Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 28

Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 28
HEILSA 28 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR F RAMUNDAN er versl- unarmannahelgin og þá kemur örugglega upp í huga margra það sem hefur oftast staðið upp úr umræðunni um þær, en það eru kynferðisbrot, líkamsárásir, áfegn- isneysla og fíkniefnabrot. Víst er að margir foreldrar kvíða þessari helgi og því hvernig þau eiga að standa gegn því að ólögráða unglingar þeirra fari einir á útihátíðir eða hvort þau eigi að fara með þeim. Þar reynir mjög á sjálfstæði foreldra bæði í hugsun og breytni. Hvernig er hægt að styrkja tengsl frelsis, siðferðis og ábyrgðar hjá ungmennum þegar sífellt áreiti og þrýstingur er frá umhverfinu um að vera eins, gera það sem maður vill og taka áhættu er það sem er skemmtilegast. Foreldrum og börnum til stuðn- ings eru barnaverndarlög sem segja að unglingar séu ekki lögráða fyrr en 18 ára og því er lögum samkvæmt hægt að banna þeim að fara. Einnig tala nöturlegar staðreyndir og vitn- eskja þeirra sem vinna að for- vörnum og meðferðarstörfum vegna afleiðinga áhættuhegðunar, ofbeldis, nauðgana og fíkniefna sínu máli um hættur sem geta fylgt útihátíðum. Árlega eftir verslunarmannahelg- ar koma stúlkur sem hefur verið nauðgað á útihátíðum af einhverjum karlmönnum sem þær þekkja oftast ekki og hverfa þeir í fjöldann eftir að hafa framið þetta ofbeldi. Síðasta ár voru það tuttugu stúlkur og einn piltur sem leituðu sér aðstoðar, þar af voru tíu eða tólf stúlkur innan átján ára aldurs. Aðeins bárust fimm kærur til lögreglu og allar voru þær felldar niður vegna sönn- unarskorts. Því má segja að allir gerendur í þessum málum hafi sloppið við að bera ábyrgð á gerðum sínum. Þolendurnir og þeirra foreldrar eða nánustu aðilar þurfa aftur á móti að glíma við afleiðingarnar, sem oft á tíðum geta verið mjög alvarlegar. Það er vitað að þeir sem lenda í áföllum af mannavöldum, þar sem ásetningur er líka fyrir hendi og upplifun þolenda um að lífi þeirra sé ógnað, eru í mikilli hættu að fá áfallaröskun. Áfallaröskun er ein- kenni um andlegar, líkamlegar og félagslegar afleiðingar og skaða vegna áfalls. Hér á Íslandi kemur fram skv. samnorrænni rannsókn um ofbeldi gegn konum (NORVOLD) að um 33% aðspurðra kvenna hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og af því þjáist enn um 17% og er Ísland með hæstu tíðni. Einnig kemur í ljós í sömu rannsókn að hlutfallslega langflestar ungar stúlkur innan 18 ára leita sér aðstoðar hér á landi eftir nauðgun. Eru þolendur 18 ára og yngri um 40% af heildarfjölda koma á Neyð- armóttöku. Því er mjög líklegt að í hverri stórfjölskyldu sé einhver sem hefur verið beittur kynferðislegu ofbeldi. Því getur það verið erfið lífsreynsla fyrir alla aðila þegar nýtt áfall dynur yfir stúlku eða dreng í fjölskyldunni. Karlmenn eru líka þolendur, af 877 einstaklingum sem hafa komið á Neyðarmóttöku frá opnun árið 1993 eru 38 karlmenn. En hvers vegna eru svona mörg fórnarlömb nauðgana og kynferðis- ofbeldis til? Eiga ekki allir karlmenn mæður, systur, eiginkonur, frænkur og vin- konur? Af hverju beita þeir þá þessu ofbeldi sem er eitt það alvarlegasta sem einstaklingur getur lent í? Lítið er um svör við þessu og ekki hafa dæmdir nauðgarar verið að út- skýra opinberlega hvers vegna þeir beittu þessu ofbeldi og niðurlæg- ingu. Ekki heyrist heldur mikið frá foreldrum eða aðstandendum ger- enda um þeirra líðan eftir að sonur þeirra, bróðir, eiginmaður, kærasti, frændi eða vinur hefur framið glæp- inn. Þessir einstaklingar þjást líka en eiga sennilega erfitt með að skilja hvaða hvatir liggja að baki. Ýmsar skýringar hafa komið fram eins og það sem oftast hefur verið vitnað til, en það er að sumir þessara brotamanna hafi sjálfir verið beittir ofbeldi og þeir séu í raun að hefna sín og það bitni á þeim sem geta ekki varið sig. Vitað er að karlar og piltar sem nota mikið gróft klámefni eru lík- legri kynferðisbrotamenn. Þá kemur fram í könnun RKÍ og dóms- málaráðuneytisins (2000) að eftir því sem vinahópurinn er hlynntari of- beldi, því líklegri er að svarendur beiti aðra ofbeldi. Virðing fyrir öðr- um er minni og ásættanlegra að mis- nota og beita ofbeldi. Íslenskir unglingar hefja drykkju fyrr og neyta að jafnaði oftar víns en í samanburðarlöndum. Á Neyðarmóttöku sjáum við að áfengisneysla er mjög tengd nauðg- unarbrotum. Áfengið slævir dóm- greind bæði þolenda og gerenda og losar um hömlur og því er stundum tekin áhætta sem annars væri ekki. Því miður er um þriðjungur brota tengdur því að þolandi var sofandi áfengissvefni og gat ekki varið sig sökum þess. Þar er kynferðislegt sjálfræðisvald þolandans algjörlega virt að vettugi og þögn er túlkuð sem samþykki af hálfu geranda. Áfengisneyslan, fyrri slæm reynsla og hópþrýstingur eru stund- um notuð til að afsaka og réttlæta hegðunina, en það er ekkert sem getur réttlætt ofbeldi, hvorki ástand, aðstæður né þrýstingur ann- arra. Allir verða að taka ábyrgð. Valfrelsi þýðir það að standa á eigin fótum, finna sína leið og hafa hug- rekki og styrk til að ánetjast ekki eigin löngunum og fíknum og standa gegn þrýstingi. Því er aðhald foreldra jafn nauð- synlegt á útihátíðum sem heima og snýst um það, að verja börn gagn- vart aðstæðum sem þau hafa ekki aldur og þroska til að skilja eða tak- ast á við ein.  Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Landlæknisembættið. Heilsan í brennidepli Útihátíðir – áhættu- hegðun ungmenna – aðhald foreldra Áfengið slævir dómgreind bæði þolenda og gerenda og losar um hömlur og því er stundum tekin áhætta sem annars væri ekki. Því miður er um þriðj- ungur brota tengdur því að þol- andi var sofandi áfengissvefni og gat ekki varið sig sökum þess. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslunarmannahelgin er framundan, margir foreldrar eru mótfallnir því að unglingar fari einir á útihátíðir. FISKBÚÐIN Fylgifiskar hefur verið opnuð á Suðurlandsbraut en þar verður boðið upp á fersk- an fisk og fiskrétti auk skyndi- bita úr sjávarfangi, að sögn Guð- bjargar Glóðar Logadóttur, eiganda verslunarinnar. „Búðin er eins konar millistig verslunar og veitingahúss en í hádeginu verðum við með tilbúna rétti til að taka með eins og saltfiskborg- ara, kartöflugratín, sjávarrétt- apasta og gellur í grófu brauði.“ Verslunin er í 300 fm húsnæði en verslunarrýmið sjálft er um 150 fm, að sögn Guðbjargar. Sjálf er hún sjávarútvegsfræð- ingur að mennt en matreiðslu- meistarinn Sveinn Kjartanssona mun hafa yfirumsjón með mat- reiðslu. „Þetta var gamall draumur en ég var búin að ganga með hugmyndina að búðinni í maganum í tíu ár. Hún er að nokkru leyti að amerískri fyr- irmynd en einnig hef ég fengið hugmyndir héðan og þaðan úr heiminum.“ Hún bendir á að auk fisks og fiskrétta verði einnig boðið upp á annars konar hráefni til fisk- matreiðslu t.d. krydd, sósur, sal- at og sítrónur. Áhersla verði lögð á nýbreytni hvað varðar fiskrétti og heitan mat og að við- skiptavinum verði veitt ráðgjöf. „Við Íslendingar höfum verið dá- lítið íhaldssamir í fiskmatreiðslu en ég held að áhugi sé að vakna fyrir því að fara nýjar leiðir.“ Bjóða ferskan fisk og heita rétti í hádeginu Morgunblaðið/Arnaldur Gestir virða fyrir sér fiskborðið í Fylgifiskum við opnunina. Verslunar- rýmið er um 150 fm en húsnæðið er í allt samtals um 300 fm. Ný fiskbúð opnuð á Suðurlandsbraut SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra veitti Hótelinu Eldhestum við- Hveragerði norræna umhverfismerk- ið Svaninn á fimmtudag. Er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem hlýtur viðurkenninguna en áður hafa þrjú fyrirtæki hér á landi fengið hana. Hótelið var tekið í notkun í júlí en fyrirtækið Eldhestar hefur verið starfrækt frá 1986. Síðan hefur það boðið ferðamönnum upp á ýmiss kon- ar hestaferðir og hefur nú 1.000 hesta á sínum vegum. Kröfurnar sem gerðar eru sam- kvæmt hugmyndafræði Svansins eru mjög fjölþættar og snúa bæði að byggingu hótelsins og rekstri, að sögn Hróðmars Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Eldhesta. „Mikil vinna liggur á bak við þetta og þurftum við að leggja í nokkurt rannsóknarstarf áður en við hófum byggingu hótelsins. Suma hluti var erfitt að finna hér á landi sem uppfylltu umhverfisvæna staðla, til dæmis þurftum við að láta sérhanna húsgögn og flytja sumt af byggingarefninu inn frá Svíþjóð.“ Hann segir að við byggingu hótels- ins hafi ætíð verið hugað að því, að það yrði eins umhverfisvænt og unnt væri meðal annars með því að hafa byggingarefni létt og einangrun góða. Þá hafi gólfhitakerfi verið lagt í húsið til að hægt væri að ná hámarksnýt- ingu varma úr hitaveituvatni. Hann bendir á að rafmagnsnotkun sé haldið niðri með notkun sparpera og birtu- og nærverustýringu. „Þá eru blönd- unartæki og salerni með með stillingu þar sem hægt er að stýra því hversu mikið vatnsmagn er notað og hús- gögn mega ekki vera lökkuð heldur verða að vera olíuborin.“ Hann segir upplýsingagjöf til starfsfólks og gesta einnig vera mikilvægan þátt, t.d. hvað varðar flokkun rusls og orkusparnað. Hróðmar segir að þrátt fyrir að umhverfisstefna hótelsins hafi þýtt aukna fyrirhöfn og kostnað sé hún vel þess virði. „Maður skynjar mikilvægi hreinnar náttúru þegar maður ferðast með erlenda ferðamenn um hálendið, þeir hrífast alltaf af hreina loftinu okkar og vatninu.“ Þegar hafa 33 önnur hótel á Norð- urlöndum fengið Svaninn. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Sigurjón Bjarnason, stjórnar- formaður Eldhesta, og Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri Eld- hesta, við veitingu norræna umhverfismerkisins Svansins. Hótel Eldhestar fá um- hverfismerkið Svaninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.