Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 37 ELIN Wikstrom opnar einkasýningu í Galleríi Hlemmi í dag, laugardag, kl. 16 og stendur hún til 18. ágúst. Sýningin ber titilinn Cool or lame – 2002 verkefni í vinnslu, og mun listamað- urinn vera á staðnum allan sýningartím- ann að starfa við verkefnið og taka á móti gestum. Verkefnið varð upphaflega til úr sýningunni „Exchange & transform“ (vinnuheiti) á Kunstverein í München, 26. apríl 2002. Elín Wikström er fædd 1965, hún er gjörningalistamaður og kemur frá Sví- þjóð. Hún hefur tekið þátt í fjölda al- þjóðlegra sýninga, m.a. Feneyjatvíær- ingnum. Hún er nú starfandi prófessor í Umeå-listaháskólanum í Svíþjóð og er tal- in meðal eftirtektarverðustu ungu lista- manna Norðurlanda. Gallerí Hlemmur er í Þverholti 5 og þar er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14– 18. Heimasíða gallerísins er http:// galleri.hlemmur.is.Elin Wikstrom vinnur að verkefni sínu. Unnið að listaverki á Hlemmi SNORRASTOFA stendur fyrir opn- um fyrirlestri um þær fornleifarann- sóknir sem fram fara í Reykholti á vegum Þjóðminjasafns Íslands og mun Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur halda fyrirlestur í hátíðarsal gamla skólans í Reykholti í dag, laugardag, kl. 17. Fyrirlestur sinn nefnir hún „Staða fornleifarann- sókna í Reykholti“ en erindið er liður í röð fyrirlestra í héraði. Guðrún er verkefnissstjóri þeirra fornleifarann- sókna sem fram hafa farið í Reykholti á sl. árum. Hún starfar sjálfstætt sem fræðimaður og er búsett í London. Fólki gefst tækifæri til að spyrja Guðrúnu um gang rannsóknanna. Um leið getur fólk skoðað sýninguna „Snorri Sturluson og samtíð hans“, sem m.a. fjallar um þessar fornleifa- rannsóknir og þróun þeirra. Að- gangseyrir er 500 kr. Norðmenn hafa nú gefið Reyk- holtskirkju skírnarfont úr steini er vígður verður við messu á Reyk- holtshátíð á sunnudag kl. 14. Í font- inum mun framvegis vera gömul skírnarskál úr Reykholtskirkju, sem verið hefur í Þjóðminjasafni frá 1904. Safnið vinnur nú að endurgerð kirkju frá 1887 í Reykholti, sem tekin hefur verið í húsasafn Þjóðminjasafns með samningi við sóknina. Samningurinn felur í sér endurkomu muna úr safn- inu til sýninga og notkunar í Reyk- holti og kirkjusögulegar sýningar í gömlu Reykholtskirkju, þegar end- ursmíði hennar verður lokið. Kirkjan er til sýnis á því stigi endurbyggingar sem hún er nú. Fyrirlestur um fornleifarannsóknir SÝNINGARHÓPURINN „Homo graficus“ opnar fjórðu samsýningu sína, „Ego“, í Húsi málarans í dag, laugardag, kl. 14. Homo graficus er hópur karlkyns myndlistarmanna sem vinna verk í grafíska miðla.Viðfangsefni hópsins er karllæg grafík, en Homo graficus spratt fullskapaður fram vorið 1998 sem vettvangur og hvatning til karl- manna til að tjá sig í grafískum miðl- um en þar hafa þeir verið á undan- haldi sl. áratugi. Þessi fjórða sýning hópsins fjallar um sjálfið í sínum víð- asta skilningi og getur þar að líta á annan tug grafíkverka. Homo graficus hefur það að augnamiði að skemmta áhorfendum og vekja þá til umhugsunar, bæði um viðfangsefni verkanna sem og ríka tjáningarmöguleika hinna grafísku miðla. Sýningastjóri Húss málarans er Sesselja Thorberg. Sýningin stendur til 16. ágúst. Karllæg grafík í Húsi málarans „VIÐ og við“ nefnist samsýning sjö myndlistarmanna sem opnuð verður í galleríi Slunkaríki á Ísafirði í dag kl. 16. Listamennirnir eru: Arnfinnur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Markús Þór Andrésson, Sigríður Björg Sigurðar- dóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Á sýningunni verða málverk, teikn- ingar, ljósmyndir og innsetningar og eru öll verkin unnin á þessu ári eða seint á því síðasta. Listamennirnir eru allir búsettir á Reykjavíkursvæðinu og hafa starfað og sýnt saman undanfarið ár og meðal annars staðið fyrir myndlistarvið- burðum undir nafninu Opna galleríið. Sýningin er opin fimmtudaga– sunnudaga kl. 16-18 og henni lýkur sunnudaginn 25. ágúst. Samsýning í Slunkaríki TINNA Kvaran, Magnús Helgason, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Ditta (Arnþrúður Dagsdóttir) og Steinþór Carl Karlsson opna sýninguna „Jæja já“ í Gallerí Skugga á Hverfisgötu 39 í dag, laugardag, kl. 17. Þau eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í listaháskólanum AKI í Hollandi og eru ýmist nýútskrifuð úr listnámi sínu eða á lokaári. Yfirskrift sýningarinnar vísar í þann suðupott listmiðla og fjölbreyttu samsetningu verka sem þar getur að líta með ljósmyndum, kvikmyndum, málverkum, töskum og fataskápum, auk innsetninga og andrúmslofts. Þannig veitir sýningin „Jæja já“ nokkra yfirsýn yfir það sem yngsta kynslóð upprennandi íslenskra mynd- listarmanna er að fást við í dag, segir m.a. í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 18. ágúst nk. og er opin alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Jæja já í Skugga Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg Stuttsýningin Sýnir eftir Díönu Hrafnsdóttur í Galleríi Reykjavík er framlengd til 31. júlí. Verkin eru öll tréristur sem unnar eru á þessu ári. Gallerí Reykjavík er opið alla virka daga kl. 12–18, laugardaga kl. 11–16. Sýningu lýkur Sýningu Jóns Inga Sigurmunds- sonar í Eden í Hveragerði lýkur ann- að kvöld, sunnudagskvöld. Þar getur að líta 64 vatnslita-, olíu- og pastel- myndir. Sýning framlengd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.