Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 45 „Hún Hrafnhildur er dáin!“ Þetta hljóm- aði í eyrum manns eins og einhver fjar- læg tilkynning, þann- ig að maður náði því ekki strax og hváði. Síðan grípur hún mann og slær mann, en samt finnst manni svona tilkynning vera óraunveru- leg og geti alls ekki staðist. Smátt og smátt síast raunveruleikinn síð- an inn í hugskot manns og nær tökum á manni. Sorgarviðbrögðin koma og maður hugsar strax til ástvinanna. Til Tona og barnanna, foreldranna og systkinanna, sem maður veit að nú þegar hafa fengið þessa hræðilegu vitneskju. Hrafn- hildur, sem var svo yndisleg, dugnaðurinn holdi klæddur, atork- an og lífsgleðin. Dauði Hrafnhildar er mikill harmdauði og manni finnst hann bæði ótímabær, ósann- gjarn og algjörlega úr takt við til- veruna. Og eins og hér að framan greinir vill maður alls ekki trúa því að þetta hafi gerst í raun og veru. Hrafnhildur var einstakt ljúf- menni og hvers manns hugljúfi og ég vil meina einstaklega vel uppal- in og bar foreldrum sínum og heimili órækt vitni um það. Þetta kom vel fram í öllu hennar fasi og framkomu. Hún kunni vel þá list að umgangast fólk með hlýhug, kærleika, hugulsemi og virðingu. Þessir eiginleikar voru henni líka hjartagrónir. Við hjónin urðum ásamt svo mörgum öðrum aðnjót- andi ljúfleika hennar og kærleika. Ég vil sérstaklega minnast og þakka fyrir kærleika hennar og hugulsemi í garð móður minnar, hvernig hún ávallt hugsaði vel um hana og gætti að öllum hennar þörfum. Þetta á auðvitað líka við um alla fjölskyldu okkar, þar sem hún í hvívetna sýndi í verki þann ágætismann, sem hún hafði að geyma. Við hjónin blessum minn- ingu hennar og þökkum Guði fyrir líf hennar og vináttu gegnum árin. Í Opinberunarbók Jóhannesar stendur að dauðinn sé síðasti óvin- urinn, sem að velli verði lagður. Í þeirri von og trú, að þessi orð séu Orð Guðs og þar með sannleik- urinn sjálfur, þá vonum við á end- urfundi, við lok tímanna. Við vilj- um líka biðja almáttugan Guð, í Jesú nafni, að hugga ykkur öll og styrkja, kæru ástvinir, í sorg ykk- ar og söknuði. Sá sem vonar á Drottin mun alls ekki til skammar verða, segir Orð Guðs líka. Toni, Inga Rós og fjölskylda, Ása Björk og Bragi Þór, foreldrar og vensla- fólk, Guð blessi ykkur öll, huggi og styrki. Kristjana og Hjálmar. Glampandi sól og blíða, trén og blómin í fullum skrúða – það var sumarkvöld eins og þau gerast fegurst í Reykjavík. Við komum saman vinkonurnar til þess að fagna merkum áfanga, flestar okk- ar verða fimmtugar á árinu. Við sátum saman kvöldlangt, borðuð- um góðan mat, ræddum landsins gagn og nauðsynjar, pólitík, við- skipti, heilbrigðismál og síðast en ekki síst rifjuðum við upp gömul atvik og skemmtilegar uppákomur frá fyrri árum. Kynni okkar hófust þegar við byrjuðum í Versló. Við komum all- ar hver úr sinni áttinni, Hrabbý nýflutt til landsins, Helga, Valla og Bubba úr Kópavoginum, Sigga úr Vesturbænum, Svaný frá Hólma- vík og Krissa af Akranesi. Við vor- HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Hrafnhildur Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1952. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 25. júlí. um allar í sama bekk, sátum oftast saman og vináttan sem þarna skapaðist hefur hald- ist. Við höfum hist nokkuð reglulega öll þessi ár, þótt sumar okkar hafa búið lang- dvölum erlendis. Allt- af er jafngaman að hittast og alltaf lofum við hver annarri að gera meira af því framvegis. Við erum enn svo ungar og allt- af finnst okkur vera nógur tími til að… Sú harmafregn að Hrafnhildur hefði orðið bráðkvödd kom okkur öllum í opna skjöldu. Hún hafði oft átt við erfið veikindi að stríða en ekkert sérstakt benti núna til þess sem varð. Sú spurning vaknar hver sé tilgangurinn með þessu öllu saman. Þó svo að Hrabbý hafi ekki náð háum aldri skildi hún með fádæma dugnaði eftir sig djúp spor á mörgum sviðum. Hún átti trausta, ástríka fjölskyldu. Í for- eldrahúsum fékk hún mikið og gott veganesti sem við vinkonur hennar nutum vel frá fyrstu tíð. Alltaf var okkur tekið opnum örm- um á heimilinu og húsráðendur röbbuðu við okkur, óharðnaða ung- lingana, eins og jafningja. Hlýjan, væntumþykjan og einlægur áhugi á velferð okkar var ætíð ljós. Þegar Hrabbý stofnaði sjálf til fjölskyldu réðu sömu áherslur þar. Tony, Inga Rós, Ása Björk og Bragi Þór voru henni dýrmætari en orð fá lýst. Þau voru henni upp- spretta gleði og hamingju. Seinni árin bættist svo tengdasonur við og þrjú barnabörn. Hrabbý talaði oft um fjölskyldu sína og var þakk- lát fyrir þá gæfu sem felst í því að eiga góða að. Eftir stendur stór og samhent fjölskylda. Kynni okkar hófust í skólanum og fyrst snerist allt um hann. Hrabbý var góður námsmaður og keppnisskapið var mikið. Fé- lagslífið var fjölbreytt og við tók- um þátt í því. Hrabbý var söng- elsk og hafði góða rödd og sungum við nokkrar úr hópnum í Verslunarskólakórnum. Mjög fljótlega fórum við að hittast reglulega utan skólans og hafa þeir samfundir styrkt vináttu- böndin gegnum tíðina. Í minning- unni eigum við margar dýrmætar stundir frá þessum árum. Margt var rætt um ýmis málefni af ólík- um toga og skoðanaskipti voru oft áköf en okkur öllum þó til gleði og ánægju. Með árunum varð vinahópur Hrabbýjar afar stór, en ávallt hafði hún þó tíma fyrir hvern og einn. Alltaf var hún tilbúin að hlusta og gefa góð ráð og taka á móti ráðum ann- arra. Þegar við hittumst var það oft- ar en ekki Hrabbý sem töfraði fram veislu með stuttum fyrir- vara. Myndarskap og gestrisni Hrabbýjar var viðbrugðið og ógleymanleg verður okkur öllum veislan sem hún hélt á 50 ára af- mælinu sínu í febrúar. Þá bauð hún fjölskyldu, vinum og sam- starfsfólki til dýrlegs fagnaðar. Trygglyndi var henni eðlislægt og hún átti auðvelt með að sýna væntumþykju og hlýhug. Hún var vinur í raun og gott að eiga hana að, hvort sem var í gleði eða sorg. Með fráfalli Hrabbýjar hefur myndast skarð í marga vinahópa – skarð sem enginn fyllir. Fyrir um tíu árum setti Hrabbý á stofn verslun á heimili sínu og nefndi „Hjá Hrafnhildi“. Fyrirtækið, sem var smátt í byrj- un, stækkaði fljótt með eljusemi hennar og áhuga. Hún var vakin og sofin yfir rekstrinum og eftir stendur ein stærsta og glæsileg- asta kvenfataverslun landsins í stóru eigin húsnæði með fjölda starfsmanna. Með miklum trega kveðjum við kæra vinkonu og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hennar og vini á þessum erfiðu tímum. Eftir stend- ur minning um góðan og tryggan vin sem aldrei gleymist. Hinn saumaklúbburinn, Ingibjörg, Helga, Krist- björg, Sigríður, Svan- hildur og Valgerður. Elsku Hrafnhildur, þá er víst komið að kveðjustund sem kom alltof fljótt. Ég kynntist þér fyrir rúmum fjórum árum þegar ég byrjaði að vinna hjá þér í versluninni þinni. Við náðum strax vel saman og fannst okkur báðum eins og við hefðum alltaf þekkst. Margar og góðar stundir áttum við saman í vinnunni. Mikið var oft hlegið og sprellað, þó sérstaklega inni á lag- er. Þær eru mér ofarlega í huga nú, stundirnar þegar við vorum á lag- ernum að taka upp vörur. Þá spjölluðum við mikið um allt mögulegt og oftar en ekki barst tal okkar að börnum okkar og fjöl- skyldum. Við áttum það sameig- inlegt að vera miklar fjölskyldu- manneskjur. Þú varst mjög stolt af þinni fallegu og góðu fjölskyldu og sendi ég henni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig er hlátur þinn mér ofarlega í huga, hvað hann var smitandi og skemmti- legur. Þú varst ótrúleg manneskja, svo góðhjörtuð, hafðir mikla samúð með öllum sem áttu erfitt, með eindæmum gjafmild, næm á til- finningar annarra, dugleg, ákveð- in, skemmtileg og lengi mætti telja. Það er mikið áfall að missa þig, elsku Hrafnhildur. Þó verð ég að vera þakklát fyrir þau forrétt- indi að hafa fengið að kynnast þér. Saknaðarkveðja. Lára. Það eru aðeins fimm ár síðan ég kynntist Hrafnhildi. Það er stuttur tími af ævi manns en fyrir mig var það ríkuleg uppskera af kærleika og gleði því að Hrafnhildur hafði svo vakandi tilfinningu fyrir öllu fögru og góðu og miðlaði því af mikilli visku til samferðamanna sinna. Þess vegna er svo sárt að kveðja. Minningarnar um okkar stundir sefa hugann á meðan saknaðar- beiskjan deyfist. Ófáar eru samræður okkar, þar sem rætt var um gleði og sorgir, og ávallt skein þar skærust óend- anleg umhyggja hennar og velferð fyrir börnum og barnabörnum þeirra Tonys, svo og hin djúpa virðing og ást sem þau báru hvort til annars. Það er með líf sumra manna að það er svo auðugt og merkilegt þótt árin verði ekki mörg og þann- ig var það hjá Hrafnhildi minni. Hún ræktaði vel garðinn í kring- um sig, fjölskylduna, vinina, sam- starfsfólkið og aðra, þó svo að lík- amleg heilsa leyfði það ekki alltaf. Hún var ákveðin sem stjórnandi, ósérhlífin og fylgin sér, sýndi ávallt sanngirni í samskiptum við aðra og hafði málin á hreinu, því eins og hún sagði: „Mannorð manns er það dýrmætasta sem maður á.“ Það er svo misjafnt hvernig fólk hefur áhrif á mann, en á milli okk- ar var lítill þráður sem hélt okkur alltaf í sambandi, þrátt fyrir breyttar aðstæður. Það var mér ómetanlegt. Fagurkeri á listir og menningu, dillandi hláturinn, glettnin í aug- unum og þessi mikla elska sem Hrafnhildur hafði kemur upp í hugann nú er leiðir skilja svo snögglega. Blessuð sé minning þín, kæra vina. Hjartans samúð til allra sem syrgja. Guð blessi okkur öll. Flýt þér, vina! í fegra heim; krjúptu að fótum friðarbogans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Lovísa. Elsku afi. Nú líður þér betur og það gleður mig þó sorgin sé mikil. Það er svo stutt síðan við vorum í miklum samræðum varðandi heimsmálin og þú varst líka alltaf forvitinn að vita hvað ég og við værum að gera, hvernig okkur vegnaði og hvort við værum hamingjusamar. Allir skiptu þig máli og það var yndislegt að finna það. Ég á eftir að sakna þín GUNNAR AXEL DAVÍÐSSON ✝ Gunnar AxelDavíðsson fædd- ist í Reykjavík 1. maí 1921. Hann lést á Selfossi 13. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hvera- gerðiskirkju 26. júlí. mikið og ég hef oft hugsað um sumarið og þau skipti þegar ég var unglingur þegar ég vann hjá ykkur ömmu í byggingarvöruverslun- inni. Það var frábært að vera hjá ykkur og ég lærði mikið. Við syst- urnar heimsóttum þig á sjúkrahúsið og þrátt fyrir mikil veikindi þín þá skildum við alveg hvort annað, það sá ég þegar þú leist í augun mín og kreistir höndina mína. En nú bið ég alla Guðs engla að vaka yfir þér og varð- veita fallegu, góðu sálina þína. Elsku afi, þakka þér fyrir að hafa verið svona yndislegur. Íris Ösp. 4  5  )   -     -$  "         $       / 3  .& #  ( &   (& &  6 3    5     "          /  )    & 3+60,$ * (& ,/&+,-   ,&0,$ ,-   '0%& &* /&+60,$ * @  5%1 +/&+&,-   3 0,$ * &-,-   0%& '0,$ * , ( ,-   5& &51 *+&+1))51 6 2      -    "   "                      940(6:3    ( &  (& &     ) 4,,&5 & ?! 9*  $1 6 3   5     6/   /     -& ),,-   3 -&*  ),  ),*  27% ),-   & &  ),* 7&+  +5 ,-   ''+ ),,-   3+ + * 3  ),* 9- , ),,-   0%1 0,$ * '&,  ),,-   #%-  -* 0 #%& ()  ),* & #3+ ,-    *+5& &51 6 7    "  8  0 5   )   5    )   5  "    )  "          (  4 ( &5 +>> #$%&'$6 &0%1 $-,-   *+(%&  -*6 EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.