Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 39
RÍKISSTJÓRN
Davíðs Oddssonar ger-
ir nú eina tilraunina
enn til að ná lendingu í
einu af sínum erfiðustu
verkefnum. Það er að
selja ríkisbankana. Það
hafa verið mörg ljón í
vegi þeirra fyrirætl-
ana. Stefna stjórnar-
flokkanna hefur tekið
ótal beygjur og króka
þannig að ekki hefur
verið gott að skilja
hvert í raun væri
stefnt. Að undanförnu
hefur verið gert ráð
fyrir að selja svokölluð-
um kjölfestufjárfesti stóran hlut í
Landsbankanum. En þegar Björg-
ólfur Guðmundsson og félagar leit-
uðu eftir kaupum á þeim banka hljóp
ríkisstjórnin í baklás.
Viðbrögð stjórnarflokkanna við
því að kominn var aðili með fulla
burði til að kaupa banka urðu þau að
auglýsa báða ríkisbankana til sölu.
Sú ákvörðun er furðuleg út frá því
sjónarmiði að fyrst og fremst skuli
gæta hagsmuna þjóðarinnar sem að-
aleiganda bankanna og almennings
og fyrirtækja sem viðskiptavina.
Einkavæðing í bankakerfinu er
vandasöm og það er vandséð að þjóð-
inni liggi á að selja báða bankana.
Viðskiptavini bankanna og þjóðina
sem eiganda skiptir mestu máli að
fjármálastofnanir í landinu séu
traustar og byltingar eða hraðstígar
breytingar geta hæglega farið úr
böndum. Það er því meira en nógu
stórt skref nú að selja annan bank-
ann. Að selja báða
bankana í einu lækkar
líka verðið. Þetta er
stjórnarherrunum
ljóst. Menn hljóta að
spyrja hvers vegna
þessi ákvörðun er þá
tekin. Á að taka mark á
því að til standi að selja
báða bankana?
Kornaxið og
haförninn
Það er ástæða til að
óttast að svo sé. Sú
ákvörðun að auglýsa
báða bankana segir
sína sögu.
Áhugi Björgólfs og félaga fyrir
kaupum á Landsbankanum vakti
ríkisstjórnina með andfælum. Hinn
þráði kjölfestufjárfestir var kominn
en við að selja honum myndi raskast
það brothætta samkomulag um völd
og ítök stjórnarflokkanna í fjármála-
heiminum sem varð til við fyrri
myndun þessarar ríkisstjórnar og í
átökunum um Landsbankann á sín-
um tíma. Það er að vísu stöðugt teflt
um völdin í viðskiptaheiminum en
þeir sem sitja við það taflborð í skjóli
stjórnmálanna ætla að tryggja sér
völd og áhrif í þessari lotu. Þess
vegna vilja þeir hafa báða bankana
undir.
Þetta er auðvitað ekki orðið nið-
urstaða en þeir sem stjórna ferðinni
telja sig eygja land. Þess vegna er
lagt í siglinguna.
Þegar ljóst verður hverjir kaupa
bankana og hverjir halda ítökum og
völdum við söluna mun sjást hvort
kornaxið og haförninn muni auð-
kenna sinn hvorn kaupendahópinn.
Forystumenn stjórnarflokkanna
eru nú að leita samkomulags í ein-
hverjum stærstu hrossakaupum í
sögu stjórnarsamstarfsins. Þar eru
hagsmunir annara en þjóðarinnar í
fyrirrúmi.
Láti stjórnarflokkarnir langtíma-
hagsmuni þjóðarinnar víkja, fyrir
því að tryggja ítök sín og völd í þessu
máli, verður skrifaður ömurlegasti
kaflinn í sögu einkavæðingar á Ís-
landi.
Hrossakaup með
þjóðarhagsmuni
Jóhann Ársælsson
Höfundur er alþingismaður.
Einkavæðing
Forystumenn stjórn-
arflokkanna eru nú að
leita samkomulags, seg-
ir Jóhann Ársælsson, í
einhverjum stærstu
hrossakaupum í sögu
stjórnarsamstarfsins.
HINN nýi mennta-
málaráðherra mælti af
mikilli visku er hann
taldi menntamál vera
helsta landsbyggðar-
málið. Að styrkja
menntun heima í hér-
aði styrkti um leið bú-
setu og atvinnutæki-
færi. Hér er
sannarlega tekið undir
þessa staðhæfingu og
um leið reistar nokkr-
ar tölulegar stoðir
undir hana. Þegar nýj-
ustu tölur um atvinnu-
leysi eru skoðaðar
kemur í ljós að hlutfallslegt at-
vinnuleysi er mest í gamla kjör-
dæmi ráðherrans.
Tafla 1: (Vinnumála-
stofnun júl. 2002)
Þó ekki séu þetta
stórar tölur og jafnvel
ekki skilgreindar sem
atvinnuleysi af al-
þjóðastofnunum þá er
þetta vísbending um
margt. Þetta sýnir
m.a. að atvinnuleysi er
meira en á Austur-
landi en þeir hafa skil-
merkilega bent á mik-
ilvægi
atvinnuuppbyggingar.
En hverjir eru at-
vinnulausir og á hvaða
aldri eru þeir?
Skoðum þessa töflu sem merkt er
tafla 5:
Á henni sést að það er ungt fólk á
aldrinum 15–30 ára, og enn er norð-
urlandskjördæmið efst á þessum
lista.
Það þarf því að efla menntun
þessa hóps enda sýna tölur einnig
að stærsti hópurinn er fólk með litla
eða enga menntun.
Hér þarf því að gera átak í
menntun þessa hóps. Því er yfirlýs-
ingu ráðherra fagnað og beðið eftir
að henni sé fylgt eftir.
Menntun er
landsbyggðarmál
Gísli Baldvinsson
Atvinnuleysi
Það þarf því að efla
menntun þessa hóps,
segir Gísli Baldvinsson,
enda sýna tölur einnig
að stærsti hópurinn er
fólk með litla eða enga
menntun.
Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Alltaf á þriðjudögum