Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT yfir-
lýsingum „álrisans“
Alcoa hefur þeim ver-
ið neitað um leyfi til
byggingar álvera um
allan heim, þar á með-
al í Víetnam, Indlandi
og Brasilíu. Það er að-
eins ein ríkisstjórn í
heiminum sem hefur,
samkvæmt þeirra frá-
sögn, tekið þeim fagn-
andi – sem er ríkis-
stjórn Íslands. Þess
ber að geta, að fyrir
alllöngu var mikil um-
fjöllun um væntanlega
byggingu álvers Alcoa
á Keilisnesi, en ekkert
varð úr þeirri framkvæmd þar,
þeir drógu væntanlegar áætlanir
til baka í mikilli óþökk þáverandi
ríkisstjórnar Íslands. Þeir hafa því
kannast við sendimenn íslensku
ríkisstjórnarinnar og vitað hvers
eðlis þeir eru.
Álframleiðsla byggist á notkun
óhemju raforku og hún þarf að
vera ódýr. Svo virðist sem Lands-
virkjun – fyrirtæki í eigu ríkisins
og Reykjavíkurborgar – geti „með
góðum hagnaði“ (fullyrðing Frið-
riks Sophussonar) boðið Alcoa það
verð, sem fyrirtækið sættir sig við.
Ekkert er látið uppi um verð raf-
orkunnar. Verðið verður mjög sér-
stakt, fyrst báðir aðilar setjast að
samningaborðinu um væntanlegt
álver á Reyðarfirði. Báðir aðilar
hljóta að hafa mikinn hagnað af
orkukaupum og orku-
sölu.
Hingað til hefur
Landsvirkjun selt raf-
orku til álvera á und-
irverði og verðið er nú
miðað við heimsmark-
aðsverð á áli á hverj-
um tíma. Eins og nú
hagar til fer álverð
lækkandi og á eftir að
snarlækka, þegar
rússneskar álverk-
smiðjur taka að fylla
markaðinn. Hvað
verður þá um arðsemi
virkjunar sem er ein-
göngu reist fyrir ál-
verksmiðju á Reyðar-
firði?
Skuldir Landsvirkjunar eru nú
miklar og skuldir ríkisins vegna
Landsvirkjunar eru gríðarlegar og
að auki verða skuldbindingar ríkis
og Reykjavíkurborgar aðeins
mældar í hundruðum milljarða. En
til þess að Landsvirkjun geti
áfram stundað sóðaskapinn á há-
lendi Íslands og haft fjárhagslegan
ábata af fyrir allt virkjanagengið
um ófyrirsjáanlega framtíð, þarf
að hafa sem mest fjármagn út úr
skattborgurum þessa lands. Til
þess að svo megi verða, verður að
nást fullkomin samkvæmni í
stefnumörkun ríkisstjórnar og
Landsvirkjunar og þurfa hags-
munir ríkisstjórnarflokkanna og
virkjanagengis Landsvirkjunar að
fara saman.
Náin tengsl stjórnvalda eða
stjórnmálaflokka með aðild að rík-
isstjórn við vafasöm hagsmunafyr-
irtæki eru í öllum siðuðum löndum
talin mjög svo hæpin. Nafnið á
slíkri samþættingu hagsmuna er
„mafía“. Eftirlitsstofnanir Evrópu-
ríkja fylgjast mjög grannt með
þess háttar tilburðum.
Landsvirkjun hefur, með sam-
þykki ríkisstjórnarinnar, lokkað
hingað álfyrirtæki með undirboð-
um á raforku. Arðurinn af áliðnaði
hér á landi er vitaskuld eign þeirra
sem eiga og reka fyrirtækin. Sama
gildir um arðinn af þeirri gömlu
selstöðuverslun og af t.d. selstöðu-
álfyrirtækinu í Straumsvík. Að
fjalla um stóraukningu tekna í
þjóðarbúið af sölu áls, eins og fel-
umeistarar ríkisins láta liggja að í
arðsemisútreikningum sínum, er
ekkert annað en tilraun til að rugla
og villa um fyrir landsmönnum –
ömurlegir lygatilburðir.
En það sem verra er eru eft-
irfarandi staðreyndir:
Ríkisstjórn Íslands, ásamt
Landsvirkjun, telst til verstu um-
hverfissóða á Vesturlöndum – og
þótt samanburðurinn næði til
landa í Asíu og Suður-Ameríku.
Myndun drullupolls norðan
Vatnajökuls og eyðilegging sér-
staks gróðurlendis markar viðvar-
andi stefnu stjórnvalda og virkj-
anagengisins.
Það er því meira en eðlilegt að
þessir aðilar taki fagnandi „álr-
isanum“ Alcoa, sem Brasilíumenn
telja umhverfisníðinga eftir sóða-
brölt þeirra á Amazon-svæðinu.
Góð samstaða þessara aðila og full-
komin samtvinnun, um að eyði-
leggja „mestu ósnortnu víðerni
Evrópu“ eru að þeirra mati mjög
arðsöm og skynsamleg, en í augum
siðaðra manna ógeðsleg. „En ein-
hvers staðar verður vondur að
vera“ og þá helst með sínum lík-
um.
„Einhvers staðar verður
vondur að vera“
Siglaugur
Brynleifsson
Álframleiðsla
Ríkisstjórn Íslands,
ásamt Landsvirkjun,
segir Siglaugur Bryn-
leifsson, telst til verstu
umhverfissóða á Vest-
urlöndum – og þótt sam-
anburðurinn næði til
landa í Asíu og
Suður-Ameríku.
Höfundur er rithöfundur.
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
UNDIRRITAÐUR, sem er einn
fimm stofnfjáreigenda sem standa
að yfirtökuboði Búnaðarbankans í
SPRON, vill gera öðrum stofnfjár-
eigendum nokkra grein fyrir máli
sínu. Stjórn SPRON hefur takmark-
að aðgang okkar að lista yfir stofn-
fjáreigendur og því kýs ég að birta
opið bréf mitt til stofnfjáreigenda í
Morgunblaðinu.
Upphaf afskipta minna
af yfirtökutilboði
Upphaf þess af minni hálfu var að
Pétur Blöndal hringdi í mig eitt
sunnudagskvöld fyrir nokkrum vik-
um. Hann spurði mig hvort mér
væri kunnugt um hlutafjárvæðingu
SPRON og skýrði fyrir mér hvernig
ganga ætti á rétt stofnfjáreigenda.
Kvaðst ég eiga aðeins einn hlut og
skipti það mig litlu máli. Hann tjáði
mér að margir stofnfjáreigendur,
einkum launafólk, hefðu verulega
hagsmuni af því að hlutafjárvæðing-
in næði ekki fram að ganga, þar sem
arður af hlut þeirra yrði rýrari og
hlutur þeirra í kjölfarið verðlítill.
Margir stofnfjáreigendur væru
starfsmenn SPRON eða væru með
lánaviðskipti sín í SPRON og vildu
ekki ganga í berhögg við stjórnend-
ur SPRON og hvort ég vildi taka
þátt í því að tryggja það að sannvirði
fengist fyrir hluti stofnfjáreigenda.
Ég tjáði honum að ef svo væri væri
ég tilbúinn að leggja mitt lóð á vog-
arskálarnar til að styðja gott mál-
efni. Á fundi í Búnaðarbankanum hf.
daginn eftir var svo gengið frá
samningnum. Búnaðarbankinn hf.
átti frumkvæðið að því að bjóða okk-
ur þóknun í formi gengismunar, sem
væri eðlilegt í slíkum viðskiptum.
Það var ákveðið að þóknunin yrði
birt í samningnum og aðgerðir okk-
ar væru gerðar fyrir opnum tjöld-
um.
Viðbrögð stjórnenda SPRON
Viðbrögð stjórnenda SPRON
voru með ólíkindum og var boðuðum
fundi stofnfjáreigenda aflýst. Einnig
var ólöglega hindrað aðgengi okkar
að skrá um stofnfjáreigendur og
þegar þeir voru dæmdir í undirrétti
til að veita okkur aðgang
að skránni áfrýjaði
stjórn SPRON til
Hæstaréttar, sem getur
komið í veg fyrir að við
fáum skrána fyrir boð-
aðan fund hinn 12. ágúst.
Hver getur verið skýr-
ingin á þessum við-
brögðum? Skyldi það
ekki vera, að miklir
hagsmunir einhverra
væru í húfi? Svo háttar
til að á aðalfundum
SPRON, í gegnum árin,
hafa margir stofnfjáreig-
endur sýnt félaginu lít-
inn áhuga. Aðalfundir
hafa verið átakalitlir og
stjórnin fengið sínu framgengt enda
ekki mikið í húfi fyrir hvern stofn-
fjáreiganda. Hvað skyldi hafa valdið
ofangreindum viðbrögðum stjórn-
enda SPRON? Það er búið að stofna
hlutafélagið og þann sjóð, sem átti
að fara með u.þ.b. 90% atkvæða-
magns hins nýja félags. Stjórnar-
menn SPRON höfðu skipað sjálfa
sig til setu í stjórn hins nýja félags
og sjóðsins, sem á að veita fé til líkn-
ar- og menningarmála. Í ljós hefur
komið að stjórnendur SPRON hafa
hingað til aðeins veitt lítið brot af því
fé til líknar- og menningarmála, sem
sjóðnum er ætlað í samningi okkar
við Búnaðarbankann. Skyldi það
hafa verið ætlunin að tryggja völd
og áhrif ákveðinna aðila og ef til vill
sameina SPRON Kaupþingi banka
hf. á síðari stigum? Lögin um hluta-
fjárvæðingu sparisjóðanna virðast
sniðin til þess að stjórnendur sjóð-
anna geti haft öll ráð í hendi sér,
enda samin af nefnd sem sparisjóðs-
stjóri SPRON og framkvæmdastjóri
Samtaka sparisjóðanna sátu í.
Hverjir skyldu hafa öll völd í hendi
sér? Þess má geta að sparisjóðs-
stjórinn er stjórnarformaður Kaup-
þing banka hf. Hann hefur ítrekað
fullyrt að við fimmmenningarnir
stuðlum að lögbrotum, þótt sá fyr-
irsláttur hafi goldið afhroð við úr-
skurð fjármálaeftirlitsins um að
stofnfjáreigendum væri heimilt að
selja stofnfé sitt á hærra gengi en
uppreiknuðu stofnfé.
Í rauninni kemur það
stjórnendum SPRON
ekkert við á hvaða
verði stofnfé er selt.
Stjórnin skal ein-
göngu samþykkja
hvort hinn nýi eig-
andi sé tækur í félag-
ið. Hitt er svo annað
mál að SPRON er
ekki heimilt að leysa
til sín stofnfé á hærra
verði en uppreiknuðu
verði stofnfjár og
stofnfjáreigandi get-
ur krafist slíkrar inn-
lausnar. Engu að síð-
ur er enn verið að
reyna að blekkja fólk um að hér sé
verið að stuðla að lögbrotum. Full-
yrt er að hagsmunir SPRON og
stofnfjáreigenda fari ekki saman. Að
sjálfsögðu hefur stjórninni ætíð bor-
ið að gera hag sparisjóðsins sem
mestan og fer það saman við hag
stofnfjáreigenda.
Fjölmiðlafár og
framkoma þingmanna
Upp hefur hafist mikið fjölmiðla-
fár og ýmsir aðilar, sem málinu eru
lítt viðkomandi, hafa farið mikinn í
fjölmiðlum og erum við fimmmenn-
ingar ásakaðir fyrir vera harðsvír-
aðir fjárplógsmenn, sem einungis
séu að þessu peninganna vegna.
Ég vil benda á að SPRON var
stofnað af reykvískum athafna-
mönnum, einkum iðnaðarmönnum.
Faðir minn, sem var meðal fyrstu
ábyrgðarmanna SPRON, sagði mér
að í skjóli ofríkis dreifbýlisþing-
manna, sem höfðu þá eins og nú
meirihluta á Alþingi, hafi stjórnvöld
fyrirskipað bönkunum að lána ekki
til húsbygginga í Reykjavík. Var þá
brugðið á það ráð að stofna SPRON
svo að Reykvíkingar hefðu innláns-
stofnun, sem endurlánaði fé þeirra
til reykvískrar atvinnustarfsemi. Að
hans sögn breyttist afstaða ríkis-
bankanna með tilkomu sjálfstæðra
bankastofnana. Norðurmýrin og
stór hluti Hlíðanna voru svo byggð
fyrir lánsfé frá SPRON.
Það er eitt af grundvallaratriðum
lýðræðisins og mannréttindahug-
mynda að allir séu jafnir að lögum.
Svo er ekki á Íslandi hvað varðar
kosningarétt. Íslendingum er mis-
munað eftir búsetu og gildir einu
hvort mismununin byggist á kyn-
ferði, litarhætti eða búsetu. Völd á
Alþingi endurspegla þessi mannrétt-
indabrot.
Ýmsir þingmenn hafa lýst því yfir
að þeir víli ekki fyrir sér að ganga í
berhögg við stjórnarskrána til að
hindra að stofnfjáreigendur fái
markaðsvirði fyrir hlut sinn. Einnig
eru afskipti viðskiptaráðherra, sem
er yfirmaður Fjármálaeftirlitsins,
óviðeigandi.
Skyldu þeir sjálfir hafa einhverra
hagsmuna að gæta?
Stofnfjáreigendur ráða ferð
Er verið reyna að draga málið
fram að haustþingi til að hægt sé
drepa því á dreif? Staðreyndin er sú,
að enn sem komið er ræður meiri-
hluti stofnfjáreigenda ferð. Því er
mikilvægt að stofnfjáreigendur geri
upp hug sinn á boðuðum fundi og
tryggi að sjóðurinn hafi stjórn er
gætir hagsmuna þeirra og SPRON
fremur en hagsmuna og valda
stjórnenda SPRON.
Vantrauststillaga
Undirritaður mun leggja fyrir
boðaðan fund stofnfjáreigenda hinn
12. ágúst tillögu um vantraust á nú-
verandi stjórn og um kosningu nýrr-
ar stjórnar.
Bréf til stofnfjár-
eigenda SPRON
Sveinn
Valfells
Vantraust
Undirritaður mun
leggja fyrir boðaðan
fund stofnfjáreigenda
hinn 12. ágúst tillögu
um vantraust á núver-
andi stjórn og um kosn-
ingu nýrrar stjórnar,
segir Sveinn Valfells, í
bréfi til stofnfjár-
eigenda SPRON.
Höfundur er viðskiptafræðingur,
iðnrekandi og stofnfjárfestir í
SPRON.