Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 57 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i 16. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10.Sýnd kl. 5.20. B.i. 10.  SV.MBL  HK.DV ...í topp formi. Ótrúleg bardagaatriði. Slagsmál og grín. 2 FY RIR EIN N 2 FY RIR EIN N Sýnd kl. 6, 8,30 og 10.45. 20.000. MANNS Á EINNI VIKU. Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. FRUMSÝNING S V A L I R Í S V Ö R T U Sýnd kl. 6.30, 8,30 og 10.30. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 411 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV 23 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 2 og 4. Íslenskt tal. Vit 358. SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 400 Sýnd kl. 10.10. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 2 og 3.50. Ísl tal. Vit 338 HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 410. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Enskt tal. Vit nr. 407.  kvikmyndir.is RICHARD GERE LAURA LINNEY  DV  HL. MBL  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 408 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 406 Þau hafa 45 mínútur til að bjarga heiminum. En þau þurfa 46 mínútur FRUMSÝNINGFRUMSÝNING Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit 398 Fyndnasta myndin í bænum í dag frá Barry Sonnenfeld, leikstjóra Get Shorty. Með topp leikurum í öllum hlutverkum, þar á meðal Johnny Knoxville úr sjónvarpsþáttunum JackAss. Þessi mynd mun koma þér skemmtilega á óvart, ekki missa af henni! Einnig sýnd í lúxussal VIP EF satt skal segja voru þessir blaðamannafundir á Hróarskeldu nokkuð undarlegir. Enginn spurði spurninga af neinu viti og það var eins og skálarnir, þar sem fund- irnir fóru fram, væru uppfullir af blaðamönnum frá Bravo og Smash Hits. Alltént voru menn mest að pæla í hárgreiðslu söngkonunnar sjarmerandi, Shirley Manson, eða þá að menn kepptust við að sleikja sig upp við stórstjörnurnar. Und- arlegt. Þau Shirley, Steve Marker bassaleikari og Duke Erikson gít- arleikari labba inn í salinn, örugg í fasi. Það leynist engum að þetta eru atvinnumenn, greinilega vön því að vera í toppbaráttunni og því sigld vel. Allt frá því að fyrsta breiðskífan, samnefnd sveitinni, kom út árið 1995 hefur þetta enda verið raunin. Hún sló þegar í gegn og hefur sveitin haldið vel á spöð- unum síðan, svo og í vinsældirnar. Það er allt fullt af blaðamönnum hérna og fljótlega yfirtekur kjafta- glaður sjónvarpsmaður fundinn og spyr og spyr misvit- urra spurninga. Fyrst voru þau innt eftir því hvernig þau færu að því að end- urvarpa flóknum hljómi sínum á tónleikum, en Garbage er mikið hljóðversband og allt geirneglt í þeim málunum. Erik svarar: „Ja … við erum búin að vera svo lengi í þessu að þetta er allt komið í réttan gír. Fyrir tveimur árum verð ég þó að viðurkenna að þetta var ennþá svolítið vesen.“ Blaðamenn sýna Shirley hlut- tekningu vegna raddarinnar og spyrja hvernig hún fari að þessu. Félagar hennar segjast hissa á því hvernig hún höndli þetta, en háls- inn hefur verið að hrjá hana um nokkra hríð. En þetta gengur hjá henni engu að síður. Næst kemur opin og víð spurn- ing um hvað sveitinni finnist um tónlist í dag?! Shirley er kurteis og svarar eftir bestu getu, með sterk- um hálandahreim. Hún nefnir þó hina sænsku sveit Hiv- es, segir hana stórkostlega, og tilgreinir hipp- hoppara eins og Missy Elliott og Outkast. Þá er spurt hvort hún hati ennþá Spice Girls og fleiri fífla- spurningar fylgja í kjölfarið. Þetta er nú meira ruglið og íslenski blaðamaðurinn sætir því lagi og spyr spurn- ingar. Pæling sem hafði velkst um á dægurtón- listarskrifstofum Morg- unblaðsins í kjölfar nýj- ustu plötu Garbage, Beautiful Garbage, sem út kom síðasta haust. Í fyrstu hljómaði sú plata öm- urlega í eyrum undirritaðs en eftir tíða hlustun fór platan að breiða út blöðin og í dag er þetta besta plat- an að mati hins sama, í raun full- komnun á „Garbage“-hljómnum. En spurningin er því, er platan endastöð? Og ef svo er, hvert skal haldið næst? Þessar vangaveltur eru bornar upp við sveitina, sem er hvumsa. Manson þakkar þó kærlega fyrir, segir þetta gott uppbrot. Marker tekur hljóðnemann, ögn vandræða- legur, og er greinilega mikið í mun að verja heiður sveitarinnar. „Ég held að sumir hafi einmitt orðið hissa þegar þeir heyrðu plöt- una fyrst,“ segir hann. „Við erum einmitt að velta næstu plötu fyrir okkur núna og langar til að af- greiða hana snögglega en persónu- lega finnst mér við vera alltof lengi að taka upp. Vonandi náum við tón- leikakraftinum með þeirri aðferð. Við erum spennt fyrir plötunni og eigum von á því að hún verði rokk- aðri og hrárri en fyrri plötur. En síðasta plata var nákvæmlega eins og við vildum hafa hana svo ég er því feginn að þú skyldir skipta um skoðun.“ Hárgreiðslan Þá er spurt um fjarveru Butch Vig. Erik svarar: „Hann liggur nú veikur í Los Angeles, með skaðræðis vírus í eyranu. Við fengum rafbréf frá honum í dag og þetta er víst að hjaðna.“ Butch hefur nú strítt við þetta vandamál í nokkur misseri. Áfram er haldið á sömu nótum, menn vilja vita hvernig þetta geng- ur með Matt Walker, trommarann sem leysti hann af (hefur m.a. starfað með Smashing Pumpkins og Filter). Þar áður hafði nafni hans Chamberlain leyst Vig af, en hann hefur starfað með Elton John, Peter Gabriel og Pearl Jam svo fáeinir séu nefndir. Shirley segir að eftir mikið skraf og skegg- ræður hafi verið ákveðið að halda áfram að spila. „Bono (popp-spámaðurinn mikli!) sagði okkur að enginn einn meðlimur væri stærri en bandið. Lögin væru það sem skipti máli númer eitt, tvö og þrjú.“ Bjánalegri spurningu um hár- greiðslu er skotið inn í og Shirley eyðir henni laglega. Að lokum eru þau spurð að því hvernig Hróars- kelduhátíðin leggist í þau, almennt. „Þetta er best skipulagða hátíð sem við höfum spilað á,“ segir Shirley ákveðin. „Henni er frábær- lega stýrt, öryggisatriði eru á hreinu og hér er skemmtilegt og afslappað andrúmsloft.“ Þar með gellur flautan og fundi er slitið. Fólk tínist út í danska sól með bros á vör og reiðubúið fyrir meira rokk – og meiri rólegheit. Rokkuð og hrá Garbage Stórsveitin Garbage stóð sína vakt á Hróars- keldu með sóma þetta árið, þrátt fyrir radd- leysi Shirley Manson og fjarveru trymbilsins Butch Vig. Arnar Egg- ert Thoroddsen sat blaðamannafund sveit- arinnar og skaut meira að segja spurningu að. Garbage lék á Hróarskeldu 2002 arnart@mbl.is Shirley Manson, með klippinguna góðu, tekur það rólega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.