka inn nýja eigendur með þeim
hætti að meirihlutaeign hans verði ekki leng-
ur fyrir hendi, ef það má verða til þess að
leysa vanda félagsins?
„Það hefur aldrei nokkur maður komið að
máli við eigendur hlutafjár Norðurljósa til
þess að spyrja þá að því hvort félagið sé falt
eða einhverjir hlutar þess til sölu eða spurt
hvort við hefðum áhuga á að nýir aðilar
tækju þátt í hlutafjáraukningu. Orð eru til
alls fyrst. Ef einhverjir koma og sýna félag-
inu áhuga verður rætt við þá.“
Ef eigendur Skjás eins koma að máli við
ykkur, væruð þið reiðubúnir til viðræðna við
þá?
„Ég hef svarað þessari spurningu oft áður
og alltaf á þann veg að peningar þeirra sem
eiga Skjá einn séu ekkert verri en peningar
annarra, en við höfum bara ekkert við skuld-
ir Skjás eins að gera.“
Hvers vegna runnu þau áform út í sandinn
að setja félagið annaðhvort á markað eða
selja það?
„Árið 1999 var gert ráð fyrir því í samn-
ingnum við Kaupþing að félagið færi fljótlega
á markað. Félagið og Kaupþing áttu sam-
kvæmt þeim samningi að setja á laggirnar
undirbúningsnefnd sem ynni að málinu, en af
því varð ekki, sennilega vegna þess að á
sama tíma var verið að reyna að selja hluti í
Norðurljósum á alþjóðlegum markaði. Það
voru samningaviðræður í gangi á árinu 2000
við alþjóðlegt sjónvarpsfyrirtæki, SBS, um að
þeir keyptu Norðurljós og það var m.a. rætt
við Sky og menn þaðan komu til Íslands og
kynntu sér félagið. Hugmyndin var sú, að
meira verðmæti ætti að fást út úr eignunum
hér með því að renna Norðurljósum saman
við eitthvert alþjóðlegt fjölmiðlafyrirtæki, en
það náðust ekki samningar.“
Kom ekki fram kauptilboð í Norðurljós
haustið 2000 frá fjölþjóðlegu fjölmiðlafyrir-
tæki?
„Það hefur aldrei verið lagt fram eða
kynnt neitt formlegt kauptilboð fyrir stjórn
félagsins.“
Hvort er mikilvægara frá sjónarhóli aðal-
eiganda Norðurljósa, að tryggja framtíðar-
velferð fyrirtækisins og starfsmanna þess
eða að halda meirihlutaeign í félaginu?
„Þetta fer nú eiginlega alveg saman. Aðal-
atriðið er að halda úti öflugu og sjálfstæðu
fjölmiðlafyrirtæki. Ef það tekst skilar það
bæði meirihluta og minnihluta ríkulegum
arði.“
Ég átti við með þessari spurningu hvort
Jón Ólafsson væri tilbúinn til þess að láta af
meirihlutaeign sinni í félaginu ef það mætti
verða til þess að bjarga lífi fyrirtækisins?
„Meginmarkmiðið er að halda Norðurljós-
um gangandi sem öflugu fjölmiðlafyrirtæki.
Ef allar bjargir eru bannaðar, aðrar en þær
að láta af meirihlutaeign í félaginu, hljóta
menn að skoða það ef sá kostur kemur upp
og þörf verður á að skoða hann.“
Munu Norðurljós halda velli?
„Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Norð-
urljós lifi og skíni skært á næstu árum, enda
styrkja atburðir tveggja síðustu daga þá trú
mína.“
’ Ef allar bjargir erubannaðar, aðrar en
að láta af meirihlutaeign
í félaginu, hljóta
menn að skoða það. ‘
’ Landsbankinn hefurekki séð sér fært að
koma á fund með
þessum aðilum síðan ég
tók við sem forstjóri. ‘
’ Við höfum lagt til aðhlutaféð, tæplega 1,7
milljarðar, yrði skrifað
niður í 20% og losaði
300 milljónir. ‘
agnes@mbl.is
BÚIST er við úrskurði Skipulagsstofnunar
um mat á umhverfisáhrifum vegna fyr-
irhugaðrar Norðlingaölduveitu Landsvirkj-
unar í síðasta lagi 12. ágúst eftir að stofn-
unin tók sér 4 vikna frest vegna
framlagningar viðbótargagna Landsvirkj-
unar í málinu. Náttúruvernd ríkisins telur í
umsögn sinni um viðbótargögnin að þau
breyti ekki niðurstöðu stofnunarinnar frá
31. maí um að hafna beri Norðlingaöldu-
veitu við 575 m yfir sjávarmáli, eða öðrum
lónhæðum eins og þeim sem lýst er í mats-
skýrslu Landsvirkjunar.
Gísli Már Gíslason, prófessor og formað-
ur Þjórsárveranefndar, segir að með fram-
lagningu umræddra viðbótargagna viður-
kenni Landsvirkjun í raun að við veruleg
vandamál verði að etja vegna aursöfnunar í
Norðlingaöldulóni. Segir hann að út frá
sjónarmiði Náttúruverndar ríkisins geri
Landsvirkjun framkvæmdina síst æskilegri
en áður með nýju lóni í austasta gróðurveri
Þjórsárvera til viðbótar við fyrirhugað
Norðlingaöldulón. Umsögn Náttúruverndar
ríkisins liggur nú inni sem málsgagn hjá
Skipulagsstofnun sem á eftir að kveða upp
úrskurð eins og fyrr segir.
„Skoðanir Náttúruverndar hljóta að hafa
mjög mikil áhrif á störf Skipulagsstofnunar
ef þær eru vel rökstuddar,“ segir Gísli Már
um þýðingu umsagnar Náttúruverndar rík-
isins.
„Náttúruvernd ríkisins kemur að þessu
máli á tvo vegu, í fyrsta lagi sem lögbund-
inn umsagnaraðili um mat á umhverfis-
áhrifum og í öðru lagi sem leyfisveitandi
framkvæmda á sama hátt og sveitastjórnir.
Framkvæmdir við Norðlingaölduveitu í
Þjórsárverum eru háðar leyfi Náttúru-
verndar ríkisins, sem veitir ekki leyfið. Sú
ákvörðun er kæranleg til umhverfisráð-
herra sem getur snúið henni við. Sveita-
stjórn Gnúpverja og Skeiðamanna hefur
lýst andstöðu við framkvæmdina og að hún
muni ekki veita framkvæmdaleyfi. Ég get
ekki séð betur en að það verði að fara dóm-
stólaleiðina til að hnekkja þeirri ákvörðun
og jafnvel með einhvers konar eignaupp-
töku,“ segir Gísli.
Gísli Már Gíslason
prófessor um
Norðlingaölduveitu
„Skoðanir
Náttúru-
verndar hljóta
að hafa mjög
mikil áhrif“
LÆKNAFÉLAG Íslands hefur sent Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi bréf, þar sem
þess er óskað að samstarfsnefnd um kjara-
mál fjalli um skilgreiningu á hugtakinu
„læknar í starfsnámi“. Í kjarasamningi
sjúkrahúslækna eru ákvæði um „hvíldar-
tíma annarra lækna en í starfsnámi“, en
deila hefur staðið á milli Félags unglækna
og LSH um hvort unglæknar falli undir
hugtakið.
Í bréfinu segir að það sé skoðun Lækna-
félags Íslands að allir þeir, sem semji um
kaup og önnur kjör samkvæmt kjarasamn-
ingi félagsins og fjármálaráðherra f.h. rík-
issjóðs, skuli njóta ákvæða í samningnum
um hvíldartíma og frítökurétt. Félagið hafi
gert grein fyrir þessari afstöðu sinni á
fundi með forstjóra LSH og síðar með heil-
brigðisráðherra.
Í bréfinu segir ennfremur: „Staðreyndin
er sú, að læknar í starfsnámi er hugtak,
sem hvergi liggur fyrir skilgreint í kjara-
samningi aðila, lögum eða reglum og eru
því að svo stöddu engin efni til að útiloka
einhvern þann, sem starfar samkvæmt
samningnum, frá því að njóta þeirra vinnu-
verndarákvæða, sem samningurinn kveður
á um.“
Nefnd skil-
greini
hugtakið
„læknar í
starfsnámi“
♦ ♦ ♦