Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 49 27. júlí 2002 og kær vinur, séra Örn Frið- riksson, fyrrum sókn- arprestur Mývetninga og prófastur Þingey- inga, 75 ára. Vart má það minna vera en skaparanum sé þakkað lánið að fá að kynnast slíkum gæðadreng, svo ríkulega sem hann bjó snáðann að heiman. Flestum okkar tínir hann, úr sama laupn- um, eina til tvær lúkur af vöggugjöfum í skjatta, en þá hann valdi Erni gjafir í mal, þá hlýtur hann að hafa verið gripinn ein- hverju eyðsluæði, líkastur Íslend- ingi, sem nýbúinn er að kaupa lottó- miða, svo víða sem hann leitaði fanga og tróð í sekkinn. Síðan hefir séra Örn mátt rogast undir byrði sem nægt hefði mörgum til að verða af nýtir menn, blessaðir og kross- aðir í bak og fyrir. Hann hlaut slíkt næmi á bók, að honum nægði að skreppa „uppí skóla“ til að klifra af meiri fimi einkunnaskalann en flest- ir aðrir — dúxa bæði hér heima og erlendis; honum er slagharpan svo eftirlát, að hún syngur honum tón svo áheyrendur verða allir að eyr- um, ekki aðeins við þekktan óm, heldur og nýjan frá draumheimi skálds; hann festir seið Mývatns- sveitar á pappír og striga af slíkri list, að ferðalangar keppast um að eignast — halda með heim, finna að töfra landsins tjá myndir hans betur en þeirra orð. Hann þaut um presta- kall sitt og myndaði konur og karla svo úr varð dýrindis safn; hann hrifsaði úr eyðingarkvörn tímans frímerki; bækur; muni er minna á gamla starfshætti; myndavélar, gerði við þetta allt gælur, svo úr varð fágæti sem auðgar sögu þjóð- ar. Þjóðar hraut úr penna, vonandi hefði átt að standa með, því eg hefi fyrir satt, að þýzkir falist fast eftir myndavélasafninu góða. Skömm væri að gleyma smiðshæfileikum af- mælisbarnsins fyrir þann sem á, eins og eg, gersemiskaleik frá rennibekk þess. Já, það sem vin- urinn tekur sér fyrir hendur verður að list sem skoðendur sækjast eftir. Svo varð um „jólahúsið“ sem hann ætlaði að prýða heimili sitt með fyr- ir síðustu jól, einn sá, falaðist eftir og sýndi öðrum, og nú man eg ekki lengur, hvort var við gerð þrettánda eða fimmtánda hússins sem hönd hans neitaði þrælsins streði — gafst upp! Landsfræg er fyndni séra Arnar spunnin úr þráðum þeirrar snilldar, að viðmælandi áttar sig stundum ekki á gríninu fyrr en löngu eftir að samtali lýkur — skellir þá uppúr og það jafnvel á óþægilegustu stöðum og stundum. Við þennan eðlisþátt hefir hann gert gælur, líka þann sem skipar honum á bekk með eft- irsóttustu veizlustjórum, t.d. er vestfirzkur hákarl og hann ómiss- andi í öll vandaðri þorrablót. En hvað um prestinn? Jú, rétt er nú það, að á vorvelli yfirgaf dreng- urinn marga framabrautina, tók að „nema guðfræði“ og gerðist prestur. Í deildinni tróðum við marvaðann saman, ásamt fleirum, og þóttumst þónokkuð slyngir. Allar götur síðan hefir það verið skoðun mín, að slík- ur afburða námsmaður nýttist kirkjunni bezt við kennarapúltið í há- skóla, hann yrði öðrum slyngari að mana nema til klifs í þroskans fjall. Um þetta tuðaði eg í tíma og ótíma, en alltaf fyrir daufum eyrum. Eg tel kirkjunni það til tjóns, mikils tjóns, hún sé fátækari eftir. Og er eg heyrði þann hrok- ans dóm af vörum stuttbuxnalalla, sem leiddir af skugga þess nás sem kól í svörð vorsins gróður á akri erlendra kirkna, er hann hafði náð taki á, að þá fyrst hefði fræðunum um guð og mann verið lyft í átt að hásal himna, er þeir gengu til boðunarstarfsins, aðeins fáfróðir froðusnakkar á und- an þeim farið, þá — þá grét hjarta mitt. Eg minntist doktors og pró- fessors, minntist höfðingspresta, minntist biskups, minntist fræði- manns með meistaranafnbót, allra úr okkar hópi, hefi ætíð verið og er stoltur af. Er eg kveinaði í eyru séra Arnar undan svipuhöggum spjátr- unganna, þá var hann hugsi um stund en sagði síðan: Þetta er rétt hjá þeim, hárrétt! Við vorum aldrei neinir „guðfræðingar“! Eg þekki engan slíkan! Undarlegt svar af vörum þess prests er lagði sig allan í boðunarstarfið, slípaði marga perl- una til þess að bera í predikunar- stólinn — mat meir gæði en magn, og varð frægur af. Síðan skjögra eg um með bognandi staf og reyni að átta mig á boðskap þessara orða, reyni að skilja, áður en aðdráttarafl jarðar dregur mig kylliflatan. Illa átta eg mig á þeirri ráðstöfun skaparans að hafa valið séra Erni skrokk sem minnir mig á sprungið egg, slík ráðstöfun tefur lífsdansinn. En hann sá eftir því blessaður og sendi honum frú Álfhildi að skildi. Það var happalán, því án Hillu hefði Örn aldrei orðið sá séra Örn er við þekkjum, hreiðurkarfan sem hún býr bónda sínum og fjölskyldu er henni til mikils sóma. Eg heyri vin minn hrópa: Hættu, hættu, það er farið að slá útí fyrir þér, til dæmis er þetta með skrokkinn minn hrein- asta bull hjá þér! Það er aðeins bak- ið sem angrar mig, svo eg á erfitt með að sitja, annars er eg stál- hraustur! Þá það — þá það, eg skal draga í land um leið og eg sendi þér og þín- um kveðjur okkar Stínu með þökk- um fyrir allt og allt. Haukur. ÖRN FRIÐRIKSSON AFMÆLI Brúðargjafalistar Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Hnífapör og matarstell frá Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.is ÞAÐ hefur tæpast farið fram hjá nokkrum manni að nú í sumar hefur óvenjumikið verið um fornleifaupp- gröft um allt land. Er það fyrst og fremst nýstofnuðum Kristnihátíðar- sjóði að þakka, en sjóðurinn var stofnaður til að minnast þess að 1.000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlut- verk sjóðsins er tvíþætt; að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og að styrkja fornleifarannsóknir. Við fyrstu úthlutun úr Kristnihá- tíðarsjóði voru 96 milljónir úthlutað- ar til ýmissa verkefna, þar af 48 milljónir til fornleifarannsókna víðs vegar um landið. Rannsóknunum er ætlað að varpa ljósi á okkar merk- ustu sögustaði og efla samstarf þeirra sem að fornleifarannsóknum standa. Í fréttatilkynningu frá Þjóð- minjasafninu segir að þessi góði stuðningur í ár sé sérstakt ánægju- efni þar sem svo vill til að Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 2002 verði helgað varðveislu menningar- verðmæta, jafnt minja sem erfða. Í sumar hefur Kristnihátíðar- sjóðsuppgröftur farið fram á 7 stöð- um: Þingvöllum, á Hólum í Hjalta- dal, í Skálholti, á Kirkjubæjar- klaustri, á Skriðuklaustri, í Reykholti og á Gásum í Eyjafirði. „Það er von Þjóðminjasafns Ís- lands að þetta mikla átak efli forn- leifafræðina sem fræðigrein á Ís- landi, fræðilega umræðu og áform um nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Hólaskóla. Það er jafn- framt von safnsins að forvörsluþátt- ur fornleifarannsókna nái að eflast svo að árangur verði sem bestur hvað varðar úrvinnslu rannsókna og varðveislu, en Þjóðminjasafn Íslands kemur á einn eða annan hátt að for- vörslu allra fyrrnefndra verkefna,“ segir í fréttatilkynningu. Rannsóknir kynntar á sjö stöðum Á sunnudaginn kemur, 28. júlí, munu verkefnisstjórar Kristnihátíð- arrannsóknanna 2002 taka á móti al- menningi og kynna þeim rannsóknir sínar og uppgraftarsvæðin. Gestir geta fengið svör við spurningum á borð við: Til hvers er verið að grafa? Hvað reikna menn með að finna og hvað hafa þeir fundið? Hefur eitt- hvað óvænt komið í ljós? Uppgröfturinn á Gásum í Eyja- firði er undir stjórn Orra Vésteins- sonar, en rannsóknin er á vegum Minjasafnsins á Akureyri í samvinnu við Fornleifastofnun Íslands. Fræðsla er um svæðið og uppgröft- inn kl. 14 til 16. Rannsóknin á Hólum í Hjaltadal er undir stjórn Ragnheiðar Trausta- dóttur, en hún er á vegum Hóla- skóla, byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands (www.hol- ar.is). Fræðsla um svæðið og upp- gröftinn er kl. 14 til 16. Verkefnisstjóri á Kirkjubæjar- klaustri er Bjarni F. Einarsson, en rannsóknin er á vegum Kirkjubæj- arstofu og Fornleifastofunnar. Fræðsla er um svæðið og uppgröft- inn kl. 14 til 16. Verkefnisstjóri í Reykholti er Guðrún Sveinbjarnardóttir, en rann- sóknin er á vegum Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Fornleifa- stofnun Íslands, sem kemur að upp- grefti kirkjurústar. (www.nat- mus.is). Í Reykholti stendur Reykholtshátíð yfir helgina 27. til 28. júlí og verður Guðrún með fyrirlest- ur um fornleifarannsóknir á laugar- dag kl. 17 í hátíðarsal gamla skólans (Ath. ekki sunnudag). Verkefnisstjóri í Skálholti er Mjöll Snæsdóttir, en rannsóknin er á veg- um Fornleifastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands (www.skal- holt.is). Fræðsla er um svæðið og uppgröftinn kl. 14 til 16. Steinunn Kristjánsdóttir stjórnar rannsókninni á Skriðuklaustri, en hún er á vegum Skriðuklausturrann- sókna í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands, sem annast forvörslu. (www.skriðuklaustur.is) Fræðsla um svæðið og uppgröftinn kl. 14 til 16. Verkefnisstjórar á Þingvöllum eru Adolf Friðriksson og Sigurður Lín- dal, en rannsóknin á vegum Forn- leifastofnunar Íslands og Þjóðminja- safns Íslands (www.thingvellir.is). Leiðsögn um svæðið kl. 13 og 15. Lagt af stað frá nýju fræðslumið- stöðinni við Hakið. Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands www.natmus.is. Í vetur er áformað að halda mál- þing þar sem niðurstöður fyrsta áfanga rannsóknanna verða kynnt- ar, en rannsóknirnar eru flestar skipulagðar sem verkefni til nokk- urra ára. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Almenningi gefst á sunnudaginn tækifæri til að kynna sér rannsóknirnar að Gásum í Eyjafirði og víðar um land. Fjölbreytt dagskrá á fornleifadeginum sem er á morgun Miklar rannsóknir á sviði fornleifafræða STJÓRN félags Þroskahjálpar á Suðurlandi hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeirri rannsókn sem nú fer fram á starf- semi Sólheima í Grímsnesi hjá Rík- isendurskoðun og félagsmálaráðu- neyti. „Stjórnin styður kröfu félags- málaráðherra, Páls Péturssonar, um að skipt verði um stjórnendur á Sólheimum. Stjórnin hvetur til þess að skýr stefna verði mörkuð um það hvaða starfsemi á að fara fram á Sólheim- um og að hagsmunir fatlaðra verði í fyrirrúmi við stefnumörkun. Að mati stjórnar Þroskahjálpar á Suðurlandi er það starf sem nú fer fram á Sólheimum hvorki í anda upphaflegra markmiða Sól- heima né unnið með hagsmuni fatl- aðra að leiðarljósi. Það er von okkar að Sólheimar megi vaxa og dafna í samræmi við þær hugsjónir sem settar voru fram með starfi og stefnu stofn- anda staðarins, Sesselju Sig- mundsdóttur.“ Hvetur til breyt- inga á Sólheimum Stjórn félags Þroskahjálpar á Suðurlandi MIÐSUMARHÁTÍÐ verður hald- inn í Hvoli á Hvolsvelli í dag, laug- ardaginn 27. júlí, kl. 11–17. Ýmislegt verður í boði og eru allir velkomnir. Miðsumarhátíð í Hvoli ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.