Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í BRÉFI Íslandsbanka til einka- væðingarnefndar, þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á a.m.k. fjórðungshlut ríkisins í Bún- aðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands, segir að íslenska banka- kerfið sé dýrt í samanburði við helstu viðmiðunarlönd. Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir jafnfram að hann hafi trú á að finna megi lausn bæði með tilliti til samkeppni og hagræðingar á fjármálamarkaðinum. Hagræðingin enn hraðari annars staðar Bjarni segir að ástæðan fyrir er- indi Íslandsbanka til nefndarinar sé fyrst og fremst sú að hjá Ís- landsbanka hafi menn í alllangan tíma séð að kostnaður í bankakerf- inu sé allnokkru hærri en gengur og gerist í okkar helstu viðskipta- löndum og hafi raunar verið lengi. „Þótt hagræðing hafi náðst fram hér að einhverju marki á undan- förnum árum hefur hagræðingin orðið enn hraðari annars staðar. Ef þessi liðir eru kostnaðarsamari hér en annars staðar er íslenskt samfélag að þessu leyti ósam- keppnishæfara því það kemur nið- ur á bæði viðskiptalífinu og al- menningi. Við sjáum að helsta leiðin til kostnaðarlækkunar er í gegnum samruna og stækkun ein- inga. Þannig að þegar ríkissjóður auglýsir bréf í ríkisbönkunum til sölu finnst okkur mjög eðlilegt að við komum fram sem þátttakandi í þeim umbreytingum sem framund- an eru. Við teljum okkur hafa nokkra reynslu á þessu sviði þar sem Íslandsbanki er til orðinn úr nokkrum fyrirtækjum og við telj- um okkur hafa sýnt það að við höf- um náð þokkalegum rekstrarár- angri á undanförnum árum í bankanum, segir Bjarni.“ Lausn með tilliti til bæði samkeppni og hagræðingar Aðspurður um samkeppnismálin á fjármálamarkaði, m.a. með hlið- sjón af úrskurði Samkeppnisstofn- unar á sínum tíma um samruna Búnaðarbanka og Landsbanka, segir Bjarni að menn hafi skoðað þau mál og menn leggi út í þetta ferli nokkuð sannfærðir um að það megi ná viðunandi lausn með tilliti til samkeppni annars vegar og rekstrarhagræðingar hins vegar. „Við leggjum ríka áherslu á að ef af einhverju verður verði það unn- ið í samvinnu og sátt við sam- keppnisyfirvöld. Það er auðvitað lykilatriði að hér ríki samkeppni á markaðinum.“ Bankaráð Íslandsbanka sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem rökstudd er þátttaka bankans í út- boðinu. „Bankaráð Íslandsbanka hf. vís- ar til auglýsingar nefndarinnar þar sem óskað er eftir tilkynningum frá áhugasömum fjárfestum um kaup á hlut ríkissjóðs í Lands- banka Íslands hf. og Búnaðar- banka Íslands hf. Bankaráðið ósk- ar af þessu tilefni eftir viðræðum við nefndina með hliðsjón af eft- irfarandi. Íslandsbanki hf. er stærsti banki landsins og varð upphaflega til úr samruna fjögurra viðskiptabanka og síðar samruna við FBA, sem myndaður var með samruna fjár- festingarlánasjóða ríkisins. Innan Íslandsbanka er því saman komin mikil þekking og reynsla á samein- ingu fjármálafyrirtækja. Bankinn hefur jafnframt sýnt betri afkomu en keppinautarnir, sem byggir fyrst og fremst á lægri tilkostnaði. Með sameiningum og hagræðing- arstarfi í kjölfar þess hefur náðst að lækka rekstrarkostnað umtals- vert. Þannig var kostnaðarhlutfall Íslandsbanka árið 2001 55% en á sama tíma 66,2% í Landsbanka og 70,8% í Búnaðarbanka. Við vekjum líka athygli á því að á síðasta ári fækkaði störfum í Íslandsbanka um rúmlega 50 meðan starfsfólki fjölgaði hjá öðrum. Fjárhagsstaða, þekking og reynsla til staðar Eigið fé Íslandsbanka var 20 milljarðar króna í lok mars sl. og eiginfjárhlutfall á CAD-grunni var þá 12,3%. Bankinn hefur því að okkar mati fjárhagsstöðu, þekk- ingu og reynslu á fjármálamarkaði sem gerir hann hæfan til að taka þátt í enn frekari uppstokkun í bankakerfinu. Að mati bankaráðs Íslandsbanka er lækkun kostnaðar lykilatriði í þróun íslenska bankakerfisins á næstu árum. Það virðist nánast sama frá hvaða sjónarhorni litið er að íslenska bankakerfið er dýrt í samanburði við helstu viðmiðunar- lönd. Þó hefur hér á landi orðið töluverð hagræðing síðasta áratug- inn. En víða erlendis hefur hag- ræðingin orðið enn meiri á sama tíma.“ Þá segir í bréfinu að árið 2001 hafi rekstrarkostnaður banka, sparisjóða og fjárfestingarlána- sjóða alls verið 33,3 milljarðar króna, eða 4,44% af landsfram- leiðslu. Árið 1999 hafi hann numið 4,41%, sem sé nálægt því að vera tvöfalt hærra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum og Bretlandi. Þar sem tvö prósent af landsfram- leiðslu samsvara 15–16 milljörðum króna eru bankakerfi í þessum löndum því ódýrari sem þeirri upp- hæð nemur. Einnig er bent á að starfs- mannafjöldi í bankakerfinu á Ís- landi er mun meiri, sem hlutfall af fólksfjölda, en í sömu löndum. Bankakerfið í Noregi sé þannig u.þ.b. tvöfalt skilvirkara en hið ís- lenska, þrátt fyrir strjálbýli í báð- um löndum. 1,01% Íslendinga vinn- ur í bankakerfinu en 0,54% Norðmanna. Hvert bankaútibú á Íslandi þjón- aði 1.505 íbúum árið 1999, en í Noregi eru tæplega 2.900 manns um útibú. Í Bretlandi eru 5.217 manns um hvert útibú. Litlar heildareignir á stöðugildi Í bréfinu kemur fram að óhag- ræði af mörgum smáum einingum endurspeglist m.a. í hlutfalli heild- areigna á stöðugildi. Erlendir bankar séu flestir mun hagkvæm- ari á þann mælikvarða en íslenskir. „Bankaráð Íslandsbanka,“ segir í bréfinu, „telur að þessar tölur sýni að bankakerfið á Íslandi sé dýrt í samanburði við samkeppn- islönd okkar. Lækkun kostnaðar- ins er að okkar mati nauðsynleg og mikilvæg. Lækkun þessa kostnað- ar mundi hafa í för með sér um- talsverðan þjóðhagslegan sparnað og stuðla að minni fjármagnskostn- aði heimila og fyrirtækja. Það eyk- ur aftur á móti hagvöxt, arðsemi fyrirtækja og ávöxtun sparnaðar. Í þessu samhengi er augljóst að hagkvæmni stærðarinnar gegnir lykilhlutverki. Við teljum að frek- ari samþjöppun í bankakerfinu sé forsenda þess að unnt sé að leysa úr læðingi æskilega kostnaðarhag- ræðingu. Hins vegar höfum við ríkan skilning á því sjónarmiði að nauðsynlegt sé að hagræðingin leiði ekki til skorts á samkeppni. Það væri engum til góðs. Við teljum að unnt sé að haga uppstokkun kerfisins þannig að þjónusta minnki ekki og að hag- ræðing í útibúaneti verði eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Við teljum að ná megi þessu marki á þann hátt að ásættanlegt verði fyrir samkeppnisyfirvöld. Ýmsir möguleikar koma til greina Að okkar mati koma ýmsir möguleikar til greina varðandi út- færslu þessara hugmynda. Við erum reiðubúin til að ræða hvort heldur er sameiningu á nú- verandi grunni þ.e. með aðkomu núverandi eigenda eða að Íslands- banki einn eða í samvinnu við hóp fjárfesta kaupi hlut ríkisins í öðr- um hvorum bankanna. Í kjölfar kaupa mundu nýir eigendur síðan vinna að samruna bankanna. Við ítrekum áhuga á því að eiga viðræður við nefndina um þessi mál og væntum svars við fyrstu hentugleika.“ Bréf Íslandsbanka til framkvæmdanefndar um einkavæðingu Lækkun kostnaðar lyk- ilatriði í bankakerfinu Íslandsbanki telur að íslenska bankakerfið sé dýrt í samanburði við helstu viðmiðunarlönd okkar. Bankinn hefur óskað eftir viðræðum um kaup á hlut í Landsbanka og Búnaðarbanka. Morgunblaðið/Ásdís Íslandsbankamenn telja nauðsynlegt að hagræða enn frekar á fjármálamarkaði. ÝMISLEGT hefur gengið á síðan þreifingar hófust um einkavæðingu ríkisbankanna Landsbanka og Búnaðarbanka. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hafa fimm aðilar sent inn tilkynningu til fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu vegna áhuga á mögulegum kaupum á a.m.k. fjórðungshlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbank- anum. Þar er í fyrsta lagi um að ræða Íslandsbanka og í öðru lagi Björgólf Guðmundsson ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni og Magnúsi Þorsteinssyni. Þá sendi Þórður Magnússon fyrir hönd ým- issa fjárfesta erindi til einkavæð- ingarnefndar. Fjórði aðilinn er Eignarhaldsfélagið Andvaki, Eign- arhaldsfélagið Samvinnutrygging- ar, Fiskiðjan Skagfirðingur, Ker hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Samskip hf. og Samvinnulífeyris- sjóðurinn. Í fimmta lagi er Fjár- festingarfélagið Kaldbakur, sem er m.a. í eigu Samherja, KEA og Líf- eyrissjóðs Norðurlands. Tilboð Íslandsbanka 1998 Í ágúst 1998 gerði bankaráð Ís- landsbanka, fyrir hönd bankans, ríkisstjórninni kauptilboð í öll hlutabréf ríkissjóðs í Búnaðar- banka Íslands hf. Tilboðið hljóðaði upp á átta milljarða króna, en á þessum tíma var ríkissjóður eini hluthafinn í Búnaðarbankanum. Í lok þess sama mánaðar ákvað ríkisstjórnin að hafna tilboðinu. Finnur Ingólfsson, þáverandi við- skiptaráðherra, sagði að rétt væri að láta frekar reyna á rekstur bankans í nýju rekstrarformi, en honum hafði þá nýlega verið breytt í hlutafélag. Um leið ákvað rík- isstjórnin að gefa út 15% nýtt hlutafé í ríkisbönkunum og leita eftir heimild Alþingis til að selja allt hlutafé í Fjárfestingabankan- um. Hætt var við sölu á Lands- banka og Búnaðarbanka að sinni, en staðið höfðu yfir viðræður við sænska SE-bankann um kaup á eignarhlut í Landsbankanum. Um einu og hálfu ári seinna, í apríl árið 2000, var tilkynnt um fyrirhugaða sameiningu Íslands- banka og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Hún var samþykkt á hluthafafundum bankanna þann 15. maí 2000. Við það varð til stærsti banki landsins, Íslandsbanki-FBA. Nafni bankans var breytt í Íslands- banki á síðasta ári. Í október árið 2000 beindi rík- isstjórnin þeim tilmælum til banka- ráða Landsbanka og Búnaðar- banka að hefja viðræður um samruna bankanna, um leið og ósk- að yrði úrskurðar samkeppnisráðs um það hvort samruninn samrýmd- ist samkeppnislögum. Upphafs- kostnaður vegna samrunans var áætlaður 1,2 milljarðar króna, en hreinn ávinningur um einn millj- arður króna árlega. Samruna BÍ og LÍ hafnað Í desember það ár skilaði ráðið niðurstöðum sínum í 120 blaðsíðna skýrslu. Fyrirhugaður samruni var talinn leiða til of mikillar sam- þjöppunar og markaðsráðandi stöðu og raska samkeppni á mörk- uðum fyrir innlán og útlán. Þegar álit samkeppnisráðs lá fyrir var hætt við samruna bank- anna tveggja og ákveðið að vinna þess í stað að því að ljúka einka- væðingu þeirra. Af því hefur ekki orðið enn, en vegna samruna Bún- aðarbankans við önnur félög hefur hlutur ríkisins í honum minnkað hratt. Hann er nú tæplega 55%. Hlutur ríkissjóðs í Landsbankan- um er rúmlega 48%, eftir sölu rík- isins á 20% í júní. Tæp 4 ár síðan Íslands- banki gerði tilboð í BÍ Á ýmsu hefur gengið varðandi sölu ríkisins á Landsbanka og Búnaðarbanka síðustu ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.