Morgunblaðið - 27.07.2002, Side 30
30 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
E
INHVERJUM kann að þykja sérkennilegt
að setja þá skoðun í fyrirsögn, að skóla-
starf skuli vera í þágu nemenda. Þegar
hugað er að umræðum um skólamál, er þó
full ástæða til að árétta þetta sérstaklega,
því að oft má ætla, að skólarnir starfi í þágu skóla-
manna, stofnanaveldis eða stjórnmálamanna.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn
sunnudag var sagt frá skýrslu, sem Mogens Kamp Jen-
sen samdi fyrir Adam Smith-stofnunina í London um
hollenska og danska skólakerfið, til að Bretar geti lært
af Evrópuþjóðum, hvernig unnt er að reka skólakerfi,
án þess að það lúti hinu miðstýrða stjórnmála- og stofn-
anavaldi, sem hefur starfsemi breskra skóla í hendi sér.
Í upphafi skýrslunnar segir, að talsmenn breska kerf-
isins telji það sanngjarnt og skila árangri. Fari eitthvað
úrskeiðis sé það vegna skorts á fé og starfsliði. Besta
leiðin til að bæta skólastarf sé að hækka fjárveitingar
til þess innan ramma stjórnmála- og stofnanaveldisins.
Höfundurinn segir þann eina vanda við þessa kenningu,
að það sé ekkert, sem sýni örugg tengsl milli fjárveit-
inga og árangurs, sé hann mældur í einkunnum í lestri
og stærðfræði. Vandinn felist ekki í fjárskorti heldur
stjórnkerfinu sjálfu. Lausnin ráðist ekki af því, hvort
skólar fái nóg fé frá skattgreiðendum eða ekki heldur
hinu, hvort stjórnmála- og stofnanaveldið veiti skól-
unum nægilegt svigrúm.
Svarið við vandanum sé að bæta menntun með því að
leyfa markaðslögmálum að njóta sín innan skólakerf-
isins með staðbundnu sjálfstæði, samkeppni og vali.
x x x
Í umræðum um skólamál komast menn stundum ekki
lengra en að nefna orðið „samkeppni“, þ
svo sterkar tilfinningar, að frekari rökræ
gangslausar. Andstaða við markaðslögm
hjá mörgum, sem líta á sig sem málsvar
Hér hefur í góðri sátt tekist að leyfa þes
að skjóta rótum á háskóla- og framhalds
Með háskólalögum frá 1. janúar 1998
auk ríkisrekinna háskóla, sem væru sjál
isstofnanir samkvæmt sérstökum lögum
skóla, gætu starfað háskólar sem væru s
arstofnanir auk þess gætu einkaaðilar st
að fengnu samþykki menntamálaráðherr
þrír einkareknir háskólar komið til sögu
skiptaháskólinn á Bifröst, Háskólinn í R
Listaháskóli Íslands. Fjórir ríkisreknir h
undir handarjaðri menntamálaráðuneyti
sérstökum lögum um hvern og einn: Há
Kennaraháskóli Íslands, Háskólinn á Ak
Tækniháskóli Íslands. Áttundi háskólinn
landbúnaðarráðuneytisins á Hvanneyri.
Er ekki nokkur vafi á því, að þessi fjö
hið góða framtak einkaaðila, að stofna þ
ýta þeim myndarlega úr vör á fáeinum á
skapað nemendum ný og spennandi tæk
leggja sig nú meira fram en áður gagnv
enda fá þeir opinbert fé í samræmi við þ
nemenda, sem fer í próf. Auk þess hafa
leiðir skapast með nýrri markaðsrekinni
skiptatækni og fjarnámi, en þar hefur K
Íslands haft forystu.
Breytingin hefur í raun ekki orðið min
skólastiginu með þeirri ákvörðun að ger
einu skólahverfi og láta fé fylgja nemen
VETTVANGUR
Skólastarf í þágu
Eftir Björn Bjarnason
V
ITUR maður hefur
sagt að næst því að
missa móður sína sé
fátt hollara úngum
börnum en missa föð-
ur sinn. [… B]örn eru […] þarfari
foreldrum en foreldrar börnum“.*
Orð þessi öðlast nýja merkingu í
kjölfar þeirrar ákvörðunar Íslend-
inga að kalla stóriðju og stórfelldar
jarðfræðilegar breytingar yfir eyj-
una.
Það er sorglegt að ímynda sér að
vistfræðilegar afleiðingar þess að
stífla stór og kraftmikil vatnsföll
séu lítilvægar og viðráðanlegar.
Það er sorglegt að ímynda sér að
fossar og vatnsflæði sem stýrt er
með pípulögnum sé nægilega líkt
náttúrunni sem það kemur í staðinn
fyrir. Það er sorglegt að ímynda sér
að svo róttæk umbylting á lands-
laginu muni einfaldlega leiða af sér
eftirlíkingu af náttúrunni sem er í
eins góðu jafnvægi og sú uppruna-
lega. Allir sem hafa komið til Disn-
eylands vita að það eina sem slíkar
eftirlíkingar áorka er að minna
mann á hið upprunalega.
Sem Bandaríkjamanni er mér
um megn að skilja af hverju Ísland,
sem eitt auðugasta ríki heims mið-
að við höfðatölu, þar sem atvinnu-
leysi er lítið, auk þess sem það er
eitt hreinasta og vistfræðilega heil-
steyptasta nútímaríki í heimi, ætlar
að beita aðferðum sem eyðileggja
þau gæði. Í fyrstu með því eyði-
leggja ásýnd þess landsvæðis á Ís-
landi sem er í beinum tengslum við
sjálfsmynd þjóðarinnar og síðar,
sem ef til vill varðar meiru, með því
að skapa fordæmi fyrir frekari
spjöllum.
Nú er árið 2002 og Íslandi hefur
tekist að forðast þessi heilsuspill-
andi og skaðlegu úrræði. Innleiðing
á þeim nú afhjúpar hversu Ísland
stendur í rauninni langt að baki
öðrum nútímaríkjum. Ísland hefur
haft tækifæri til að gera sér grein
fyrir hvert þessar hugmynda-
snauðu aðferðir hafa leitt aðra. Og
það liggur ljóst fyrir að skamm-
tímagróði vegur afkáralega létt á
móti varanlegum og óafturkallan-
legum umhverfisspjöllum. Banda-
rískt landslag (svo tekið sé dæmi)
ber vitni um endalausa víxlverkun
slíkra spjalla: iðnaðarúrgangur,
vistfræðileg eyðilegging og um-
hverfismengun. (Sjá New Jersey,
þar sem tíðni krabbameins er sú
mesta í Bandaríkjunum um þessar
mundir. Sjá fenjasvæðin í Flórída
þar sem ráðist hefur verið í stærsta
verkefni sem um getur í Bandaríkj-
unum til að endurheimta náttúr-
una. Árangurinn; ekki er gert ráð
fyrir að hægt verði að varðveita
svæðið þrátt fyrir að búið sé að
eyða milljörðum dala í að snúa eyði-
leggingarferlinu við. Sjá Mexíkófló-
ann, sem nú gengur undir nafninu
„dauðasvæðið“, þar sem fiskur
þrífst ekki lengur í sjónum. Sjá
stífluna í Kólóradó-ánni sem marg-
ir álíta mesta vistfræðilega stórslys
í sögu Bandaríkjanna.) Í Banda-
ríkjunum er landslag sem draga má
lærdóm af.
En þess í stað hefur Ísland kosið
að verða fyrsta nútímasamfélagið
til að láta klukkuna ganga aftur á
bak – eftir að hafa komist hjá iðn-
væðingu í allar þessar aldir mun Ís-
land verða fyrsta nútímaríkið til að
iðnvæðast. Og það sem kemur
manni jafnvel enn meira úr jafn-
vægi – íslenskir stjórnmálamenn
hafa þar að auki gert ráðstafanir
(með engum tilkostnaði) til að
versla með það hversu Ísland hefur
verið tiltölulega laust við mengun
og nota sem grundvöll til að fram-
leiða jafnvel meiri mengun en talist
getur viðunandi á alþjóðlegan
mælikvarða. Ísland tekur fagnandi
vafasömu iðnaðartækifæri sem fá-
tækari lönd er búa við mun meiri
óstöðugleika hafa hafnað. Það er
rétt eins og Ísland hafi bókstaflega
ákveðið að stíga skref aftur á bak
og taka þroska sinn út seinna.
Ísland er enn hreint land í heimi
sem stöðugt verður mengaðri, en
jafnvel þótt vatnsorka sé „hrein“
eru málmbræðslur og iðnaður það
almennt séð ekki. Jafnvel ímyndin
er óhrein. Ég spyr sjálfa mig af
hverju Ísland kýs að innleiða iðnað
og iðnaðarmengun á eyjunni. Af
hverju Ísland er tilbúið til að beita
harðfylgi við að umbylta landslag-
inu og eyðileggja viðkvæm vistkerfi
sín. Af hverju Ísland kýs af fúsum
og frjálsum vilja að byggja upp
ónauðsynleg samfélagsleg mann-
virki, þrátt fyrir að hafa orðið vitni
að þeim óafturkallanlega s
iðnaðarríki hafa kallað
hverfi sitt og að lokum sjá
spyr sjálfa mig af hverju
ingar, sem eru læs og vel
þjóð, ímyndi sér að þeim
forðast þann skaða sem ö
tímamenningarheimum he
tekist að forðast? Og loks,
Íslendingar, sem njóta líf
grundvallast á óskertri og
lega heilsteyptri náttúru
leika auðlinda hennar, eru
til að taka þá áhættu að e
hana?
Eyðilegging er þó óv
góðlátlegt orð í þessu s
Það væri betur við hæfi að
eins og limlesting, eða öll
limlesting á sjálfum sér.
Ísland er í þann veginn
kvæma með byggingu
stíflu og innrás vegakerfi
um stað er verknaður sem
sér limlestingu á sjálfum s
Ef til vill kallar nýfeng
Íslendinga undan lélegu
kosti og vondum veðrum
sterk viðbrögð; kröfur um
Eitt hundrað f
Eftir Roni Horn
TEKIST Á UM
LANDBÚNAÐARMÁL
Tillögur þær sem Bandaríkja-stjórn hefur lagt fram um við-skipti með landabúnaðarafurð-
ir marka upphaf erfiðra
samningaviðræðna sem munu eiga sér
stað á næstu árum. Greint var frá til-
lögunum á fimmtudag en þær verða
lagðar fram með formlegum hætti hjá
Heimsviðskiptastofnuninni í Genf í
næstu viku.
Lagt er til að allar niðurgreiðslur á
útfluttum landbúnaðarvörum verði
felldar niður á fimm ára tímabili. Þá
vill Bandaríkjastjórn að leyfilegir toll-
ar á innflutning landbúnaðarafurða
verði lækkaðir verulega eða úr 62% í
15% að meðaltali í heiminum. Loks
felst í tillögunum að niðurgreiðslur til
landbúnaðar verði að hámarki 5% af
landbúnaðarframleiðslu hvers ríkis en
það myndi þýða stórfellda lækkun á
heildarniðurgreiðslum til landbúnað-
ar í heiminum.
Alþjóðleg viðskipti með landbúnað-
arafurðir eru viðkvæmur málaflokkur.
Flestar þjóðir styrkja landbúnað sinn
með einum eða öðrum hætti og eru
tregar til að samþykkja aðgerðir, sem
líklegar eru til að koma sér illa fyrir
bændur. Þótt samið hafi verið um
milliríkjaviðskipti með flestar vöru-
tegundir á grundvelli GATT á síðustu
áratugum var það ekki fyrr en í
Uruguay-lotu GATT-viðræðnanna, er
lauk með samkomulagi í Marrakesch
árið 1994, að viðskipti með landbún-
aðarvörur fóru að lúta svipuðum lög-
málum og viðskipti með aðrar vörur.
Landbúnaðarvörur höfðu vissulega
fallið undir GATT-samkomulagið allt
frá upphafi árið 1948 en þær höfðu
ávallt haft mikla sérstöðu. Til að
mynda hefur verið leyfilegt að niður-
greiða útflutning og takmarka inn-
flutning, ólíkt því sem raunin er með
iðnaðarvörur.
Veruleg breyting varð á þessu með
stofnun Heimsviðskiptastofnunarinn-
ar (WTO) árið 1995 og landbúnaðar-
samningi WTO, sem um var samið í
Uruguay-lotunni. Einhver mikilvæg-
asta breytingin var sú almenna regla
að tollar skyldu koma í stað innflutn-
ingshafta og magntakmarkana. Þá var
stuðningi við landbúnað markaður
ákveðinn rammi og það haft til hlið-
sjónar að stuðningsaðgerðir hefðu
ekki brenglandi áhrif á viðskipti með
landbúnaðarafurðir. Útflutningsbæt-
ur voru ekki bannaðar en þeim voru
settar ákveðnar skorður.
Ný viðræðulota var ákveðin á Doha-
fundinum á síðasta ári og er stefnt að
því að ná samkomulagi fyrir ársbyrjun
2005. Eftir á að koma í ljós hvort að sú
áætlun haldi en minna má á að
Uruguay-viðræðurnar stóðu frá 1986–
1994. Á annað hundrað ríki taka þátt í
viðræðunum og hvert um sig hefur
sína fyrirvara og sérkröfur.
Í Doha-lotunni er stefnt að því að ná
samkomulagi um aukið frelsi í við-
skiptum með landbúnaðarafurðir.
Ákveðnar fylkingar hafa fyrir löngu
myndast í viðræðunum. Ríki Evrópu-
sambandsins og Japan styrkja land-
búnað sinn hvað mest allra þjóða og
vilja áfram fara varlega í að láta mark-
aðssjónarmið ráða ferðinni í alþjóðleg-
um viðskiptum með landbúnaðaraf-
urðir. Landbúnaðurinn hefur sterk
pólitísk ítök í þessum ríkjum og hefur
það torveldað viðræður fram að þessu.
Hinn svokallaði Cairns-hópur er síðan
fylking þeirra ríkja er byggja mikið á
útflutningi landbúnaðarafurða og vilja
ganga hvað lengst í að afnema tolla og
höft í landbúnaðarviðskiptum. Þessi
ríki, þar sem Ástralía, Nýja-Sjáland,
Kanada og ýmis Suður-Ameríkuríki
eru í fararbroddi, telja óeðlilegt að
láta aðrar reglur gilda um landbún-
aðarvörur en önnur vöru- og þjónustu-
viðskipti. Þróunarríkin gera sömuleið-
is kröfur um aukinn markaðsaðgang
þótt sum hver vilji jafnframt vernda
heimamarkað sinn gegn innflutningi.
Krafa þróunarríkjanna um markaðs-
aðgang er skiljanleg. Mörg af fátæk-
ustu ríkjum heims hafa upp á fátt ann-
að en landbúnaðarafurðir að bjóða í
milliríkjaviðskiptum. Þau geta hins
vegar ekki keppt við hinn niður-
greidda landbúnað iðnríkjanna sem að
auki er oftar en ekki verndaður með
tollmúrum. Heildarstuðningur ríkja
við landbúnað er talinn nema um 340
milljörðum dollara árlega.
Bandaríkin hafa skipað sér í hóp
þeirra ríkja er vilja ganga hvað lengst
í að auka frelsi í viðskiptum með land-
búnaðarafurðir og eru tillögur þær
sem nú hafa verið kynntar í þeim anda.
Mörgum þykir það hins vegar
skjóta skökku við að á sama tíma og
Bandaríkin leggja til að draga úr
stuðningi hafa nýlega verið samþykkt
lög þar í landi sem kveða á um stór-
aukinn fjárstuðning við landbúnaðinn.
Franz Fischler, sem fer með landbún-
aðarmál í framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, hefur sagt að tillögurn-
ar nú séu í algjörri andstöðu við
aðgerðir Bandaríkjastjórnar.
Bandaríkjamenn segja á móti að
þau auknu framlög, sem lögin gera ráð
fyrir, séu annars vegar innan þess
ramma sem WTO hefur sett Banda-
ríkjunum og hins vegar mun lægri en
stuðningur ESB og Japans. Ann M.
Veneman, landbúnaðarráðherra
Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis bent
á að þótt tæknilega sé með lögunum
verið að auka útgjöld til landbúnaðar-
mála um 60–70% er einungis verið að
færa þau að raunveruleikanum. Út-
gjöld hafi verið aukin sem þessu nem-
ur með aukafjárveitingum árin 1998–
2001.
Það mun koma í ljós hvort banda-
rísku lögin auðvelda eða torvelda
Doha-viðræðurnar.
Íslendingar hafa lagt mesta áherslu
á það í viðræðunum að dregið verði úr
ríkisstyrkjum í sjávarútvegi. Hins
vegar vilja íslensk stjórnvöld ekki
ganga eins langt varðandi ríkisstyrki
til landbúnaðar. Þetta er hættulegur
tvískinnungur. Sjávarútvegur er nið-
urgreiddur í öðrum ríkjum með svip-
uðum rökum og við viljum niðurgreiða
landbúnað. Rök Cairns-hópsins eru
ekki ósvipuð okkar rökum í sjávarút-
vegsmálum. Frelsi í viðskiptum með
landbúnaðarafurðir kemur öllum til
góða, ekki síst neytendum og fram-
leiðendum í þróunarríkjunum. Þegar
upp er staðið er frelsi líklega besta von
íslensks landbúnaðar því vart er hægt
að halda því fram að hann hafi
blómstrað undir núverandi haftakerfi.
Loks myndi það auðvelda okkur að ná
fram helsta hagsmunamáli okkar,
nefnilega að íslenskur sjávarútvegur
keppi við sjávarútveg annarra ríkja á
markaðsforsendum.